Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Ólafur M. Jóhannesson: Heíur kirkjan sýnt næg- an stuðning við listir? Ýmislegt kom upp í huga minn er ég hlýddi hér einn morguninn á erindi séra Jóns Einarssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd um starfshætti kirkjunnar. Séra Jón hélt fram rétti kirkjunnar og er það ágætt. Hún er sá þrýstihópur sem hvað minnst má sín um þessar mundir. Er það máske eðlilegt því þörf fyrir kirkjuna hefur minnkað mjög upp á síðkastið. Áður fyrr fóru sam- skipti manna mjög fram í guðs- húsum. Fólk fór þangað í og með til að sýna sig og sjá aðra. Nú fara menn á skemmtistaði eða í bíó tii slíkra hluta. Það er helst eldra fólk sem fer í kirkju, sennilega mest af gömlu vana, svo og er það finnur að styttist æviskeiðið. Þá er meiri þörf að kíkja yfir hinumeg- in. Með þessu er ekki sagt að eigi sé þörf fyrir kirkjuna í þjóðfélag- inu. Hún sér um ýmislegt nauð- synlegt svo sem að grafa fólk, skíra börn þess og fá sambandi karls og konu formlegt snið. Þarna fær hún manninum líka vissa hlutdeild í því sem æðra er. Tengir hversdagslegar athafnir jarðvistar hans við guðdóminn að minnsta kosti að formi til. En kirkjan sér um fleira, þar á meðal sálgæslu. Sýnast mér félagsráð- gjafar og sálfræðingar hvers kon- ar færir um að veita slíka þjón- ustu, að einhverju marki. Kirkjan fæst einnig við trúarbragða- fræðslu í fermingunni og hefur áhrif á námsskrá í því efni. Þarna er hún vart svo nauðsynleg, væri nær að kenna krökkunum al- menna trúarbragðasögu svo, þau gætu síðar myndað sér skoðun varðandi eigin trúarsannfæringu. Og tækju þar með afstöðu til hvaða birtingarform guðdómsins þau aðhylltust á grundvelli þekk- ingar en ekki einhliða myndar, sem nú er haldið að þeim. Ýmis- legt fleira í þessum dúr kom í hugann við að hlusta á erindi séra Jóns í Saurbæ, en eitt þó öðru fremur og er það kveikja þessarar greinar: Það er hve lítið kirkjan hefur sinnt listum í landinu. Kirkjan hefur frá örófi verið mikil lyftistöng lista. Hún hefur hlúð að mörgum brothættum snillingi. Stærstu verk mannsand- ans eru gjarnan unnin samkvæmt pöntun frá henni. Hvað t.d. um ýmsar perlur Bachs gamla? Hér á landi er það ferðaskrifstofustjóri ásamt áhugafólki sem flytur þær perlur. Auðvitað á kirkjan að halda lifandi kór til slíkra verka og fylla þar með rándýr hús sín hér á höfuðborgarsvæðinu. í vold- ugum söng er ekki síður hægt að nálgast helgidóminn en í litlaus- um helgisiðum. Þar sem margar raddir verða sem ein í ákalli þar rís duftsins son hvað næst. Hér er verkefni fyrir góðann mann. Og þá er komið að myndlistinni. Hvað halda menn að komið hefði út úr Michelangelo ef hann hefði verið án kirkjunnar. Var hann ekki liggjandi svo árum skipti á bakinu málandi loft sixtínsku kap- ellunnar með sjálfan páfann rek- andi á eftir sér. Slíka örvun vantar í dag. Að vísu var skreyt- ing Skálholtskirkju myndarlega af hendi leyst og fátt til sparað, en meiri myndlist þarf í kirkjurnar. Stórar og vandaðar altaristöflur, helgimuni hannaða af myndlistar- mönnum, klæði presta af fata- hönnuðum. Garðana kringum guðshúsin af skrúðgarðafræðing- um. til allarar hamingju eru sjálf guðshúsin nú um margt til fyrir- myndar hvað varðar yfirbragð, því ber að fagna. Arkitektarnir