Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Ég viðurkenni að við þessar aðstæður var þetta allt saman heldur óheppilegt og Framsóknar- flokkurinn kemur svo sem ekki með neinn geislabaug frá kosning- unum á Alþingi." Steingrímur Hermannsson kemur af fundi forseta íslands í gærmorgun, þar sem hann skilaði aftur stjórnarmyndunarumboðinu. Steingrímur gekk á fund forseta eftir stuttan fund vinstri flokkanna, þar sem hann tilkynnti viðræðuaðilunum þá ákvörðun sína að hætta vinstri viðræðunum. . iAsni Mm Emiiu Þá var Steingrímur spurður að því, hvort Framsóknarflokkurinn hefði ekki gert sitt til að hella olíu á eldinn með því að hafna þeirri tillögu að kosningar á Alþingi færu að þingstyrk flokka og mynda síðan kosningabandalög á þingi. „Við og Alþýðubandalagið höfnuðum upphaflegri tillögu Benedikts vegna þess að okkur fannst hún gefa til kynna mögu- leika á samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Ef eftir henni hefði verið farið, þá tel ég að það hefði gert trú manna á vinstra samstarf minna. Ég tek fram, að persónu- lega treysti ég Geir Hallgrímssyni fullkomlega til þess sem formanni utanríkismálanefndar að fara samvizkusamlega með mál eins og til dæmis Jan Mayen málið. En formennska hans er engu að síður dálítið ankannaleg fyrir vinstra samstarf. Steingrímur Hermannsson: XJ tiloka ekki Steingrímur Hermannsson af- henti á fundinum með forseta íslands í gærmorgun eftirfarandi greinargerð: „Undanfarnar tvær vikur hefi ég gert ítarlega tilraun til mynd- unar ríkisstjórnar Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks. Á viðræðufundum fulltrúa þess- ara flokka hefi ég lagt áherslu á að kanna hvort grundvöllur er til samstarfs um markvissar aðgerðir í efnahagsmálum, sem ég tel brýnasta verkefni ríkisstjórnar. Eftir þær umræður og einhliða viðræður við fulltrúa Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks í gær, vinstra samstarf „ÞAÐ er áfram bjargföst skoðun mín, að þessir þrír flokkar eigi svo margt sameiginlegt, að þeir eigi að geta starfað saman. Allt eru þetta jafnaðarflokkar. Auðvitað er um vissan ágreining að ræða, en í ástandi eins og nú er, tel ég að þessum flokkum beri að leggja þann ágreining til hliðar,“ sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins á blaðamannafundi eftir að hann hafði i gærmorgun gengið á fund forseta íslands og skilað stjórnarmyndunarumboðinu. „Það sýndi sig í kosningunum að kjósendur þessara þriggja flokka vilja stjórn þeirra áfram. En ég hef alltaf sagt að til þess að af henni geti orðið, þurfi að vera skilningur og vilji, og því er ekki að neita að töluverð tortryggni og efasemdir um slíkt samstarf eru innan Alþýðuflokks og Alþýðubandalags að minnsta kosti eins og er.“ Sagðist Steingrímur alls ekki vilja útiloka það, að af samstarfi vinstri flokkanna gæti orðið, þótt þessi tilraun hefði farið út um þúfur. Um stjórnarmyndunarviðræður vinstri flokkanna sagði Steingrím- ur, að tillögur Alþýðuflokksins féllu mjög að tillögum Framsókn- ar. Framsóknarmenn teldu þó hættulega mikla samdráttartil- hneigingu í tillögum krata og óttuðust atvinnuleysi ef svo skarpt yrði dregið saman, sem kratar vildu. Þá vantaði í tillögur Al- þýðuflokksins ákveðin mörk varð- andi verðlagsmál og launamál, sem að hans mati væri „talsvert gat“, en hins vegar segðust kratar vera hlynntir áföngum í þessum málum og þá væri hægt að fá fram mat á því. í heild sagði Steingrím- ur, að honum sýndist að verulegu leyti um að ræða bitamun en ekki fjár milli tillagna Framsóknar og Alþýðuflokks. Hins vegar mætti ekki horfa fram hjá því, að fleiri mál en efnahagsmál væru til og nefndi hann landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál sem dæmi um málaflokka þar sem „ef til vill er miklu meiri ágreiningur" milli framsóknarmanna og krata. Um tillögur Alþýðubandalags- ins sagði Steingrímur að þær hefðu að hans mati ekki verið nærri nógu ítarlegar. „Af