Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980
Sovétmenn stefna
að heimsyfirráðum
— segir fyrrum ritari Josefs Stalíns
París, 7. febrúar. Aí*.
BORIS Bajanov, íyrrum ritari
Josefs Stalins og sovésku
stjórnmáianefndarinnar, rauf í
Nakin
kona með
skurðhníf
— minnkar hættuna á sýkingu
Stokkhúlmi. 7. febrúar. AP.
EF þú þarft að fara í upp-
skurð á sjúkrahúsi og vilt
minnka hættuna á sýkingu
þá láttu nakta konu á hezta
aldri skera þig upp! Þetta ráð
er gcfið í Nordisk medicin,
tímariti norrænu læknasam-
takanna. Ráð þetta er gefið í
grein, sem rituð er um sýk-
ingu á sjúkrahúsum, og er
þrálátt vandamál í Svíþjóð og
viðar.
Og röksemdirnar fyrir nak-
inni konu með skurðhníf eru
gefnar. Þær eru: konur í barn-
eign dreifa færri bakteríum en
karlar. Og nakið fólk veldur
minni sýkingarhættu en fólk í
fötum. Því er ályktað í grein-
inni, að það sé hið bezta ráð til
að komast hjá sýkingu, að láta
nakta konu skera sig upp.
Þetta gerðist
1976 — Gjafir Lockheed til
Bernharðs Hollandsprins af-
hjúpaðar.
1974 — 84 daga Skylab-ferð
þriggja bandarískra geimfara
lýkur. (Lengsta geimferð).
1971 — Suður Víetnamar sækja
inn í Laos.
1964— írena prinsessa afsalar
sér ríkiserfðum í Hollandi til að
giftast Carlos Hugo prins af
Bourbon-Parma.
1963 — Abdul Karim Kassem
veginn í uppreisn í Bagdad og
Abdul Salem Arif tekur við.
1955 — Malenkov segir af sér og
Bulganin tekur við.
1943 — Rússar taka Kursk.
1040 — Þjóðverjar skjóta tíunda
hvern íbúa tveggja pólskra
þorpa.
1937 — Spænskir þjóðernissinn-
ar taka Malaga með aðstoð ítaia.
dag í fyrsta sinn 30 ára þögn sina
og fordæmdi það sem hann kall-
aði „heimsyfirráðastefnu So-
vétrikjanna.“ Bajanov flýði frá
Sovétríkjunum árið 1928 eftir að
hafa náð á skömmum tíma mikl-
um frama í sovéska kommúnista-
flokknum. Hann sagðist hafa
rofið þögn sína vegna hvatningar
Alexanders Solzhenitsyns út af
versnandi ástandi í heiminum.
Bajanov hvatti til bandalags
V-Evrópuríkja, Bandaríkjanna og
Kína til að spyrna við útþenslu-
stefnu Sovétríkjanna. Hann sagði,
að útþenslustefna Sovétríkjanna
nú væri ekki sambærileg við
draum keisaraveldisins, því að
Sovétmenn einsettu sér nú að ná
heimsyfirráðum með byltingu og
koma á alheimsgulagi.
Bajanov heldur því fram, að
innrás Sovétríkjanna í Afganistan
hafi tvö meginmarkmið: Annars
vegar að þokast nær olíulindunum
í Mið-Austurlöndum til þess að
geta stöðvað olíustreymi til Vest-
urlanda ef deila kæmi upp og hins
vegar, sem meira væri um vert —
að reyna á þolrif Vesturlanda. „Ef
vestrænar þjóðir mótmæla aðeins
í orði, þá munu Sovétmenn halda
göngunni áfram,“ sagði hann.
Næsta skref væri Júgóslavía og
síðan Italía og Frakkland, sem
hann kallaði veikleika vestursins.
1920 — Bolsévíkar taka Odessa.
1904 — Japanir setjast um Port
Arthur í Mansjúríu og ófriður
Rússa og Japana hefst.
1878 — Bretar ákveða að senda
aftur flota til Konstantínópels.
1872 — Jarlinn af Mayo, vísi-
konungur Indlands, veginn.
1861 — Suðurríkjasambandið
stofnað í Bandaríkjunum.
1809 — Franz I af Austurríki
ákveður að fara í stríð gegn
Frökkum.
1807 — Orrustan um Eylau milli
Frakka og hers Rússa og Prússa.
1725 Katrín, ekkja Péturs
mikla, verður keisaradrottning.
