Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 31 • Ballett fyrir þrjá stiginn i Höllinni i gœrkvöldi. Ljóem. Kristján. Unglingameistramót um helgina Unglingameistaramót Reykja- víkur í badminton verður haldið um næstu helgi. Keppnin fer fram i húsi TBR, næstkomandi laugardag og sunnudag. Hefst mótið kl. 15.00 á laugardag, en úrslitaleikir verða kl. 14 á sunnu- dag. Margir fremstu badminton- menn landsins eru ennþá í ungl- ingaflokkunum og er vænst þátttöku þeirra í mótinu. Má hér fyrstan nefna íslandsmeistarann í kvennaflokki á mótinu. Þess skal þó getið, að í sama móti i fyrra beið hún lægri hlut fyrir Ari Edwald tvöfaldur ungl- ingameistari Sif Friðleifsdóttur úr KR. Vafa- laust mun Sif verja titii sinn af krafti, enda á hún ekki langt að sækja hann (dóttir hins gamal- reynda badmintonmanns og frjálsíþróttakappa, Friðleifs Stefánssonar tannlæknis). Guðmundur Adólfsson, lands- liðsmaður í badminton keppir í piltaflokki. Hann hefur sigrað í sínum aldursflokki í flestum ungl- ingamótum er hann hefur tekið þátt í, og mun öllum erfitt að vinna hann nú. í drengjaflokki ber fyrst að nefna íslandsmeistara drengja, Þorgeir Jóhannsson, en vafalaust munu þeir Þorsteinn Páll Hængs- son, Ari Edwald og Gunnar Björnsson ekki gefa sinn hlut eftir. KR-ingar eiga mjög sterkan keppanda í telpnaflokki, Þórunni Óskarsdóttur Guðmundssonar. óskar hefur manna oftast orðið íslandsmeistari í badminton, svo sjálfsagt er efniviðurinn góður. Hnokkar, tátur, sveinar og meyjar heita yngstu aldursflokk- arnir. Þar eru mörg nöfn, og kannski eru sumir íslandsmeist- arar framtíðarinnar nú í þessum flokkum. Yfir 2000 manns stunda nú badminton á höfuðborgarsvæðinu. Talsverður hluti þeirra eru ungl- ingar og fer áhugi þeirra á íþróttinni sífellt vaxandi. Stefnubreyting í handknattleiks- dómgæslu? SÆNSKUR millirikjadómari, E. Elías, kom hingað til lands í gær á vegum HSI og mun ætlun kappans að halda dómaranám- skeið. Hann mun horfa á þrjá leiki, gagnrýna ótæpilega og túlka nýjar stefnur í hand- knattsleiksdómgæslu sem eru að koma fram á sjónarsviðið. Blm. Mbl. varð vitni að vægast sagt kostulegri dómgæslu á HM unglinga í Danmörku í síðustu viku og er ekki óliklegt, að það hafi verið smjörþefurinn af því sem koma skal. I þvi felst meðal annars strangari framganga i brottvísunum, en i þeim þrem leikjum sem blm. sá i Danmörku fengu ekki færri en 10—12 leik- menn reisupassann í hverjum leik, frekar fleiri en hitt. Einnig verða varnarmenn rétt- meiri. Gífurlega mikið var dæmt á sóknarbrot, ruðning og slíkt á HM, stundum endaði hver sókn- arlotan af annarri á þann veg, að ruðningur var dæmdur. Og það á brot sem maður hefði áður litið á sem fríkast eða jafnvel vítakast til handa sóknarleikmanninum. Ekki lengur. Verður fróðlegt að sjá hvort hinir nýju straumar gagn- taki íslenska dómara, eða hvort þeir einangri sig. Ekki skal hins vegar sagt hvort þessar nýju túlkanir verða handknattleiknum til framdráttar. kK- Góð byrjun hjá Fylki íslandsmótið í handknattleik hófst