Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 \f/ ERLENT Þetta gerdist 9. nóv. Mynd þessi var tekin af Edmund G. Brown ríkisstjóra i fyrra mánuði þegar hann ávarpaði háskólastúdenta i New York, en þar réðst hippi nokkur, Aron Kay. að Brown og kastaði sítrónuköku i höfuð honum. Jerry Brown í forsetaframboð Washington, 8. nóv. — AP. EDMUND G. (Jerry) Brown rikisstjóri i Kaliforníu skýrði frá þvi opinberiega í dag, að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata við for- setakosningarnar að ári, og lýsti því jafnframt yfir að núverandi ráðamenn Banda- ríkjanna væru ófærir um að stýra ríkisskútunni. eins og hann orðaði það. Sagði Brown að stefna sín væri i fáum orðum verndun jarðarinnar, þjónusta við þjóðina, og könnun og iðnvaeðing himingeimsins. Vitað er að Jimmy Carter forseti gefur kost á sér til endurkjörs sem forsetaefni demókrata, og einnig hefur Edward Kennedy öldungadeild- arþingmaður lýst yfir framboði. Edmund G. Brown er 41 árs og ókvæntur. Hann tók þátt í nokkrum prófkjörum fyrir for- setakosningarnar 1976, og felldi þá Carter núverandi forseta í þeim þremur ríkjum, sem báðir buðu sig fram í. Nú er hann samkvæmt skoðanakönnunum langt á eftir bæði Carter og Kennedy í vinsældum. Rannsókn á störfum BBC Leitin ár- angurslaus HöfðaborK. 8. nóvember. Reuter. LEITIN að áhöfn norska flutn- ingaskipsins Berge Vanga hefur enn engan árangur borið, en leitinni verður haldið áfram, og á morgun bætast tvær bandariskar Orion-þotur i leitarhópinn. A miðvikudag tilkynnti norsk leitarflugvél, að hún hefði heyrt veikt neyðarkall „einhvers staðar á Atlantshafinu". Segja yfirvöld að ekki megi binda of miklar vonir um að einhverjir úr áhöfninni séu á lífi við þær fréttir, þar sem ljóst sé að neyðarkallið hafi komið frá svæði, sem er utan leitarmark- anna. Á Berge Vanga var 40 manna áhöfn, 30 Filipseyingar, níu Norð- menn og einn Dani. Yvonne de Gaulle Colombey almenningi, en ekkjan fór þaðan í fyrra og fluttist í heilsuhæli í París. Opnuninni hef- ur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Þau Yvonne og Charles de Gaulle eignuðust þrjú börn, Phi- lippe aðmírál, Elizabeth, sem gift- ist Alain de Boissieu forseta herráðsins og Anne, sem fæddist bækluð og lézt tvítug fyrir 30 árum. deilur hafa staðið i brezka þing- inu um þetta mál, og þingmenn lýst þvi yfir að BBC-starfsmenn- irnir hafi hreinlega framið land- ráð með framkomu sinni. Árás IRA á Carrickmore átti að koma til sýningar í þættinum „Panorama" 19. þessa mánaðar, en sýning myndarinnar hefur nú verið bönnuð. Talsmenn BBC segja að starfs- hópurinn hafi haldið til Carrick- more eftir að ónafngreindur aðili hringdi og tjáði þeim að þar gætu starfsmennirnir fengið að sjá eitt- hvað, sem vert væri að festa á filmu. Samkvæmt lögum BBC, sem er ríkiseign, ber starfsmönnum að bera undir yfirmenn sína hjá BBC ákvarðanir um viðtöl og kvik- myndanir meðal IRA, en það var ekki gert að þessu sinni. Þegar stjórnarmenn BBC fréttu af kvik- mynduninni, létu þeir rannsaka tildrögin, en nú hefur ríkisstjórn- in fyrirskipað opinbera rannsókn. Er því haldið fram að aliskostar sé óverjandi fyrir starfsmenn BBC að „starfa meðal alþekktra morð- ingja og glæpamanna", eins og einn þingmanna komst að orði. Yvonne de Gaulle látín Parls, 8. nóvember. AP. Reuter. YVONNE de Gaulle, ekkja Charles de Gaulles fyrrum Frakklandsfor- seta og hershöfðingja, lézt i Paris i dag, 79 ára að aldri. Ekki hefur verið skýrt frá dánarmeininu, en Yvonne de GauIIe hefur tvisvar gengizt undir uppskurði frá þvi i júli í sumar. og hún lézt í sjúkrahúsi í París þar sem hún hefur legið frá 18. október s.l. Frú de Gaulle var mjög hlédræg kona, en þó vinsæl, og á ellefu ára forsetaferli eiginmannsins gekk hún jafnan undir nafninu „Tante Yvonne" (Yvonne frænka). Utför- in verður gerð á laugardag, og verður hún jarðsett við hlið eigin- mannsins í bænum Colombey-les- deux-Eglises, en þar bjuggu de Gaulle-hjónin lengst af. Á morgun, föstudag, eru níu ár frá því Charles de Gaulle lézt, og stóð tii að minnast dagsins með því að opna hús þeirra hjóna í 1971 — Kínverskir kommúnist- ar koma í fyrsta sinn til SÞ. 1965 — Lög um afnám dauða- refsingar í Bretlandi takagildi. 