Morgunblaðið - 06.01.1980, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980
HLH flokkurinn
skein skært á ár-
inu.
Þu og eg: Ljufa Lif
náöi mikium vin-
sældum í lok árs-
ins. Hér sjást þau
Helga Möller, Jó-
hann Helgason og
Gunnar Þórðarson
taka við gullplöt-
um fyrir 5.000 ein-
taka sölu um miðj-
an desember síð-
astliðinn.
■ m’mt %
vert er að minna á vegna gæða.
Þessar plötur voru „Þú og ég:
Ljúfa líf“ frá Gunnari Þórðar-
syni, Jóhanni Helgasyni og Helgu
Möller, „Sannar dægurvísur" frá
Björgvini Halldórssyni og
Brimkló, „Brottför kl. 8“ frá
Mannakorn og „Þursabit" frá
Þursaflokknum.
Þrjár þær fyrstnefndu falla
undir þann flokk platna sem eru
nokkuð öruggar með að standast
kostnað, en sá flokkur var sá eini
sem gekk upp á árinu.
Fáar áhættur voru teknar í
útgáfu á árinu þó telja megi
útgáfur á borð við plötur frá
Mezzoforte, íslensku kjötsúpu-
plötuna, plötu Bjarka Tryggva-
sonar, Magnúsar Þórs, Þokkabót-
ar og jafnvel Brunaliðsins til
áhættuútgáfu.
Nokkrar plötur fóru þó í góða
sölu eins og „Þú og ég: Ljúfa líf",
„Haraldur í Skrýplalandi" og
HLH Flokkurinn. Allar fóru vel
yfir 5.000 eintaka mörkin, og eiga
jafnvel eitthvað eftir í sölu enn.
Það er sameiginlegt með öllum
þessum plötum að þær sækja
allar til sterkra erlendra vin-
sælda, nefnilega diskóæðis,
„grease" æðis og teiknimynda-
fársins.
Diskó
Diskófárið náði hámarki sínu
um miðbik ársins með vinsælum
plötum frá Donnu Summer og
Chic auk ýmissa annarra minni-
háttar spámanna. En þess má
geta að þeir sem hafa verið
fremstir í diskótónlistinni eru
sífellt að auka magn rokktónlist-
ar á plötum sínum og spámenn
erlendis telja að hið svonefnda
dansirokk verið næsta æðið, eða
alla vega næsta skrefið. Diskótek
urðu firnavinsæl um allar jarðir,
þó það frægasta Stúdíó 54 í New
York hafi lent í vandræðum
vegna skattsvika og eiturlyfja-
umtals um miðbik ársins.
Hérlendis kepptust allir við að
auka ljósadýrðina á diskótekun-
um, ekki bara í loftinu heldur
einnig í gólfunum og plássið fyrir
hljómsveitirnar jókst ekki. Fleiri
innfluttir diskósiðir voru teknir
upp eins og t.d. að velja úr
biðröðum utandyra að ýmsum
geðþóttum. Og eru sumir t.d.
orðnir þekktir fyrir tískusýn-
ingar gestanna.
Frægðin og
framinn í
erlendum löndum
Nokkrir íslendingar reyndu
fyrir sér á erlendri grund á árinu.
Ber þar fyrst að nefna Jakob
Magnússon sem fékk sína fyrstu
sólóplötu útgefna hjá Warner
bræðrum vestur í Ameríku sem
innihélt léttan poppjazz eða neo-
jazz eins og sumir vilja kalla það.
Náði platan nokkrum vinsældum
en þó ekki nægum til að komast
inn á jazzlistana vestra. Með
næstu plötu Jakobs ættu mögu-
leikar hans með þessa tónlist að
koma betur í ljós.
Hinn íslenski Þursaflokkur
ferðaðist mikið á árinu. Eftir
stutta landsreisu snemma
sumars héldu þeir til Norður-
landanna og léku þar við góðan
orðstýr vítt og breytt og héldu
þaðan til Hollands og léku þar
áður en þeir komu aftur heim í
haust.
Hljómleikar,
hvað er nú það?
