Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Aðalstjórn Verzlunarráðs íslands: Y fir lýsing um leyfilega dráttarvexti í lánsviðskiptum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Verzl- unarráði íslands. Þann 13. þ.m. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti, mál nr. 144/ 1977, í skaðabótamáli vegna samn- ingsrofs. Niðurstaða þessa dóms hefur skapað verulega óvissu um heimild til töku dráttarvaxta. Það er álit aðalstjórnar Verzl- AEG Handverkfæri eru sterk og vönduð Fjölbreytl úrval AEG handverkfæra tll lönaöar-, bygginga- og tómstundavlnnu. Viö AEG borvélarnar er auöveldlega hægt aö setja ýmsa fylgihluti, svo sem pússikubb, hjólsög, útsögunarsög og margt fleira. VELJIÐ AEG HANDVERKFÆRI SEM ERU ÞEKKT FYRIR GÆÐI TILVALIN JÓLAGJÖF BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 unarráðs íslands, að þessi dóms- niðurstaða sé ekki stefnumark- andi um lánsviðskipti utan inn- lánsstofnana, þar sem hér er um að ræða samningsrof vegna er- lendrar kröfu, auk þess sem Hæstiréttur fjallar ekki um þær breytingar, sem orðið hafa á tilkynningum Seðlabanka íslands um dráttarvexti, er tóku fyrst gildi 20. nóvember 1976. Einnig verður vaxtadómurinn að teljast afar óeðlilegur, að greiðslu skuli inna af hendi ásamt innlánsvöxt- um af almennum sparisjóðsbók- um, sem innifela verðbótaþátt, þegar kröfuna ber að greiða í erlendri mynt. Fyrir þá sök hefur skuldin hækkað um 5,3% á mán- uði frá stefnudegi til 13.11.1979. Dráttarvextir í lánsviðskiptum Skoðun aðalstjórnar Verzlun- arráðs íslands er sú, að um dráttarvexti í lánsviðskiptum, hvort sem þau eru á grundvelli formlegra lánsskjala eða á grundvelli gjaldfrests á vöruút- tekt til tiltekins tíma, gildi 5. grein laga nr. 58 frá 28. júní 1960 um dráttarvexti o.fl., eins og henni var breytt með lögum nr. 71 frá 22. maí 1965 og hljóðar nú þannig: „Þegar skuldari greiðir eigi skuld sína á réttum tíma, er hann skyldur til frá eindaga skuldarinnar, unz hann greiðir hana, að greiða skuldareiganda þá dráttarvexti af henni, sem Seðlabanki íslands ákveður samkvæmt 13. gr. laga nr. 10 frá 29. marz 1961, um Seðlabanka íslands, og skulu það jafnframt vera hæstu leyfilegir dráttar- vextir.“ Fyrir þessa breytingu höfðu heimilir dráttarvextir verið al- mennt 1% hærri en leyfðir vextir af almennum sparifjárreikningum hjá bönkum og sparisjóðum. Ástæðan fyrir þessari lagabreyt- ingu var sú, að löggjafinn taldi, að það kynni að vera dregið í efa, að öðrum aðilum en innlánsstofnun- um væri heimilt að taka þá dráttarvexti, sem Seðlabankinn ákveður. Slíkur vafi gæti orsakað mismunandi dráttarvaxtatöku innlánsstofnana annars vegar og annarra aðila hins vegar. Þessari lagagrein var því breytt á þá leið, að hún verði ótvíræð og vafalaus, hvað snertir umrædda dráttar- vexti, „sem skuli vera jafnháir og Seðlabanki íslands leyfir inn- lánsstofnunum hæst að taka“, eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu. Með þessu ákvæði var ætlun löggjafans, að dráttarvextir í viðskiptum manna, sé ekki um annað samið, verði ótvírætt hæstu lögleyfðu dráttarvextir og þeir sömu og hjá lánastofnunum. Þetta lagaákvæði komst þó ekki að öllu leyti strax til framkvæmda, þar sem Seðlabanki íslands ákvað fyrst í stað einungis dráttarvexti af lánum. Það er fyrst á árinu 1976, þ.e. frá og með 20. nóvember, að Seðlabankinn ákveður drátt; arvexti af „öðrum skuldum". í síðari tilkynningum verður orða- lag þeirra enn skýrara og gildis- sviðið afar víðtækt, þar sem drátt- arvextir eru ákveðnir almennt af „gjaldfallinni fjárhæð" og gilda bæði um „hliðstæð og sambærileg lánsviðskipti" utan innlánsstofn- ana, svo og um „skuldaskipti". Það er því skoðun aðalstjórnar Verzl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.