Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 3 Urgur í Bolvíkingum vegna skertar þjón- ustu Pósts og síma FRÁ OG með 4. íebrúar síðastlið- inn tók gildi breyting á þjónustu Pósts og síma sem skerðir veru- lega þjónustu þessa opinbera íyrirtækis við íbúa Bolungarvík- ur. Simaþjónustan skerðist með þessari breytingu úr 70 tímum í 35 tima á viku. Síminn verður lokaður frá klukkan 17 á föstudögum til klukkan 9 á mánudagsmorgnum, og verður því engin skeytaþjón- usta á staðnum á þessum tíma. Verður hún á þessu tímabili í gegnum 06 á Isafirði, en þó þannig að heillaskeyti sem send verða frá klukkan 17 á föstudag, komast ekki til viðtakenda fyrr en á mánudag. Á síðasta ári var opnað nýtt og veglegt pósthús hér í Bolungarvik, og var þá í fyrsta skipti hægt að bjóða upp á pósthólfaþjónustu. Þykir Bolvíkingum nú hurðum harkalega skellt í lás á því húsi, þar sem ekki er hægt að komast í pósthólfin á laugardögum og sunnudögum og ekki eftir klukkan 17 virka daga. Þó eru hólfin þannig staðsett, að aðeins þyrfti að hafa ystu dyr hússins opnar til að veita þá þjónustu. Nú hefur það verið þannig hér í Bolungarvík undanfarin ár, að allmikið er um löndun loðnubáta. Sjómenn grípa því tækifærið meðan beðið er eftir löndun, og hringja til ástvina sinna. En eftir þessa breytingu verða þeir að stíla uppá að vera komnir í land fyrir klukkan 5 virka daga, og að koma ekki að landi um helgar. Póstur og sími hefur bent við- skiptavinum sínum á sjálfsala sem staðsettur er í söluskála Skeljungs í bænum, til notkunar á þeim tímum sem Pósthúsið er lokað. Þetta þykir Bolvíkingum hrópleg móðgun. Bolvíkingar eru almennt á því að Póstur og sími LAUSAFJARSTAÐA inn- lánsstofnana ber greinileg merki of mikillar útlána- aukningar að því er segir í bráðabirgðayfirliti Seðla- banka íslands um þróun peningamála og lána- markaðar á árinu 1979. Hlutfall lausafjárstöðunn- ar og útlána innlánsstofn- ana lækkaði úr 9,2% í 5,9% frá upphafi til loka ársins 1979. Það mun draga verulega úr lánagetunni á yfirstandandi ári, en lausafjárstæðan er mjög breytileg innan ársins og jafnan lökust á haustmánuðum. í lok september sl. voru 5 bankar og 9 sparisjóðir með yfir- dráttarlán í Seðlabankanum, sam- tals að fjárhæð 11 milljarðar króna, en þessi lán bera refsivexti, 4,5% á mánuði, eða sem svarar til tæpum 70% á aíi. Heildarinnlán innlánsstofnana jukust um 59% árið 1979, en var 49% árið 1978. Aukning spariinn- lána nam 61%, en var 52% árið áður og aukning veltiinnlána var 59% á móti 40% árið áður. Þá jukustu seðlar og mynt í umferð á síðasta ári um 29%, en þessi stærð ásarrtt veltiinnlánun- um myndar peningamagnið. Aukning þess nam 56%, þegar með eru taldar innstæður fjárfest- ingarlánasjóða í Seðlabankanum, svo sem venja er til. Þær námu 7,3 milljörðum króna um áramótin og höfðu aukist um 4,3 milljarða króna á árinu. Að þeim frátöldum hefur peningamagnið aukist um 50%. Gæsluvarðhald f jórmenninganna: Einar Bollason hækkar kröfur sínar upp í 129 milljónir króna EINAR Bollason hefur lagt fram framhaldskröf- ur á hendur ríkissjóði vegna gæsluvarðhalds þess er hann var settur í að ósekju vegna rannsókn- ar Geirfinnsmálsins. Upp- hæð þessarar viðbótar- kröfu Einars er rösklega 52 milljónir króna, og er heildarkrafan þá samtals rúmlega 129 milljónir króna, að því er Ingvar Björnsson lögmaður Ein- ars tjáði Morgunblaðinu í gær. Ingvar sagði þessa hækkun vera tii komna vegna þess að Einari var vikið úr starfi sem forstöðu- manni og kennara við Námsflokka I lafnarfjarðar vegna rannsóknar málsins á sínum tíma, en það starf fékk hann ekki aftur. Hækkunin geti sparað á mörgum öðrum sviðum, og þurfi ekki að draga saman sjálfsagða og nauðsynlega þjónustu, loksins þegar sköpuð hefur verið fullkomin aðstaða til að veita viðunandi þjónustu. Á fundi sínum hinn 5. febrúar sl. samþykkti bæjarstjórn Bolung- arvíkur að mótmæla harðlega þessari skerðingu, og óskaði eftir viðræðum við Póst og síma um þetta mál. — Gunnar. Hið nýja og glæsitdga pósthús í Bolungarvik. Of mikil útlána- aukning innláns- stofnana í fyrra Kemur óhjákvæmilega niður á útlánsgetunni í ár er byggð á útreikningi trygg- ingastærðfræðings á launatapi Einars að sögn Ingvars. Ingvar sagði að þinghald yrði í málinu hinn 19. þessa mánaðar, og þá væri meiningin að reyna að ljúka gagnaöflun, en nú væri meðal annars beðið eftir skýrslum vegna svonefnds Leirfinns. En lögmenn fjórmenninganna sem í gæsluvarðhaldinu sátu að ósekju hafa samflot í máli þessu enda sagði Ingvar að í grundvallar- atriðum yrði lögð ein mælistika á þessi mál. Spursmál væri hins vegar hversu mikið fjárhagstjón yrði sannað í hverju einstöku tilviki. Garðar Gíslason borgardómari sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að ekki hefðu borist hækkunarkröfur frá lögmönnum hinna þriggja er í gæsluvarðhald voru settir, lög- mönnum þeirra Sigurbjörns Eiríkssonar, Magnúsar Leópolds- sonar og Valdimars Ólsens. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum NýslátraÓir kjúklingar Egg 1.150 pr. kg Nautakjöt: pr. kg. kr. Hakk ............................2.050.— Snitzel .........................5.850.— Gúllas ..........................4.950,- Innanlærisvöðvi .................6.850.— Lærisvöðvar .................. .5.850.— Steik ...........................6.850.— Mörbráö .........................7.580.— Fillet ........................ 7.580,- T-bone steik ....................3.650.— Sirloin steik ...................3.650.— Beinlausir fuglar ...............5.050.— Bógsteik ..................... . .2.150.— Framhryggur .....................2.150.— Marineruö buff ..................5.850.— Raspaö snitzel ..................5.850.— pr.stk. Nautagrillteinn .................1.280.— Hamborgarar .......................250.— Úrval aff nýslátruöu kálffakjöti. Úrval af folaldakjöti. Opíö til hádegís á morgun laugardag. STARMYRI 2 AUSTURSTRÆT117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.