Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 7

Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANIJAR 1980 7 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson_______________32. þáttur Ljóst er út aö líta, lauka reiö, yfir heiði. Sól gengur síö und múla, slíkt langar mig þangaö. í þessum fagra vísuhelmingi úr Víglundar sögu er eina dæm- ið sem Sveinbjörn Egilsson hef- ur um sögnina að langa í hinni miklu orðabók sinni yfir skálda- málið forna, Lexicon poéticum. Þetta dæmi er dálítið sér- stætt að því leyti, að ekki er skýlaust að sögnin að langa sé ópersónuleg, en þess er jafnan getið í orðabókum um yngra mál. í bók Blöndals er orðasam- bandið „mig langar í eitthvað" þýtt á dönsku: jeg længes eftir noget en „mig langar til ein- hvers“ þýtt á sömu tungu: jeg har Lyst til noget, en „mig langar ekki í neitt“ = jeg bryder mig ikke om noget. jeg har ingen Appetit. Þetta er tínt til vegna þess að hér í Morgunblaðinu var les- endagagnrýni 30. des. s.l., þar sem spyrjandi í sjónvarpinu var skútaður fyrir ranga notkun sagnarinnar að langa. Ég hneig- ist til að bera blak af mannin- um. En gagnrýnandinn sagði: „Spyrjandinn hagaði spurning- um sínum nær ávallt á þennan veg: „Hvaða bók langar þig í um jólin?“ eða „hvaða plötu langar þig í“ o.s.frv. Alltaf spurði hann hvað fólk- ið langaði í, en ekki hvað það langaði til að fá eða eignast, þótt um hluti væri að ræða, sem ekki verða étnir (leturbreyting hér). Viljandi eða óviljandi er hér verið að spilla málfari fólks eða brengla merkingu orða og orðasambanda. Fyrir eigi alllöngu var aðeins talað um að langa í mat eða drykk, en ekki í óæta hluti...“ Ég dreg í efa að svona skörp skil séu milli orðasambandsins að langa í og að langa til. Ég held að fyrir löngu hafi menn talað um að langa í eitthvað fleira en það sem verður étið (eða drukkið). Mér finnst að langt gæti verið liðið frá því að maður segði: „mig langar í bólið — mig langar til þess að hátta. Að sjálfsögðu ætlar hann ekki að éta rúmið sitt. Ég tel mig ekki sekan um málspjöll, þótt ég segi að mig langi í bók í jólagjöf eða sokka í afmælisgjöf. Ég held því að spyrillinn í sjónvarpsþættinum sé ekki eins ámælisverður og sá maður taldi, sem til Velvakanda hringdi. Enn má geta þess að sr. Sveinn Víkingur orti vísnagátur um ýmis orð, m.a. þessa um orðið fang: Ýmsa langar upp í þaö á ungum konum. w Svo er þaö bæöi barn í vonum og búiö til í heyflekkjonum. Aftur á móti hlýt ég að taka undir lokaorð I.A., þau sem hann sagði í símann við Velvak- anda: „íslenskt mál er einn aðalhornsteinninn í menningu þjóðarinnar og skyldu því fjöl- miðlar ganga hér á undan með góðu eftirdæmi, því „það læra börnin sem fyrir þeim er haft.“ Ég er að vísu vanastur þeirri gerð spakmælisins sem svo hljóðar: „Á því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft“ en söm er merkingin og boðskapurinn. Tek ég því heils hugar undir með Svanhildi Þor- steinsdóttur sem vakti athygli mína á því, að í barnatíma útvarpsins hefði oftar en einu sinni verið spurt: „Hlakkar þig ekki til jólanna?" Von er að Svanhildi þyki skörin vera farin að færast upp á bekkinn, og hvað skyldi þá um hið visna tréð, ef svo er um hið græna, sem útvarpið ætti að