Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 26. tbl. 67. árg. FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tóku sendiráð Guatpmalaborií — 31. janúar — AP. HÓPUR bænda lagði undir sig spænska sendiráðið í Guatemala- borg í dag og tók spænska sendiherrann, Maximo Cajal y Lopez, og ótiltekinn fjölda ann- arra í gíslingu samkvæmt áreið- anlegum heimildum. Lögregla um- kringdi bygginguna. Símamynd AP. Á GÖTUM KABUL — Sovézkir hermenn kaupa sígarettur og sælgæti af börnum nálægt flugvellinum í Kabul. Flestar sígaretturnar voru bandarískar. Carter fær aðstoð Alis Nýju Delhi. 31. jan. AP. MUHAMMED Ali, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum. aflýsti Indlandsferð sinni í dag og sagði að Jimmy Carter for- seti hefði beðið sig að fara í „viðkvæma sendiför" til Mið- austurlanda og Afríku. Heimildir í bandaríska sendiráð- inu herma að ferð Alis miði að því að fá fimm lönd í þessum heims- hluta til að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum í Moskvu og að Bandaríkjastjórn muni „útvega honum far“ til Afríku frá Indlandi. Gromyko í Búkarest Búkarest. 31. janúar. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Sovét- ríkjanna, Andrei Gromyko, kom í dag til Búkarest í „vináttuheim- sókn“ í boði Nicolae Ceausescu forseta. Gromyko kemur í óvænta heim- sókn sína degi eftir að vestur- þýzki kanzlaraframbjóðandinn Franz-Josef Strauss fór frá Búka- rest og þremur dögum eftir að bandaríski aðstoðarutanríkisráð- herrann David Newson fór þaðan. Hvattur til að hætta Salisbury, 31. jan. AP. BENZÍNSPRENGJU var í dag fleygt inn á heimili blökkumanna- leiðtogans Pedzisayi Chikarema. Ráðherra blökkumanna skoraði á Ian Smith fyrrverandi forsætis- ráðherra að hætta stjórnmáiaaf- skiptum. Brezki landstjórinn, Soames lávarður, hét að „beita öllum tiltækum ráðum“ til að binda enda á óöld fyrir kosning- arnar. Brezkur talsmaður staðfesti jafnframt, að sameiginlegir varð- flokkar rhódesísku lögreglunnar og skæruliða væru á verði umhverfis fimm af búðum skæruliða til að koma í veg fyrir að vopnaðir menn laumuðust þaðan. Ráðgert er að slíkir varðflokkar taki við af gæzluliði samveldisins eftir kosn- ingarnar. Varaforseti Muzorewa biskups, Earnest Bulle, sem skoraði á Smith að hætta stjórnmálaafskiptum, sakaði hann um hættulega fram- komu með því að hvetja hvíta kjósendur til að stvðja Joshua Nkomo í stað Mugabe. Smith hvatti kjósendur í Bulawayo að kjósa Nkomo til að „stöðva" Mugabe. Júlíana leggur niöur völd Amsterdam — 31. janúar — AP. JÚLÍANA Hollands- drottning tilkynnti í dag í sjónvarpsávarpi frá Soestdijk-höll, að hún ætlaði að leggja niður völd á 71 árs afmæli sínu 30. apríl nk. og fela þau elztu dóttur sinni, Bea- trix krónprinsessu, sem varð 42 ára í dag. Hún sagði að fólk á hennar aldri skildi að kraftar þess mundu fyrr eða síðar þverra og það gæti ekki gegnt störfum sínum eins vel og áður. Hún sagði að hún teldi að nú væri rétti tíminn til að hætta skyldu- störfum. „Arftaki minn, dóttir okkar, Beatrix prinsessa, er reiðubúin að taka við þessum skyldustörf- um og mun taka við þeim,“ sagði drottning. Tilkynning drottningar, sem Beatrlx hefur ríkt í rúmt 31 ár, kom flestum Hollendingum á óvart þar sem hún hefur látið á sér skilja að ekkert liggi á að hætta og hún er sögð við góða heilsu. „Mér finnst ég hafa tekið rétta ákvörðun og vona að þið skiljið hana,“ sagði hún. Anders van Agt forsætisráð- herra sagði í öðru ávarpi, að hann treysti því