Morgunblaðið - 06.01.1980, Side 20

Morgunblaðið - 06.01.1980, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 Framlaiðsla ýmiss konar varn- inga úr plasti er meginuppi- staða iðnaðarframleiðslunnar á Reykjalundi. Hér vinnur einn vistmanna við að setja hand- fðng á plastfötur. smám saman. Allt frá 1973 hafa vistmenn Reykjalundar stundaö hestamennsku á sumrum. Nýtur hestamennskan mikillar vinsælda og s.l. sumar störfuöu þar tvær hesta- konur með allt aö 10 hesta, er mest var aö gera. íþróttaþjálfun hófst að nokkru á Reykjalundi í haust. Hefur þaö gefist mjög vel og hingað til hefur veriö stundaöur borðtennis sitjandi blak, hópleikfimi og diskodans, einnig skokk og skíöaganga. Ráönir hafa veriö tveir starfskraftar í eina stööu til þess aö sjá um þessa starfsemi, auk þess sem þeir munu starfa við ýmsa félagsstarfsemi á staðnum. Ætlunin er aö fjölga þessum greinum og veröa teknar upp greinar s.s. körfubolti, bogfimi, sund, einnig íssleöaakstur og snjóþotuakstur meö skíðastöfum, dans í hjólastólum, lyftingar og fleira. Sagöi Magnús að vænta mætti þess, aö hægt yröi að taka á móti hjarta-, asthma-, sykursýkissjúklingum að ógleymdu fötluöu fólki til nokkurra vikna þjálfunar, þar sem stór hluti þjálfunarinnar yrði í formi íþrótta. Magnús sagöi í lokin, aö hann teldi mikilvægt aö efla íþróttaþjálfun, því meö henni væri hægt aö samræma á lifandi hátt líkamlega, andlega og félagslega hæfíngu sjúkra og fatlaöra. í lok fundarins ávarpaði Kjartan íþróttaiðkun meðal nýjunga í endurhæfingar- starfi á Reykjalundi Frá fréttamannafundinum, talið frá vinstri: Haukur Þórðarson yfirlæknir, Magnús Einarsson læknir, Jón Þórðarson framleiðslustjóri, Björn Ást- mundsson framkvæmdastjórí Reykjalundar, Kjartan Guðnason formaöur S.Í.B.S., Ólafur Jóhannesson framkvæmdastjóri happdrættisins og Júlíus Baldvinsson starfsmaður Reykjalundar. Ljósm. Mbl. RAX. VÖRUHAPPDRÆTTI S.Í.B.S. — Sam- bands ísl. berklasjúklinga — er 30 ára um þessar mundir. Nýtt happdrættis- ár er nú aö hefjast og hafa vinningar aldrei veriö hærri að krónutölu en á árinu 1980. Aukavinningar verða þrír, þrjár Honda Civic bifreiöar, allar dregnar út í júní. Á þeim 30 árum, sem happdrættiö hefur starfaö hafa verið dregnir út rúmlega 374 þús. vinningar að verð- mæti samtals 1.956.995.000 kr. Hagnaöur af rekstri happdrættisins frá byrjun og fram til þessara áramóta nemur alls 520 millj. kr. Sú fjárhæö hefur runnið til Vinnuheimilisins aö Reykjalundi og Múlalundar, öryrkja- vinnustofu S.Í.B.S. í Reykjavík. í tilefni af þessum tímamótum í starfsemi happdrættisins var boðaö til fréttamannafundar aö vinnuheimilinu að Reykjalundi í s.l. viku og starfsemi stofnunarinnar og happdrættisins kynnt. í upphafi fundar bauð Júlíus Baldvinsson starfsmaður Reykjalund- ar gesti velkomna og kynnti í fáum oröum starfsemi Reykjalundar og þróun hennar. Sagöi hann kjörorö sambandsins hafa veriö frá upphafi „styöjum sjúka til sjálfsbjargar". Næstur tók til máls Björn Ást- mundsson framkvæmdastjóri Reykja- lundar. Hann geröi grein fyrir þeim framkvæmdum, sem unniö hefur verið að á Reykjalundi fyrir ágóöa af happdrætti S.