Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 24

Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sem um þessar mundir gerir tilraun til myndunar meirihluta- stjórnar, beitir í þeirri til- raun öðrum aðferðum en tíðkast hafa við stjórnar- myndanir á þessum áratug. Eftir kosningarnar 1971, 1974 og 1978 var sá háttur á hafður að sá sem hafði umboð til stjórnarmyndun- ar, bauð tilteknum flokkum til formlegra viðræðna um myndun ríkisstjórnar af ákveðinni gerð. Þetta fyrir- komulag hefur gefizt illa og stjórnarmyndanir tekið langan tíma. Sumarið 1978 tók það á þriðja mánuð að koma saman ríkisstjórn. í stað þess að bjóða einhverjum flokkanna til formlegra viðræðna um myndun tiltekinnar ríkis- stjórnar hefur Geir Hall- grímsson átt einkasamtöl við forystumenn og áhrifa- menn í öllum hinum flokk- unum, svo og hefur hann átt viðtöl við forystumenn í atvinnulífi og verkalýðs- hreyfingu. Með þessum einkasamtölum stefnir formaður Sjálfstæðis- flokksins að því að kanna, hvort grundvöllur sé til myndunar meirihluta- stjórnar og þá með aðild hvaða flokka. Þessi vinnu- brögð eru líklegri til árang- urs en sú aðferð að halda samningafundi milli flokka nánast fyrir opnum tjöld- um. Þegar lítið sem ekkert fréttist af gangi slíkra við- ræðna er út af fyrir sig skiljanlegt, að bæði fjöl- miðlar og aðrir ókyrrist, en þótt fjölmiðlum hafi ekki tekizt að afla frétta, sem máli skipta af því, sem farið hefur á milli for- manns Sjálfstæðisflökksins og annarra forystumanna í stjórnmálum er ekki þar með sagt, að þær viðræður hafi verið tilgangslausar. Þess ber einnig að gæta, að Geir Hallgrímsson hefur ekki haft umboð til stjórn- armyndunar á hendi nema í nokkra virka daga. Ára- mótahelgin olli því að sjálfsögðu, að lítið miðaði meðan menn héldu áramót- in hátíðleg. Þess vegna er óþarfi að býsnast yfir því, þótt niðurstöður af tilraun- um formanns Sjálfstæðis- flokksins liggi ekki fyrir nú þegar. Það væri til of mik- ils mælzt. Langt er síðan aðstaðan til stjórnarmyndunar hefur verið jafn erfið og flókin og nú. ítrekaðar yfirlýsingar formanns Framsóknar- flokksins um að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komi ekki til greina hafa flækt þessa stöðu mjög. Til viðbótar kemur að sjálf- stæðismenn og Alþýðu- bandalagsmenn og forverar þeirra í Sósíalistaflokki hafa ekki talað saman í alvöru í 33 ár. Á því er nú að verða breyting. Á sama tíma er staða Alþýðu- flokksins slík að flokkurinn veit bersýnilega ekki hvað hann vill. Miðað við þessa flóknu stöðu er ekki hægt að búast við því að tilraun til stjórn- armyndunar takist á skammri stundu. Þess vegna fer bezt á því, að menn spari sér stóru orðin um vinnubrögð og tilraunir til stjórnarmyndunar. Fjöl- miðlar reyna að sjálfsögðu það sem þeir geta til þess að afla upplýsinga um það sem fram fer í slíkum viðræðum. Ný vinnubrögð af hálfu stjórnmálamanna kalla að sjálfsögðu á ný vinnubrögð af hálfu fjöl- miðla. Auðvitað rekast hagsmunir stjórnmála- manna og fjölmiðla á að mörgu leyti. Geir Hallgrímsson hefur marglýst því yfir, að hann telji, að stjórnarmyndun eigi ekki að fara fram í fjölmiðlum. Auðvitað hefur hann fullan rétt til þeirra sjónarmiða og fyrir þeim má færa mörg sterk rök. Á sama hátt er það hlutverk fjölmiðla að afla frétta og þeir leita auðvitað þeirra leiða, sem tiltækar eru í því skyni, þegar erfiðlega geng- ur að afla frétta af viðræð- um stjórnmálamanna eins og nú þessa dagana. I fréttum og skrifum blaða og í umtali manna er að því fundið