Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
284. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mannfall í átökum í
suðausturhluta Irans
Tehcran, WashinKton,
21. desember. AP — Reuter
FIMM manns féllu og 18 særðust í
átökum í borginni Zahedan i Balu-
kistan í suðausturhluta írans, að
sögn iranska sjónvarpsins.
Til átakanna kom meðan Ebra-
him Yazhdi fyrrum utanríkisráð-
herra hélt ræðu i bænahúsi i
borginni, en ekki er vitað hvor
aðili átakanna, stjórnarherinn eða
hópar Balakista, lét fyrst til skar-
ar skriða.
Yazdi hvatti Balakista til að rifa
götuvigi sem þeir höfðu komið upp
í borginni og jafnframt bannaði
hann vopnaburð óbreyttra borg-
ara.
Khomeini trúarleiðtogi skipaði
byltingarráðinu í dag að bjóða
nokkrum kristnum prestum að
heimsækja gíslana í bandaríska
sendiráðinu svo að þeir geti haldið
jól „i friði og ró“. „Það er nauðsyn-
legt að bjóða þangað nokkrum
ábyrgðarfullum prestum, einkum
svörtum prestum, vegna afstöðu
þeirra til „glæpa Bandaríkjanna“.“
Embættismenn skýrðu frá í dag
að Carter forseti mundi í dag fara
þess á leit við Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna að það samþykkti
efnahagsþvinganir á íran í þeim
tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að
láta gíslana í sendiráðinu lausa.
Mun Cartér ennfremur snúa sér
beint til flestra þjóðarleiðtoga af
sömu sökum.
Leiðtogar repúblikana og demó-
krata í báðum deildum Bandaríkja-
þings sögðu í dag að Sovétríkin
gætu haft veruleg áhrif á hvort
SALT II samkomulagið hlyti stað-
Sögulcgar sættir — Samkomulag um frið í Rhódesíu undirritað við athöfn i Lancaster House i Lundúnum
í gær. A myndinni eru (f.v.): Silas Mundawarara aðstoðarmaður Muzorewa biskups leiðtoga samstjórnar
hvítra og svartra i Rhódesiu, Muzorewa biskup, Carrington lávarður utanríkisráðherra Bretlands, Sir Ian
Gilmour aðstoðarutanrikisráöherra Breta, Joshua Nkomo og Robert Mugabe leiðtogar skæruliða sem áttu
í stríði við stjórnarherinn. Simamynd - AP.
Skugga varpað á
friðarsamkomulag
London, 21. des. AP. Reuter.
LEIÐTOGAR svartra Rhódesiu-
manna undirrituðu í dag friðar-
samkomulag i Rhódesíudeilunni
er kveður á um „alúðlega við-
leitni“ til að koma á friði i
landinu, en skömmu eftir undir-
ritunina var skugga varpað á
hinn sögulega atburð er Muzo-
rewa biskup kallaði leiðtoga
skæruliða „morðingja og nauðg-
ara“.
„Ef flokkur minn sigrar ekki í
kosningunum,“ sem talið er mjög
ólíklegt, „liður draumurinn um
Zimbabwe undir lok í efnahags-
legum og lýðræðislegum skiln-
ingi.“
Von, sorg og hatur einkenndi
ræðuflutning við athöfnina. Carr-
Kaupa Danir olíu
frá Saudi-Arabíu?
Kaupmannahöfn, 21. desember. AP.
DÖNSK stjórnvöld undirbjuggu í
dag farvcginn fyrir samninga-
viðræður um bein olíukaup frá
Saudi-Arabiu, og búist var við
samþykki orkunefndar danska
þingsins i kvöld.
Poul Nielsen orkuráðherra
skýrði orkunefnd þingsins í dag
frá fyrirætlunum og ráðstöfunum
stjórnarinnar, sem þegar hefur
rætt við olfufyrirtæki um kaupin.
Tilboð Saudi-Arabíu hljóðar upp
á rúma milljón smálesta af hráolíu
á ári fyrst um sinn, og það skilyrði
er sett fyrir viðskiptunum að olían
verði hreinsuð í Danmörku, notist
heimafyrir og komist ekki í hendur
stórra fjölþjóða olíufyrirtækja í
Danmörku eða annars staðar. Til-
boð Saudi-Arabíú jafngildir sjö af
hundraði olíuinnflutnings Dana.
ington lávarður sagðist vona að
samkomulagið markaði endalok á
vígaferlum og fjandskap og
Nkomo skæruliðaleiðtogi sagði að
ófriðurinn og vígin hefðu verið
ónauðsynleg.
Vopnahléssamkomulagið tekur
gildi á miðnætti og frá og með
þeim tíma má hvorugur deiluaðil-
inn flytja heri sína yfir landa-
mæri nágrannaríkja. Að viku lið-
inni skal allt vopnaskak vera
hætt. Þá hefst tveggja mánaða
kosningabarátta, en kosningar
verða í lok febrúar. Hefur Soames
lávarður aflétt banni við pólitískri
starfsemi fylkinga þjóðernissinn-
aðra skæruliða.