reynsl- unni í síðustu ríkisstjórn sagði ég strax í upphaíi viðræðnanna við formenn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, að ég vildi varða mjög leiðina að hjöðnun verðbólgunn- ar,“ sagði Steingrímur. „Festa alla enda, eins og ég hef líka sagt. Undir þetta tóku báðir flokks- formennirnir." Sagðist Steingrímur hafa lagt áherzlu á, að ef af stjórnarsam- starfi ætti að verða, yrðu flokkar að vera sammála um, hvar mörk hinna einstöku þátta ættu að liggja. „Endapunkturinn er svo alltaf kjaramálin. Vilja menn til dæmis veita einhverja kaupmáttartrygg- ingu. Við framsóknarmenn erum tilbúnir til þess að tryggja ákveðið kaupmáttarstig út 1980. Þá verður að liggja fyrir, hvað langt upp launastigann menn vilja fara, því að það er ekki hægt að fara alla leið upp úr. Menn verða því að segja til um, hvaða kaupmátt þeir vilja tryggja og hversu langt upp það á að ná. Ég get sagt það, að í einkavið- ræðum mínum við menn í laun- þegahreyfingunni hafa þeir lýst mjög miklum vilja til að skoða þetta mál.“ Steingrímur sagði, að það hversu ófullkomnar tillögur Al- þýðubandalagsins hefðu verið, hefði komið í veg fyrir að hann hefði getað unnið stjórnarmynd- unartilraun sína, eins og hann hefði ætlað sér. „Við framsókn- armenn getum tekið undir ýmis- legt í almennum tillögum Alþýðu- bandalagsins. En það vantaði nákvæmari stefnumörkun í efna- hagsmálum. Þeir hafa lýst vantrú á útreikningum og sagt að slíkir útreikningar stæðust illa. Það er að vísu ýmislegt til í því. Við eigum bara ekki annars kost en að grípa til útreikninga. Efnahags- dæmið er svo flókið, að það fer enginn í gegn um þann moðreyk á ímyndunaraflinu einu saman." Þá var Steingrímur spurður að því, hvort samkomulag hefði verið komið milli vinstri flokkanna um einhver málefni. Hann sagði við- ræðurnar svo til eingöngu hafa snúizt um efnahagsmálin. „Sums staðar ber mjög lítið í milli, en annars staðar meira. Um algjört samkomulag á einhverjum punkti treysti ég mér ekki að segja. Allt er þetta bundið við heildarsam- komulag og þá vilja menn ef til vill slaka á einum punkti og herða á öðrum á móti.“ Kvaðst Steingrímur þó geta nefnt verðlagsmálin sem dæmi um málaflokk, þar sem lítill ágrein- ingur hefði verið um hámark á verðhækkunum og allir hefðu flokkarnir verið sammála um að leysa ójöfnuð upphitunarkostnað- ar að verulegu leyti utan fjárlaga- dæmisins, með tímabundnum við- bótarskatti. „Þegar búið er að ræða málin vítt og breitt, eins og við gerðum, þá er nauðsynlegt að fá ákveðið fram, hvað menn vilja og ég bauð upp á það að menn gerðu þetta annað hvort með skriflegum at- hugasemdum við tillögur okkar framsóknarmanna eða með eigin tillögum," sagði Steingrímur. „Það kom í ljós að sem stendur eru menn ekki tilbúnir til ákveðins samstarfs um markvissar aðgerðir í efnahagsmálunum. Á því strand- aði þessi stjórnarmyndunartil- raun mín.“ Steingrímur var þá spurður að því, hvort kosningar á Alþingi hefðu að hans mati haft áhrif á gang stjórnarmyndunarviðræðna. „Það verður að segjast eins og er, að eins og ástatt var á milli þessara tveggja flokka, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, þá voru stjórnarmyndunarviðræður nánast vonlausar. Alþingi ber skylda til að ganga frá sínum málum án tillits til ríkisstjórnar. Þetta eru reyndar aðskildir hlutir, en þeir voru það ekki. Og kosningar á Alþingi ýfðu upp ágreininginn milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Ég tel áhrif kosninganna á stjórnar- myndunartilraunina hafa verið til hins verra, en efast um að þær hafi haft úrslitaáhrif." hefi ég komist að þeirri niðurstöðu að ekki muni að svo stöddu vera grundvöllur til slíks stjórnarsam- starfs. Því hefi ég ákveðið að skila forseta íslands því umboði, sem hann veitti mér 5. desember sl. til myndunar meirihlutastjórnar, þannig að forseti geti án tafar ákveðið næstu tilraun til myndun- ar starfhæfrar ríkisstjórnar." Steingrímur var spurður að því, hvort þessi endalok vinstri við- ræðnanna breyttu áliti hans á hugsanlegu samstarfi Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokks. „Ég tel samstarf við Sjálfstæðisflokkinn vægast sagt mjög ólíklegt," svar- aði Steingrímur. „Við framsókn- armenn vinnum af heilindum í hverri þeirri ríkisstjórn sem við göngum til, en stefna Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum er svo víðs fjarri því, sem við getum sætt okkur við.