Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 13 Eigin f jármögn- un jókst um 3 milljarða króna ATHYGLISVERÐ hækkun hefur orðið á eigin fjármögnun fjárfest- ingarlánasjóðanna, eða úr 2,3 milljörðum króna 1978 í um 5,3 milljarða króna á árinu 1979 segir í bráðabirgðayfirliti Seðla- banka íslands um þróun pen- ingamála og lánamarkaðar á árinu 1979. Drýgstan þátt í þessu á verð- trygging lána sjóðanna, sem þróast hefur frá setningu sérstakra laga um lánskjör þeirra árið 1975 og komist á að fullu samkvæmt lögum um stjórn efnahagsmála og fleira á síðasta ári. Sjóðirnir nýttu þennan bata til þess að efla lausafjárstöðu sína í formi bankainnstæðna á árinu 1979, því að áætluð útlánaáform og fjár- öflun til þeirra miðuðust ekki við svo mikla aukningu eigin fjármögn- Fjárfestingarlánasjóðirnir: Flutt út fyrir 278,5 milljarða króna 1979 Þar af er útflutningur iðnaðarvara 21,7% Heildarútflutningur landsmannu nam 278,5 milljörðum króna árið 1979 þar af nam útflutningur iðnaðarvara 60,4 milljörðum eða 21,7% af heildarútflutningi. Út- flutningur alls nam 37,4 milljörð- um en kísiljárns 3,3 milljörðum eða samtals 40,7 milljörðum, sem jafn- gildir 14,6% af heildarútflutningi. Útflutningur annarra iðnaðarvara nam hinsvegar 19,6 milljörðum eða 7% af útflutningi landsmanna og er það svipað hlutfall og undanfarin ár (var 6,3% árið áður). Hinsvegar hefur útflutningsverðmæti iðnað- arvöru aukist hraðar á árinu en útflutningsins i heild, sem aftur bendir til þess að markaðir hafi verið hagstæðir og hagstæðari en markaðir fyrir íslenska útflutn- ingsvöru i heild. Að vanda eru það fjórar útflutn- ingsiðngreinar, sem bera uppi út- flutninginn en það eru ullarvörur, skinn og skinnavörur, niðursuða og kísilgúr og nemur útflutningur þess- ara fjögurra vöruflokka 85% af heildariðnaðarvöruútflutningi. Lang fyrirferðamestur er útflutn- ingur ullarvara, samtals 8,3 millj- arðar eða 42% af heildariðnaðar- vöruútflutningnum. Þessi útflutn- ingur var áður 4,5 milljarðar og hefur því aukist að verðmæti um 84% en að magni um tæp 13% Útflutningur skinna og skinna- vara nam að þessu sinni 3,6 milljörð- um en hafði árið áður numið 2,1 milljarði. Útflutningur niðursuðu nam 3,1 milljarði hafði áður numið 2 millj- örðum og útflutningur kísilgúrs 1,8 milljörðum en var áður 1,3 milljarð- ur. Útflutningur vara til sjávarút- vegs ýmist rekstrarvara (veiðarfæri, umbúðir) eða vélar og tæki nema samtals 1,2 milljörðum króna en nam í fyrra 0,7 milljörðum og hafa því næstum tvöfaldast á árinu. Fyrirferðamesti hlutinn í þessum útflutningi eru veiðarfæri og veið- arfærahlutar samtals 0,7 milljarðar en vélar og tæki eru ört vaxandi þáttur og nemur nú útflutningur þeirra 0,25 milljörðum króna. Einn vaxtamesti útflutningurinn á árinu var vikurútflutningurinn er jókst úr 45 milljónum króna í 206 milljónir eða rúmlega fjórfaldaðist. Dr. Hákon Aðalsteinsson Yarði doktorsritgerð 30. NÓVEMBER s.l. varði dr. Há- kon Aðalsteinsson doktorsritgerð sína við háskólann í Uppsölum. Ritgerðin heitir „Zooplankton and its relation to available food in lake Mývatn“ eða „Dýrasvif og fæðuskil- yrði þess í Mývatni“ og var verkið unnið sem liður í þeirri heiidar- rannsókn á vistkerfi Mývatns og Laxár sem nýlega er lokið. And- mælandi við doktorsvörnina var dr. Jan Stensson frá háskólanum i Gautaborg. Dr. Hákon Aðalsteinsson fæddist 1947 í Neskaupsstað og eru foreldrar hans Auður Bjarnadóttir og Aðal- steinn Halldórsson nú bændur í Skálateigi í Norðfirði. Hákon varð stúdent 1967 frá MA og lauk fil kand prófi frá Uppsalaháskóla 1973. Hann hefur síðan starfað á Orkustofnun og stjórnar nú umhverfisrannsókn- um stofnunarinnar, en hefur auk þess sinnt sjálfstæðum rannsóknum. Doktorsritgerð Hákonar kom út í INNLENT norrænu riti um vistfræði, „OIKOS“, en auk þess er hana að finna í bók þeirri sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út