Morgunblaðið - 08.02.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 08.02.1980, Síða 32
[□AM-tATBU Charade GEGN ORKUKREPPU FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 [DAMAT8U Charade | LEYSIR VANDANN Framsókn tilnefnir Ólaf Jóhannes- son sem utanríkisráðherra 400 þúsund tonn lág- mark segja skipstjórar Ekki ráðlegt að veiða meira en 300 þús. tonn segir sjávarútvegsráðherra SAMKVÆMT tilboöi. sem Gunn- ar Thoroddsen gerði samstarfs- flokkum sínum. Alþýðubanda- lagi ok Framsóknaraflokki í gær fá Gunnar og stuðningsmenn 3 Hækkun á neyzlufiski, unnum kjöt- vörum og fargjöldum Landleiða RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest samþykktir verðlagsráðs um hækkun á neyzlufiski, unnum kjotvörum og fargjöldum Land- leiða. Neyzlufiskur hækkar um sem næst 10% að meðaltali. Hausuð ýsa hækkar úr 538 í 602 krónur kg eða um 11,9%, ýsuflök án þunnilda úr 972 í 1110 krónur kg eða um 13,1%, nætursöltuð ýsuflök úr 998 í 1120 krónur eða 12,2% og þorskur um 8%. Unnar kjörvörur hækka að með- altali um 12,6%, pylsur úr 2174 í 2421 krónu kg eða 11,9%, kinda- bjúgu úr 2053 í 2337 krónur eða 13,8%, kjötfars úr 1370 í 1533 krónur eða 11,9% og kindakæfa úr 2734 krónur kg í 3112 krónur eða 13,8%. Fargjöld Landleiða á leiðinni Reykjavík- Hafnarfjörður hækka um 13%. ráðherra í ríkisstjórninni, fram- sóknarmenn 4 og alþýðuhanda- lagsmenn 3. Tilboð Gunnars ger- ir ráð fyrir, að hann verði forsætisráðherra. en að auki fái hans menn dóms- og kirkjumál og iandbúnaðarmál. Ilafa þar verið tilnefndir þeir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson. Þingflokkur og framkvæmda- stjórn Alþýðuhandalagsins fjall- aði um þetta tilhoð í nótt. er Morgunblaðið fór í prentun. Gunnar Thoroddsen gerir ráð fyrir því í tilboðinu, að framsókn- armenn fái sjávarútvegs- og sam- göngumál, utanríkismál, viðskiptamál og menntamál. Þing- flokkur framsóknarmanna sam- þykkti þessa tillögu Gunnars og tilnefndi Steingrím Hermannsson sem sjávarútvegs- og samgöngu- ráðherra, Ólaf Jóhannesson sem utanríkisráðherra, Tómas Árna- son sem viðskiptaráðherra og Ingvar Gíslason sem menntamála- ráðherra. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins var í gærkveldi og fram á nótt að fjalla um tilboð Gunnars Thoroddsen um ráðuneýtaskipt- inguna og framkvæmdastjórn flokksins fjallaði um málefna- samninginn. Var síðan búizt við því, að sameiginlegur fundur yrði um hvorttveggja. Samkvæmt til- boði Gunnars standa alþýðu- bandalagsmönnum til boða fjár- mál, iðnaðar- og orkumál og félags-, heilbrigðis- og trygginga- mál. Til greina munu koma Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttorms- son, Ragnar Arnalds, Ólafur Ragnar Grímsson, Geir Gunnars- son og jafnvel Lúðvík Jósepsson. KJARTAN Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra sagði á Alþingi í gær, að ekkert hefði komið fram, sem benti til að ráðlegt væri að auka það magn, sem ráðgert væri að veiða af loðnu í vetur, þ.e. 300 þúsund tonn. Hann sagðist telja eðlilegt að af þessu magni færu 50 þúsund lestir til frystingar og hrognatöku. Undanfarið hefur verið mikil og stöðug loðnuveiði, veður hefur verið einstaklega gott miðað við árstíma og loðna fundizt og veiðst á stóru svæði fyrir Norðurlandi. Morgunblaðið ræddi í gær við tvo skipstjóra á loðnuskipum, þá Þór- arin Ólafsson á Albert GK og Bjarna Sveinsson á Skírni AK. Sögðu þeir báðir að óvenju mikið væri af loðnu fyrir Norðurlandi og sögðu það vera álit skipstjóra, að 400 þúsund lestir ættu að vera lágmarkið á þeirri vertíð, sem nú stendur. Aflinná vertíðinni er nú um 210 þúsund tonn. Sjá nánar blaðsíðu 19. Mikið hvass- viðri í Vest- mannaeyjuiti MIKIÐ hvassviðri var í Vest- mannaeyjum í gær, og í gær- kvöldi er Morgunblaðið hafði samband við lögregluna í Eyjum voru þar rösklega tólf vindstig, og hvassviðri geisaði einnig á miðunum umhverfis Eyjar og allur flotinn lá inni. Hlýtt var hins vegar og gekk á með rigningarskúrum