Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
Ohrono-stoppúr
Vekjari
Tvær tímasetningar
Sólarskermur
Dagatal
2*4 Klst. verk
Hert gler
Seiðmagnað
ZENDI'
fyrir hann
GJÖFINÍÁR
Vandaðir gjafakassar
UiliiIT/i . , H
Tunguhálsi 11, sími 82700
í bókinni eru kort og tölulegt
yfirlit yfir helstu þætti og síðan
stuttur kafli um sögu landanna.
Rómanska Ameríka
— Saga og samtíð
KOMIÐ er út ritið Rómanska
Ameríka, saga og samtíð, en hún
er unnin af sögunemendum í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Hefur Sigurður Hjartarson kenn-
ari haft umsjón með verkinu, en
hann segir m.a. svo í formála
ritsinsr
„Nemendurnir í áfanganum,
höfundarnir tólf, hafa unnið bækl-
inginn að öllu leyti, sett saman
söguiegu textana, teiknað kortin,
þýtt tölfræðilegu upplýsingarnar,
unnið myndirnar, vélritað og séð
um alla uppsetningu. Mitt hlut-
verk sem kennará var eingöngu að
leiðbeina og verkstýra."
Skólastjórn M.H. heimilaði út-
gáfu ritsins og kostaði hana, en
Repró sá um alla prentvinnu.
Fred Astaire
dansar í sjón-
varpi í kvöld
Hlj ómsveitarvagninn
nefnist bandarísk dans-
og söngvamynd sem er á
dagskrá sjónvarps í kvöld
klukkan 21.20. Myndin er
gerð árið 1953 og leik-
stjóri er hinn frægi Vin-
cente Minelli, faðir þeirr-
ar þekktu leikkonu Lizu
Minelli.
í aðalhlutverkum eru
þau Fred Astaire og Cyd
Charisse. Fred var um
árabil konungur dans-
myndanna og enn í dag á
hann það til að taka
nokkur létt spor, ef svo
ber undir. Þeim, sem gam-
an hafa af dansmyndum,
má því hiklaust benda á
að sjá myndina, og þeir
sem dá nú stjörnuna John
Travolta, ættu að sjá
þennan gamla snilling til
samanburðar. — Raunar
er hætt við því að Tra-
volta kallinn komi ekki
alltof sterkur út úr þeim
samanburði.
Sem fyrr segir er þessi
mynd einkum við hæfi
þeirra sem hafa gaman af
söng- og dansmyndum, en
aðrir ættu ekki að horfa á
hana nema þeir hafi ekk-
ert annað að gera, segir
kvikmyndahandbókin, og
er það ekki selt dýrara en
það er keypt.
Fred Astaire og Cyd Charisse,
sem leika aðalhlutverkin í iaug-
ardagskvikmyndinni að þessu
sinni.
Meira spítalalíf
í sjónvarpi í kvöld
Bandaríski gamanmyndaflokkurinn Spítalalíf
(MASH) er á dagskrá í sjónvarpi í kvöld og hefst
þátturinn klukkan 20.30. Þýðandi þáttanna er Ellert
Sigurbjörnsson. Á myndinni hér að ofan má sjá þrjár
af aðalsöguhetjunum í myndaflokknum, þau Alan
Alda, Loretta Swift og Wayne Rogers.
Útvarp Reykjavík
UUG4RD4GUR
22. desember.
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi
7.20 Bæn
7.25 Tónleikar. Þuiur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Tónleikar.
8.15 Veðurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón-
lpilf nr
8.50 Leikfimi
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga: Ása
Finnsdóttir kynnir.(10.00
Fréttir. 10.10 Veðurfregnir).
11.20 Ungir bókavinir. Hildur
Hermóðsdóttir sér um barna-
tima.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SÍDDEGIO______________________
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
14.15 I vikulokin. Úmsjónar-
menn: Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Óskar Magnússon og
Þórunn Gestsdóttir.
15.40 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.35 „Mættum við fá meira að
heyra“
Anna S. Einarsdóttir og Sól-
LAUGARDAGUR
22. desember
16.30 íþróttir
Bandarískur gaman-
myndaflokkur.
Þýðandi Ellert Sigur-
björnsson
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.30 Villiblóm
Áttundi þáttur.
Efni sjöunda þáttar:
Daniele og Páli tekst að
finna hús og starf við
bátaviðgerðir handa Flór-
entín. Með aðstoð prest-
anna í sveitinni finna þau
gamla manninn og allt
leikur nú í lyndi. Börnin
eyða sumarieyfinu hjá
Flórentín en Páll er dálit-
ið hnugginn. Kemur i Ijós
að hann þráir að finna
raunverulega móður sína.
Flórentín lofar að hjálpa
honum að Jeita hennar.
Þýðandi Soffía Kjaran.
18.55 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og
dagskrá
20.30 Spítalalíf
20.30 1 ólgusjó
Bresk mynd um bátaskak
og kappsigiingu.
Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
21.20 Hljómsveitarvagninn
(The Band Wagon)
Bandarisk dans- og
söngvamynd frá árinu
1953. Leikstjóri Vincente
Minelli. Aðalhlutverk
Fred Astaire og Cyd
Charisse.
Hollywood-leikarinn
Tony Ilunter, sem sér-
hæft hefur sig i dans- og
söngvamyndum, hefur
ekkert hlutverk fcngið í
þrjú ár. Ifann tekur því
saman pjönkur sínar og
heldur til New York þar
sem hann fær aðalhlut-
verk í söngleik sem á að
sýna i leikhúsi nokkru.
Þýðandi Jón O. Edwald.
23.10 Dagskrárlok.
V
/
veig Halldórsdóttir stjórna
barnatima með íslenzkum
þjóðsögum; — 9. og siðasti
þáttur: Galdrasögur.
17.00 Tónlistarrabb; — V. Atli
Heilhir Sveinsson fjallar um
passacaglíur.
17.50 Söngvar í léttum dúr —
Tilkynningar
KVÖLDIÐ
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 „Babbitt“, saga eftir Sin-
clair Lewis, í þýðingu Sig-
urðar Einarssonar. Gísli
Rúnar Jónsson leikari les
(4).
20.00 Harmonikuþáttur. Her-
móður B. Alfreðsson velur
lögin og kynnir.
20.30 Á bókamarkaðinum. Um-
sjónarmaður: Andrés
Björnsson. Kynnir Margrét
Lúðvíksdóttir.
21.15 Á hljómþingi. Jón Örn
Marinósson velur sígilda
tónlist, spjailar um verkin
og höfunda þeirra.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Kvöldsagan: „Úr Dölum
til Látrabjargs“. Ferðaþætt-
ir eftir Hallgrim Jónsson frá
Ljárskógum. Þórir
Steingrímsson les (10).
23.00 Danslög. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.