vera í þessu sambandi? Hitt er svo annað mál, að það gæti orðið mér um megn að skýra hvers vegna sögnin að langa til er ópersónuleg en sögnin að hlakka til persónuleg. Með öðrum orðum, af hverju sagt er ég hlakka til, en mig langar til. Ýmsir hafa komið að máli við mig og nefnt eitt og annað sem þeir hafa heyrt og séð kyndugt í auglýsingum. Til viðbótar reyktu hangikjöti hafði Svavar Eiríksson á Akureyri til dæmis heyrt hvað eftir annað að menn voru hvattir til þess að kaupa nýsviðin svið, og þótti honum að vísU nokkur tvíverknaður í því að svíða sviðin, þótt ef til vill lýsti það einstakri snyrti- mennsku og mætti kannski um þetta segja, að allur væri varinn góður. þegar Björn botnan (föður- bróðir Jóns botnans) heyrði þetta, varð honum á munni: Fyllum kjaft vorn og kvið, því þeir svíða nú sviö og svipta burt ókeimnum römmum. Segjum gleöilegt ár, ekkert einasta hár verður eftir á þvílíkum kjömmum. Styrkið og fegrið líkamann DÖMUR OG HERRAR Ný 4ra vikna námskeið hefjast 7. janúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt yoga og megrandi æfingum Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki, eöa þjást af vöðvabólgu. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböö — kaffi — nudd Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M Al'GI.YSIR l'M ALLT I.AND ÞEGAR hl' Al'GLYSIR I MORGl'NBLADIM Bestu þakkir færi ég öllum vinum og vandamönnum, sem minntust mín á sjötugsafmæli mínu 29. des. Baldur Kristjónsson Wmmm^^mmm^mmmmi^mm^mmmmmmmmmmmmmm* Ég þakka innilega audsýnda vinsemd og hlýhug á níræöisaf- mæli mínu hinn 28. desember sl. Asa Víglundsdóttir Kaupmenn verksmidjueigendur heildsalar Viö leigjum út aöstööu á stórútsölu okkar sem verður á tímabilinu 15. janúar til 2. febrúar á 2600 fm gólfrými. Ef þiö hafiö góöar og vandaðar vörur sem þiö viljiö selja á hagstæöu veröi þá hafið samband viö okkur sem fyrst. Sýningarhöllin, Bíldshöfða 20, símar 81199 — 81410. STJÓRNUNARFRÆÐSLAN f Verðbólgureikningsskil Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um Veröbólgu- reikningsskil í fyrirlestrasal félagsins að Síöumúla 23. Námskeiðið stendur dagana 11., 16. og 24. janúar og 1. febrúar kl. 14:30—18:30 dag hvern. Lýst veröur aöferöum, sem nota má viö að leiörétta reikningsskil fyrirtækja vegna áhrifa verðbreytinga. Kynntar veröa hugmyndir, sem uppi eru í nágrannalöndum okkar um æskilegar aögeröir á þessu sviöi. Á námskeiöinu veröur sýnt fram á gildi veröbólgureikningsskila sem upplýs- ingagjafa um fjárhagslega stööu og afkomu fyrirtækja. Námskeiö þetta er einkum ætlaö framkvæmdastjórum, fjármálastjórum og aöalbókurum fyrirtækja, og þeim, sem fást viö rannsóknir ársreikninga, t.d. starfsmönnum lánastofnana. Leiöbeinandi: Árni Vilhjálmsson prófessor. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar á skrifstofu Stjórnunarfólags íslands, sími 82930. INUNARFEIAG SLANDSM SíÖumúla 23 - Sfmi 82930 ÚTSALA - VERKSM.ÚTSALA - ÚTSALA - VERKSM.ÚTSALA - ÚTSALA Slimma-buxur og -pils, karlm. pAÐ ER ÚTSALA HJÁ VERKSIVI.-SÖLUNNI. buxur, drengja- og telpnabux- ur. Sloppar, toppar, blússur VERKSM.-SALAN, SKEIFUNNI 13 o.fl. o.fl. Otrúlegt verö. Á MÓTI HAGKAUPI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.