Morgunblaðið - 06.01.1980, Síða 46

Morgunblaðið - 06.01.1980, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 Umsjón: Séra Jón Dalbtí Hfóbjartsson Séra Karl Siyurbjörnsson Sigurtrur Pdlsson Au DROTTINSDEGI Haukur Guð- laugsson leikur á orgelið í St. Nikolai- kirkjunni í Ham- borg 9. sept. sl., en þar hélt hann sjálf- stæða orgeltónleika. Frá árlegu organ- istanámskeiði í Skál- holti Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar Á s.l. ári kynntum við nokkrar starfsgreinar innan íslensku þjóðkirkjunnar. í dag kynnum við mjög merkilegt starf sem heyrir undir embætti söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Haukur Guðlaugsson hefur verið söngmálastjóri frá 1974, en hann tók við af dr. Róbert A. Ottóssyni, sem gegnt hafði þessu starfi allmörg ár. Fyrsti söngmálastjórinn var Sigurður Birkis. Ilaukur Guðlaugsson er organisti á Akranesi jafnhliða þessu starfi og í mörg ár var hann skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi og stjórnandi Karlakórsins Svana en lét af þeim störfum er hann tók við starfi söngmálastjóra. Haukur er landskunnur organisti og hefur haldið f jölmarga tónleika víða um land. Á s. 9. sept. hélt hann svo sjálfstæða orgeltónleika í St. Nikolai kirkjunni í Hamborg. Við tókum Hauk Guðlaugsson tali og spurðum hann: — I hverju er starf söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar fólgið? Það má segja að það skiptist aðallega í fjóra þætti. 1. Heimsóknir til kirkjukóra um allt land. 2. Námskeiðahald. 3. Gerð námsefnis fyrir kóra og organista. 4. Skólastjórn Tónskóla þjóðkirkj- unnar, sem tilheyrir þessu starfi. — Nú eru ferðalög tímafrek á þessu landi, hvað hefur þér tekist að heimsækja marga kirkjukóra? Það má segja að ég hafi heim- sótt allflesta kóra á svæðinu frá Vík í Mýrdal austur, norður og vestur í Borgarfjörð að undan- teknu Eyjafjarðarprófastdæmi. Þetta hefur verið mjög ánægjulegt starf. Móttökurnar hafa alls stað- ar verið frábærar og verð ég að segja að víðast hvar er unnið mjög gott starf á þessum vettvangi. — Á hvað leggur þú mestu áherslu í starfinu með kirkju- kórunum? Mér hefur fundist aðalatriðið að bæta raddgæði kóranna hvort sem sungið er einraddað eða raddað. I þessu sambandi hef ég útbúið námsefni fyrir kórstjóra og kóra. Þ.e. hefti fyrir kórstjóra og annað hefti fyrir kórmeðlimi með 90 mín. tónbandi sem á eru söngæfingar og leiðbeiningar. — Er erfitt að fá fólk til að syngja í kirkjukór? Mörgum finnst það eflaust bind- andi starf, en á flestum stöðum virðist það ganga vonum framar. í því sambandi bind ég miklar vonir við hina mörgu barnakóra sem eru starfandi undir stjórn mjög menntaðra og hæfra tónmennta- kennara. Það hljóta að koma raddir í kirkjukórana úr þessum stóra hópi á næstu árum. r, , Eg var á Siglufirði í haust og sá þá mjög ánægjulegan hlut, en þar hafði organistinn Guðjón Pálsson æft barnakór sem söng við allar barnaguðsþjónusturnar. Starf sem þetta á án efa eftir að gefa góðar raddir í kirkjukóra landsins. Ég get líka getið þess að í fyrra vor kom ég til Grímseyjar og tók mér þar fyrir hendur að raddprófa öll börnin á staðnum, en það gaf góða raun og er ég viss um að þeir verða ekki í vandræðum með sinn kirkjusöng í náinni framtíð. gn ; Grímsey er ágætur kór, þó erfitt hafi verið með organista upp á síðkastið. 1. hausti eða nánar tiltekið — Hvernig hafa námskeiðin gengið fyrir sig? Organistanámskeið hef ég bæði haft á Hólum og í Skálholti. Hin árlegu haustnámskeið í Skálholti hafa verið mjög vel sótt. Meðal námsefnis er: söngstjórn, radd- þjálfun, orgelleikur og leikur af fingrum fram svo og kórsöngur, fyrirlestrar og tónlistarkynning. Þessi námskeið hafa verið mjög ánægjuleg og sérstaklega vel sótt nú upp á síðkastið þegar heilu kórarnir hafa bæst í hópinn síðustu dagana. Þetta hafa líka verið mjög uppörvandi námskeið fyrir þátttakendur utan af landi, sem þarna hafa kynnst því sem verið er að gera annars staðar og fengið ómetanlegan stuðning og uppörvun. — Tónskóli þjóðkirkjunnar er undir þinni stjórn, hvað eru marg- ir nemendur í honum og hverjar eru námsgreinarnar? I ár eru 30 nemendur. Kennt er á orgel og píanó. Einnig er kennd söngstjórn, söngur, tónfræði, hljómfræði og liturgia. 