“ Steingrímur gat þess að fyrri ummæli hans í garð Sjálfstæðisflokksins hefðu leitt af sér margs konar viðbrögð, en hann teldi þau sannleikanum samkvæm. Sagði hann það „ekki eðli fram- sóknarmanna að vinna með sjálf- stæðismönnum". „Þetta er bara staðreynd," sagði Steingrímur og kvaðst viss um, að ef kjósendur Framsóknarflokks yrðu spurðir, þá mundu 90% þeirra vera á móti samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta er ef til vill sálrænt," sagði Steingrímur. Um þjóðstjórn sagði Steingrímur, að ef samstaða næð- ist um efnahagsmálin, þá gæti hún verið ágætur kostur. „En ég taldi ekki meiri líkindi á málefna- samstöðu í þjóðstjórn en stjórn þessara þriggja flokka og því taldi ég tímasóun að láta reyna á þjóðstjórnarmöguleikann." Þá var Steingrímur spurður álits á stjórnarmöguleikum, ef ekki tækist að mynda meirihluta- stjórn. „Ef það tekst ekki, tel égað minnihlutastjórn komi vel til greina," svaraði Steingrímur. Kvaðst hann hvorki vilja útiloka samstarf Framsóknar og Alþýðu- flokks og heldur ekki samstarf Framsóknar og Alþýðubandalags. „Og ég útiloka heldur ekki minni- hlutastjórn Framsóknarflokksins eins, ef til kæmi,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Innanlands- flug í eðli- legt horf ALLT innanlandsflug Flugleiða var með eðlilegum hætti í gær- dag, nema hvað ekki var flogið til Vestfjarða vegna veðurs, en ekk- ert hafði verið flogið daginn áður vegna vonzkuveðurs sem gekk yfir landið. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða var búist við því að allir þeir farþegar sem biðu víðs vegar um landið eftir flugfari kæmust á leiðarenda í gær og í dag. Búist væri við því að veður gengi niður á Vestfjörðum í dag og ættu samgöngur því að komast í eðlilegt horf þar í dag. Útlit fyrir ágætt veður víða um land ÓVEÐUR það sem gekk yfir stóran hluta landsins í fyrradag og í gær er nú að mestu gengið niður að sögn Braga Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofu íslands. Aðspurður um veðurútlit um helgina og í byrjun næstu viku sagði Bragi að eins og dæmið liti út í dag yrði norðanátt á öllu landinu á sunnudag og jafnvel fram i vikuna. Léttskýjað yrði því á Suður- og Vesturlandi og nokkru kaldara en í dag. Hins vegar mætti búast við éljagangi á Norð- ur- og Norðausturlandi og kóln- andi veðri. Líklegt að vél- in hafi flogið í jörðina vegna lélegra skilyrða „VIÐ höfum enn ekki lokið rannsókninni á flugslysinu á Mosfellsheiði þar sem fjög- urra sæta Cessna brotlenti, en það bendir hins vegar allt til þess að flugmaðurinn hafi verið að reyna sjónflug við mjög léleg skilyrði og hreinlega flogið vélinni í jörðina,“ sagði Skúli Jón Sigurðarson hjá loftferðaeft- irlitinu er Morgunblaðið innti hann eftir framgangi rannsóknar á flugslysinu á þriðjudag. Bókabíllinn skemmdist af völdum elds AÐFARANÓTT 19. desember 8.1. kviknaði í einum bókabil Borgar- bókasafns Reykjavikur út frá rafkerfi hans. Hann gengur und- ir nafninu „Stubbur“. Töluverðar skemmdir urðu og mun viðgerð hans taka a.m.k. þrjár vikur. Bíllinn hefur sinnt ýmsum hverfum bæjarins og verður þar enginn bíll á næstu vikum. Hverf- in eru Háaleitishverfi, Holt, Hlíðar, Laugarás, Laugarnes- hverfi, Sundahverfi, Túnahverfi, Vesturbær og einum stað í Breið- holti, þ.e. við verzlunina Kjöt og fisk á föstudögum. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ ADALSTRÆTI • SÍMAR: 17152-17335

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.