að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki ákveðið stjórnar- mynstur í huga í þeim viðræðum, sem hann á þessa dagana. Þetta er kostur en ekki galli. Geir Hallgrímsson gengur til þessara viðræðna með opn- um huga. Hann hefur ekki útilokað samstarf við nokk- urn flokk. Viðræður hans miða að því að leiða í ljós, hvers konar stjórnarsam- starf er líklegast til árang- urs. Það er full ástæða til að virða það við forystu- mann í stjórnmálum nú, þegar hvers kyns fordómar og útilokunartal tröllríða íslenzkum stjórnmálum, að hann skuli standa að til- raun til stjórnarmyndunar með þeim hætti, sem Geir Hallgrímsson gerir nú. Stjórnarmyndunartilraun Geirs Hallgrímssonar Rey kj av í kurbr éf Laugardagur 5. janúar Steingríms saga Sjálfsævisögur íslenskra stjórn- málamanna hafa almennt ekki lokið upp fyrir lesendum neinum nýjum sannindum. Þetta gildir um ævisögu Steingríms Steinþórsson- ar, sem var forsætisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1950 til 1953. I þeirri ríkisstjórn sátu þeir saman formenn flokkanna Ólafur Thors og Hermann Jónasson, en þegar Ólafur tók við forsætisráðherra- embættinu af Steingrími hvarf Hermann úr stjórninni. I formála Steingríms sögu er tilurð hennar lýst með þeim hætti, að höfundurinn hafi skráð hjá sér vandaðar dagbækur og tekið að rita ævisögu sína eftir þeim og traustu minni á miðjum aldri og haldið því áfram fram að sjötugu eða 1963. Hafi hann þá verið búinn að rita helming sögunnar og gert drög að seinni hlutanum. Stein- grímur afhenti Búnaðarfélagi Islands handritið að gjöf í sam- sæti, sem það hélt honum sjötug- um. Félagið treysti sér ekki til að gefa verkið út. Meginástæðan fyrir útgáfunni nú er þessi að sögn þeirra, sem að henni standa: „Því þótti nauðsynlegt og hreinlegast, að gefa bókina út, svo að menn hefðu fyrir eigin augum það, sem hún flytti, og komið yrði í veg fyrir, að lausar sögusagnir um efni hennar afbökuðust á faralds- fæti.“ Steingríms saga eða fyrri hluti hennar að minnsta kosti er ekki stjórnmálasaga. Eftir lestur bók- arinnar þarf engan að undra, hvers vegna höfundur gaf handrit- ið Búnaðarfélaginu. Hann hefur vafalítið fyrst og fremst litið á það sem heimild um landbúnaðarmál. Auðvitað er fjallað um stjórnmál í bókinni og frásögnin um úlfúðina innan Framsóknarflokksins og hrun hans í kosningunum 1933 er fróðleg. Hún er staðfesting á því, að stjórnmálaflokkar geta ekki vænst þess að ná góðum árangri í baráttunni um hylli kjósenda, ef þeir lúta ekki samhentri og ein- huga forystu. Það, sem útgefendur kalla „lausar sögusagnir" í formála sínum, hafa ekki sprottið af inn- sýn höfundar Steingríms sögu í heim stjórnjnálanna, heldur eiga þær rætur að rekja til mannlýs- inga hans. Þessar lýsingar ein- kennast óneitanlega mjög af pól- itískum fordómum og dæmafárri þröngsýni oft á tíðum. Stjórn- málamenn og embættismenn er starfa á opinberum vettvangi ganga til verka með þeirri vissu, að um þá og afrakstur vinnu þeirra verði fjallað fyrir opnum tjöldum. En að fara milli bæja eins og Steingrímur Steinþórsson gerir og draga upp myndir af húsráðendum, sem mótast þar að auki talsvert af því hvar viðkom- andi stendur í pólitík að mati Steingríms, á lítið erindi í slíka bók. Týndir snillmgar Fyrir jólin kom út síðasta bindi endurminninga Jóns Óskars skálds og fjallar hann þar um trú sína á kommúnismann og hvernig hún brást. Bókin er rituð af hreinskilni og veitir lesandanum innsýn inn í þá tilbúnu veröld, sem kommúnistum er nauðsynleg