Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980
16
ANNA 0.
t>eim tilfinningum Berthu, sem
þarna komu í ljós, og beindust að
honum sjálfum — en auk þess
fannst honum ekki síður trúlegt
að hann hefði óttazt eigin tilfinn-
ingar í garð sjúklingsins.
Svo mikill hafði áhugi Breuers
verið á Berthu, að eiginkona hans
var orðin afbrýðisöm í garð sjúkl-
ingsins, því að Breuer talaði orðið
ekki um annað. Afbrýðisemin varð
að þunglyndi og orð lá á að frú
Breuer hefði hótað manni sínum
því að hún fremdi sjálfsmorð ef
hann hætti ekki að stunda Berthu
Pappenheim. Freud gerði sér ljóst
það sem Breuer skildi ekki. Milli
Breuers og Berthu Pappenheim
hafði átt sér stað, það sem á
fagmáli er kallað „transference"
og er alþekkt fyrirbæri í sállækn-
ingum, og raunar einn af ráðandi
þáttum í þeim. Sjúklingurinn flyt-
ur tilfinningar sínar yfir á lækn-
andann, þ.e.a.s. notar læknandann
sem eins konar allsherjar pers-
ónugerving, og heimfærir bæði
jákvæðar og neikvæðar tilfinn-
ingar upp á hann. Læknandinn
hjálpar síðan sjúklingnum til að
skilgreina þessar tilfinningar og
tengja þær lífsreynslu sinni og
sambandi við annað fólk, ekki sízt
bernskuskeiði og fjölskyldulífi.
Breuer vissi ekki að kynferðisleg-
ar tilfinningar Berthu til hans
táknuðu í rauninni tilfinningar
hennar til föðurins. Eins og mönn-
um er gjarnt stóð honum stuggur
af hinu óþekkta svo hann lagði á
flótta. Þegar Freud á hinn bóginn
fór að standa andspænis slíku, t.d.
þegar sálsjúk kona hljóp upp um
hálsinn á honum og þrýsti sér að
honum, brást hann öðru vísi við.
Hann stóð sem fastast og gerði
vísindalega úttekt á málinu.
Er fram liðu stundir tókst
Freud að telja Breuer á að hefja á
ný meðhöndlun móðursjúkra
kvenna, og þeir höfðu samráð á
þessu sviði um langt skeið. Fyrst i
stað beitti Freud dáleiðsluaðferð-
inni, en síðar tók hann upp aðferð,
sem nefnd er „frjáls hugrenninga-
tengsl". Inntak hennar er að
sjúklingurinn reynir að koma orð-
um að hverju því, sem kemur upp
í huga hans, og er hvattur til að
lofa hugsunum að streyma upp á
yfirborðið en reyna ekki að þæla
þær niður þótt þær kunni að vera
óþægilegar.
Árið 1893 birtist í víðfrægu
þýzku læknatímariti grein eftir þá
Freud og Breuer, sem vakti mikla
athygli. Greinin markaði án efa
tímamót í þessari fræðigrein, en
þar kom fyrst fram sú kenning
Freuds að orsaka móðursýki væri
fyrst og fremst að leita í fortíð
sjúklingsins. Líkamleg sjúkdóms-
einkenni kæmu í stað athafna,
sem sjúklingurinn hefði fundið sig
knúinn til af einhverju tilefni, en
hefði þó ekki verið fær um að
framkvæmk. Hvötin til athafna
hefði verið bæld, — en ekki
upprætt. Hin bælda tilfinning
tekur á sig líkamlega mynd, sjúk-
dómseinkenni á borð við þau sem
þjáðu Berthu Pappenheim, sjón-
depru, heyrnardeyfð, lömun. Sjúk-
dómseinkennin hverfa ekki fyrr en
hinar bældu tilfinningar eru leyst-
ar úr læðingi. í greininni nefndu
þeir félagar aðferðina „útrás", en
þessi aðferð var undanfari sál-
könnunaraðferða nútímans.
Að undirlagi Freuds ritaði
Breuer síðán greinargerð um með-
ferð sína á Berthu Pappenheim.
Eins og gefur að skilja kom ekki
annað til greina en að halda nafni
hennar stranglega leyndu, en í
þessari ritgerð er hún nefnd Anna
0. Það var ekki fyrr en árið 1953
að hið raunverulega nafn þessa
fræga sjúklings var birt, en þá
voru liðin 17 ár frá andláti Berthu
Pappenheim.
