Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Landsins mesta úrvai af Til afþreyingar Allt tíl hljómflutnings fYrír: HEIMILIO - BÍUNN OG D/SKÓTEKIÐ ffi |. . | | ! ( J ' ■ \ nr. | ARMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHÖLF 1366 Jólaplata Hamrahlíðarkórsins „LJÓS OG HLJOMAR" fæst í öllum hljómplötuverzlunum og í Tónverkamiðstöðinni, Freyjugötu 1. pS Hittumst | dag Hamrahlíöarkórinn. Ken Follett: NÁLARAUGA. 308 bls. Sidney Sheldon: BLÓÐ- BÖND. 288 bls. Frank G. Slaughter: DYR DAUÐANS. 252 bls. Þýð. Hersteinn Pálsson. Bókaforl. Odds Björnssonar. Ak- ureyri, 1979. FRÁ og með kalda stríðinu hafa njósnasögur verið fyrirferðar- miklar á skemmtibókamarkaði. Nærri lætur að þær hafi tekið við af gömlu sakamálasögunum, reyf- urunum, að minnsta kosti öðrum þræði. Sú dul og spenna og leynd sem umlykur njósnarann heillar marga. Skáldskapurinn nærist á raunveruleikanum. Og ærnar hafa fyrirmyndir gefist undanfarna áratugi: á hverju ári hafa einhvers staðar komið upp meiri háttar njósnamál sem fjölmiðlar hafa blásið út sem heimsfréttir. En síðari heimsstyrjöldin hefur líka reynst njósnasagnahöfundum drjúg uppspretta þó langt sé liðið frá lokum hennar. Nálarauga, sem Hersteinn Pálsson hefur þýtt, gerist í Bret- landi í seinni heimsstyrjöldinni og styðst við raunverulegt efni að nokkru leyti: Skömmu fyrir inn- rásina í Frakkland var komið upp gerviherbúðum í Austur-Anglíu í Englandi. »Tilgangurinn var að blekkja óvinina, svo að þeir byggj- ust við innrás í Calais-hérað, og árásin í Normandie kæmi á óvart, þegar gengið yrði á land þar.« Þjóðverjar uppgötvuðu blekk- inguna og gerir Ken Follett sér í hugarlund í sögu þessari hvernig þeir hafi farið að því — með hjálp njósnara á breskri grund. Sagan er harðneskjuleg eins og títt er um nútímarómana af þessu tagi, morð og kynlíf í sterkum skömmtum, leynilögregla á eftir þrjótinum, hann á flótta, bardag- ar, harðbrák ýmiss konar, misk- unnarleysi og kaldrifjað tilfinn- ingaleysi í bland við einhvers konar lífsáfergju. Þess er getið í kápuauglýsingu að »sagan hefur þegar verið kvik- mynduð.« Af sjálfu leiðir. Fyrst maðurinn er endanlega horfinn úr laufþykkni frumskógarins inn í stofuna heima hjá sér verður hann að fá þetta, sem hann skyldi eftir í skóginum, á sjónvarpsskerminum eða á hvíta tjaldinu: blóð og hasar! Þannig lifir hann áfram sínu frumskógalífi — í huganum. Bókaforlag Odds Björnssonar vandar jafnan valið á skemmti- bókum sínum og hygg ég þessi sé í betri röð slíkra sem út koma fyrir þessi jól. Að minnsta kosti er sagan spennandi. Blóðbönd er dálítið annars eðl- is. »Hér er allt í senn,« segir í Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON kápuauglýsingu, »ástarsaga, saka- málasaga og leynilögreglusaga.« Sidney Sheldon dreifir þessu öllu innan um textann í útreiknuðum hlutföllum og reynir ekki eins mikið á þolinmæði lesandans og gert var í gömlu skemmtisögunum þegar allur veigur efnisins var fólginn í endinum og söguþráður- inn var eins og flækja sem þá fyrst leystist. Hér er alltaf eitt- hvað á seyði. Þá er það Dyr dauðans eftir Slaughter. Frank G. Slaughter er orðinn hér gamalkunnur. Þrjátíu ár og einu betur éru liðin síðan Líf í læknis hendi kom út. Sú bók var feikivinsæl á sínum tíma og hafði raunar varanleg áhrif á bók- menntasmekk íslendinga því eftir það tóku íslenskar skáldkonur að senda frá sér hverja bókina á fætur annarri um lækninn og hjúkrunarkonuna. Og alla tíð síðan hefur margur beðið með óþreyju hverrar nýrrar bókar eftir Slaughter. Slaughter lýsir jafnan ýmsum störfum lækna, andblænum á sjúkrahúsum og sömuleiðis því sem læknar og hjúkrunarkonur taka sér fyrir hendur í frístund- um. Það er alltaf einhver vísinda- og sérfræðingasvipur yfir sögum hans. Einnig — og því má síst gleyma — er Slaughter einkar lagið að fjölyrða um samband læknis og sjúklings — karllæknis og kvensjúklings! Sögur hans eru því ástarsögur þó svo að utan um þær sé talsverður rammi af öðru efni. Hersteinn Pálsson hefur þýtt allar þessar skáldsögur. Hann mun nú vera orðinn mikilvirkast- ur íslenskra þýðenda fyrr og síðar. Sögur af þessu tagi uppfylla vissa lestrarþörf. Þeir, sem taka sér þær í hendur, spyrja hvorki um bókmenntagildi né lífssann- indagildi — heldur afþreying. Þessar bækur gera því hvorugt: að standa í veginum fyrir öðru les- efni né ryðja öðrum bókum úr braut. Þær skemmta fólki en villa ekki á sér heimildir. Miðnæturmessa á jólanótt Á jólanótt kl. 23.30 verð- ur miðnæturmessa í Há- teigskirkju. Verður þatlutt fyrsta kantatan úr jólaóra- tóríum eftir J.S. Bach. Messan er þannig að vissu leyti sett í umgjörð þessar- ar kantötu, sem tilheyYir jólanóttinni. Að öðru leyti verður messan með hefð- bundnum hætti. Þetta er í fyrsta sinn, sem miðnæturmessa er flutt í Háteigskirkju og sömuleiðis í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem þessi jólanæturkantata J.S. Bachs er flutt hér á landi sem hluti og umgjörð messunnar, en vera má að það hafi verið gert með % líkum hætti á dögum Bachs í Tómasarkirkjunni í Leipzig. (Frá Háteigs- kirkju).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.