Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Þorskveiðitakmarkanir á næsta ári: Aðgerðirnar miðist við 300 þús. tonna ársafla Sjávarútvegsráðherra hélt í morgun fund með hagsmunaaðil- um í sjávarútvegi og fuiltrúa Hafrannsóknastofnunar og Fiskifélagsins varðandi viðhorf og stefnumörkun í þorskveiðum á næsta ári. Á fundinum rakti ráðherra helstu valkosti í takmörkun veið- anna. Fulltrúar ýmissa hags- munaaðila létu i ljós þá skoðun að beita ætti svipuðum aðferðum og á þessu ári. Þá skýrði ráðherra frá því að Hafrannsóknastofnunin mælti með því að þorskafli á næsta ári færi ekki yfir 300 þús. tonn. Jafnframt lagði hann fyrir fund- inn til íhugunar eftirfarandi grundvallaratriði varðandi mótun þorskveiðitakmarkana á næsta ári: 1. Aðgerðirnar miðist við 300 þús. tonna ársafla og ákveðna við- miðun um hvernig sá afli skipt- ist milli togara og báta, t.d. helmingaskipti. 2. Við mótun takmarkananna verði lagt til grundvallar tiltek- ið árstíðamynstur í aflabrögð- um og athugaðir möguleikar á viðbrögðum í takmörkunum eftir því hvernig aflast í sam- anburði við það mynstur, t.d. þannig að ef afli færi fram úr viðmiðuninni á einu tímabili yrði brugðist við því með aukn- um takmörkunum á næsta tímabili á eftir. Loks minnti ráðherra á að vissar takmarkanir hefðu unnið sér hefð, eða komið hefðu fram ályktanir með ábendingum um þær, og ætti að vera unnt að fella þær inn í heildaraðgerðirnar. Af þessu tagi eru sérstaklega eftir- farandi atriði: þorskveiðar verði alfarið bannaðar um páska, versl- unarmannahelgi og jól og þorsk- veiðar togara verði sérstaklega takmarkaðar um hásumarið. Að lokum var ákveðið að fljót- lega yrði boðað til annars sam- ráðsfundar enda yrði á meðan unnið að stefnumörkun á þessum grundvelli. (Fréttatilkynning frá Sjávarútvegsráðunrytinu). Ljosm. Arnór. LITLU JÓLIN í GARÐINUM. í gær voru litlu jólin í leikskóla Geínarborgar. Var þá meðal annars gengið í kringum jólatréð en jólasveinninn lét ekki sjá sig að þessu sinni. Kemur það væntanlega til af því hve sum barnanna urðu hrædd við hann í fvrra. Veður víða um heim Akureyri 2 alskýjaó Amsterdam 5 sólskin Aþena 17 skýjaó Barcelon 5 skýjað Berlín 1 skýjaó BrUssel 3 skýjaó Chicago 6 skýjaö Denpaaar, Bali 33 skýjað Dublin 4 bjart Feneyjar 5 súld Frankfurt 3 sólskin Genf 1 skýjaó Helsinki 0 skýjaó Hong Kong 24 heióskírt Jerúsalem 14 skýjaó Jóhannesarborg 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 bjart Las Palmas 15 skúrir Lissabon 11 sólskin London 5 sólskin Loa Angeles 19 skýjaó Madríd 9 bjart Mallorca 7 alskýjað Malaga 8 skýjaö Miami 22 skýjaö Moskva 0 hálfskýjað Nýja Delhí 22 sótskin New York 1 skýjaó Ósló -2 bjart París 5 slydda Rio de Janeiro 27 skýjað Rómaborg 16 skýjað Reykjavík -1 snjóél San Fransisco 13 skýjaó Stokkhólmur -5 skýjað Sydney 31 rigning Tel Aviv 18 skýjaö Tókýó 17 skýjaó Vancouver 11 skýjaó Vínarborg 8 skýjaó Askasleikir og bræður hans í máli og myndum „ASKASLEIKIR, foringi jóla- sveinanna, og bræður hans“ heitir lítil bók, sem kom í bókaverzlanir nú rétt fyrir jólin. Höfundur er Ketill Larsen, en nokkur ljóð eru í bókinni eftir Jóhannes Benjamínsson. Margar myndir prýða bókina og hefur Lars Björk tekið þær flestar. Letur hf. fjölritaði kverið. Vel fór á með þeim Carter Bandaríkjaforseta og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, þegar frúin var í heimsókn í Bandarikjunum á dögunum. Endurskoða fyrri ákvarðanir um þak á olíuinnflutning Washington, BrUssel, Caracas. Tókýó, 21. des. AP — Reuter. OLÍURÁÐHERRAR OPEC-ríkja héldu i dag frá Caracas án þess að ná samkomulagi um olíuverð, og er spáð að það eigi síður en svo eftir að draga úr þeim óróleika sem verið hefur á olíu- mörkuðum, verði engar breyt- ingar á eftirspurn. Guido Brunner talsmaður Efna- hagsbandalagsins (EBE) í orku- málum sagði, að sú óvissa sem ríkti eftir fundinn í Caracas þýddi að lönd bandalagsins yrðu að öllum líkindum að endurskoða fyrri ákvarðanir um þak á olíu- innflutning, með það