Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 19 Alþingi í gær: Deilt um dreif- ingu loðnuafla KJARTAN Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra sagði í umraeðu utan dagskrár á Alþingi i gær, að ekkert heíði komið íram sem benti til þess að ráðlegt væri að auka það magn, sem ráðgert væri að veiða af loðnu. þ.e. 300.000 tonn. Söluhorfur á frystri loðnu hefðu reynst óvissari en ráð var fyrir gert. Þrátt fyrir það teldi hann eðlilegt að gera ráð fyrir um 50.000 tonnum af loðnu til frystingar og hrognatöku, til að detta ekki út af markaðinum i Japan. Akvörðun um þetta efni þyrfti að taka fyrir eða um næstu helgi. Eina lagaákvæðið, sem til er um dreifingu loðnuafla með opin- berri stjórnun á loðnubræðslur er í lögum, sem veita loðnuncfnd visst ákvörðunarvald í þessu efni. Þetta lagaákvæði var byggt á þeim rökstuðningi í greinargerð með frumvarpi, að nýta verk- smiðjukost í landinu sem bezt í þeim tilgangi, að auka heildar- afla flotans sem mest á hverri vertíð. Ef nýta á þessa stjórnun- arheimild nú á annarri forsendu, þarf Alþingi að taka af tvímæli með yfirlýsingu þar um. Upphaf þessa máls var það að Halldór Asgrímsson (F) vakti athygli á vanda verksmiðja, verkafólks og sveitarfélaga á sunnanverðum Austfjörðum og í Vestmannaeyjum vegna vöntunar á loðnu til vinnslu. Spurðist hann fyrir um, hvort lagaheimildum til dreifingar afla, sem loðnunefnd hefur, yrði beitt til að bæta hér úr. Bjarni á Skírni: „400 þús. tonngera engum neittw ÞEGAR við vorum síðast úti voru um 20 skip á miðunum á mjög stóru svseði, það voru margar milur á milli skipanna. sen allir voru að mokfiska, sagði Bjarni Sveinsson, skip- stjóri á Skirni, í samtali við Mbl. í gær. Verið var að landa nokkrum tugum tonna af loðnu úr Skirni i Krossanesi, en siðan var ferðinni heitið til Akureyr- ar, þar sem verið var að gera við nótina. — Það er alltaf að koma meira og meira af loðnu vestan að, hélt Bjarni áfram. — Skipin fylgja göngunni síðan eftir austur undir Kolbeinsey, en þar hefur loðnan dreift sér. Þá er keyrt á ný vestur á bóginn og byrjað að veiða úr nýrri göngu. Loðnan virðist vera nær samfellt fyrir Norðurland- inu og slitnar í raun aldrei, en er þó sums staðar ekki veiðanleg. Það segir sína sögu um magnið af loðnunni í ár, að menn sem eru búnir að vera í þessu síðan loðnuveiðar byrjuðu, hafa aldrei séð annaö eins af ioðnu. — Ég held að um 400 þúsund tonna veiði geri engum neitt og komi varla við það magn, sem núna er á ferðinni. Ég er hins vegar ekki viss um að loðnan komist suður með Austfjörðun- um nema hún hrygni hálfum mánuði síðar en venjulega. Það kann vel að gerast því að loðn- unni fór illa fram í sumar, m.a. vegna lélegra átuskilyrða, og sé því seinni til en áður. Undanfarið hefur loðnan verið ágæt, sem fengist hefur, og ég segi það alveg satt, að mönnum hreinlega blöskraði eina nóttina um daginn þegar þeir sáu hversu mikið var af loðnunni. Helgi F. Seljan (Abl.) taldi ástæðu til, að hugað yrði að vanda fólks og fyrirtækja í vissum landshlut- um í þessu efni. Stefán Jónsson (Abl) taldi vandséð að réttlætan- legt væri að flytja loðnuafla á fjarlægari staði, sem hægt væri að vinna á hagkvæmari hátt í ver- stöðum nær veiðisvæðum, enda afkastageta þeirra ekki fullnýtt. Pétur Sigurðsson (S) sagði óhjákvæmilegt að horfa á þetta mál frá sjónarhóli sjómanna, sem hér ættu stórra hagsmuna að gæta, og útgerðarinnar, en þessir tveir aðilar væru jú þeir, er hráefnið sæktu á miðin. Karen Asgeirsson (f.Mogensen) — Kveðja Fædd 