Morgunblaðið - 06.01.1980, Side 39

Morgunblaðið - 06.01.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 39 Nýtt fólk hjá L.A: Sunna Borg og Friðgeir Guðmundsson • „Þaö aö viö fluttum hingað noröur til Akureyrar atvikaöist þannig aö Oddur Björnsson bauö mér starf viö leikhúsiö, og á sama tíma fékk maðurinn minn starf sem framkvæmdastjóri Leikfélagsins, svo viö slógum til og fluttum hingaö síöastliðiö haust," sagði Sunna Borg leik- kona í spjalli viö Morgunblaöiö fyrir helgina. Sunna og eiginmaöur hennar, Friögeir Guömundsson hafa starfaö hjá Leikfélagi Akureyrar síðan í haust, og reikna með aö vera þar í annaö ár, komi ekki eitthvaö óvænt upp. „Viö kunn- um alveg prýöilega viö okkur hér“ sagöi Sunna, „hér á Akur- eyri er ágætt fólk sem auövelt er aö kynnast, og mikið hefur veriö aö gera í ieikhúsinu, of mikiö ef eitthvaö er! Hér er starfandi „alvöruleikhús", og aösókn er mjög góö, svo leikhúslíf er í miklum blóma hér. — Þá er gott aö búa hér á Akureyri meö tilliti til veöurfars, og öll þjónusta er hér meö miklum ágætum." Sunna Borg er ekki alveg ókunnug leikhúslífi á Akureyri, því hún hóf þar sinn leiklistarferil á sínum tíma, fyrir tólf árum er hún vann á Akureyri um hríö. Seinna fór hún svo í leiklistar- skóla, lék í Þjóðleikhúsinu og í tveimur kvikmyndum, Lénharöi fógeta og Skálholti, og fór út til Bandaríkjanna til framhalds- náms. — „En hér er gott aö vera, og ég fæ hér kjörið tækifæri til aö þroska mig í leiklistinni, og því fylgir mikiö öryggi aö fá fastráðn- ingu viö Leikfélagið," sagöi Sunna aö lokum. • Ljósm.: Sverrir Pálsson. + Þau hjónin Friðgeir Guðmundsson framkvæmdastjóri og Sunna Borg leikkona, sem nú starfa bæði hjá Leikfélagi Akureyrar, en myndin er tekin fyrir utan Samkomuhúsið. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Bergljót. Ljósm.: Anna Nissels Frá fullveldisfagnaöinum í París. Fullveldisfagnaður á Signubökkum + HUGAD AÐ HAFSBÚUM — Hér efra eru þeir Páll Valgeirsson, Páll Reynisson og Jakob Jakobsson fiski- fræðingur í brúnni á rannsóknaskipinu fyrri hluta desembermánaöar, en á smærri myndinni sést Svend- Aage Malmberg haffræöingur viö rannsóknir og sýnatöku í hafi úti af Noröausturlandi. (Ljósm. Óskar Sæmundsson). Fræðingar á ferð og flugi • NÆSTUM daglega er aö finna í fjölmiölum fréttir af rannsóknum starfsmanna Haf- rannsóknastofnunar og ekki nema eölilegt þar sem starfs- vettvangur þeirra er nátengdur undirstööuatvinnuvegi þjóðar- innar. Ýmislegt misjafnt hafa fiskifræðingar fengið aö heyra upp á síökastið og liggur viö að menn sóu búnir aö gleyma öllu lofinu, sem þessir ágætu menn fengu í síðasta þorskastríöinu, en þannig er það víst, laun heimsins eru vanþakklæti, eða • í sendiráöum íslands erlendis er aö jafnaði haldiö upp á fullveldisdaginn, 1. desember, meö ft'lk í fréftuni ^ viöeigandi hætti. Ekki var brugöiö út af þessari venju í París hinn 1. desember síöastliöinn, og höföu sendiherrahjónin, þau Einar Benediktsson og Elsa Pétursdóttir þar boö inni fyrir íslendinga í hinni margfrægu borg á Signubökkum. • ÞEIR KEYPTU Eigendaskipti hafa oröiö á veitingahúsunum Ask- ur, sem starfrækt hafa verið aö Laugavegi 28 og Suöurlandsbraut 14. Hefur Magnús Björnsson selt Ask þeim Pétri Sveinbjarnarsyni og Hauki Hjaltasyni, og hafa þeir stofnaö hlutafélagiö Ask h.f. um reksturinn. Askur er fyrsti veit- ingastaöur sinnar teg- undar hérlendis, en um þessar mundir eru 13 ár PETUR ASK frá því Askur viö Suöur- landsbraut var opnaöur. Pétur Sveinbjarnarson sagöi í stuttu samtali viö Morgunblaöiö aö ekki yröi um neinar stórvægi- legar breytingar á rekstri Asks aö ræöa fyrst um sinn. Síöar meir væri þó ætlunin aö auka þjónust- una og fara inn á nýjar leiöir. Pétur kvaöst áfram myndu starfa hjá Sam- tökum verslunarinnar, annaö heföi ekki veriö ákveöiö. hvað? Óskar Sæmundsson loft- skeytamaður á Áma Friöriks- syni er laginn með Ijósmynda- vélina og mundar hana óspart eins og golfkylfurnar ef því er að skipta og fórnarlömb hans eru þá gjarnan samstarfsmenn- irnir. Meðfylgjandi myndir eru teknar fyrri hluta desember mánaðar. Önnur af Svend-Aage Malmberg haffræöingi viö mæl- ingar úti af Norðausturlandi, en tilgangurinn með þeim rann- sóknum var m.a. að reyna aö sjá fyrir hvort hafísinn kemur að landinu í vetur eöa vor eins og síöasta ár. Ekki hefur hann enn lokið þessum rannsóknum og heldur væntanlega á sömu slóðir nú í janúar. Hin myndin er úr leiöangri Jakobs Jakobsson- ar á síldarmiðin fyrir Suður- landi, en hann þurfti einnig aö fara af stað í ársbyrjun og kanna síldarstofninn nánar. •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.