Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979
Fötin á myndun-
um, sem hönnuð
eru aí þekktum
tískuírömuðum,
eins og Givenchy,
Saint Laurent, Hal-
ston, Calvin Klein
0.11. eiga það sam-
eiginlegt, að vera
úr mjög skrautleg-
um elnum, silki
hrokaði og satíni.
Mikið er um gyllt-
an lit og silfurlitað-
an, og einnig eru
pallíettur til
skrauts. Eins og
sjá má er þetta
latnaður ætlaður til
að nota að kvöldi.
Soðin síld í karrý
Hjá ungu mönnunum í fiskbúðinni minni
hefur verið til ný síld undanfarið, og það
meira að segja flökuð.
Vonandi er svo á fleiri stöðum.
í þeirri von er komið hér á framfæri
danskri uppskrift:
Soðin síld í karrý
1 kg. síld
2 matsk. fínt saxaður laukur
dál. persille
safi úr einni sítrónu
1 dl. af vatni.
í sósuna:
2 barnaskeiðar af karrý
25—50 gr. smjörlíki
fisksoðið
1 dl. rjómi ef vill.
Hæfilega stór pottur smurður að innan,
laukurinn settur í botninn og upprúlluð
síldarflökin lögð ofan á. Salt, persille, sítr-
ónusafi og vatn sett yfir og flökin látin sjóða
við hægan straum í 6—8 mín.
Sósan: Smjörlíkið brætt, karrýið sett út í,
hveitið hrært út í og þynnt út með fisksoðinu.
Rjóma bætt í.
Borið fram með soðnum hrísgrjónum.
Kínversk áhrif
Það gætir greinilega kínverskra áhrifa í
fatnaðinum á myndum þeim, sem hér fylgja
með.
Fötin eru hönnuð af Saint Laurent og eru
hluti af því, sem hann sýndi fyrir veturinn.
„Af hverju spurðu
þeir ekki Evans?
Agatha Christie.
Aðdáendur Agöthu Christie,
en þeir eru áreiðanlega fjöl-
margir get ég glatt með því, að
von er á sjónvarpsþáttum gerð-
um eftir bók hennar „Why
Didn’t They Ask Evans?" og
ekki ólíklegt, að þeir birtist á
skjánum hjá okkur einhvern-
tíma á næstu árum.
Þessi bók, sem kom út 1934
hefur verið talin eina bók höf-
undar, sem kalla má gaman-
sama, en kímni eða gamansemi
þóttu ekki áberandi þættir í fari
eða skrifum skáldkonunnar.
En hvað sem því líður, er
þessi bók hennar alveg sérstak-
lega skemmtileg aflestrar, og
óvenjuleg að því leyti, að sögu-
hetjurnar Bobby Jones og lafði
Frances Dervent, sjá sjálf um
að leita sökudólgsins og leysa
morðgátuna.
Af þeim kynnum, sem fengist
hafa af þrem mismunandi út-
gáfum af Hercule Poirot, í jafn
mörgum kvikmyndum, jafnvel
þó að góðir leikarar eins og
Albert Finney og nú síðast
Peter Ustinov hafi átt í hlut, er
dálkahöfundur feginn að sleppa
við frekari vonbrigði á túlkun
þeirrar sögufrægu persónu.
Við endurlestur þessarar bók-
ar nú, þegar vitað er um
fyrirhugaða sjónvarpsþætti, er
ég sannfærð um, að þættirnir
hljóta að verða mjög spennandi.
Söguhetjan Bobby Jones kemur
að stórslösuðum manni, sem í
fyrstu er álitið að hafi orðið
fyrir slysi, og síðustu orð hins
deyjandi manns eru: „Af hverju
spurðu þeir ekki Evans“? Bobþy
og bernskuvinkona hans lafði
Frances, taka málin í sínar
hendur og lenda í ótöldum
æfintýrum og raunum við leit
að morðingjanum.
Það tók 18 mánuði að semja
um rétt til kvikmyndatöku
þessarar sögu, og margir um
hituna. London Weekend Tele-
vision varð hlutskarpast í þeirri
viðureign, og mun ætía að hafa
sjónvarpsþættina þrjá, og verð-
ur hver um sig klukkustundar
langur.
Aðalsöguhetjurnar eru leikn-
ar af James Warwick, sem er
Bobby, og Francesku Amis, sem
er lafði Frances. Af öðrum
leikurum má nefna Sir John
Gielgud, sem leikur prest og
Eric Porter, sem leikur lækni.
Er ekki annað að sjá, en val
leikara ætti að verða til að auka
við ánægjuna, þegar, (— og
ef —), þættirnir verða sýndir
hér í sjónvarpinu. Við aðdáend-
ur Agöthu Christie verðum að
vona það besta.
Francesca Annis i hlutverki iafði Frances.