Morgunblaðið - 06.01.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980
37
Anna Guðríður
Jónsdóttir
Fædd 16. mars 1897.
Dáin 16. desember 1979.
Föstudaginn 21. desember
síðastliðinn var til moldar borin
frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
Anna Guðríður Jónsdóttir, Merk-
urgötu 2 í Hafnarfirði.
Anna var fædd að Deild á
Álftanesi, en fluttist 6 ára gömul
til Hafnarfjarðar með foreldrum
sínum. Þau voru Þorbjörg Magn-
úsdóttir og Jón Jónsson útvegs-
bóndi. Þeim varð 11 barna auðið
þótt mörg misstu þau ung að
árum. En eftir lifa nú af þeim
systkinum Jón fyrrverandi tog-
arasjómaður, Guðmundur yfir-
lögregluþjónn í Reykjavík og Guð-
finna húsmóðir í Hafnarfirði. Eitt
hafa þessi systkin átt sameigin-
legt, en það er góðmennska og
elskulegheit hafa verið þeirra að-
alsmerki.
Árið 1925, 7. nóvember, giftist
Anna Jóni Gíslasyni síðar stórút-
gerðarmanni í Hafnarfirði og
eignuðust þau tvö börn, Jón Jóns-
son, skrifstofustjóra og síðar
framkvæmdastjóra við fyrirtæki
föður síns, og Hallgerði Jónsdótt-
ur húsmóður, sem gift er Erni
Ingólfssyni prentsmiðjustjóra.
Mann sinn missti Anna sumarið
1964 og ellefu árum síðar um
haustið 1975 missir hún son sinn.
Þetta voru stór áföll fyrir þessa
annars glaðlyndu konu sem þrátt
fyrir allt missti aldrei tök á sinni
meðfæddu skemmtilegu kímni og
hélt henni fram til hins síðasta.
Það hefur einhvers staðar verið
sagt, að bak við mikinn mann
standi mikil kona. Sannleikur
þessara orða varð mér mun ljósari
eftir að ég kynntist þeim hjónum.
Anna lagði allt kapp á að hafa allt
til reiðu fyrir bónda sinn og sinnti
sínum húsmóðurstörfum með
miklum sóma en þar fyrir utan
var hún mikil hannyrðakona og
gaf sér einnig tíma til að syngja í
kirkjukór um nokkurt skeið, en
þegar fram liðu stundir hlóðust
mikil störf á bónda hennar fyrir
glöggskyggni hans í málum sjáv-
arútvegsins og um leið hlutu að
aukast umsvifin á heimilinu.
Anna var ein af þeim konum, sem
stóðu sem bjarg að baki manni
sínum. Of mörg dæmi eru um það
að þessum konum er lítill sómi
sýndur þótt störf þeirra hafi ekki
síður gildi en þeirra sem eru í
sviðsljósinu.
Anna var mikil móðir og amma
og reyndist barnabörnum sínum
ávallt haukur í horni, enda oft
leitað til hennar þegar mamma og
pabbi höfðu ekki tíma til að sinna
ýmsum óskum. Hún hafði gaman
af unga fólkinu og gerði jafnvel í
því að tileinka sér mállýsku unga
fólksins til að ná betra sambandi
við það, og notaði hana þá á sinn
sérstæða og skemmtilega hátt.
í þau skipti sem ég naut gest-
risni Önnu var mér ávallt tekið
sem týnda syninum og spurður
spjörunum úr um framtíðaráform
og fleira, svo áhugasöm var hún
um þá sem hún taldi til sín heyra
þótt ekki byggju innan túngarðs.
Áttatíu og tvö ár verða að
teljast nokkuð hár aldur og má
hver teljast sæll sem svo lengi fær
að lifa við sæmilega heilsu and-
lega og líkamlega. En á stundum
sem þessum er okkur ekki í huga
tölur, tími eða rúm, heldur sækja
að öldur minninga og söknuður
býr í brjósti.
Um lelð og ég kveð þessa
sómakonu ber ég kveðju frá bróð-
ur mínum og tengdasyni Önnu
Erni Ingólfssyni, með þakklæti
fyrir 30 ára vináttu og allt það
sem hún gerði fyrir börnin hans.
Og við þig vil ég segja Gerða mín,
að slíkt ástríki til barna og
barnabarna er fjársjóður sem
mun skila skærum geislum úr
djúpi minninganna og lýsa þeim
sem eftir standa.
Gunnar Páll Ingólfsson.
Ragnhildur Ólöf
Gottskálksdóttir
Fædd 11. mars 1903.
Dáin 27. desember 1979.
