Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 39 20000 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég á heima í hverfi, þar sem fólk á fárra kosta völ. Ég er á unglingsaldri, og mér hefur verið kennt, að öll kynmök utan hjónabands séu syndsamleg. En krakkarnir kunningjar minir stunda bjórdrykkju í heimahúsum og sleppa þá alveg fram af sér beizlinu. Ég kæri mig ekki um slíkt háttalag, en ég vil ekki heldur missa vini mina. Eg veit, að annað eins og þetta á sér stað. En mér finnst erfitt að trúa því, að þú sért eini unglingurinn í hverfi þínu, sem hefur ekki látið af sannfæringu sinni um rétt og rangt. Ég ráðlegg þér að finna þér nýja vini. Enginn æskumaður þarfnast vina eins og þeirra, sem þú lýsir, því að þeir stefna hraðbyri út í vandræði, og þú verður samdauna þeim fyrr en varir, ef þú heldur áfram að umgangast þá. Þessi lausung í bæjarhverfi þínu ætti að verka eins og hvatning á þig og önnur siðprúð ungmenni í grennd við þig. Nú vitum við, að það eru ekki nema tíu eða tuttugu af hundraði ungmenna, sem brjóta á móti sannfæringu sinni og hugsjónum. Samt mun þetta saurlífisfargan breiðast út, ef siðprúða fólkið lætur ekki að sér kveða. Ef ég væri í þínum sporum, mundi ég stofna Biblíulestrarflokk, efna til heilbrigðs útilífs, byrja á kristilegri æskulýðsstarfsemi eða einhverju jákvæðu starfi í hverfinu þínu. Láttu fólk heyra í þér alveg eins og svallararnir gera. Já, hafðu hærra, og styddu orð þín með hreinum, hollum lífsháttum. Það borgar sig hundraðfalt að lifa hreinu lífi en liggja í saurnum. Þú munt finna margvíslegan stuðning og vinsemd, og með hjálp Guðs munt þú og þínir líkar breyta siðgæðismati nágranna þinna. börnum, sem nú eru uppkomin. Ólafur á þrjú börn og Halldóra á fjögur börn, það voru því margar hendur sem hlýjuðu vanga mömmu sinnar og ömmu og margs var að minnast á því heimili, því hér var kvaddur góður faðir og förunautur til hinstu hvíldar og minningar voru bæði hlýjar og sárar því það er sárt að sjá á bak traustum vini, en það vermir hugann að vita að þar fór góður maður. Þar lágu sporin, sem hann hafði spyrnt við fótum, þar spurðist hinn mæti maður, þar sem höndin var hlýjust og hugurinn og hjart- að unnu að sama marki, þar var æviþráðurinn spunninn. Þetta var hans lífsmynstur, þar mátti kanna dýpstu lindir ljóss og skugga, þar var það skúrin hreina og skinið bjarta sem skírði hverja athöfn og hvergi mátti halla réttu máli. Þess vegna er svo margs að minnast og svo margt sem tvinn- ast saman eftir langa lífsgöngu. Því biðjum við guð að geyma sálu hans og gæta hennar í nýjum heimi í hásölum kærleikans. Jón Þ. Haraldsson Jón Halldórsson — Minningarorð ari Bjarnasyni go Sigurði Thoroddsen árin 1941—1945, en hóf síðan iðn sína aftur og vann það starf meðan kraftar entust. Þeim Oddnýju varð þriggja bárna auðið og voru börnin látin heita Kristbjörg, Ólafur og Hall- dóra. Öll komust þau á legg, en Kristbjörg dó ung frá fjórum nágrannana í bænúm, bjargföst og æfilöng vináttubönd. Var oft glatt á hjalla í þessari litlu nýlendu. En mjög þurfti að mörgu að hyggja og mikið starf var af hendi leyst. Eftir að húsið reis, kom skrúðgarður og síðan matjurta- garður. Þetta var þægileg og skemmtileg vinna eftir inniset- urnar og börnin fóru snemma að leggja hönd á plóginn. En svo þurfti líka allt sumarið að hreinsa, vökva og hlúa að, tala og gæla við plönturnar svo að þær yrðu ánægðar og viljugar að vaxa. Á vorin hetjast menn handa. á haustin uppskera þeir. gæfu sem aldrei glatast, Kieði, sem aldrei deyr. (D.St.) Auk þeirra