nýverið um rannsóknirnar á Mývatni og Laxá. Bókin fæst hjá Sögufélaginu í Reykjavík. TOGARARNIR eru smiðaðir í skipasmíðastöð í Viana, skammt frá Oporto. Skip Búr er nær á myndinni, en togari Útvers. sem kemur í aprilmánuði, er til hægri. Fjórmenningarnir fyrir framan skipin eru frá vinstri: Víglundur Jónsson formaður Útvers, Gunnar Friðriksson forstjóri, umboðsmaður portúgölsku skipasmíðastöðvarinnar, Marteinn Jónasson, framkvæmdarstjóri BÚR, og Björgvin Guðmundsson, formaður útgerðarráðs BÚR. Portúgalstogar- arnir koma í vor FYRIR skömmu voru fulltrúar Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Útvers í Ólafsvík á ferð í Portúgal. þar sem í smiðum eru skuttogarar fyrir þessa aðila. Samið var um þessi skipakaup til þess að greiða fyrir saltfisks- ölu til Portúgals. ( Nær allur búnaður í skipunum er norskur og skipin eru smíðuð undir eftirliti norska fyrirtækis- ins Ankerlökken, sem hannað hefur mörg fiskiskip fyrir Islendinga. Skip Ólafsvíkinga verður tilbúið um miðjan aprílmánuð, en skip BÚR síðari hluta maímánaðar. Meðaldagsskuld ríkissjóðs við Seðlabankann i fyrra nam um 11 milljörðum króna í HEILD voru greiðslu- hreyfingar ríkissjóðs við Seðlabankann hagstæðar um 2 milljarða krona á árinu 1979. Sé hins vegar tekið tillit til áfallins verð- bótaþáttar vaxta til árs- loka, hækkuðu skuldir ríkissjóðs við Seðlabank- ann um 2,5 milljarða króna, þar sem endurmat af völdum gengisbreyt- inga og verðbótaþáttar nam 4,5 milljörðum króna í heild segir í bráðabirgða- yfirliti Seðlabanka íslands um þróun peningamála og lánamarkaðar á árinu 1979. Þá segir ennfremur, að eins og margsinnis hafi verið bent á sé mjög sterk árstíðasveifla í fjármálum ríkssjóðs. Hagstæð greiðsluútkoma á borð við þá, sem varð í fyrra, leynir því umtalsverðum innan- árshalla. Ætla má, að með- aldagsskuld ríkissjóðs við Seðlabankann á árinu 1979 vegna rekstrar þess árs hafi verið um 12,2 milljarð- ar króna og er þá meðtalin heildarútgáfa ríkisvíxla og skammtímaskuldabréfa. Innlánsstofnanir áttu að meðaltali um 1,3 milljarða króna í formi ríkisvíxla, þannig að „hrein“ fjár- mögnun Seðlabankans á árstíðabundnum halla ríkissjóðs nam að meðaltali um 11 milljörðum dag hvern á árinu 1979. Vöruskiptajöfnuður hagstæð- ur um 9,4 milljarða króna Þjónustujöfnuður hins vegar óhagstæður um 12 milljarða króna Vöruskiptajöfnuður landsmanna var á síðasta ári hagstæður um 9,4 milljarða króna, en alls var flutt út fyrir 278,5 milljarða króna og inn fyrir 269.1 milljarð króna að því er segir í bráða- birgðayfirliti Seðlabanka íslands um þróun greiðslujafnaðar og gjaldeyrismála á árinu 1979. Til samanburðar má geta þess að vöruskiptajöfnuður lands- manna var hagstæður um 10,7 milljarða króna á árinu 1978 þegar tölur þess árs hafa verið umreiknaðar til sambærilegs gengis, eða hækkaðar um 33,89%. Þá var flutt út fyrir 236,0 millj- arða króna en inn fyrir 225,3 milljarða króna. Útflutningsaukningin milli ár- anna nemur því um 18%, en innflutningsaukningin nemur hins vegar um 19,4% þar af jókst innfiutningur á olíum langmest eða um 97,8% úr 27,0 milljörðum króna í 53,4 milljarða króna. Fyrstu þrjá ársfjórðungana 1979 var þjónustujöfnuður óhagst- æður um 8 milljarða króna, og er það mikil breyting til hins verra miðað við undanfarin ár. Munar þar mestu, hvað afkoma flugsam- gangna hefur farið versnandi. Með tilliti til þess, að síðasti ársfjórð- ungur er jafnan óhagstæður, má ætla, að halli á þjónustujöfnuði á árinu í heild geti numið nálægt 12 milljörðum króna. Sé viðskiptajöfnuður leiðréttur með tilliti til þess, sem að framan er sagt um sveiflur í útflutnings- vörubirgðum og innflutningi sér- stakra fjárfestingarvara, verður viðskiptajöfnuður ársins 1979 hagstæður um tæpa 3 milljarða króna, og viðskiptajöfnuður ársins 1978 nánast í fullum jöfnuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.