Við andlát og brottför frú
Ragnhildar munu margir hugleiða
lífsferil þessarar sérkennilegu og
ágætu konu.
Á því leikur enginn vafi, að allt
frá bernskuárum var henni gefinn
sá eiginleiki að skynja ýmist í
vöku eða draumum óorðna hluti,
sem margoft meira en komu fram.
Ótaldir eru þeir áreiðanlega,
sem leituðu fundar frú Ragnhild-
ar, þegar erfiðleikar sóttu þá
sömu heim.
Viðmót hennar allt var slíkt, að
allir hlutu að fara ríkari frá
henni.
Ung var hún gefin öðlingsmann-
inum Eggerti Ólafssyni, sem
aldrei átti nægileg orð, vegna
aðdáunar og ástar á þessari fal-
legu konu. En eftir því sem árin
liðu, fékk maður Ragnhildar vax-
andi skilning á sérhæfileikum
hennar, því að hann varð þess var,
hversu mörgum hún hafði á sinn
hátt hjálpað, og þá líka að taka á
móti hverjum einum, sem til
hennar leitaði, með því, sem henni
var svo eiginlegt og sýndi margoft
þá, að „eitt bros getur dimmu í
dagsljós breytt".
Skilningur hennar á erfiðleikum
og veikindum — og í öllum þeim
vandræðum þeirra mörgu, sem til
hennar leituðu, var slíkur, að
einmitt hið fallega bros hennar og
viðmótshlýja öll, þó ekki sé meira
sagt, hlaut að ylja öllum og
styrkja þá í trúnni hennar um
bjartari og betri veröld — já og
því betri heim, sem fallegar var
hugsað og beðið.
Hún sjálf var lengi búin að bíða
eftir sólarupprás, sem hún nú
hefur öðlast eftir langt þján-
ingastríð.
Guð gefi ástvinum hennar öllum
góðar stundir.
En blessuð veri ætíð og ævin-
lega minning frú Ragnhildar.
Vinakveðja.
Fimmtudaginn þriðja í jólum lést
að heimili sínu, Tjarnargötu 30 í
Reykjavík, Ragnhildur Ólöf Gott-
skálksdóttir amma okkar. Andlát
hennar var kærkomin, hvíld eftir
langvinn veikindi.
Ragnhíldur amma var fædd
skömmu eftir aldamótin síðustu í
Kolbeinsstaðarhreppi á Mýrum.
Foreldrar hennar voru Gottskálk
Björnsson húsasmíðameistari frá
Stóra-Hrauni og Sesselja Þorsteins-
dóttir frá Grenjum í sömu sveit.
Hún átti sex systkini sem öll eru
látin.
Þegar amma var fjögurra ára
missti hún Sesselju móður sína á
sóttarsæng. Hennar minntist hún
oft við okkur með miklum söknuði.
Ragnhildur amma ólst upp hjá
Guðríði föðursystur sinni og Páli
manni hennar í Haukatungu, Kol-
beinsstaðarhreppi. Bar hún þeim
hjónum vel söguna. Þaðan fór hún í
vist á Hótelið í Borgarnesi, þar sem
hún dvaldist á unglingsárum sínum.
Amma fór til Reykjavíkur og stund-
aði nám í Kvennaskóla íslands. I
Reykjavík giftist hún síðar Eggerti
Ólafssyni og bjuggu þau þar alla tíð
síðan, lengst af í Tjarnargötu.
Minningarnar um ömmu í Tjarn-
argötunni eru ljúfar. Hún var sú
sem alltaf gaf sér tíma til að sinna
andlegum þörfum okkar. Hún hlóð
okkur nýjum kröftum á sinn kyrr-
láta og ósýnilega hátt, þegar byrðar
æsku- og unglingsára sliguðu
óþroskaðar herðar. Amma leiddi
okkur fyrir sjónir að ekkert vanda-
mál væri svo mikið, engin sorg svo
þung að út úr þeim fyndist ekki fær
leið. Auk hæfileika Ragnhildar
ömmu til að leysa úr vandamálum
er okkur dulargáfa hennar minnis-
stæð. Eiginleikinn að skynja fram-
liðna og starf hennar með aðstoð
þeirra voru okkur sem börnum
eðlileg og sjálfsögð, en urðu mikið
umhugsunarefni síðar meir. Við
urðum óhjákvæmilega vör við þann
fjölda sem leitaði til hennar, trúði á
mátt hennar og sýndi þökk fyrir
aðstoð hennar.
Við minnumst trúar hennar og
náinna tengsla við annað líf með
óttablandinni undrun og skilnings-
leysi. Fyrir henni var dauðinn
upphaf nýs lífs.