eru duglegir að ota sínum tota enda margir rækilega samrunnir ríkiskerfinu og valdastofnunum þess. Það kann að virðast fáránlegt að minnast á leikhús í sambandi við kirkjuna. En á það ekki sinn stað innan hennar. Stundum eru fluttir helgileikir á vegum presta. Þessa tegund leiklistar ber að rækta og ljá henni meiri dulúð og framandleik en nú er. Þar með má ná til þess óræða í mannskepn- unni, þess hárfína bils milli til- finninga og skynsemi þar sem trúin lifir. Okkur í dag veitir heldur ekki af smá tilbreytingu frá allri þeirri nöktu tækni sem umlykur okkur. Hins snauðlega einfaldleik lúterskunnar sem á sínum tíma kom fram sem and- svar við ofhlæði kaþólsks siðar, á ekki við núna. Þá var allt vaðandi í dulúð og hindurvitnum. Okkur skrotir slíkt nú til að svæfa ekki alveg móttökutæki trúarinnar. Guðdómurinn verður ekki skilinn nema í gegnum ofurlítið mistur. Við verðum að gleyma andartak að Karlinn í tunglinu er dáinn. Jafnvel listgrein eins og ballett kemur kirkjunni við. Ovíða sér maður átök anda og efnis eins skýrt og í baráttu ballettdansar- ans við eigin líkama. Og svo við AUSTURVERI HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI84445 URVAL HEIMIUSTÆKJA LÍTIÐ VIÐ HJÁ OKKUR stökkvum út í aðra grein listar sem lítið snertir hið holdlega, heimspekina. Er það ekki mann- legt atferli á hæsta plani, Þar sem fer saman rökvísi, innsæi, hug- myndaauðgi og nýsköpun. Með hjálp heimspekinnar væri hægt að nálgast guðdóminn frá annarri og tærari hlið en fyrr var nefnt. Ekki man ég eftir fundum milli íslenzkra heimspekinga og kirkj- unnar manna þar sem guðshug- myndin er rædd og krufin. Ekki ætti slíkt að kosta svo mikla peninga en hitt er ljóst að öflugt starf kirkjunnar á sviði lista kostar peninga. Og peningar kirkjunnar koma frá Alþingi. Það er einnig ljóst að í dag er dýrt að lifa og prestar þurfa að fæða sig og sína rétt eins og aðrir. Ekki síst á þetta við nú í jólamánuðinum þegar tilstandið er að sliga hinn almenna borgara. Varla er hægt að ætlast til að prestar líti upp úr þeirri vertíð til að huga að tengsl- um kirkju og listar, nógu er sá kross samt þungur. Rausnarleg gjöffrá ísfirzkum börnum FYRIR miðjan nóvember gekkst skólastjóri Barnaskól- ans á ísafirði, Björgvin Sig- hvatsson, fyrir því að börnin í skóla hans söfnuðu fé handa fátækum börnum í Indlandi, í tilefni af alþjóðlega barnaár- inu, og fælu Móður Teresu í Kalkútta að verja fénu til hjálpar þeim alsnauðu og umkomulausu smælingjum, sem hún hefur lagt allt starf sitt í að líkna. Skólastjórinn stakk upp á að hvert barn léti af hendi rakna andvirði eins bíómiða. Undirtektir barn- anna voru svo góðar og al- mennar að á skömmum tíma söfnuðust kr. 262.170, sem Kjartan Sigurjónsson, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði, veitti móttöku fyrir hönd söfnunar Móður Teresu. Þetta er langstærsta fram- lagið til líknarstarfa Móður Teresu sem borist hefur í einu frá íslenskum aðilum, og mun það komast í hendur Kærleikstrúboðanna, reglu Móður Teresu, nú fyrir ára- mótin. Við, sem önnumst söfnun Móður Teresu hér á landi, sendum hinum ungu gefendum innilegustu þakkir okkar fyrir hönd Móður Ter- esu og barnanna hennar. Torfi Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.