Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði Lögbirtingablaösins 1979, á Skemmuvegi 4 — efri hæö —, þinglýstri eign Á. Guömundssonar hf., fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1980 kl. 10:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 80., 82. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1978, á Vatnsendabletti 165, þinglýstri eign Sigurjóns Þorbergssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1980 kl. 17:00. Sigmar Ármannsson lögfræðingur: Er ný holskefla innfluttra fiski- skipa yfirvofendi Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 100. og 103. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978, á Bjarnhólastíg 10 þing- lýstri eign Stefáns Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1980 kl. 11:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 32., 34. og 36. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979, á Fannborg 9 — hluta —, þinglýstri eign Jóns G. Þorkelssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudagin 15. febrúar 1980 kl. 11:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979, á Hafnarbraut 6, þinglýstri eign Viktors hf., fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1980 kl. 13:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði Lögbirtingablaösins 1979, á Kársnesbraut 24 — hluta —, þinglýstri eign Hermanns Sölvasonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1980 kl. 15:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Laugardaginn 9. febrúar verða til viðtals kl. 2—4 Birgir ísleifur Gunnarsson borg- arfulltrúi og Elín Pálmadóttir varaborgar- fulltrúi. Birgir á sæti í borgarráöi, hafnarstjórn, stjórn Landsvirkjunar, Lífeyrissjóöi starfs- manna Reykjavíkurborgar og skipulags- I Igg Um þessar mundir berast þær fregnir frá Vestmannaeyjum, að fjölmörg skip úr fiskveiðiflota Eyjamanna séu orðin svo úr sér gengin og óhagkvæm í rekstri, að nánast sé ógerlegt að halda þeim til veiða. Á árinu 1979 hafi 9 skip frá Vestmannaeyjum verið strikuð út af skipaskrá, og auk þess hafi nokkur fiskiskip verið seld til annarra útgerðarstaða. Þannig sé afkomu þess fjölda Vestmanna- eyjinga, sem byggja allt sitt á sjávarútvegi, stefnt í hættu. Þá hafa og borist tíðindi af því, á hvaða hátt heimamenn hyggist bregðast við þessum vanda. Virð- ist sem það eigi að gerast með innflutningi skipa frá Póllandi, og hafa heyrst nefnd allt að 10 skip í því sambandi. Fréttir af viðbrögð- unum viö vandanum eru því ekki síður uggvænlegar heldur en or- sakir vandans sjálfs, einkum þó fyrir íslenskan skipaiðnað. Nauðsyn nýsmíða fyrir skipaiðnaðinn Á undanförnum árum hefur því verið haldið fram af ýmsum aðil- um, að fiskiskipastóll landsmanna væri of stór, og væri því eðlilegt að draga sem mest úr skipakaupum erlendis frá og nýsmíðum skipa innanlands, helst að leggja slíkt niður með öllu um skeið. Forráða- menn íslenskra skipasmíðastöðva og hagsmunasamtök þeirra, Félag dráttarbrauta og skipasmiðja, hafa eindregið stutt það sjónar- mið, að nauðsynlegt sé, að sem fyllst samræmi ríki milli sóknar- getu fiskveiðiflota landsmanna og ástands fiskistofnanna. Á hinn bóginn hefur félagið jafnan bent á, að viss endurnýjun á flotanum sé nauðsynleg. Eigi hún sér ekki stað, geti það haft margvíslegar og alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hafa málsvararr íslensks skipaiðnaðar leitt að þessu fjöl- mörg rök, sem hér gefst ekki rúm til að fera ýtarleg skil. Þó skal nefnt, að hætt er við, að engin áhersla yrði lögð á úrbætur í aðstöðumálum skipasmíðastöðva, yrðu nýsmíðar skipa innanlands lagðar niður, eða svo úr þeim dregið, að jafngilti algjörri stöðv- un nýsmíða. Þegar ástand fiski- stofnanna