Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 5 Yinstra samstarf um kiör í nefndum FORMENN þingílokka Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks náðu á fimmtudag samkomulagi um samstarf í nefndakjöri. Mbl. spurði formenn þingflokkanna að því í gær eftir að Steingrímur Hermannsson hafði skilað stjórnarmyndunarumboði sínu, hvort samstarfssamkomulag þeirra stæði eftir sem áður. „Eg tel að það verði að reyna á það,“ sagði Ingvar Gíslason for- maður þingflokks Framsóknar. „En þetta er ekki undirskrifað samkomulag. Við höfum haft sam- ráð og það má segja að í þessu felist viss vilji okkar þingflokks- formannanna um að þetta gangi svona fram og sé þá að minnsta kosti leiðbeining fyrir nefndar- menn viðkomandi flokka." „Til að auðvelda kosningu emb- ættismanna í nefndum þá höfum við upplýst okkar í milli, hvernig við viljum standa að þessum málum," sagði Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. „En það er ekkert samkomulag. Það er enginn skuld- bundinn til að kjósa frekar á einn veg en annan." „Við höfum haft samráð um það hvernig við skiptumst á um að gera framboð í nefndum en um samkomulag er ekki að ræða,“ sagði Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðu- flokksins. „Mér finnst hins vegar ekki ósennilegt að atkvæðagreiðsl- ur gangi eftir þessum samráðum okkar.“ Ólafur Jóhannesson var sjálf- kjörinn formaður heilbrigðis- og tryggingamálanefndar efri deildar á fimmtudag, þar sem ekki var stungið upp á öðrum til starfans. Helgi Seljan er varaformaður og Karl Steinar Guðnason ritari. Hjörleifur Guttormsson var kjörinn formaður iðnaðarnefndar neðri deildar, hlaut 4 atkvæði, en Jósef H. Þorgeirsson fékk 3. Páll Pétursson var kjörinn varafor- maður með 4 atkvæðum og Jósef fékk 3. Árni Gunnarsson var einróma kjörinn ritari. Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar með 4 atkvæðum, en Eyjólfur Konráð Jónsson fékk 3. Guðmundur Bjarnason var kjörinn varafor- maður með 4 atkvæðum, en Eyj- ólfur fékk 3. Eiður Guðnason var einróma kjörinn ritari. Stefán Guðmundsson var í gær kjörinn formaður sjávarútvegs- nefndar efri deildar í gær með 4 atkvæðum, en Guðmundur Karls- son hlaut 3. Karl Steinar var einn í framboði til varaformanns og Geir Gunnarsson einn um ritara- starfið. í þingfararkaupsnefnd varð það að samkomulagi, að Garðar Sig- urðsson yrði formaður, Sverrir Hermannsson varaformaður og Eiður Guðnason ritari. Bræðrafélag Dómkirkju og Langholtskirkju; Jólahugvekja með blindum og fötluðum BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkj- unnar og Bræðrafélag Lang- holtskirkju hafa jólahugvekju saman með Blindrafélaginu eða samtökum blindra og sjónskertra og Sjálfsbjörg, fé- lagi fatlaðra í Langholts- kirkju, sunnudaginn, Þorláks- messudag, 23. desember kl. 14.00. ur Jóns Stefánssonar, Gísli Helgason leikur á flautu, Jón- as Þ. Dagbjartsson leikur á fiðlu. Séra Hjalti Guðmunds- son dómkirkjuprestur flytur formálsorð, Benedikt Gröndal, forsætisráðherra, flytur ræðu og séra Sigurður Haukur Guð- jónsson flytur jólahugvekju og bæn. Allir eru velkomnir. Á dagskrá verður orgelleik- Tvennir jóla- tónleikar Skólakórs Garðabæjar JÓLATÓNLEIKAR Skólakórs Garðabæjar verða í Háteigskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 20:30 og í Garðakirkju föstudag 28. des. einnig kl. 20:30. Á efnisskrá verða verkin Sjá himins opnast hlið, kantata fyrir þriggja radda kór, orgel og strengi eftir Buxtehude, jólasöngvar frá ýmsum löndum, Á ceremony of Carols eftir Benjamin Britten. í því verki leikur Elísabet Waage á hörpu og einsöngvararnir Marta G. Hall- dórsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Ingi- björg Guðjónsdóttir og Berglind Björgúlfsdóttir. Er þetta í fyrsta sinn sem verk Brittens er flutt af barnakór hér á landi, en þetta er lokaverkefni Skólakórs Garðabæjar á barnaári. Á tónleikunum koma fram 57 börn og unglingar og hópur aðstoðar- manna. Stjórnandi kórsins er Guð- finna Dóra Ólafsdóttir. Jóhann H. með tvö jaínteíli JÓHANN Hjartarson, sem nú tefl- ir á Evrópumóti unglinga i skák, gerði jafntefli í biðskák sinni við Frakkann Santo Roman úr fyrstu umferð. Jóhann sagði í samtali við Mbi. að hann hefði haft heldur betri stöðu en það hefði ekki nægt til vinnings. Jóhann gerði aftur jafntefli i annarri umferð gegn Ilollend- ingnum Van Heide og sagði Jó- hann að þar hefði hann haft verri stöðu frá upphafi, Van Heidc hefði beitt byrjun sem hann hefði ekki þekkt, en tekist í lokin að klóra í bakkann og ná fram jafntefli. Þriðja umferð mótsins verður tefld i dag, en ekki lá fyrir i gærkvöldi gegn hverjum Jóhann lenti. Laugavegi 20. Simi frá skiptiborði 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.