1587 — María Skotadrottning
hálshöggvin.
1560 — Tyrkneskar galeiður
gersigra spænskan flota hertog-
ans af Medina Celi við Tripoli.
Afmæli: Robert Burton, enskur
Norman Forer, prófessor við Kansasháskóla heilsar hér glaðlega írönskum námsmanni, við komu Forers
og sendinefndar frá Bandaríkjunum, sem er í boði stúdentanna sem hafa bandarisku gíslana fimmtíu á
valdi sínu. Hópurinn tafðist nokkra hrið á Mehrabadflugvelli þar sem hann hafði ekki fengið
vegabréfsáritun. en síðan var þvi kippt í lag.
Dagblað í Kuwait:
Samningar um lausn
gíslanna á lokastigi
Teheran, Washington, 7. febrúar. AP.
DAGBLAÐ í Kuwait hélt því í
dag fram, að gislunum í banda-
riska sendiráðinu i Teheran yrði
sleppt innan skamms. Blaðið, A1
Khadaf, sagði að námsmönnun-
8. fobrúar
rithöfundur (1577—1640) —
John Riskin, brezkur rithöfund-
ur (1819-1900) - W.T. Sher-
man, bandarískur hermaður
(1820-1891) - Jules Verne,
franskur rithöfundur (1828—
1905) — Lana Turner, bandarísk
leikkona (1920—) — Edith Ev-
ans, brezk leikkona (1888—1976).
Andlát: 1725 Pétur mikli Rússa-
keisari.
Innlent: 1925 Sjóslysið mikla á
Halamiðum — 1631 d. Gísli
Hákonarson lögmaður — 1743 d.
Jón Árnason biskup — 1623
Fyrri konungstilskipun um
íslenzkan útsölustað í Glúckstað
— 1965 Louis Armstrong kemur
í heimsókn.
Orð dagsins. Bjartsýni: heimur-
inn getur ekki verið betri og allt
illt er nauðsynlegt fyrir heiminn
— F.H. Bradley, brezkur heim-
spekingur (1846—1924).
um í sendiráðinu hefði verið
fækkað úr 400 í rétt um 50, og að
samningar um lausn gislanna
væru nánast í höfn. Blaðið hélt
Ívi fram, að Bani-Sadr, forseti
rans, hefði samið um lausn
gíslanna.
Aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Warren Christ-
opher, sagði að bandarísk stjórn-
völd hefðu ekki fengið neina stað-
festingu á, að gíslunum verði
sleppt innan skamms. En hann
sagði að „staðan lofaði nú góðu,
vegna breyttra aðstæðna." Þar
átti hann við kjör Bani-Sadr sem
forseta Irans og formanns bylt-
ingarráðsins. Hann var spurður
hvort samkomulag væri í burðar-
liðnum en hann sagði svo ekki
vera.
Fjörutíu og níu Bandaríkja-
menn komu til Teheran í gær-
kvöldi í boði stúdentanna í sendi-
ráðinu. Þeim var haldið í nokkrar
klukkustundir á flugvellinum
vegna deilu um heimild þeim til
handa til að fara inn í landið. Að
lokum var þeim leyft að fara í
gegn um vegabréfaskoðun. Bani-
sadr réðst í gærkvöldi harkalega
að námsmönnunum og sagði að
stjórnin í Teheran mundi taka
Eichmann kvaðst ekki
haldinn Gyðingahatri
Tel Aviv. 7. fehrúar. AP.
ADOLF Eichmann, yfirmaður aðgerðanna sem urðu til þess að sex
miiljónir Gyðinga voru Iíflátnir, samdi sjálfsævisögu í fangelsi
áður en hann var líflátinn og sagði þar að hann væri ekki
Gyðingahatari og hefði aldrei sætt sig við opinbera stefnu nazista.
Þetta kemur fram í bókinni „Réttlæti i Jerúsalem“ eftir Gideon
Hausner, sækjanda í réttarhöldunum sem leiddu til þess að
ísraelskur dómstóll dæmdi Eichmann til dauða 1961. Hausner
vitnar í handrit Eichmanns sem var ríkisleyndarmál í 19 ár.
Eins og verjendur héldu fram í
réttarhöldunum segist Eich-
mann aðeins hafa framfylgt
skipunum þegar hann fram-
kvæmdi áætlanir um útrýmingu
Gyðinga. Hann kallar kenningar
nazista um yfirburði Aría
„dulspeki" sem hann hafi ekki
haft áhuga á og segir frá þvi
hvernig hann hafi eitt sinn kysst
fallega frænku sína sem var
Gyðingur.