til að viðhalda trú sinni. Lykilpersón- an í pólitískum þroskaferli Jóns Óskars er Kristinn E. Andrésson. I bókinni er samskiptum þeirra meðal annars lýst með þessum hætti: „Það var í janúar árið 1953, að fréttir bárust um enn ný réttar- höld í Moskvu, og þau gátu tæpast vakið minni athygli en fyrri rétt- arhöld sem þar höfðu fræg orðið. Ekkert minna hafði gerst en það, að nokkrir virðulegir og mikils metnir læknar þar eystra höfðu verið teknir fastir, og eftir nokk- urra daga varðhald voru þeir búnir að játa á sig hroðalegustu glæpi. Þeir voru handbendi banda- rísku leyniþjónustunnar, sagði í frétt í Þjóðviljanum (blaðinu okk- ar!) 14. janúar 1953. Og auðvitað höfðu þeir tekið að sér að fremja morð og myndað samsæri um að drepa Stalín. Þetta kunni dómgreind mín ekki að meta á nógu marxískan hátt. Ég gat ekki séð, að þarna mundi allt vera með felldu. Eg hafði orð á því við Kristin E. Andrésson, að Stalín mundi vera orðinn elliær eða hefði bilast á geði. Kristinn varð eitthvað hugs- andi, eins og hann væri ekki alveg öruggur, en svaraði því til, að ekki bentu síðustu dagskipanir Stalíns til þess, þær væru svo skýrar. Ég lét þá talið niður falla, en fann að Kristinn var í vandræðum að skýra þessa atburði. Og ég var ekki sannfærður." Síðar segir Jón Óskar: „Innfjálgar minningargreinar birtust í Þjóðviljanum um Stalín. Greinarnar skrifuðu að sjálfsögðu helstu virðingarmenn sósíalista, Kristinn E. Andrésson, Sverrir Kristjánsson og fleiri. Þær höfðu engin áhrif á mig. I lok marzmánaðar birtist rammaklausa í Þjóðviljanum, þar sem Morgunblaðið var kallað „Blað handa geðsjúklingum", af því að þar hafði verið komist svo að orði, að Stalín hefði stundað manndráp til síðasta dags. Það var nokkuð mikið sagt, því að þá hefðu læknarnir frægu ekki slopp- ið lifandi." Jón Óskar segir frá því, þegar hann heimsótti Kristin E. Andrésson og skýrði honum frá för sinni og fleiri til Ráðstjórn- arríkjanna. Segist Jón hafa sagt Kristni, að sér væri alveg ljóst eftir þessa för, að það ríkti ekki andlegt frelsi í Ráðstjórnarríkjun- um en þá gall Kristinn við hart og óþægilega: „Þið með ykkar andlega frelsi! Rithöfundar eru hvergi frjálsari en í Sovétríkjunum!" Segir Jón að í þessu samtali hafi Þóra kona Kristins sagt við sig: „Ég vona bara að þú farir ekki í Morgunblaðið!" Og Jón bætir við: „Athugasemd Þóru var ekki út í bláinn, og ég gerði mér undireins grein fyrir hvað hún merkti. Hún var kjarninn í trúarskoðun marx- ista. Ég var margsinnis búinn að lesa í ritum marxista hvað gerðist, ef einhver tæki að efast um réttmæti kenningarinnar, efast um Marxismann. Sá maður lenti ýmist hægt og hægt eða fljótt, eftir atvikum, yfir í andstöðu marxismans, yfir í svartasta aft- urhaldið og yfir í fasismann. Þetta var sú leið sem blasti við öllum þeim sem tóku að veikjast í trúnni og efast, rétt eins og djöfullinn beið þess albúinn að taka við þeim sem eitthvað hikuðu í trúnni á kenningar miðaldakirkjunnar." Hér verður látið staðar numið við tilvitnanir í þessa stórfróðlegu bók Jóns Óskars. Miðað við þau sinnaskipti, sem höfundurinn hef- ur tekið í afstöðu sinni til komm- únismans, kemur á óvart við lestur bókarinnar, að hann gerir sér enn enga grein fyrir nauðsyn þess, að ísland sé virkur aðili að varnarsamtökum vestrænna ríkja og hér sé viðbúnaður til varna. Hvað skyldi þurfa að gerast til að opna augu hans í því efni? Sovét- Afghanistan, óskalandið Áróðursvél heimskommúnism-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.