Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 13 Undirbúningsneínd hátíðarinnar á fréttamannafundinum í dag. Ljósm. Mbi. Kristján. Kvikmyndahátíð hefst á morgun: góð kaup Ríó kaffi Kaaber !4 kg . kr. 820 Kjúklingur Sólskins-Holta 1 kg .kr. 1990 Kjúklingar Sólskins-Holta 1 kassi pr kg kr. 1820 Egg 1 kg .............................. kr. 1165 Strásykur 1 kg ........................ kr. 275 Hveiti — Pillsbury 5 Ibs .............. kr. 545 Þorramatur í úrvali 30 erlendar myndir frá 16 löndum og 8 íslenzkar Þessi mynd er úr kvikmyndinni „Krakkarnir frá Copacabana“, sem sögð er mynd fyrir alla fjölskylduna. Hún gerist i Brasiliu og fjallar um lífsbaráttu krakkahóps i Rio de Janeiro. — þar af keppa 4 um titilinn bezta ísl. kvik- mynd hátiðarinnar Kvikmyndahátið i tengslum við Listahátið í Reykjavík hefst á morgun, laugardag. Á hátiðinni verða sýndar 30 erlendar kvik- myndir frá 16 löndum og auk þess fjórar islenzkar kvikmyndir í keppni hátíðarinnar um beztu íslenzku kvikmyndina. Fjórar eldri kvikmyndir tengdar íslandi verða einnig sýndar. Sýningarn- ar verða í kvikmyndahúsinu Regnboganum í fimm sölum og verður sýnt fimm sinnum á dag, alls 25 sýningar. Til að hátiðin standi undir sér fjárhagslega þurfa 17 þús. gestir að sækja hana. 1978 sóttu Kvikmynda- hátið 21 þús. manns. Verk margra listamanna verða sýnd að þessu sinni. Má þar nefna „Marmaramanninn" eftir Pólverj- ann Wajda. Fyrirhugað var að hann kaemi til landsins sem gestur hátíðarinnar, en að sögn fulltrúa undirbúningsnefndar hátíðarinn- ar, á fréttamannafundi í gær, kemst hann ekki vegna anna. „Náttbólið" eftir Frakkann Renoir er ein af myndunum á hátíðinni. Þykir við hæfi, eins og gert var á hátíðinni ’78, að minnast látins brautryðjanda í kvikmyndalist. í ár verður Jean Renoir minnst með sýningu á „Náttbólinu". Af öðrum myndum má nefna „India Song“ eftir Frakkann Margaret Duras, „Woyzeck" eftir Þjóðverjann Herz, „Sjáðu sæta naflann minn“, sem gerð er eftir samnefndri danskri unglingaskáldsögu, sem gefin var út í íslenzkri þýðingu fyrir síðustu jól. Myndin er eftir Kragh Jacobsen. Spánverjinn Saura kemur einnig við sögu með myndina „Hrafninn". Tvær jap- anskar myndir verða á hátíðinni, þ.e. „Ævi Oharu" eftir Mizogucki og „Eg fæddist, en ...“ eftir Ozu. Kvikmyndir við hæfi barna og unglinga verða einnig á hátíðinni að sögn nefndarmanna. Má þar fyrst geta myndarinnar „Krakk- arnir í Copacabana", eftir Sucks- dorf frá Svíþjóð, og teiknimynd- anna „Úppreisnarmaðurinn Jurko“ og „Crabat" eftir þá Kubal og Zeman frá Tékkóslóvakíu. Þessar myndir eiga ekki síður erindi til fullorðinna og sögðu nefndarmenn myndina „Krakk- arnir í Copacabana" sérstaklega góða fjölskyldumynd. Islenzku kvikmyndirnar, sem taka þátt í keppninni að þessu sinni, eru „Humarveiðar", 15 mínútna löng mynd eftir Heiðar Marteinsson, og „Eldgosið í Heimaey 1973 og uppbyggingin eftir gos“, 28 mín., eftir sama. Handrit beggja myndanna eru eftir Magnús Bjarnfreðsson. „Bíldór", 6 mín. leikin mynd, gerð af Þrándi Thoroddsen og Jóni Hermannssyni í samvinnu við Umferðarráð, og að lokum „Lítil þúfa“, 15 mín., eftir Ágúst Guð- mundsson. Fyrstu verðlaun nú eru kr. 500 þús. A hátíðinni 1978 hlaut kvikmynd Þorsteins Jónssonar, „Bóndi", fyrstu verðlaun. Á hátíðinni verða einnig sýndar fjórar eldri kvikmyndir tengdar íslandi, þ.e. „Salka Valka“, „79 af stöðinni", „Borgarættin" og „Rauða skikkjan". Myndirnar erlendu eru allar með enskum eða dönskum texta. Hátíðin stendur til 12. febrúar. Verð aðgöngumiða er hið sama og á venjulegar sýningar kvikmynda- húsanna. Hátíðin hefst á morgun eins og áður segir og verða þá sýndar myndirnar Marmaramaðurinn, Krakkarnir í Copacabana, Sjáðu sæta naflann minn, Uppreisnar- maðurinn Jurko, Náttbólið, Hrafninn og Frumraunin. Á sunnudag verða sömu myndir sýndar, auk þess Eplaleikur, Þýzkaland að hausti, Borgarættin og Salka Valka. Opiö föstudag til kl. 8 og láugardag frá 9—12 irumarkaðurinn hf. wT múla 1A Sími 86111. Dúnmjúkar aasngur med DACRON HOLLOFIL fyllingu, sem veldur byltingu í gerð rúmfatnaðar Sæng 140x200 cm barnasæng 100x140 cm ungbarnasæng 80x100 cm koddi 50x70 cm koddi 40x60 cm svæfill 35x40 cm Sendum um allt land Opið föstudag til kl. 8 og laugardag frá 9—12. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A, sími 86113 kr. 18.800,- kr. 13.800,- kr. 9.900,- kr. 7.000,- kr. 4.100,- kr. 3.100,- Þykk filma K12 þykkfilmurásir eru bylting í gerö prentaðra rása. Þar framkvæma litlir hlutir vinnu margfalt stærri hluta. Þykkfilmurásirnar eru sterkari, léttari og bila síður. Þær eru prófaðar og stilltar með lasergeislum. Vegna notkunar þykkfilmurása og undraörtölvurása, notar ,K12 minna en % af þeirri orku sem eldri tæki nota. í orkukreppu er þetta mikill kostur. Þú þarft ekki að bíða eftir að K12 tækið hitni. Philips Quickstart gefur K12 tækinu fulla birtu og hljóð innan 5 sek. Philips með eðlilegum litum heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 —15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.