6 kennarar starfa við skólann, en hann er til húsa að Freyjugötu 24 í Reykjavík. Húsnæðið er að vísu lítið en vonandi verður hægt að bæta úr því innan tíðar. Ég get með mikilli ánægju sagt frá því að nú er verið að ganga frá kaupum á 18 radda pípuorgeli fyrir skólann, en það er æfingaorgel þýska orgelleikarans og kennararns Förstemanns, en hann er Islendingum að góðu kunnur. Við fáum þetta góða orgel á aðeins 2,5 milljónir króna, en það er metið á 40 milljónir króna. Við höfum enn ekki fengið hús- riæði fyrir þennan grip en vonandi leysist það fljótlega því þetta verður ómetanlegt starfstæki fyrir skólann. — Er skortur á organistum? Á íslandi eru um 180 organistar, samt vantar organista á ýmsa staði. En nú eru nokkuð margir við nám. Einnig er verið að vinna að samræmdri námskrá í orgelleik fyrir tónlistarskólana, sem líka á eftir að örva fólk til orgelnáms. Von mín er því sú að mikil bót verði á þessum málum á næstu árum. — Organistar lögðu land undir fót á s.l. sumri, getur þú sagt okkur nánar frá því? Dagana 7.—21. júní s.l. fóru íslenskir organistar í kynnis- og námsför til Leipzig og Vínarborg- ar. í förinni var 51 þátttakandi úr nær öllum sýslum landsins. Við komum víða við. T.d. heimsóttum við Tómasarkirkjuna þar sem J.S.Bach starfaði. Þar hlýddum við á Tómanerkórinn bæði á æf- ingu, tónleikum svo og í guðsþjón- ustu. Við nutum sérstakrar mót- töku biskupsins í Tómasarkirkj- unni svo og Tómasarkantorsins. Einnig var farið til Eisenac, fæð- ingarstaðar Bachs. I Vínarborg hlustuðum við á Vínardrengjakórinn, en sú stund varð sérstaklega eftirminnileg vegna þess að Bandaríkjaforseti. Jimmy Carter, og frú voru meðal kirkjugesta ásamt tilheyrandi ör- yggisvörðum. Einnig voru skoðað- ir fjölmargir merkir staðir svo sem heimili margra tónskálda, orgelverksmiðjur, kirkjur og kast- alar. Ennfremur sóttum við marga tónleika. Þessi ferð var mjög vel heppnuð og held ég að allir hafi verið ánægðir og mikils vísari um tón- listarsögu og tónlistarlíf þessara landa. Auk hins fasta starfs má geta þess að söngmálastjóri er for- maður Kirkjukórasambands ís- lands, situr í nefnd sem nú endurskoðar helgisiðabók kirkj- unnar svo og fleiri nefndum. En hann gerir líka framtíðaráætlanir. Árið 1981 er 1000 ára afmæli kristniboðs á íslandi og verður þess minnst með ýmsu möti, en Haukur hefur þá í hyggju að hafa kórahátíð í Skálholti. Einnig hefur hann í hyggju að stofna til kóra- móts í Reykjavík á 300 ára afmæli J.S. Bachs. Við þökkum Hauki Guðlaugs- syni fyrir viðtalið og biðjum hon- um blessunar Guðs í þessu viða- mikla starfi. Bibliu- lestur vikuna 6.—12. janúar Sunnudagur G. jan. Jóh. 8:12-20 Mánudagur 7. jan. Jóh. 2:12- 25 briðjudagur 8. jan. Jóh. 3:1-8 Miðvikud. 9. jan. Jóh. 3:9-21 Fimmtud. -10. jan. Jóh. 3:22-30 Föstudagur 11. jan.Jóh. 3:31-36 Laugardagurl2. jan. Jóh. 4:1-26 Ljós heimsins Jesús sagði: Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lifsins. (Jóh. 8:12) Jesús talaði stór orð um sjálfan sig. Engum sem til hans heyrði duldist að hér talaði sá sem valdið hafði. Ég er ljós heimsins. Ég er brauð lífsins. Ég er hið lifandi vatn. Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þér hafið heyrt að sagt var... en ég segi yður. Það er eðlilegt að þessi stóru orð veki spurningar nú eins og þá. Hver var hann sem talaði? Er mark á honum takandi. Getur hann staðið við stóru orðin? Þrettándadagur er síðasti dagur jóla. Á jólum er hugleidd fæðing þessa Jesú frá Nasaret og hvernig hún bar að. Jólafrásagan svarar að nokkru spurningu okkar um það hver hann er. Immanúel var heiti sem hann var nefndur — Guð með oss —. „Hið sanna Ijós sem upplýsir hvern mann var að koma í heiminn", segir í jólaguðspjalli Jóhannesar og á síðasta jóladegi mætir okkur fullyrðing Jesú sjálfs: Ég er ljós heimsins. Mörgum finnst líf sitt hjúpað myrkri. Fortíðin er myrk fyrir mörgum, röð vonbrigða, ósigra og synda sem ekki verður bætt fyrir. Ýmsir eygja enga von í framtíðinni. Tilhugsunin um hana fyllir kvíða. Framtíðin er hulin myrkri. Við slíka segir Jesús: Ég er Ijós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Fagnaðarerindi jólanna heldur áfram að hljóma. Með Jesú Kristi er komið ljós í heiminn sem þér er ætlað. Ljós sem lýsir upp skugga fortíðarinnar og varpar birtu á framtíðina. Ekki svo að skilja að í fylgd með honum sé lífið átakalaust. Nei. En í fylgd með honum er lífið vonarbjart, vegna þess að hann tekur þig sér við hönd og „leiðir þig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns“. Hann hefur sigrað veldi myrkursins. Mörgum spurningum um myrkrið og vald þess yfir mönnunum er ósvarað þrátt fyrir allt. Þeim verður seint svarað. Eina svarið sem okkur er gefið að þeir sem eru í fylgd hans sem sagðist vera Ijósið eru vegna náðar hans lausir undan valdi myrkursins og er ætlað að bera öðrum ljós af hans Ijósi. Guð gefi okkur að lúta þessum orðum í trú og ganga heilshugar til fylgdar við Jesúm Krist á þessu nýbyrjaða ári, ganga það í ljósi hans og vera öðrum ljós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.