annað veif- ið, en samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar má búast við því að heldur fari hlýnandi hér sunn- anlands næstu daga. Einnig má búast við því að hvessi hressilega, þó ekki sé talið að veðurhæðin verði eins mikil og í Vestmanna- eyjum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Vestmannaeyjum var ekki vitað um neinar skemmdir af völdum veðurofsans þar í gær. Þingflokkur sjálfstæðismanna: Geir bauð viðræður en Gunnar hafnaði ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins fjallaði í gær um málefnagrundvöll ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins fengu í hendur, er þeir komu í þinghúsið eftir hádegi í gær. Þingflokkurinn tók ekki af- stöðu til grundvallarins og ekki til stöðu þeirra þingmanna, sem heitið hafa Gunnar Thoroddsen stuðningi við ríkisstjórnina. Mun fjallað um það á þing- flokksfundi í dag. Þingflokksfundurinn hófst með því að Gunnar Thoroddsen gerði grein fyrir málefnasamn- ingnum, en þar sem þingmenn höfðu aðeins haft hann í um það bil tvær klukkustundir, er fund- urinn var haldinn, urðu ekki efnislegar umræður um hann. Samkvæmt upplýsingum Geirs Hallgrímssonar lagði hann til, þar sem svo stutt var frá því er þingmenn hefðu fengið samning- inn í hendur, að þingflokkurinn tilnefndi menn -til viðræðna um „framlagðan málefnasamning við aðila hans í þeim tilgangi að fá upplýsingar og ná fram breyt- ingum, sem gætu leitt til sam- komulags, enda sé ljost, að málefnasamningurinn sé ekki lagður fram í þingflokknum í dag eingöngu til upplýsinga, samþykktar eða synjunar,“ eins og Geir orðaði það. Gunnar var þá, að sögn Geirs, spurður um tilgang þess, að hann legði samninginn fram og sagði hann að hann væri lagður fram til kynningar, samþykktar eða synjunar. Kvaðst hann ekki ætla að leggja málefnasamning- inn fyrir flokksráð Sjálfstæðis- flokksins. Geir Hallgrímsson sagði, að samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins væri það verkefni flokksráðs að fjalla um afstöðu til annarra flokka. Gunnar Thoroddsen hafi neitað að fylgja lögum og skipulags- reglum flokksins. „Að mínu mati hefur Gunnar þar með sagt sig úr lögum við Sjálfstæðisflokkinn með því að neita að hlíta skipu- lagsreglum hans.“ Var Geir þá spurður að því, hvort Gunnar og stuðningsmenn hans myndu áfram sitja í þingflokki sjálf- stæðismanna og kvað hann þing- flokkinn myndu taka afstöðu til þess á næstu dögum, að öðru leyti vísaði hann á formann þingflokksins um það efni. Ólafur G. Einarsson kvað eng- an vafa á því að Gunnar liti á sig sem þingmann Sjálfstæðis- flokksins, það hefði komið fram á fundinum. „En það hefur áður komið fram í svörum mínum við blaðamenn, að ég lít svo á, að sá sem tekur þátt í ríkisstjórn, sem flokkurinn á ekki aðild að, geti ekki setið þingflokksfundi." Það kom fram í máli þeirra Geirs og Ólafs, að næsta skref þingflokks Sjálfstæðisflokksins væri að taka afstöðu til ríkis- stjórnarinnar og málefnasamn- ings hennar. Þeir kváðust ekki telja, að fleiri þingmenn Sjálf- stæðisflokksins myndu veita ríkisstjórninni stuðning, þar sem allir aðrir hefðu lýst því yfir að þeir myndu hlíta ákvörðun meirihlutans. Hins vegar tók Ólafur G. Einarsson fram að auðvitað gætu þingmenn skipt um skoðun eins og aðrir. Eftir að Gunnar Thoroddsen hafði kynnt málefnasamninginn og svarað fyrirspurnum varð- andi aðdraganda að myndun ríkisstjórnarinnar og málsmeð- ferð vék hann af þingflokksfundi til þess „að gefa þingmönnum frjálsari hendur til að tala út“ eins og hann orðaði það. „En ég er áfram í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins og mun sækja fundi þar áfram," sagði Gunnar Thoroddsen. Gunnarsmenn fá dóms- mál og landbúnaðarmál ÓLAFUR Jóhannesson og Gunnar Thoroddsen ræðast við í Alþingis- húsinu í gær, eftir að það fréttist að Ólafur yrði hugsanlega utan- ríkisráðherra í stjórn Gunnars. Ljósm. Mbtói.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.