að hollenzka þjóðin mundi sýna hinum nýja þjóðhöfðingja „sömu ást og virð- ingu“ og fráfarandi drottningu. Nýju Delhi, 31. janúar. AP. CLÁRK Clifford, sendimaður Carters forseta, lýsti því yfir i dag að loknum viðræðum við Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, að ef Rússar sæktu í átt að Persaflóa frá Afganistan mundi það „þýða styrjöld við Bandaríkin“. Yfirlýsing Cliffords undirstrik- ar þá viðvörum Carters í ræðu á Bandaríkjaþingi nýlega, að litið yrði á tilraun af hálfu Rússa til að ná yfirráðum yfir Persaflóa sem árás á bandaríska þjóðarhags- muni. Clifford sagði, að Indverjar og Bandaríkjamenn væru sammála um að flytja ætti sovézka herliðið frá Afganistan en ósammála um leiðir. Hann kvaðst vona að Ind- verjar gætu talið Rússa á að flytja burtu herliðið og kvaðst telja að náið samband Indverja við Rússa gæti komið að notum eins og nú væri ástatt. Frú Gandhi lýsti sig eindregið andvíga fyrirætlunum Carters um að vega á móti innrás Rússa í Afganistan með því að efla varnir Pakistans. Clifford kvaðst telja að bandarískir hernaðarráðunautar færu með hergögnum sem yrðu send til Pakistans. Hann sagði að Bandaríkjastjórn mundi líta það alvarlegum áugum ef hergögnin yrðu notuð til annars en varna gegn hugsanlegum herhlaupum Rússa yfir landamærin. I Moskvu skoraði Pravda á Pakistani að endurskoða þá af- stöðu að leggjast á sveif með Bandaríkjamönnum og leyfa þeim að nota pakistanska grund til „árásar í næsta nágrenni Sovét- ríkjanna". Dulbúin hótun blaðsins birtist í sambandi við væntan- legar ferðir ráðunauta Carters til Pakistans. Tcheran. 31. janúar. AP. MINNST 50 hafa beðið bana í nýjum bardögum sem hafa blossað upp síðustu daga í Kúrdistan og ýmsir leiðtogar Kúrda hafa skorað á Khomeini trúarleiðtoga, sem er í sjúkrahúsi, að skakka leikinn. Andstæðingar stjórnarinnar hafa líka efnt Á sama tíma og innanlands- ástandið í Iran virðist versna vinnur Bandaríkjastjórn að nýjum til uppþota umhverfis Shahr E Kord, svæði í Mið-Iran þar sem ættflokkar fjandsamlegir stjórninni búa. Jafnframt hefur Teheran- útvarpið í fyrsta sinn skýrt í smáatriðum frá átökum sem urðu við háskólann í borginni í gær og segir að þau hafi verið milli marxista og andstæðinga þeirra. tilraunum til að bjarga gíslunum í bandaríska sendiráðinu og Frank Church öldungadeildarmaður sagði, að þær færðu „nokkra von“ um árangur. Áður hafði talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins neit- að að útiloka þann möguleika að gíslunum yrði sleppt fyrir milli- göngu einhvers þriðja aðila eins og Rauða krossins ef samkomulag næðist um rannsókn á vegum SÞ á stjórn fyrrverandi íranskeisara. Carter forseti sagði í símtali við Joe Clark, forsætisráðherra Kan- ada, að hann teldi ekki að flótti Bandaríkjamannanna sex frá Iran með hjálp Kanadamanna mundi koma niður á gíslunum. Forsetinn sagði, að hann og Clark hefðu skipzt á leynilegum orðsendingum síðan í nóvember- byrjun. Hann hringdi í Clark til að þakka honum og kanadísku þjóðinni fyrir „persónulegt og pólitískt hugrekki". Starfandi sendiherra írans í Ottawa, Mohammed Adeli, sagði í dag að flótti Bandaríkjamann- anna sex mundi tefja fyrir björg- un gíslanna úr sendiráðinu. Hann sagði að íran og Bandaríkin hefðu komizt að samkomulagi um al- þjóðlegan dómstól til að rannsaka meinta glæpi fyrrum íranskeis- ara. Clifford segir sókn til Persaflóa þýða stríð Bardagar blossa upp í Kúrdistan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.