10. maí 1922. Daín 31. janúar 1980. Nú er elsku amma okkar, Kaja, horfin frá okkur. Við fengum ætíð svo mikla hlýju hjá henni og það var svo gott að koma til hennar. Loðnu landað úr Albert og Hilmi á Þórshöfn síðastliðið haust. (Ljósm. Már). Þórarinn á Albert GK: „Langt síðan maður hefur séð eins stórar torfur — OKKUR skipstjórunum hefur nú fundizt töluvert meira af loðnu heldur en t.d. tvo síðast- liðna vetur á þessum tíma. sagði Þórarinn Ólafsson, skipstjóri á Albert GK, er Morgunblaðið sló á þráðinn til hans vestur á Bolung- arvík, þar sem beðið var löndun- ar. — Fyrir nokkrum dögum vár alveg óhemjumikil loðna á miðun- um, bara langt síðan maður hefur séð eins stórar torfur, þær voru allt upp í 100 faðmar og á gríðarlega stóru svæði, sagði Þór- arinn. — Við fengum ábyggilega ein þúsund tonn á síðuna úr einu kastinu og vantaði þó ekki nema um 200 tonn. Við höfum fengið stór köst áður, en ekkert í líkingu við þetta. Þá held ég, að aldrei hafi verið gert eins mikið af því og í vetur að láta næstu báta hafa loðnu, köstin hafa oft verið svo stór. — Það er loðna austur úr öllu, en hún er dyntótt greyið atarna og virðist haga sér dálítið einkenni- lega þegar kemur austur undir Kolbeinseyjarhrygginn. Þá dreifir hún sér og spurningin er hvenær hún þéttist aftur í torfur, en annars er loðnan núna á hraðri ferð austur. Jú, það er rétt, loðnan var smærri í byrjun vertíðar, en þá átti smáloðnan eftir að skilja sig frá stóru loðnunni. í fyrrinótt bar einnig svolítið á ungloðnu, en það var vestarlega á svæðinu og hún á bara eftir að skilja sig úr. Leiðrétting í athugasemdum frá Áfengis- varnarráði, sem birtist í blaðinu í gær, varð misritun í 1. lið. Hann á að vera þannig: „1. Löggjafarvaldið á íslandi, Alþingi, hefur aldrei á þessari öld samþykkt heimildir til innflutn- ings, framleiðslu og sölu áfengs öls á Islandi — nema til handa varnarliðinu sem hér dvelst. — Heimildir til slíks eru frá öðrum stjórnvöldum komnar." — Þegar við vorum margir á því, að stöðva veiðarnar við 400 þúsund lestir í haust, gerðum við það í þeirri góðu trú, að við fengjum að veiða a.m.k. 400 þús- und tonn eftir áramót. Núna teljum við sannað, að það sé sízt minna af loðnu á miðunum heldur en 2 síðustu ár á þessum tíma og þetta mikla magn gefur ekki tilefni til að hugleiða stöðvun veiðanna að svo stöddu. Það er óvenjulegt að svo mikið skuli vera af loðnu á þessum slóðum á þessum tíma, en mönnum finnst að lágmarkið ætti að vera 400 þúsund tonn, sagði Þórarinn á Albert að lokum. Við vitum, að hún er núna hjá Guði og líður þar vel. Við þökkum henni fyrir það sem hún var okkur og biðjum góðan Guð að geyma elsku ömmu. Barnabörn. Allr.I.YSINGASIMINN ER: 22480 JWorjjunblatiib AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Aöalstræti 6 simi 25810 Innihald 500-700 g ærhakk 1-2 stk. laukur 75 gr. sveppir 50 gr. smjörliki 1 msk. tómatkraftur 1/4 tesk. karrý 1/4 tesk. paprika salt, ostur Tillaga að matreiðslu. Ærhakkiðfœst í næstu Jgötbúð ítalskur hakkréttur Hakk, laukur og sveppir brúnað á vel heitri pönnu í smjöri, kryddað. Tómatkrafti bætt út i og e.t.v. dálitlu af brúnni sósu ef til er. Allt sett i eldfast mót eða form, ostinum stráð yfir, bakað i vel heitum ofni i 5-7 min. eða þar til osturinn er bráðinn. Borið fram með spaghetti, hrisgrjónum, bökuðum baunum, grófu brauði, hræðrum kartöflum, hrásalati eða öðru þvi er hugurinn girnist. Kjötíðnaðarstöð Sambandsins Kirkjusandi sirrá:86i66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.