Í.B.S. Unnið hefur veriö aö stækkun aöalhússins á árunum 1973 til 1976 í þremur áföngum. Verksmiðjuhús fyrir vatnsröra- og filmuframleiöslu var tekiö í notkun í byrjun árs 1974 og skrifstofubygging 1978. Þessa dagana er unniö að endurinnréttingu á húsnæöi lækna- stöövar. Verður hún um 490 fermetrar aö stærö, en þar af fara um 170 fermetrar til sérnota fyrir heilsugæzlu- stöö Mosfellslæknisumdæmis. Fram- kvæmdir viö hráefnalagersbyggingu eru að hefjast. Stærö þeirrar bygg- ingar veröur 535 fermetrar. Einnig hefur verið unniö aö lagningu varan- legs slitlags á götur og bílastæði á síöustu árum og hellulagningu og gróðursetningu. Byggingar á Reykjalundi eru nú um 13.570 fermetrar aö stærö. Þar af eru um 4200 fermetrar undir iönaöar- starfsemi. Starfsfólk er alls um 259 manns, en full stöðugildi 188. Á Reykjalundi eru 150 rúm. S.l. ár komu 562 sjúklingar til meöferðar á stofnun- inni, 277 konur og 285 karlar. Um 60 vistmenn eru daglega viö störf í hinum ýmsu iðnaöardeildum svo og á heimillnu. Vinnutími er ákveðinn af læknum í samráöi viö verkstjóra frá 1—6 stundir. Vinnulaun eru 60% af taxta viökomandi starfs- greinar. Björn sagöi aö þaö væri mikilvægt fyrir þessa starfsemi aö happdrættiö gæti áfram sem hingað til stutt viö framkvæmdirnar iönreksturinn fjár- magnar sína uppbyggingu algjörlega sjálfur, hvaö varöar rekstur og hús- næði en happdrættispeningarnir fara í byggingar fyrir sjúkrareksturinn. Á næstunni er fyrirhugað að hefja bygg- ingu húsnæöis fyrir sjúkra- og íþrótta- þjálfun, sem mikil þörf er á endurnýj- un aöstööu fyrir og einnig er ætlunin aö byggja tengiálmu milli bygginga í Hátúni 10. Haukur Þórðarson yfirlæknir geröi grein fyrir starfi Reykjalundar hvað varöar læknisfræðilegu hliöina. Hann sagöi stefnu heimilisins frá upphafi hafa veriö aö styöja sjúka til sjálfs- bjargar læknislega, félagslega og at- vinnulega séö. Hann sagði um helm- ing sjúklinga koma beint úr heimahús- um en helming frá öörum stofnunum. Sjúklingarnir væru mjög misjafnlega á sig komnir og vistun þeirra mislöng. Algengastl vistunartíminn er 8—10 vikur. Nýtt happ- drættisár að hefjast Magnús B. Einarsson læknir hefur sérstaklega kynnt sér íþróttaiökun í endurhæfingarskyni í Noregi. Hann sagði þennan þátt hafa þróast mikiö á síöustu árum eöa allt frá 1970. í fyrstu var nær eingöngu miðaö við fatlað fólk, en fljótlega sýndi sig að flestir sem eru að ná sér eftir erfiöa sjúkdóma hafa náö fljótari bata með því aö bæta íþróttum viö endurhæf- ingarprógrammið. Hitt er þó mikil- vægara aö sögn Magnúsar, aö meö heppilegum íþróttum getur fólk í flestum tilfellum séð um viöhaldsþjálf- un sjálft. Yfirlæknir og forstjóri Reykjalundar hafa kynnt sér þessa íþróttastarfsemi í Noregi og Magnús hefur starfaö í sex mánuöi á endurhæfingarstofnun í Noregi þar sem íþróttir eru aöalend- urhæfingarþátturinn. Ætlunin er að hefja íþróttaþjálfun á Reykjalundi Guönason, formaöur S.Í.B.S. frétta- menn og bauö þeim í skoöunarferö um heimlliö. Á Reykjalundi fer fram fjölbreytt framleiðsla á ýmis konar vörum úr plasti, allt frá meöalaglösum upp í vatnsrör af ýmsum breiddum. Um 60 vistmenn ganga þarna daglega til starfa eftir getu og aðstæðum. Reykjalundur hefur ekki elnkarétt á framleiösluvörum sínum og er oft á tíðum í haröri samkeppni um sölu á vörum sínum. Aö sögn Jóns Þórðar- sonar framleiöslustjóra hefur þeim þó ætíö vegnaö vel og sagðist hann telja jákvætt og heilbrigt aö slík samkeppni væri fyrir hendi. Eins og fyrr segir, er nýtt happ- drættisár aö hefjast nú í janúar. Dregiö veröur 10. þessa mánaöar um þúsund vinninga samtals aö verömæti rúmar 30 millj. kr. Endurnýjunarverö miða er nú kr. 1.200, ársmiöi kostar kr. 14.400.- Fyrirhugað er að hefja fjölbreytta íþróttaiökun ó Reykjalundi. Æflng (aitjandi blaki var (fullum gangi, er fréttamenn gengu um húanaaði Reykjalundar. Björn Áatmundaaon framkvaamdaatjóri Reykjalundar aýnir hór aýniahorn af plaatröraframleiðal- unni. Jón Þórðaraon framleiðaluatjóri atendur hjó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.