Breuer, eins og svo mörgum
öðrum, þótti Freud einblína um of
á kynferðislega hlið tilfinn-
ingalífsins við skilgreiningu sál-
sýki, og ágreiningur um þetta
hefur án efa verið ein af ástæðun-
um fyrir því að þeir fjarlægðust
smám saman hvor annan.
Blúndur, kvenréttindi
og góðgerðastarfsemi
En hvernig farnaðist Berthu
Pappenheim? Lítið er vitað um
feril hennar næstu sex árin eftir
að Breuer sleppir af henni hend-
inni, annað en það sem hann segir
í ritgerðinni um Önnu 0., að hún
hafi ferðast allnokkuð og að nokk-
uð langur tími hafi liðið þar til
hún komst algjörlega í andlegt
jafnvægi og náði fullri og varan-
legri heilsu. Ernest Jones, sem
ritaði ævisögu Freuds, segir að
henni hafi „slegið niður“ eftir að
Breuer gafst upp á henni og hafi
hún þá farið í geðveikrahæli í
Grossenzersdorf, þar sem „hún
stal hjarta yfirlæknisins". Jones
segir að móðir hennar hafi verið
„óttalegur dreki“ og nú brá hún
snarlega við, sótti dóttur sína í
hælið og fór með hana til Frank-
furt, þar sem hún var sjálf fædd
og uppalin. Fæðingarnafn hennar
var Recha Goldschmidt, en fjöl-
skylda hennar var ein hin auðug-
asta í Frankfurt á sínum tima.
Faðir hennar var bankastjóri,
náskyldur Warburg-fjölskyldunni,
en í henni hafa menn verið
þjóðafjármála í margar kynslóðir.
Jones segir Breuer hafa fengið
veður af því að Bertha hafi vanizt
á morfín og að svo hafi hún verið
aðframkomin af þeim sökum á
tímabili, að hann hafi „vonað að
hún fengi að deyja og yrði þannig
leyst frá þjáningum sínum“. Þetta
orðalag segir sína sögu um tilfinn-
ingar Breuers til stúlkunnar.
Að því er bezt er vitað var
Bertha Pappenheim aldrei við
karlmann kennd, og leiða má
getum að því, að áfallið þegar
Breuer hafnaði henni og yfirgaf
hana, hafi orðið til þess. Heimildir
liggja fyrir um það, að hún hafi
verið með afbrigðum hrífandi og
skemmtileg, ekki sízt í návist
karlmanna, jafnvel á gamals aldri.
Um 29 ára aldur var hún farin
að fara allra sinna ferða í Frank-
furt. Hún fór í óperuna, var mikið
á hestbaki, hafði mjög gaman af
að fara í búðir, ekki sízt til að
skoða og kaupa blúndur og knippl-
inga, sem hún hafði alla tíð
sérstakt dálæti á. Það var um
þetta leyti, sem hún fór að gefa sig
að kvenréttindamálum. Hún virð-
ist hafa verið nokkuð öfgafull í
þeim málum, haldin hálfgerðu
karlmannahatri á stundum, eins
og þegar hún skrifar árið 1922: „Ef
réttlæti á að komast á í veröldinni
einhvern tíma í framtíðinni þá
urfa konur að verða löggjafar og
karlmenn að ala börn.“ Hún var
full beizkju vegna þess að hún
fékk ekki að halda áfram skóla-
göngu eins og bróðir hennar sem
lauk háskólanámi og lögfræöi-
prófi, og sætti sig greinilega ekki
við það hlutskipti, sem þótti við
hæfi vel uppalinna borgaradætra
á þessum tíma, að helga sig
kvenlegum dyggðum innanstokks
þar sem undirbúningsskóla
sleppti. Hún leit á karlmenn sem
einn samfelldan fjandaflokk, sem
hafði frá fyrstu tíð haft það
markmið að níðast á konum. Hún
las mikið um kvenréttindamál og
kvennakúgun, og skrifaði sjálf
leikrit, sem einfaldlega hét.
„Kvenréttindi". Það var aldrei
fært upp í leikhúsi, en sjálf gaf
hún það út á prenti.
í framhaldi af afskiptum sínum
af réttindamálum kynjanna virð-
ist hinn mikli áhugi hennar á
velferð munaðarleysingja hafa
sprottið, sem varð til þess að hún
helgaði sig til æviloka málefnum
þeirra og rak um langt skeið
heimili fyrir einstæðar mæður og
börn þeirra. Stofnunin hét reynd-
ar „Heimili fyrir afvegaleiddar
stúlkur og óskilgetin börn“ og var
í Isenburg, skammt frá Frankfurt.