„Guðirnir sem ég dýrkaði
kröfðust dauðadansins," skrifaði
hann. „Ég átti engra kosta völ,“
skrifar hann annars staðar
„Hver sem heldur öðru fram er
lygari. Þegar menn hafa stigið á
bak trígrísdýri verður ekki aftur
snúið."
Bókinni var haldið leyndri í 15
ár að skipun Davíðs Ben-Gur-
ions þáverandi forsætisráðherra
svo að hún skyggði ekki á
úrskurð hæstaréttar ísraels. Nú
telur Hausner að hann telji að
Israelsmenn þurfi að rifja upp
útrýmingu Gyðinga.
Eichmann segir frá því að
leynirannsókn hafi verið fyrir-
skipuð um hjákonu Hitlers, Evu
Braun, og hún hafi leitt í ljós að
forfeður hennar í fjórða lið hafi
haft Gyðingablóð í æðum.
Á einum stað kallar Eichmann
útrýmingarherferðina „einn
mesta glæp mannkynsins", en
Hausner segir að yfirleitt hafi
hann reynt að fjarlægja sig
nazisma og fordæma hann án
þess að iðrast gerða sinna.
Eichmann kallaði „endanlega
lausn“ gyðingamálsins „Frelsun
gestgjafaþjóðarinnar frá gesta-
þjóðinni".
Hausner segir að geðrannsókn
hafi verið gerð á Eichmann í
fangaklefanum og hún hafi leitt
í ljós að hann hafi verið haldinn
„hættulegum valdaþorsta og
óseðjandi morðþörf". Svissneski
sálfræðingurinn Lipot Szondi
rannsakaði Eichmann og sagði
um niðurstöður rannsóknarinn-
ar á honum að hann hefði aldrei
séð neitt þeim líkt þótt hann
hefði gert 6.000 slíkar rann-
sóknir í lagalegum tilgangi.
ákvörðun um hvort Bandaríkja-
mönnunum yrði heimiluð vera í
landinu eða hvort þeir yrðu sendir
aftur til Bandaríkjanna. Þetta var
í annað sinn sem Bani-Sadr gagn-
lýnir námsmennina opinberlega.
Áður hafði hann lýst þeim sem
einræðisseggjum, sem hefðu
myndað ríki í ríkinu, vegna hand-
töku upplýsingaráðherrans, Nass-
er Minachi.
Veður
Akureyri 0 alskýjað
Amslerdam 4 skýjaö
Aþena 20 heiðríkt
Barcelona 15 léttskýjað
Berlín 1 skýjað
BrUssel 9 rigning
Chicago -1 skýjað
Denpasar, Bali 32 skýjað
Dublin 5 rigning
Feneyjar 7 þokumóða
Frankturt 11 heiðríkt
Gent 11 rigning
Helsinki -4 snjókoma
Hong Kong 10 skýjað
Jerúsalem 11 heiöskírt
Jóhannesarborg 24 bjart
Kaupmannahöfn -2 snjókoma
Las Palmas 20 léttskýjað
Lissabon 17 rigning
London 8 skýjað
Madrid 16 skýjað
Maiaga 18 heiðskirt
Mallorca 17 léttskýjað
Miami 23 bjart
Montreal 13bjart
Moskva -7 skýjaö
Nýja Delhi 18 bjart
New York -1 skýjaö
París 11 skýjað
Reykjavík 1 alskýjað
Rio de Janeiro 33 bjart
Rómaborg 14 skýjað
San Francisco 19 bjart
Stokkhólmur 5 skýjað
Sydney 22 skýjað
Tel Aviv 18 bjart
Tókýó 8 bjart
Toronto 9 skýjað
Vancouver 9 rigning
Vínarborg 10 skýjaö
Fyrsta glasa-
barn Ástralíu
verður stúlka
Melbourne, Ástralíu
7. febr. AP.
FYRSTA “glasabarnið“ í Ástra-
líu, sem mun fæðast í maí eða
júní verður meybarn, að þvi er
læknar á sjúkrahúsinu í Mel-
bourne þar sem þessi tilraun var
gerð, sögðu í dag. Móðirin á fyrir
fjögurra ára gamlan son. önnur
áströlsk kona á nú einnig von á
“glasabarni“ og mun það koma í
heiminn í ágúst.