Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 Kappsigling í löndunarpláss Góð loðnuveiði, en vertíðinni lýkur á morgun MJÖG GÓÐ loðnuveiði hefur verið á miðunum úti af Vestíjörðum tvo síðustu daga og tilkynntu 33 skip um afla til Loðnunefndar í fyrrakvöld og aðfaranótt fimmtudags. Þar sem loðnuvertíðinni lýkur á hádegi á morgun var mikið kapp hjá skipstjórunum að komast sem fyrst í löndunarpláss, til að eiga möguleika á að ná einum túr í viðbót fyrir stoppið. Bolungarvík er sá löndunar- staður, sem nú er næstur miðun- um, og fóru þeir bátar þangað, sem fyrstir fengu afla eftir bræl- una. Margir fóru einnig til Siglu- fjarðar, Krossaness og Raufar- hafnar. Þeir sem sáu að þeir áttu ekki möguleika á að landa og komast á ný á miðin fyrir hádegi á morgun fóru margir til heima- hafna og voru skip með um 5000 lestir á leið til Faxaflóahafna. Aflinn á haustvertíðinni er nú kominn hátt í 430 þúsund lestir. Eftirtalin skip tilkynntu um afla síðdegis á miðvikudag: Pétur Jónsson 680, Gullberg 470, ísleifur 380, Bjarni Ólafsson 1130, Óli Óskars 1150, Börkur 1150, Hilmir 520, Sæberg 550, Jón Finnsson 600, Ársæll 420, Náttfari 470, Sigurður 1000, Rauðsey 540. Samtals á miðvikudag 19 skip með 12.180 lestir. Fimmtudagur: Loftur Bald- vinsson 740, Dagfari 530, Þórður Jónasson 480, Magnús 530, Skarðsvík 580, Súlan 600, Helga Guðmundsdóttir 740, Albert 600, Gísli Árni 640, Keflvíkingur 530, Seley 430, Arnarnes 600, Skírnir 450, Bergur 510, Faxi 350, Hafrún 680, Hákon 820, Helga II. 520, Harpa 630, Guðmundur 900. Sam- tals 20 skip með 11.860 lestir. Ljósm. Mbl. Emilia. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins víðsvegar að af landinu komu saman til fundar í Sjálfstæðishúsinu Valhöll í gærmorgun og báru saman bækur sínar. INNLENT 160 þús. tonn á land í Eyjum ALLS er búið að landa 160 þúsund tonnum í Vestmannaeyj- um siðan um áramót og er það 13 þús. tonnum meira en á sama tíma í fyrra og 9. þús. tonnum meira en 1977. Stærstur hluti aflans er loðna eða liðlega 103 þús. tonn, 15 þús. tonn spærling- ur og 25 þús. tonn bolfiskur. Meðalafli í löndun hjá bátum hefur verið 7 tonn á móti 6,6 tonnum 1978 og 5,9 tonnum 1977. 2000 tonn af síld hafa verið unnin hjá Isfélagi Vestmanna- eyja, 1500 tonn hjá Vinnslustöð- inni, 1150 tonn hjá Fiskiðjunni og 1100 tonn hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Bryggjuminkur í rœkjuróðri frá Kópaskeri! FRÁ ÞVÍ var skýrt í Morgun- blaðinu fyrir nokkru, að mink- ur hefði brugðið sér í línuróður með bát frá Eskifirði. En það eru greinilega fleiri af minka- fjölskyldunni, sem hafa áhuga á sjósókn. Akureyrarblaðið Dag- ur skýrir frá því á þriðjudag, að minkur hefði skroppið í róður með rækjubátnum Trausta frá Kópaskeri. Þegar báturinn var um tvær mílur frá landi stökk mórauður minkur upp úr netahrúgu og út í sjó. Þegar síðast sást til minks- ins stefndi hann á haf út. Talið er, að þetta hafi verið minkur, sem búið hefur í grjótgarðinum utan á hafnargarðinum á Kópa- skeri. í Degi segir, að annað- hvort hafi minknum tekizt að komast aftur til lands eða eftir- lifandi ættingjar séu enn á vappi á bryggjunni á Kópaskeri að bíða eftir sæfaranum, en sést hefur til minks þar eftir atburð- inn um borð í Trausta. Barði Þórhallsson skipstjóri á Trausta segir í samtali við Dag, að þeir hefðu engin vopn haft um borð til að vinna minkinn, enda hafi þeir verið á arðbærari veiðum. Barði segir, að menn hafi reynt að veiða „bryggju- rninka" með bogum og eins hafi sést til manna með barefli á harðaspretti um bryggjuna. „Við sjómenn göngum nú orðið ákaf- lega varlega um lúkarana, því við eigum alltaf von á, að minkurinn taki sér bólfestu í einhverri koj unni," sagði Barði í viðtali við blaðið. Dalir og Fljótsdalshéraó: Nær fjögur hundruð flár drepin vegna riðu BÚIÐ er að drepa 250 fjár á bænum Grænuhlíð í Hjaltastaða- hreppi í Fljótsdalshéraði vegna riðu og eftir helgina verða drepin 80 fjár á bænum Hornstöðum í Laxárdal í Dalasýslu, en þetta er í fyrsta skipti sem riðu verður