Hún beitti sér fyrir stofnun Sam-
bands Gyðingakvenna, sem vann
merkt starf að málefnum sjúkra
og þeirra, sem minna máttu sín í
þjóðfélaginu. Hún var löngum á
faraldsfæti, í austri og vestri,
sjálfri sér til ánægju og upplýs-
ingar, en ekki síður til að kynna
hugðarefni sín hjá hinum ýmsu
félögum og samtökum víðs vegar.
Eins og svo margir Gyðingar í
Þýzkalandi á árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina, hafði Bertha
Pappenheim ekki trú á öðru en að
Gyðirigahatur nazista væri ófögn-
uður, sem hlyti að líða hjá. Allur
almenningur í landiuu bjó við
kröpp kjör og geta má nærri að
Gyðingnum Berthu Pappenheim
hefur ekki gengið vel að fá hand-
bendi Hitlers til að greiða götu
sína þegar hún var að afla vista og
annarra nauðsynja fyrir stofnun
sína. 77 ára gömul, heltekin af
magakrabba, hélt hún áfram að
berjast fyrir málstaðinn.
Dag nokkurn var hún kölluð í
bækistöðvar Gestapo í Isenburg.
Vangefin stúlka á stofnun hennar
hafði setið með dagblað og starað
sljóum augum á mynd af Foringj-
anum. „Hann er eins og glæpa-
maður". „Arískur" starfsmaður
hafði gefið skýrslu um þetta atvik
til Gestapo.
Sárþjáð, en teinrétt stóð hún
frammi fyrir Gestapo-mönnunum
og svaraði spurningum þeirra:
„Það má vel vera að Maria hafi
sagt þetta. En það er ekkert mark
á henni takandi. Hún er vangefin.
Enginn getur borið ábyrgð á því
sem kemur frá brenglaðri sál.“
Gestapo lét við svo búið standa,
sennilega af því að hún var
dauðans matur. Skömmu síðar
lagðist hún banaleguna. Hún lézt
28. maí 1936.
Bertha Pappenheim hefur ekki
fallið í gleymskunnar dá. Hún
fékk margvíslega viðurkenningu
fyrir störf sín að mannúðarmál-
um. 1954 minntist v-þýzka stjórn-
in hennar með virðingu, auk þess
sem fjölmargir einstaklingar og
samtök höfðu vottað henni þakk-
læti og virðingu áður en hún var
öll.
En líklega er fyrst og fremst
ástæða til að minnast Berthu
Pappenheim fyrir framlag hennar
til geðlækninga, og það er mat
margra að hún eigi ekki síður en
Freud og Breuer heiðurinn af
sálkönnunaraðferðinni, sem
tvímælalaust hefur linað þján-
ingar ótalmargra. Dr. Karl Menn-
inger talaði um hana sem „sjúkl-
inginn sem varð ódauðlegur".
Sjálf sagði hún eitt sinn: „Það
langbezta sem kona getur óskað
sér er að vera einhverjum ein-
hvers virði. Fyrir kemur að mér
finnst að ég eigi ekki eftir að deyja
án þess að hafa ornað einhverjum
við litla eldinn minn.“
Þótt hún hafi ekki verið gefin
fyrir að bera tilfiriningar sínar á
torg og hefði sjálfsagt ekki getað
fallizt á það, þá var það einmitt
þessi „litli eldur“ sem varð til
þess, að Freud varpaði ljósi á það
svið, sem rúmar í senn himnaríki
og helvíti — undirvitund manns-
ins.
— (Úr the New York Times
Magazine.
Á.R. þýddi og endursagði).
Músikleikfimin
hefst mánudaginn 14. janúar
Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir konur
á öllum aldri. Tími fyrir byrjendur og
framhaldsnemendur.
Kennt veröur í húsi Jóns Þorsteinssonar.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022 eftir
kl. 1 alla daga.
ansskóli
igurðar
arsonar
Innritun hafin í alla flokka.
Kennslustaðir:
Reykjavík — Tónabær:
Kópavogur — Félagsheimili Kópavogs:
Allir almennir samkvæmisdansar og fl.
Einnig — Brons — Silfur — Gull, D.S.Í. AAA
Innritun og uppl í síma 41557 kl. 1—7. V ▼ V
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU
ri n|II I4l
£/1íUa1IJi9
Gerum einnig föst verötilboö
í allar gerúir innréttinga.
Trékó
TRÉSMIÐJA KÓRAVOGS HF
AUÐBREKKU 32 SlMI 40299