í huga að lækka það þak sem ákveðið hefur verið. Sagði Brunner að óhætt væri að spá því að hagvöxtur yrði á núlli í löndum EBE þar sem Opec-ríkin komust ekki að sam- komulagi um sameiginlegt verð á olíu. Þá sagði Charles Duncan orku- ráðherra Bandaríkjanna í dag að sundurþykki olíuráðherra OPEC ögraði efnahagsöryggi Bandaríkj- anna. Ohira forsætisráðherra Japans sagði og í dag að Japanir yrðu að minnka innflutning sinn á olíu um sjö af hundraði í stað fimm eins og fyrr hefði verið ákveðið. Áreiðanlegar heimildir hermdu, að Venezuela mundi innan skamms tilkynna olíuverðshækk- anir. Skæruliðahringur rof- inn á Vesturbakkanum Tcl Aviv, 21. des. AP. ÍSRAELSKAR öryggissveitir af- hjúpuðu á dögunum skæruliða- hring á Vesturbakkanum, að því er talsmaður herstjórnarinnar í Tel Aviv kunngcrði í kvöld. Hann sagði að ísraelar hefðu fundið mikið magn sprengiefna og vopna í hellum og kofum í ýmsum þorpum í grennd við bæinn Ram- allah, en þar hefur löngum verið ókyrrt. Ekki var greint frá því hversu margir hefðu verið handteknir en látið var að því liggja að þar hefðu verið á ferðinni allmargir ungir Arabar sem hefðu verið félagar í A1 Fatah-samtökunum. Að sögn ísraelskra blaða hafa ýmsir þeirra viðurkennt að hafa staðið fyrir skemmdarverkum í Jerúsalem og víðar í ísrael, svo og iðulega á Vesturbakkanum. Tugir létust í bílslysi Manilla, 21. des. AP. BJÖRGUNARSVEITIR náðu 43 líkum út úr fólksflutningabifreið sem ók út af vegi og lenti ofan í fljóti norður af Manilla á föstu- dagsmorgun. Ekki er vitað með vissu hversu margir voru með vagninum en tíu manns komust af lifandi. Afrýjun neitað Vtnarborg, 21. des. AP. HÆSTIRETTUR í Tékkóslóvakíu vísaði í dag á bug áfrýjunarbeiðni fjögurra baráttumanna mannrétt- inda þar í landi. Einn þeirra sem áfrýjað hafði var leikskáldið Vaclav Havel. Úrskurður þessi var kveðinn upp eftir sextán klukku- stunda fund. Havel var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi, Peter Uhl í fimm ára fangelsi og blaðamennirnir Jiri Dienstbier og Otta Bednarova í þriggja ára fangelsi. Allt þetta fólk hefur verið framarlega í mannrétt- indabaráttunni í Tékkóslóvakíu, eins og margsinnis hefur verið sagt frá. Þetta gerðist 1975 — Umsátrinu um aðal- stöðvar OPEC í Vín lýkur; hryðjuverkamenn taka gísla og fljúga til Miðausturlanda. 1974 — 77 fórust í flugslysi í Venezúela. 1968 — N-Kóreumenn sleppa 82 manna áhöfn „Pueblo", 11 mán- uðum eftir töku skipsins. 1963 — Eldur í gríska farþega- skipinu „Laconia" á N-Atlants- hafi (150 fórust). 1958 — Frakkar og Egyptar semja um viðskipti. 1956 — Síðustu hermenn Breta og Frakka fara frá Port Said. 1947 — Ný ítölsk stjórnarskrá. 1944 — Þjóðverjar krefjast upp- gjafar McAuliffes hershöfðingja í Bastogne. 1943 — Roosevelt, Churchill og Chiang Kai-shek samþykkja ráðstafanir til að sigra Japani á fundi sínum í Kaíró. 1942 — Bandarískar loftárásir á . Rangoon í Burma. 1941 — Churchill fer til Wash- ington til stríðsviðræðna. 1935 — Anthony Eden skipaður utanríkisráðherra Breta. 1929 — Ráðstefna um stofnun indversks samveldisríkis hefst. 1905 — Uppreisn verkamanna í Moskvu » Bylting hefst í Persíu. 1894 — Alfred Dreyfus dæmdur fyrir landráð og til fangavistar á Djöflaeyju. 1845 — Orrustunni við Feroze- shah lýkur. 69 — Rómverski keisarinn Vitellius ráðinn af dögum. Aímæli. Jean Racina, franskur leikritahöfundur (1639—1699). Andlát. St. Francis Xavier 1552 = George Elliot, rithöfundur, 1880. Innlent. Landsyfirrétti slitið í síðasta sinn 1919 = f. Þorlákur Guðmundsson alþm. 1834 = Magnús Guðmundsson tekur aft- ur við embætti dómsmálaráð- herra og ólafur Thors fær lausn 1932 = Jóhann Sæmundsson skipáður félagsmálaráðherra 1942 = „Svanur" RE týnist með 6 mönnum 1966 = Páfi endurreisir biskupsdóm á íslandi 1968 = f. Árni Friðriksson 1898. Orð dagsins. Lífið þýtur fram hjá meðan við sláum hlutunum á frest — Marcus Seneca, róm- verskur fræðimaður (um 54 f. Kr.—39 e. Kr.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.