Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 24
__________________________________________________________________________________________________________________________________ >■
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
Tilraun Steingríms Hermannssonar til myndunar
vinstri stjórnar hefur mistekist. Hann hefur skilað
forseta Islands aftur því umboði, sem honum var veitt
til að reyna myndun ríkisstjórnar, er styddist við
meirihluta á Alþingi. • Steingrímur leitaði ekki eftir
samstarfi við aðra en þá, sem í eitt og hálft ár hafa með
hörmungum veitt landinu forystu.
Þegar Steingrímur hélt tilraunastarfseminni áfram
endurnýjaður eftir hagstæð kosningaúrslit, var það öllum
Ijóst nema einföldustu framsóknarmönnum, að hann
myndi fyrr en síðar lenda í öngstræti.
í stjórnarmyndunarviðræðunum hefur það sannast eins
og á þrettán mánaða ferli síðustu vinstri stjórnar, að það
er einskonar óttatilfinning, sem heldur þríflokkunum
saman. Til marks um þetta má nefna yfirlýsingu sem
kommúnistar lögðu fram á viðræðufundi þeirra 19.
desember s.l. og birt var hér í blaðinu í gær. Þar segir um
efnahagsstefnu Framsóknarflokksins, að henni hafi verið
hafnað af Alþýðubandalaginu. Og um Alþýðuflokkinn
segir „flokkurinn vill ekki vinstri stjórn og gerir allt sem
hann getur til að torvelda vinstra samstarf á Alþingi.“ En
plaggi kommúnista lýkur síðan með þessum orðum: „En
formaður Framsóknarflokksins, sem falið hefur verið að
reyna stjórnarmyndun, verður að meta og ákveða, hvort
viðræðum verði haldið áfram.“ Ótti Alþýðubandalagsins
lýsir sér í því, að þrátt fyrir vonlausar viðræður, þorir það
ekki að slíta þeim. Formaður Framsóknarflokksins sá svo
að sér og skilaði umboðinu við svo búið. Um ótta
Alþýðuflokksins nægir að vitna til umbrota þeirra í
ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, þar sem þeir voru á
nokkurra mánaða fresti að gera það upp við sig, hvort
þeir ættu að hrökkva eða stökkva.
Þegar vinstri stjórnin var mynduð sumarið 1978 var
það forystusveit Verkamannasambands íslands, sem stóð
með vöndinn yfir þríflokkunum og ógnaði þeim til
samvinnu. Þær stjórnarmyndunarviðræður gengu þannig
fyrir sig, að hver flokkurinn tók við af öðrum og að lokum
var það óttinn, sem rak þá saman, en málefnaleg
samstaða náðist aldrei eins og strax kom í ljós, eftir að
stjórnin hafði verið mynduð. Verkalýðsrekendur Alþýðu-
bandalagsins hafa lítið látið eftir sér hafa um landstjórn-
ina undanfarna daga, enda eru þeir önnum kafnir við að
reyna að ná sáttum fyrir næstu kjararáðstefnu Alþýðu-
sambands Islands, sem frestað var vegna ágreinings 8.
desember til 11. janúar n.k. að beiðni forystumanna
Verkamannasambandsins.
Daginn eftir að Steingrími Hermannssyni var heimilað
að reyna stjórnarmyndun var á það bent hér í blaðinu, að
forysta Framsóknarflokksins væri tvískipt og síðan sagt:
„Ólafur Jóhannesson mun bíða átekta og sjá hvernig fram
vindur. Honum væri það ekki á móti skapi, að
Steingrímur missti fótanna á svellinu. Þá gæti Ólafur
siglt inn í tómarúmið eins og honum er lagið.“ Hér er
þetta ítrekað til að minna á, að sá möguleiki er vissulega
enn fyrir hendi að haldið verði áfram tilraunum til
myndunar vinstri stjórnar ekki aðeins undir forystu
annars flokks en Framsóknarflokksins heldur einnig
undir leiðsögn „ókrýnds foringja“ framsóknarmanna.
Hann hefur haft undarlega hægt um sig eftir kosningar.
Hvað sem þessu líður er rökrétt, að forseti íslands snúi
sér næst til Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðis-
flokksins og veiti honum umboð til að mynda meirihluta-
stjórn. Geir á erfitt verk fyrir höndum, því að svo virðist,
sem hann verði að leita nýrra leiða eigi honum að takast
slík stjórnarmyndun.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 200 kr.
eintakiö.
Um refilstigu stjórn-
armyndunarvióræðna
Fyrsta þætti stjórnamyndun-
arviðræðnanna er lokið. For-
seti íslands mun nú velja nýjan
mann til að mynda ráðuneyti, er
nýtur meirihlutastuðnings á Al-
þingi. Fyrir valinu verður Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, annað væri
órökrétt. Því var almennt spáð,
þegar Steingrímur Hermanns-
son hóf tilraunir sínar til að
mynda vinstri stjórn, að það
tækist ekki. En með afdráttar-
lausum yfirlýsingum sínum fyrir
og eftir kosningar hafði
Steingrímur útilokað aðra
stjórnarmöguleika undir sinni
forystu en vinstri stjórn. Þar
sem menn sáu almennt, hve
vonlaust ætlunarverk Stein-
gríms var, skapaðist aldrei nein
eftirvænting og spenna meðal
almennings í kringum tilrauna;
starfsemi hans. Menn biðu helst
eftir því að sjá, hvernig
Steingrími sjalfum reiddi af í
þessari frumraun sinni sem
flokksformaður. Óhætt er að
fullyrða, að almennt hafi hann
ekki aukið hróður sinn á þeim
rúma hálfa mánuði, sem hann
hefur stjórnað vinstri viðræðun-
um.
