Morgunblaðið - 06.01.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980
21
Leiklistarráð ríkis-
ins tekur til starfa
Leiklistarráð, sem starfa skal
samkvæmt leiklistarlögum frá
1977, var nýlega skipað og haldinn
fyrsti fundur þess. Lögin eiga að ná
til allrar leiklistarstarfsemi í land-
inu, undir stjórn menntamálaráðu-
neytisins. í þeim er kveðið á um að
auk þess að reka og kosta Þjóð-
leikhús og Leiklistarskóla íslands
eigi Alþingi árlega að veita fé í
fjárlögum til Leikfélags Reykja-
víkur og Leikfélags Akureyrar, til
Bandalags íslenskra leikfélaga, til
leikstarfsemi áhugafélaga, til leik-
listarráðs, til annarrar leiklistar-
starfsemi og til óperustarfsemi.
Menntamálaráðuneytið skipar
leiklistarráð. I því eiga sæti með
fulltrúa ráðuneytisins tilnefndir
fulltrúar allra samtaka og stofnana
í landinu, sem tengjast leiklist.
Ennfremur eiga samtök íslenskra
sveitafélaga fulltrúa, þar sem
vænst er samvinnu milli ríkis og
sveitafélaga við framvindu mála.
/ Hlutverk leiklistarráðs er:
1) Að vera vettvangur umræðna
um leiklistarmál og stuðla að því að
leiklistarstarfi séu búin þroska-
vænleg skilyrði.
2) Að vera ráðgefandi aðili fyrir
ráðuneyti, sveitafélög og leiklist-
arstofnanir þær, sem styrkir ganga
til í fjárlögum.
3) Að stuðla að ritun og útgáfu
leikrita.
4) Að sinna öðrum verkefnum í
þágu leiklistar í samráði við
menntamálaráðuneytið.
Leiklistarráð kemur saman til
fundar einu sinni á ári, en kýs sér
framkvæmdastjórn, sem fer með
málefni ráðsins milli funda.
Á fyrsta fundi leiklistarráðs, sem
stóð daglangt að Kjarvalsstöðum,
voru saman komnir 23 fulltrúar
ráðsins, þar á meðal all margir
utan af landi. Þar kom berlega í ljós
að ýmsu er ábótavant varðandi
aðstöðu leiklistar í landinu, þrátt
fyrir mjög athyglisverðan áhuga
landsmanna á þessari listgrein,
m.a. er leiklist í miklu fjársvelti. —
í öllum nágrannalöndum okkar
þykir það sjálfsagt að styðja þannig
við bakið á leiklistarstarfsemi að
sjálfsaflafé þurfi ekki að fara fram
úr 15—20% og að hún þurfi þannig
ekki að bíða hnekki fyrir auraleysi.
Islensk leiklist verður aftur á móti
sjálf að afla sér mestan hluta
rekstrarfjár síns þar sem
áhugamannafélög eiga í hlut eða
frjálsir leikhópar, Leikfélag
Reykjavíkur og Leikfélag Akureyr-
ar rúmlega 50% og Þjóðleikhúsið
um 35%. Allt til loka síðasta árs
var t.d. áhugamannafélögunum
gert að greiða söluskatt af öllum
sýningum sínum, sem að sjálfsögðu
eru settar á svið endurgjaldslaust
af hálfu leikenda. — Hefur nú loks
verið ráðin bót á því og söiuskattur
felldur niður af
áhugamannasýningum, en heldur
áfram að vera þungur baggi á
atvinnuleikhúsunum.
Fyrrverandi menntamálaráð-
herra, Ragnar Arnalds, kvaddi
leiklistarráð saman til fyrsta fund-
ar og var það meðal síðustu emb-
ættisverka hans áður en slitnaði
upp úr stjórnarsamstarfi í haust.
Knútur Hallsson, skrifstofustjóri í
menntamálaráðuneytinu, hafði veg
og vanda af undirbúningi fundar-
ins, en hann var á sínum tíma
formaður þeirrar nefndar sem und-
irbjó leiklistarlögin.
I ræðu menntamálaráðherra á
fyrsta fundi leiklistarráðs kom það
m.a. fram, að menntamálaráðun-
eytið gerir jafnan tillögur um
styrkveitingar til leiklistarstarf-
semi, sem síðan eru óspart skornar
niður af fjárveitingavaldinu.