Undirritun friðarsamkomulags-
ins var víða fagnað í dag og von
látin í ijós um varanlegan frið í
landinu, sem hefði mátt þola sjö
ára átök stjórnarhersins og
skæruliða er kostað hafa tugi
þúsunda mannslífa. Búizt er við að
öryggisráð SÞ aflétti í kvöld
efnahagsþvingunum og viðskipta-
bönnum af Rhódesíu.
festingu, með því að leggja Banda-
ríkjamönnum lið {tilraunum þeirra
við að fá gíslana í sendiráðinu í
Teheran lausa úr prísundinni.
Sheikh Ezzedin Nosseini, andleg-
ur leiðtogi rúmlega þriggja millj-
óna Kúrda, sagði í dag að fulltrúar
Kúrda hefðu hafnað stjórnaráætl-
un er miðaði að takmarkaðri sjálf-
stjórn Kúrda, en sagði ekki af
hvaða sökum. Nosseini sagðist
hlynntur pólitískri lausn en and-
vígur vopnuðum átökum.
Viðræður hafa staðið yfir milli
fulltrúa Kúrda og stjórnarinnar í
Teheran frá því að vopnahlé varð á
átökum skæruliða Kúrda og stjórn-
arhersins fyrir mánuði.
Námsmennirnir sem halda gísl-
unum í sendiráðinu í Teheran
sögðust enn hafa fundið ný skjöl,
m.a. fölsuð vegabréf er starfsmenn
sendiráðsins hefðu gert. Sögðust
þeir ekkert mark taka á þeirri
skoðun Ayatollah Sadeq Khalkali
fyrrum aðalsaksóknara byltingar-
dómstólanna að gíslarnir væru
saklausir og bæri að láta þá lausa
þegar í stað.
Washington, 21. descmber. Reuter.
JIMMY Carter forseti vann í
dag meiriháttar sigur er
nefnd þingmanna úr báðum
deildum samþykkti að mæla
með skatti á hagnað olíufyrir-
tækja næstu tíu árin.
Aætlað er að skattarnir nemi
um 228 milljörðum dollara á
tímabilinu sem hann verður
lagður á fyrirtækin.
Odvar Nordli um Jan Mayen deiluna:
„Lausn fyrir næstu
vertíð er von mín“
Ósló. 21. dcsembcr.
Frá Jan Erik Laure, fróttaritara Mbl.
„ÞAÐ ER von mín aö lausn
verði komin á Jan Mayen-
málinu áður en næsta vertíð
hefst,“ sagði Odvar Nordli
forsætisráðherra á árlegum
fundi sínum með blaða-
mönnum.
Nordli ræddi mjög lítið
um Jan Mayen deiluna og
vísaði til þess að málið væri í
biðstöðu vegna stjórnar-
kreppunnar á íslandi.
Hallsteinn Rasmussen segir í
nýársviðtali að norskir sjómenn
ættu að fá að veiða við Jan Mayen,
þar sem svæðið væri óumdeilan-
lega norskt. „Þeir eiga að fá að
Sprengja
ætluð
ráðherra
London, 21. desember. AP.
ÁRVÖKULL póstmaður kom í
dag auga á bréfasprengju sem
ætluð var James Prior atvinnu-
málaráðherra, en hún var sams
konar og tíu sprengjur sem talið
er að írskir hryðjuverkamenn
hafi sent síðustu daga.
Sprengjurnar hafa allar verið
póstlagðar í Belgíu. Ennfremur
fannst sprengja sem ætluð var
kunnum bankamanni, Richard
Lloyd, áður en hún komst í hendur
hans. Sprengjurnar eru þannig úr
garði gerðar að þær geta limlest
menn, en tæpast deytt.
veiða þar og það án þess að vera
sagðir þjófar," sagði Rasmussen
sem sagðist einnig vona að Jan
Mayen-deilan leystist á næsta ári.
Enn er óljóst hvort norskir
sjómenn loki höfnum í þeim til-
gangi að þrýsta á stjórnvöld um
að þau lýsi yfir 200 sjómílna
efnahagslögsögu við Jan Mayen.
Útvegsmenn um allt land eru
hlynntir því að deilan verði leyst
með samningum.
Veiðikatta-
sveitin fær
jólabónus
London, 21. des. AP.
Veiðikattasveitin í British
Museum mun fá góðan jóla-
bónus í ár, að því er skýrt
hefur verið frá í London.
Sérstök fjársöfnun fór fram á
vegum starfsfólks safnsins eg
komu inn um 28 sterlings-
pund, um 3 þúsund islenzkar
krónur, og dugar það til að
festa kaup á sérstakri há-
tíðasteik handa veiðiköttun-
um Susie, Tiger, Daisy, Bertie,
Viktoríu og Albert.
Kettirnir í British Museum
fá að éta sex daga vikunnar til
að tryggt sé að þeir verði ekki
svo makindalegir að þeir hætti
að veiða mýsnar sem eiga til að
herja á dýrgripi safnsins.
Forstöðumaður safnsins
sagði að frammistaða veiði-
kattasveitarinnar hefði verið
með ágætum á árinu og því
hefði verið ákveðið að umbuna
köttunum með þessum hætti
nú um hátíðina.