Það viðræðuform, sem Stein-
grímur valdi, er eins konar
sjónarspil. Skipaðar eru við-
ræðunefndir. Þær koma saman
til fundar á auglýstum tíma.
Þegar menn hafa ræðst við gefa
þeir yfirlýsingar bjartsýnar,
svartsýnar eða svo tvíræðar, að
stjórnvitringar þurfa marga
kaffifundi á Borginni til að
skilgreina þær og skilja. Skrif-
legar tillögur eru lagðar fram,
arsviðinu eða höfðu dregið sig í
hlé. Nýjum mönnum fylgdu nýj-
ar aðferðir. Tímarnir höfðu
einnig breyst. Krafan um meira
upplýsingastreymi og fréttir var
orðin almenn. Sú pólitíska
víðsýni í blaðamennskunni, sem
hófst hér í Morgunblaðinu, hafði
breiðst út og gat ekki þrifist
nema með auknum pólitískum
fréttaflutningi. Tilkoma sjón-
varpsins heimtaði, að eitthvað
myndrænt yrði sett á svið og
þótt furðulegt megi virðast, þyk-
ir það fréttnæmt í þeim miðli að
sýna menn ganga til og frá fundi
eða heilsast og setjast við fund-
arborð. Formlega sjónarspilið
leysti þv«nargan vanda.
Forsenda þess, að traust
stjórn sé mynduð, er, að
trúnaður skapist milli þeirra,
sem við stjórnvölinn standa.
Mjög ólíklegt er, að sá trúnaður
verði til á formlegum nefndar-
fundum, þar sem menn eru undir
fjölmiðlasmásjánni. Aður fyrr
fóru stjórnarmyndunarviðræður
fyrst og fremst fram í einka-
samtölum manna á meðal og
auðvitað eiga þau sér stað enn í
dag, en sá er munurinn frá því
sem áður var, að í einkasamtöl-
unum leystu menn málin. Form-
legheitin og bréfaskriftirnar
voru aðeins til að staðfesta, að
samningar hefðu tekist eða að
samkomulag hefði ekki náðst.
Sé farið 20 ár aftur í tímann
og litið á aðdraganda þess að
viðreisnarstjórnin var mynduð,
þá er óhætt að fullyrða, að það
tók langan tíma að skapa þann
ómerkilegri söluvöru. í darrað-
ardansi verðbólgunnar sjást
þess merki, að rifrildi stjórn-
málamannanna sé brauð og leik-
ir fjölmiðlanna. Stjórnmála-
mennirnir öðlast ekki tiltrú með
því að vera sífellt að gaspra um
einskis verða hluti. Hið nauðsyn-
lega jafnvægi milli þess að flytja
einungis litaðar flokksfréttir og
opna allar flóðgáttir er smám
saman að myndast.
Geir Hallgrímsson fær nú
umboð til að mynda meirihluta-
stjórn. Vonandi fellur hann ekki
í sömu gryfju og Steingrímur
Hermannsson með því að skipa
formlegar viðræðunefndir, þegar
það er ótímabært, sem síðan
sitja yfir andlausum talnadálk-
um án nokkurs sýnilega árang-
urs. Hér að framan var sagt, að
engin eftirvænting hefði verið
eftir niðurstöðu þeirra viðræðna,
sem fram hafa farið undir stjórn
Steingríms. Andrúmsloftið er
annað, þegar Geir Hallgrímsson
tekur við. Menn telja sig hafa
fundið það, að hann muni ef til
vill reyna nýjar leiðir. Hann
hefur ekki útilokað neina mögu-
leika og gengur ekki til verks
einskorðaður við ákveðna flokka.
Engin líkindi éru til þess, að
Geir Hallgrímsson hefji taflið
með því bjóða upp á þjóðstjórn.
Kæmi til þess yrði strax spennu-
fall. Hann getur varla lagt
áherslu á samstarf við Fram-
sóknarflokkinn, þar sem formað-
ur þess flokks hlýtur þó enn að
standa við orð sín um hve
óhugsandi sé, að hann starfi með
sem spanna allt efnahagskerfið
og eiga að segja fyrir um þróun-
ina. Þær eru sendar til eink-
unnagjafar til Þjóðhagsstofnun-
ar við Raúðarárstíg. Krafist er
gagntillagna frá viðræðuaðilum.