Við leiðum hugann að hlutverki
ömmu í fjölskyldunni, sem var í
senn margþætt og mikilvægt. Ekki
þarf að fara um það mörgum orðum,
hvern hag við unga fólkið höfðum af
sterkum böndum við hana fyrir
sálarheill og persónuþroska. Að tala
við Ragnhildi ömmu var eins og að
tala við jafningja og vin. Látleysi og
hógværð einkenndu framkomu
hennar til síðasta dags. Hún sinnti
okkur barnabörnunum af alúð og
gaf ríkulega af sjóði mannkosta
sinna. Hún sagði okkur sögur af lífi
sínu og annarra sem veittu innsýn
og juku skilning okkar. Við missi
hennar myndast því tóm í hugum
okkar .sem aðeins minningin um
hana og boðskap hennar fær aftur
fyllt.
Af framansögðu er ljóst að við
kveðjum elskulega ömmu okkar ekki
með sorg í hjarta, heldur fögnuði
yfir vel unnu ævistarfi þessa merka
mannvinar.
Barnabörn.
t
Útför föður okkar,
KARLSJÓNSSONAR
læknis,
fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 8. janúar kl. 13.30.
Finnur Jónsson,
Leifur Jónsson.
t
Móöir okkar,
GUÐNÝ GUÖMUNDSDÓTTIR,
lést aö Hrafnistu 25. desember. Hún veröur jarösungin frá
Fossvogskirkju 8. janúar kl. 1.30.
Guörún Jónsdóttir,
Jóna Björg Jónadóttir,
Margrét Jónsdóttir.
Faöir okkar,
SVEINN ÞÓRÐARSON,
frá Fossi í Staöarsveit,
Granaskjóli 18,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 7. janúar kl.
3.00.
Blóm og kransar afþakkaö, þeir sem vilja minnast hins látna, láti
Krabbameinsfólagiö njóta þess.
Börn hins látna.
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
KRISTINN H. SIGMUNDSSON,
Glaöheimum 10,
veröur jarösunginn frá Langholtsklrkju, þriöjudaginn 8. janúar kl.
10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Karólína Kolbeinsdóttir,
Erna Kristinsdóttir Kolbeins,
Kristín Kristinsdóttir,
Ella Kolbrún Kristinsdóttir,
Pálína M. Krístinsdóttir,
Kolbeinn Kristinsson,
Margrét Kristinsdóttir,
Lára Kristinsdóttír,
og barnabörn.
Eyjólfur Kolbeíns,
Kristófer Guömundsson
Gunnar Friöbjörnsson,
Sigfús Johnsen,
Gyöa Guömundsdóttir,
Jóhannes Tryggvason,
Lárus Einarsson,
t
Þökkum oss sýnt vinarþel viö andlát og útför
ÁSTU ÞÓRÐARDÓTTUR.
Einar H. Ásgrímsson, Ásdís Helgadóttir,
Vera M. Ásgrimsdóttir, Guömundur Guömundsson,
Magnea Þóröardóttir, barnabörn.
Innilegar þakkir t fyrlr auösýnda samúð og hlýhug viö fráfall
eignmanns míns,
OLGEIRS EGGERTSSONAR,
vélstjóra.
Ásta Kristjánsdóttir,
Vatnsnesvegi 24, Keflavík
t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför.
ÖNNU GUDRÍÐAR JC JNSDÓTTUR,
Merkurgötu 2, Hafnarfiröi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sólvangi fyrir góöa hjúkrun og
umönnun. Hallgeröur Jónsdóttir, örn Ingólfsson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
fööur okkar, tendafööur og fósturfööur,
SIGURDAR STEFÁNSSONAR
fyrrverandi símaverkstjóra.
Stórholti 24,
Sigríóur Siguröardóttir, Siguröur Ólafsson,
Hulda Siguröardóttir, G'sli Jónsson,
Svava Siguröardóttir, Bjarni Guðmundsson,
Þórunn Siguröardóttir, Kristján Hjartarson,
Guófinnur Halldórsson, Erla Emilsdóttir.
t Þökkum innilega auösýnda samúö og \ vinarhug viö fráfall og
jarðarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
TRYGGVA EDVARDSSONAR,
bifreiöastjóra.
Munaðarhóli 21, Hellissandi.
Gunnleif Báröardóttir,
Guóleif íris Tryggvadóttir, Stefanía Agnes Tryggvadóttir, Edda Ingibjörg Tryggvadóttir, Steinunn Tryggvadóttir, Báröur Hreinn Tryggvason, Sigríöur Tryggvadóttir. Óttar Sveínbjörnsson, Lárus Lárusson, Marinó Einarsson, Kristján Bjarnason,