1953 — Kambódia fær sjálf- stæði.. 1944 — Moskvu-ráðstefnan hefst. 1942 — Þýzkt herlið sækir inn í Vichy-Frakkland. 1938 — Nazistar kveikja í bæna- húsum, heimilum og verzlunum Gyðinga. 1937 — Japanir taka Shanghai. 1918 - Vilhjálmur Þýzka- landskeisari leggur niður völd. — Lýst yfir stofnun þýzks lýð- veldis. 1917 — Georges Clemenceau verður forsætisráðherra Frakka. 1882 — Sameiginleg stjórn Breta og Frakka í Egyptalandi hefst. 1799 — Napoleon steypir frönsku byltingarstjórninni. 1794 — Rússar sækja inn í Varsjá. 1681 — Þingið í Oldenburg veitir ungverskum mótmælend- um trúfrelsi. 1580 — ítalir og Spánverjar ganga á land á írlandi. 1569 — Uppreisn Norðurjarla hefst á Englandi. 1541 — Katherine Howard drottning flutt í The Tower — Franz I af Frakklandi gerir bandalag við Dani. Afmæli — Ivan Turgenev, rússneskur rithöfundur (1818— 1883) — Játvarður VII Breta- konungur (1841—1910). Andlát — Ramsay MacDonald, stjórnmálaleiðtogi, 1937 — Nev- ille Chamberlain, stjórnmála- leiðtogi, 1940 — Sigmund Rom- berg, tónskáld, 1951 — Ibn Saud konungur 1953 — Dylan Thom- as, skáld, 1953 — Charles de Gaulle, hermaður & stjórnmála- leiðtogi, 1970. Innlent — ísland tekið í SÞ 1946 — d. Ari fróði Þorgilsson 1148 — Skúli Magnússon landfógeti 1794 — Gúttó-slagur 1932 — Magnús Guðmundsson dómsmálaráð- herra dæmdur í 15 daga fangelsi (seinna sýknaður) 1932 — Hjúkrunarnefnd skipuð 1918 — Friðrik ólafsson forseti FiDE 1978 — f. Magnús Ásgeirsson 1901. Orð dagsins — Þegar heimskur maður gerir eitthvað sem hann skammast sín fyrir segist hann alltaf vera að gera skyldu sína — George Bernard Shaw, brezkur rithöfundur (1856—1950) Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Bertín BrUssel Chicago Feneyjar Frankfurt Qenf Helsinki Jerúsalem Jóh.borg Kaupm.höfn Laa Palmas Lissabon London Loa Angeles Madrid Malaga Mallorca Miami Moskva NewYork Ósló Parfs Reykjavík Rio de Janeiro Róm Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg -6 úrkoma í gr. 9 rigning 23 heióskirt 20 þokumóóa 7 rigning 12 heióskírt 5 rigning 14 þokumóóa 11 rigning 13 rigning 6 skýjaó 17 heióskírt 27 rigning 7 heiöskírt 23 skýjaó 22 heióskfrt 14 skýjaó 18 rigning 21 heióskirt 16 þokumóóa 21 léttskýjaó 27 skýjaó 2 snjókoma 15 skýjaó 2 heióskfrt 15 rigning -2 skýjað 38 skýjaó 16 skýjaö 2 skýjaó 21 heióskfrt 20 heióskfrt 12 skýjaó 9 skýjað Ivondon, 8. nóvember. AP. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra fyrirskipaði i dag opin- bera rannsókn á því hvers vegna hópur starfsmanna BBC-sjón- varpsins kvikmyndaði árás skæruliða úr írska lýðveldishern- um á þorpið Carrickmore 17. október 8.1., en skæruliðarnir hertóku þorpið og héldu þvi i nokkrar klukkustundir. Harðar Fjöldamorð: 215 ung- menni drepin París. 8. nóvember. AP. AÐ SÖGN Alþjóða mannréttinda- samtakanna, sem mannréttinda- félög 20 ríkja eiga aðild að, myrtu hermenn stjórnarinnar í Zaire 215 ungmenni á aldrinum 17—21 árs í unglingabúðum i Kasai-héraði landsins á nýliðnu sumri. Forseti alþjóðasamtakanna, Daniel Mayer, skýrði frá þessu í París í dag. Sagði hann að fregn um að þessi fjöldamorð hefðu verið framin 19. júlí s.l. hefði borizt frá áreiðanlegum heimild- um í Zaire fyrir þremur dögum, og hún síðan fengizt staðfest. Hefði herflokkur komið að búðunum og af einhverjum ástæðum hafið skothríð á þær með þeim afleið- ingum að 200 ungmenni og 15 fiskimenn, sem stunduðu veiðar þar rétt hjá á bökkum Lubil- anshi-árinnar, féllu. „Öllum líkunum var varpað í Lubilanshi-ána, og flutu þau niður eftir henni til borgarinnar Lusam- bo,“ segir í skýrslu samtakanna. Borgarbúar sáu fjölda líka á reki og höfðu samband við yfirvöld í héraðshöfuðborginni Mbuji-Maye, og spurðu óttaslegnir hvort borg- arastyrjöld væri skollin á. Yfir- völdin svöruðu því til, að hér væri um mistök að ræða hjá hermönn- unum, sem héldu að unglingarnir væru að grafa eftir demöntum í óleyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.