Þótt þær gangi þvert á frumtil-
löguna, er haldið áfram að boða
til formlegra viðræðufunda og
látið í veðri vaka, að enn sé von '
um samkomulag. I þrettán mán-
uði stunduðu Framsóknarflokk-
ur, Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur þessi vinnubrögð í ríkis-
stjórn, sem hafði þó verið mynd-
uð að nafninu til að minnsta
kosti. Og enn er haldið áfram
eins og ekkert hafi í skorist.
Sú aðferð við stjórnarmynd-
anir, að allt fari fram fyrir
opnum tjöldum, hefur þróast á
þeim áratug, sem nú er að
kveðja. Sannast sagna er hún
hvorki fljótvirk né árangursrík.
Hún leiðir síður en svo til festu í
landstjórninni og grefur undan
trausti í samskiptum stjórn-
málaleiðtoga. Síðustu dagar
hafa til dæmis sýnt, að það
skiptir litlu, þótt menn sitji
kvölds og morgna á trúnaðar-
fundum um nýja stjórn, því að
um miðjan daginn berjast þeir
um völd og áhrif í þingsölum og
reyna að klekkja hver á öðrum
við nefndarkjör. Þessum leikara-
skap verður að linna.
Ástæðurnar fyrir þeim vinnu-
brögðum, sem tíðkast hafa síðan
1971 eru vafalaust margar. Hafa
ber í huga, að það ár kom fyrst
til stjórnarkreppu eftir 12 ára
hlé viðreisnar. Þeir stjórnmála-
leiðtogar, sem verið höfðu í
forystu öll lýðveldisárin og sum-
ir lengur, voru horfnir af sjón-
trúnað milli forystumanna
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks, sem síðan blómstraði á
löngum ferli stjórnarinnar.
Þessi samstarfsvilji þróaðist í
einkasamtölum fyrst milli Ólafs
Thors og Emils Jónssonar og
síðan bættust fleiri í hópinn.
Þegar menn höfðu samfærst um
staðfestu gagnaðiljans var í
kyrrþey hafist handa um sam-
eiginlegu stefnumótunina. Til
haustkosninganna 1959 var
síðan gengið í því andrúmslofti,
sem stjórnmálamennirnir höfðu
skapað, og ný ríkisstjórn var
mynduð án nokkurrar stjórn-
arkreppu.
Hefðu fjölmiðlar fylgst með
hverju skrefi á undirbúnings-
tímanum, hefðu þátttakendurnir
í „leiknum" vafalaust afneitað
aðild sinni opinberlega og
trúnaður hefði brostið. Þau
vinnubrögð sem hér er lýst eiga
ekkert skylt við leynimakk eða
pukur, enda komast stjórnmála-
menn ekki upp með slíka hluti,
þar sem þeir verða ávallt að vera
við því búnir að hlíta dómi
kjósenda. í hvaða félagsskap
sem menn starfa er þeim ljós
einföld nauðsyn trúnaðarsam-
bands.
Ágengni fjölmiðla var áður
nefnd sem ein af höfuðorsökum
breyttra vinnubragða. í því efni
nægir ekki að líta einungis á
aðgangshörku blaðamanna. Hitt
er ekki síður mikilvægt, að
stjórnmálamennirnir kunni að
umgangast fjölmiðlana. Milli
þessara aðila þarf að ríkja gagn-
kvæmt traust. Blaðamenn mega
ekki falla í þá gryfju að gera
pólitískar skylmingar að
sjálfstæðismönnum. Viðreisnar-
stjórn hefur ekki meirihluta í
báðum þingdeildum. Fleiri
möguleikar verða ekki taldir,
enda hafa þeir allir verið tíund-
aðir rækilega hér í blaðinu í
vikunni. Takist Geir að mynda
meirihlutastjórn verður um nýtt
stjórnarmynstur að ræða, sé
miðað við síðustu 30 ár.
Með hliðsjón af því virðist
óhjákvæmilegt, að hann hverfi
frá þeim vinnubrögðum, sem
tíðkast hafa við stjórnarmynd-
anir á þessum áratug. Of mikil
óþolinmæði á lítinn rétt á sér við
þessar aðstæður og varla getur
allt farið fram fyrir opnum
tjöldum. Eðlilegasti fram-
gangsmátinn væri sá, að fram
færu einkaviðræður milli stjórn-
málaleiðtoga og til þess sé
ætlaður hóflegur tími. Til form-
legra funda yrði síðan efnt á
síðari stigum, ef ástæða þætti
til. Auðvitað er tíminn ekki
ótakmarkaður og æskilegast
væri, að frá upphafi lægi fyrir,
hvað mörgum dögum ætti að
verja til óformlegra viðræðna.
Hér er ekki ætlunin að kyrja
þann gamla söng, að stjórnmála-
mennirnir séu ómögulegir og
Alþingi til lítillar sæmdar, nógu
margir aðrir finna sig knúna til
þess. I lokin skal aðeins spurt:
Hvað halda menn, að margar
stofnanir í landinu þyldu að vera
undir þeirri smásjá, sem Alþingi
hefur verið undanfarin umbrota-
ár, án þess. að ýmislegt
aðfinnsluvert fyndist? Myndi
menntakerfið, tryggingakerfið
eða verkalýðshreyfingin þola
það, svo þrjú dæmi séu tekin.
Björn Bjarnason.