félagsstarfa, er áður getur, sinntu þau hjónin fjölmörg- um öðrum félagsstörfum. T.d. voru þau bæði félagar í góðtempl- arareglunni um tugi ára. Kristín hefur lengi starfað í kvenfél. Hlíf og Þórður í Oddfellowreglunni. Fyrir þessi félagsstörf var Þórður, á 85 ára afmæli sínu, kjörinn heiðursfélagi í Góðtemplararegl- unni og á 90 ára afmælinu heið- ursfélagi í Oddfellowreglunni og í Úrsmíðafélagi íslands. Þórður hafði haga hönd, var því eftirsóttur við leturgröft á fagra gripi og skrautritun á skjöl og bækur. Bera margar vinargjafir snilld hans fagurt vitni. Orka þér entist, aldur tvegttja manna að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu til heiðurs I þinni byggð og þinni stétt (E.B.) Eg sendi Kristínu, börnunum og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Ljósið dvinar, lokast brá la tur vel 1 eyrum þá ómur æskusöngva. Olafur I. Magnússon Ég var staddur í húsinu Stigahlíð 12 í Reykjavík ákveðinna erinda sunnudaginn 25. nóvember. — Þegar ég hafði lokið erindi mínu, hafði ég orð á því, að ég gæti ekki komið í þetta hús án þess að heilsa frænku minni sem býr þar á 4. hæð. En er ég nefndi það, var mér sagt, að þar hefði sorgin barið að dyrum daginn áður. Ekki aftraði það mér að fara til frænku minnar, því nú vildi ég sýna hluttekningu, en það er lítið sem við getum gert á slíkum stundum enda varð það svo, að ég varð úrræðalaus og mér varð orða vant og ég held að frænku minni hafi verið lítill styrkur í mér, því hún hafði nú misst maka sinn og ævifélaga, og ekkert getur komið í hans stað. En hún átti börnin og barna- börnin og þar var huggunin stærsta, því ekkert er betra en hrein barnssálin, höndin hlý og saklaust bros í blikandi augum og brennheit tár á vanga, þá verður móðurhjartanu huggun að mega sefa og sætta og veita umhyggju, vernda vinina smáu og vefja að móðurbarmi. Oft hafði ég áður komið til þeirra hjóna, Oddnýjar Guð- mundsdóttur frænku minnar og Jóns Halldórssonar, og alltaf verið tekið þar tveim höndum, því að þó Jón væri fremur fámáll, þá fannst mér anda hlýju frá öllu hans viðmóti, mér kom hann þannig ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast biaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. fyrir sem notalegur, hæglátur og hlýr, hann lét sjaldan orð í belg þegar við frænka mín ræddumst við, en þá sjaldan það var þá var það oftast jákvætt. Jón Halldórsson bakarameistari var fæddur að Stóruborg í Grímsnesi. Móðir hans var Stefa- nía Stefánsdóttir, faðirinn Hall- dór Jónsson hreppstjóri í Mos- fellssveit og Kjósarhreppi, hann dó frá Jóni syni sínum ársgömlum og ólst Jón því upp hjá bróður sínum, Halldóri Halldórssyni bónda á Setbergi. Hálfsystir Jóns hét Þjóðbjörg Þórðardóttir og fóstursystir Steiney Karlotta Kristmundsdóttir. Jón Halldórsson lærði bakariðn og náði meistararéttindum í þeirri grein og við þá iðn starfaði hann mestan hluta ævi sinnar, þó var hann skrifstofumaður hjá Gunn- Lux R árgerdiRIIöJ 22“ tækiö er mikiö tæki í nettum umbúö- um. Eins og allir vita þá hafa Luxor verksmiöj- urnar lagt áherslu á aö fullkomna litgæöin í sjónvarpstækjunum. Eitt tekur við af öðru og nú hefur Luxor endurbætt hljómburðinn. Tón- gæðin eru jöfn hvort sem styrkurinn er hár 75W Eyðir orku eins og 75 Wpera. Sjálfvirkur birtustillir. MAL: ;ob; ; 66x45x48 (B-H-D) 1? . Þyngd 28.5 kg. Fáanleg íhnotu. '° f T I' Öll tækin eru seld með hjólastelli. Staðgreiðslu verð með hjólastelli kr 600 000 HLJÓMDEILD Utii) KARNABÆR Y Laugavegi 66, 1. hæö. Sími frá skiptiborði 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.