Fyrir leiklistarstarfsemi í land-
inu þyngist róðurinn með ári
hverju, þar sem ekki er lengur neitt
samræmi í aðgöngumiðaverði og
þeim kostnaði sem er við að koma
leiksýningu á svið. Augljóst er að
nokkuð vantar á að móta stefnu af
hálfu hins opinbera í leiklistarmál-
um og verður það í verkahring
leiklistarráðs að reyna að stuðla að
því að listgreininni verði gefinn sá
gaumur, sem hún þarfnast í sam-
ræmi við þann áhuga landsmanna
að ekki verði búið við leiklistar-
lausa samtíð.
Leiklistarráð mun ennfremur
beita sér fyrir því að leiklistarlög
verði í sífelldri endurskoðun, þann-
ig að þau komi til móts við óskir og
þarfir þegnanna hverju sinni. Þá er
ekki síst mikilvægt að efla af öllum
kröftum innlenda leikritun, sem
þegar hefur sannast að getur
blómgast, sé henni vel sinnt.
Á fyrsta fundi leiklistarráðs, sem
Sigurður Grétar Guðmundsson,
einn fulltrúi Bandalags íslenskra
leikfélaga stýri af röggsemi, tóku
allir fulltrúar til máls og brýndu til
dáða.
I loks fundarins var samhljóða
kosin fyrsta framkvæmdastjórn
Ieiklistarráðs sem sitja mun á
rökstólum í vetur. Hana skipa
Vigdís Finnbogadóttir leikhús-
stjóri, formaður, Helga Hjörvar,
framkvæmdastjóri Bandalags ísl.
leikfélaga, varaformaður, og með-
stjórnendur Pétur Einarsson,
skólastjóri Leiklistarskóla íslands
og Örnólfur Árnason leikritahöf-
undur.
Orkla spónaplötur
Eigum jafnan fyrirliggjandi hinar viðurkenndu Orkla spónapliitur.
Orkla standard Möbe! 8 og 25 mm 124x250.
Orkla Superfin MÖbel 10 til 22 mra 124x250.
Orkla Eiite vatnsþolnar 10 til 22 mm 124x250.
Orkla S-Gulv gólfplötur 22 mm 062x242 með nót/tappa á öllum köntum.
Orkla Superfin Vcgg - til veggklæðninga 10 og 12 mm 122x250 með faisi á 2 kontum.
Orkla Superfin Himling loftplötur 12 mm 062x122 eða 062x242 með falsi á 4 köntum.
Sériega hagstætt verð.
Getum afgreitt gegn sérpöntunum fyrir viðskiptavini okkar, eftírtaldar gerðir af Örkla
spónaplötum til klæðninga.
einnig í mörgum faJlegum litum. 12 mm 062x243 með falsi á 2 köntum.
Orkla Elitex - til veggklæðninga ~ vatnsþolnar Elite mcð plasthúð ~ 12 mm 062x260 í 3 lítum.
Orkla Saga-Spon - veggkiæðning með strigadúk 12,5 mm 062x250 með falsi á 2 köntum.
Orkla Sponyl - veggklæðning með vinyi-veggfóðri 125 mm 062x250 með falsi á 2 köntum.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Orkla spónapiötur fást hjá flestum timbursiilum og byggingavöruverzlunum um land allt.
Norske Skoe
Norske Skot;industricr AS **
Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR HEILDVERZLUN h.f., Síðumúla 33,
105 Reykjavík. Sími 84255.
Munstruðu
Hudson
sokkabuxurnar
fyrirliggjandi í mörgum litum.
Heildsölubirgöir.
Davíö S. Jónsson og Co. h.f.
Sími 24-333.
DALE CARNEGIE
Kynningarfundur
veröur haldinn þriöjudaginn 8. janúar kl.
20.30, aö Síðumúla 35 uppi.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öölast HUGREKK! og meira SJÁLFS-
TRAUST.
★ Létta MiNNI þitt á nöfn, andlit og staö-
reyndir.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræöum og á
fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ-
INGU og VIÐURKENNINGU.
★ Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni, sé
komin undir því, hvernig þér tekst aö
umgangast aöra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á
vinnustaö.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr
kvíöa.
★ Veröa hæfari aö taka viö meiri ÁBYRGÐ
án óþarfa spennu og kvíða.
★ Okkar ráölegging er því: Taktu þátt í Dale
Carnegie-námskeiöinu. í dag er þitt tæki-
færi.
Hringið eða skrifið eftir upplýsingum í
síma.
■82411
Einkaleyfi á íslandi
STJÓRNUNARSKOLINN
DAl.F, CARPiF.GIF. Konráö Adolphsson
XAMSKEIÐIX