En ekki fór mikið fyrir hljóm-
leikahaldi hér heima á barnaár-
inu. Þursaflokkurinn, Ljósin í
bænum og Magnús og Jóhann
héldu þó hljómleika í Höllinni í
fyrravor og Hljómplötuútgáfan
hélt velheppnaða jólahjómleika í
Háskólabíói annað árið í röð.
Auk þess gekk Jazzvakningu
vel að halda sinni vöku, og meðal
góðra gesta á þeirra vegum voru
George Adams og Don Pullen og
John McNeill.
Bækur á móti
plötum
Fordómar manna um sam-
keppni plötunnar og bókarinnar
urðu fyrir áfalli á árinu. „Harald-
ur í Skrýplalandi" og „Strump-
arnir" voru undirbúnir á svipuð-
um tíma til útgáfu án vitundar
hvors annars.
En þrátt fyrir það juku þessar
plötufígúrur og teiknisögufígúrur
vinsældir hvors annars þegar á
reyndi.
Vinsælasta
platan
Án efa var „Ljúfa líf“ vinsæl-
asta plata ársins þó hún hafi ekki
komið út fyrr en undir lok ársins.
Platan sem er vandaðri gerð af
Lummuplötu með diskóídýfu
naut óskiptrar hylli almennings
jafnt og poppskríbenta.
„Frjálst útvarp“
„Frjálst útvarp" var mikið til
umræðu á árinu þó mest þegar
pólitíkusar tóku það upp á arma
sína rétt fyri prófkjörskosningar.
Um ágæti „frjáls útvarps" má
eflaust deila endalaust, en þess
má geta að umræðan kom mikið
til í hámæli vegna mikils skoð-
anamismunar almennings og for-
ráðamanna hljóðvarpsins hvað
varðaði tónlist í útvarpinu.
Einnig hefur heyrst að einmitt
vegna skoðanakannananna frægu
hyggist útvarpið breyta til og
minnka poppið og aðra „óæðri"
dægurtónlist, þar sem þeir sem
þar ráða lásu það út úr könnun-
um að þeim hafi mistekist að ala
þjóðina upp á fegurri tónum. En
hvað um það þá hefur útvarpið
staðið sig ágætlega á öðrum
sviðum.
Popparar
útdauð stétt!
Popparar hættu að vera popp-
arar á þessu ári en eru nú
Árið 1979 kemur varla til með
að teljast merkilegt ár í sögu
dægurtónlistar. Ýmsar ástæður
er eflaust hægt að þylja upp, en
slík upptalning yrði vafasöm.
Bæði hérlendis og annars stað-
ar í heiminum kvörtuðu útgef-
endur undan lélegri sölu platna.
Erlendis var skuldinni aðallega
skellt á aukna sölu óupptekinna
kassetta (snælda á íslensku) og
notkun kassettuframleiðenda á
hinum svokölluðu „frjalsu út-
vörpum".
Hérlendis beindist gagnrýnin
að skattheimtum ríkisins á
hljómplötum, og aukinni sam-
keppni við erlendar plötur og að
þær skildu vera settar við hlið
íslenskra dægurafurða í popp-
þáttum dagblaða og útvarps.
Verðlag er án efa ein helsta
ástæða minnkandi plötusölu á
íslandi, þó platan hafi ekki náð
verðbólguhraðanum í prósentu-
vís. Flestir plötuútgefendur átt-
uðu sig á þessu í tæka tíð fyrir
hátíðarnar og héldu verði niðri og
varð desembersala lítt lakari
1978 skv. því sem heyrst hefur til
þeirra sem starfa við þessa grein.
Önnur ástæða, og kannski ná-
tengd, er sú að gæðin á íslensku
efni jukust sáralítið á árinu, en
hefur upptökutíminn á hverja
íslenska plötu minnkað og hópur-
inn sem stendur að útgefnum
plötum virðist sífellt þrengjast
þannig að afköst þeirra þurfa að
vera meiri í lagasköpum sem
kemur ekki til af góðu og það
vinna ekki allir vel undir álagi.
Þó komu fjórar plötur út sem