í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi með leik Fylkis og Þróttar i 2. deild. Bæði þessi lið eru líkleg til að blanda sér í toppbaráttuna í deildinni. Enda bar leikurinn það með sér, að mikið var í húfi að ná í bæði stigin. Var Ieikurinn bráðskemmtilegur á að horfa og á köflum vel leikinn af hálfu beggja liða. Síðari hálfleikur bauð upp á mikla spennu. Fylkir bar sigurorð af Þrótti í þessum leik, 21 — 18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12—10 þeim í hag. í tyrri hálfleiknum var öllu meiri kraftur í liði Fylkis og náðu þeir fljótlega yfirburöa stöðu, 8—4, og var það ekki síst að þakka góöum varnarleik og fráþaerri markvörslu Jóns Hermannssonar. Þróttarar gáf- ust samt ekki upp, sóttu í sig veöriö og drógu smátt og smátt á og aðeins tveggja marka munur var í hálfleik. Þróttarar komu ákveðnir til leiks í síöari hálfleiknum og var þjálfari liðsins, Ólafur H. Jónsson, mjög atkvæöamikill í upphafi og skoraði þá hvert markið af öðru. Tókst Þrótturum að jafna metin 12—12 og ná yfirhöndinni í leiknum 14—13. Nú færöist mikil spenna í leikinn, varnar- leikur Fylkis riölaðist nokkuö í síðari hálfleiknum og um tíma leit út fyrir að þeir væru að missa tökin á leiknum. Á 45. mfnútu leiksins er staðan Fylkir — Þróttur 21:18 16—15 fyrir Þrótt, en þá ná Fylkis- menn góöum leikkafla og komast yfir meö mörkum Einars og Hafliða. Sveinlaugur jafnar fyrir Þrótt 17—17, en eftir þaö var leikurinn í höndum Fylkis. Þeir skora næstu fjögur mörk og breyta stöðunni í 21 —17 og sigra örugglega. Sveinlaugur skoraði svo síðasta mark leiksins svo þrjú mörk skildu liðin í lokin. Liö Fylkis hafði öllu meiri breidd í liði sínu og barðist mjög vel. Bestu menn liösins voru Jón Hermannsson, markvörður, sem varöi allan tímann mjög vel, og Guöni Hauksson, sem átti mjög góöan leik og skoraði 6 mörk, hvert öðru fallegra. Þá komu þeir Ragnar Hermannsson og Einar Ágústsson ágætlega frá leiknum. Lið Þróttar á eftir að leika betur en það gerði aö þessu sinni. Nokkuð virðist það há liðinu hversu lítil breiddin er, lítiö var um innáskipt- ingar hjá þeim í leiknum og háöi það liðinu greinilega. Ólafur H. Jónsson var atkvæöamikill bæði í vörn og sókn. Þá átti Sigurður Sveinsson nokkuð góðan leik. Athyglisvert er aö í liði Fylkis skora níu leikmenn mörkin en í liði Þróttar fimm, þar af Ólafur og Siguröur 12 af 18. MÖRK Þróttar: Sigurður Sveinsson 5, Ólafur H. Jónsson 7, Páll Ólafsson 2, Sveinlaugur Kristjánsson 3, Einar Sveinsson 1. MÖRK Fylkis: Guöni Hermannsson 6, Ragnar Hermannsson 5, Hafliði Kristinsson 2, Gunnar Baldursson 2, Einar Ágústsson 2, Sigurður Símon- arson, Guðmundur Kristinsson, Ósk- ar Ásgeirsson og Magnús Sigurðs- son eitt mark hver. — þr. Verð kr: 5.500.- Sendum í póstkröfu samdægurs Laugavegi 37, Laugavegi 89, sími 12861. sími 10353. Osvikin amerísk gæðavara á góðu verói. Litir: dökkblátt — rautt hvítt — grátt — beige Stærðir: 12 — 14 — 16 S — M — L — XL IISA SWEATSHIRTS (háskólabolir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.