væri komið í eðlilegt horf, sem e.t.v. er ekki mjög langt undan, væru íslenskar skipa- smíðastöðvar engan veginn svo í stakk búnar, að þær gætu tekið upp þráðinn að nýju og tekið þátt í þeirri miklu endurnýjun fiski skipastólsins, sem óumflýjanlega verður nauðsynleg þá. Öllum er ljóst, að ekki er unnt að hefja framleiðslu um tíma, leggja starfsemina síðan niður í nokkur ár, og hefja framleiðslu um tíma, leggja starfsemina síðan niður í nokkur ár, og hefja framleiðslu svo aftur eins og ekkert háfi í skorist. Þá ber þess og að geta, að íslenskur skipaiðnaður fær ekki þrifist á sveiflukenndum skipavið- gerðum einum saman, eins og sumir hafa þó lagt til. Reynslan hefur sýnt, að verði nýsmíðum hætt, hefði það í för með sér stórum lélegri nýtingu stöðvanna, hagkvæmnin yrði minni og við- gerðirnar að sama skapi miklu dýrari. Nauðsyn nýrra skipa fyrir útgerðina Talsmenn íslensks skipaiðnaðar hafa raunar lengi bent á, að umtalsverð þörf væri fyrir ný fiskiskip og færi eftirspurnin sívaxandi. Orsakirnar má m.a. rekja til endurnýjunarþarfar nú- verandi flota, útfærslu landhelg- innar, breyttra veiðiaðferða auk sóknar í áður lítt nýtta fiski- stofna. Þannig má ætla, að eftir- spurn minni skutttogara aukist, nótaskip fari stækkandi og minni fiskiskipum, þ.e. 25m. — 30 m. að lengd og styttri, fjölgi. Nýjustu fréttir frá Vestmannaeyjum sanna svo ekki verður um villst, að hugmyndir þessar hafa reynst réttar. I byrjun þessa árs eru 255 skip íslenska fiskiskipaflotans 20 ára eða eldri. Eftir 3 ár, verða þau orðin 420. Það er því fullljóst, að sá gífurlegi vandi, sem útvegs- menn í Vestmannaeyjum eiga við að glíma nú um stundir, verður innan skamms ekki bundinn við þann mikla útgerðarstað einan, heldur flesta ef ekki alla útgerðar- bæi landsins. Hætta á stór- felldum innflutn- ingi fiskiskipa Það er kunnara en frá þurfi að segja, að eitthvert mesta vanda- mál skipaiðnaðarins og ekki síður sjávarútvegsins hefur Verið hvernig að endurnýjun fiskiskipa- stólsins hefur verið staðið. I stað jafnrar og stöðugrar endurnýjun- ar flotans, hefur endurnýjunin gerst í gífurlegum stökkum. Slík endurnýjun hefur haft í för með sér margvíslegar og miður æski- legar afleiðingar, og skal sú sorg- arsaga ekki rakin hér. Ljóst er að verði ekkert að gert Nauðungaruppboð Laugardaginn 9. febrúar veröur haldiö opinbert uppboö eftir kröfu gjaldheimtunnar, tollstjórans í Reykjavík, banka og ýmissa lögmanna, aö Smiös- höföa 1 (Ártúnshöföa), og hefst þaö kl. 13.30. Seldar veröa fólksbifreiöar, vörubifreiöar, vinnuvélar, tólf feta hraöbátur o.fl. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiösla nema meö samþykki uppboöshaldara eöa gjaldkera. Greiðsla viö hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveöiö hefur veriö að viöhafa allsherjaratkvæöa- greiðslu viö kjör stjórnar og önnur trúnaöarstörf í félaginu fyrir áriö 1980 og er hér meö auglýst eftir tillögu um félagsmenn í þau störf. Frestur til aö skila listum er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 11. febrúar 1980. Hverjum lista þurfa að fylgja meömæli 100 fullgildra félagsmanna. Listanum ber aö skila í skrifstofu félagsins í Alþýöuhúsinu viö Hverfisgötu. Stjornin. Nýr ísbar Mjólkursamsalan opnar nýjan ísbar á Laugavegi 162 á morgun, laugardaginn 9. febrúar. Barinn mun bera nafnið „Klakahöllin" og verða þar á boðstólnum ýmsir ísrétt- ir. Biskupinn á förum til Grænlands BISKUP íslands hr. Sigur- björn Einarsson er á förum til Grænlands, þar sem hann mun verða viðstaddur vígslu fyrsta grænlenska biskupsins hr. Shennitz. Fer vígslan fram um aðra helgi og verður mjög til athafnarinnar vandað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.