vart bæði á Fljótsdalshéraði og í Dölum. Bóndinn á Grænuhlíð fær 4 millj. kr. styrk til þess að breyta um búskaparhætti yfir í naut- griparækt og mun hann breyta mannvirkjum í samræmi við það. Leyfissvipting og hluti aflans gerður upptækur Ríkissjódur: Lánabreytingin fór fram í júní VEGNA fréttar í Morgunblaðinu1 í gær um stöðu ríkissjóðs hjá' Seðlabanka skal tekið fram, að breyting á yfirdráttarláni í fast lán, sem gefið var til kynna í fréttinni, að átt hefði þátt í að ríkissjóður átti inneign á aðal- reikningi sínum 31. október sl., fór fram í júní sl. Þessi lána- breyting átti því ekki beinan þátt í hagstæðri stöðu ríkissjóðs nú en létti hins vegar á reikningnum þar sem slíkar lánabreytingar hafa yfirleitt ekki verið fram- kvæmdar fyrr en undir áramót. EINN hringnótabátanna, Elliði GK 445, var í fyrradag sviptur leyfi til síldveiða í haust, þar sem reynt var að koma afla í vinnslu án þess að hann væri vigtaður. Samkvæmt upplýsingum Jóns Arnalds í sjávarútvegsráðuneyt- inu var tekið eftir því, að einn vörubílanna ók framhjá vigtinni þegar verið var að landa úr Elliða. Bar ökumaður vörubif- reiðarinnar að það hefði verið gert samkvæmt tilmælum skip- stjórans. Jón Arnalds sagði, að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort báturinn fengi leyfi til veiðanna næsta haust, en Elliði mun hafa átt eftir að veiða um 60 lestir upp í kvótann. Að sögn Jóns B. Jónassonar í sjávarútvegsráðuneytinu er reynt að fylgjast eins náið og mögulegt er með því hvort skipstjórar reyna að smygla afla framhjá kerfinu. Hann sagði að tveir skipstjórar hefðu fyrr á vertíðinni verið staðnir að því að reyna að smygla afla undan, en þeir voru að klára kvótann. Sagðist Jón reikna með, að hluti afla þessara báta yrði gerður upptækur. Sýslumaður Strandamanna: „Ánægð með að þetta karlmanna- vígierfallið” „IIUGUR minn leitar tii Stranda í augnablikinu og ég hlakka til að spreyta mig á þessu verkefni og er ánægð með að þetta karlmannaeinvígi er fallið,“ sagði Hjördís Björk Hákonardóttir nýskipaður sýslumaður Strandamanna frá n.k. áramótum. Hjördis Björk er fyrsta konan á íslandi í embætti sýslumanns, en áður hefur hún starfað sem fulltrúi hjá fógeta í Kópavogi, Hafnarfirði og sem dómarafulltrúi hjá borgardómara i Reykjavík. Þá stundaði hún nám í Bandaríkjunum um skeið. „Það leggst vel í mig að fara norður á Strandir," sagði Hjördís í samtali við Mbl. í gærkvöldi." Það er fallegt þar að því er sagt er, en ég hef aldrei komið þangað. Oft hef ég ætlað mér að fara þangað, en nú verður örugglega af því.“ Umsækjendur um embættið Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. Hjördís Björk Hákonardóttir, hinn nýi sýslumaður Strandamanna, á heimili sínu í gærkvöldi ásamt syni sinum. auk Hjördísar voru: Ásdís steinsson, deildarstjóri, Pétur Kvaran Þorvaldsdóttir, cand. Jónsson Kjerúlf, héraðsdóms- jur., Hafþór Ingi Jónsson, hér- lögmaður, og Ríkharður Más- aðsdómslögmaður, Páll Þor- son, dómarafulltrúi. Bráðabirgða- lög vegna Bjargráðasjóðs RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út tvenn bráðabirgðalög, annars vegar ábyrgðarheimild ríkissjóðs vegna lánveitinga Bjargráða- sjóðs í sambandi við formlega afgreiðslu mála varðandi hafís og harðindi norðaustanlands á árinu, en heimild var veitt fyrir allt að 850 millj. kr. og byggjast bætur aðallega á fóðurkaupum til bænda og bótagreiðslum vegna tjóns. Þá voru einnig gefin út bráða- birgðalög um lánareglur Bjarg- ráðasjóðs þar sem lánareglum er breytt. Ekki mátti taka hærri vexti en 10% af lánum sjóðsins, en samkvæmt bráðabirgðalögunum er gert ráð fyrir að hluti lánanna verði verðtryggður en vaxtalaus. Séra Árelíus hættir um áramót ELSTI sóknarpresturinn i Reykjavík, séra Arelíus Níelsson hefur sótt um lausn frá embætti sem sóknarprestur í Lang- holtsprestakalli frá næstu ára- mótum, segir í nýútkomnu Fréttabréfi biskupsstofu. Segir einnig að hann hafi þjón- að söfnuðinum frá árinu 1952, en hann er nú 69 ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.