Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 Skemmdarverk á eigum borgarmnar: Kostuðu um 80 , milli. á síðasta ári BEINN kostnaður vegna skemmda á eigum borgarinnar nam á síðasta ári um 80 milljón- um króna. Þetta kom fram í svari Egils Skúla Ingibergssonar borg- arstjóra við fyrirspurn Guðrúnar Ilelgadóttur sem laut að þessum málum.______________ Stöðug og góð veiði LOÐNUAFLINN á vertíðinni var í gærkvoldi orðinn rúmlega 210 þúsund lestir. Frá því að vertíð hófst hefur varla fallið úr dagur hjá loðnuskipunum. en fyrst var tilkynnt um loðnu 10. janúar. Síðan féllu úr 4 dagar 19. — 22. janúar og einnig 24. janúar. Síðan hefur veður verið gott miðað við árstíma og flesta dagana hefur aflinn verið um eða yfir 10 þúsund lestir. í svari sínu sagðist borgarstjóri hafa leitað til nokkura stofnana borgarinnar og fengið þar upplýs- ingar um þessi mál. Borgarstjóri sagði að kostnaður hreinsunardeild- ar borgarinnar næmi 2 — 5 milljón- um, kostnaður vegna skemmda á skólabyggingum næmi alls, allt að 25 milljónum króna, en bein útgjöld vegna þessa væru 12 — 18 milljónir. Tjón vegna skemmda á strætisvögn- um næmi um 11 milljónum, skemmdir á görðum borgarinnar, þ.e. trjáplöntum, blómum og þ.h. næmi um 23,5 milljónum. Þá sagði borgarstjóri að þær upplýsingar hefði hann fengið hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur að beinar tölur um þetta lægju ekki fyrir, en talið væri að kostnaður vegna skemmda myndi nema 30 — 35 milljónum króna. Nokkrir borgarfulltrúar tóku til máls vegna þessa og lýstu þeir allir áhyggjum sínum og töldu að átak þyrfti að gera í þessu efni. Land og synir á Sauöárkróki: Ekki pantaðir stakir miðar heldur heilu sýningarnar SÝNINGAR á kvikmyndinni Landi og sonum hófust á Sauðárkróki í gær og verður myndin sýnd þar næstu daga þrisvar á dag eða jafnvel oftar. Svo mikill var at- gangurinn þegar tekið var á móti pöntunum simleiðis í gær að síma- kerfið fór úr sambandi á tímabili að því er fréttaritari Mbl. á Sauðár- króki tjáði blm. Aðsókn var mikil í gær og voru ekki aðeins pantaðir stakir miðar á ein- staka sýningar heldur heilu sýn- ingarnar eins og þær lögðu sig. Þannig pöntuðu Lionsmenn á Hofsósi um 70 miða fyrir aldrað fólk þaðan, en bíóið tekur á annað hundrað manns og Grunnskólinn á Hofsósi fær í dag kl. 13 sérstaka sýningu þegar nemendur og kennarar ásamt foreldrum eftir því sem húsrými leyfir, leggja land undir fót til að sjá Land og syni. Myndin verður sýnd á Króknum fram á helgi, kl. 15, 17 og 21, og fara þær fram í félagsheimilinu Bifröst. Töldu íslenska næt- urlífið fátæklegt Ragnar Jónsson er hér meðal annarra gesta við vígslu Listaskála aiþýðu í gær. Listaskáli alþýðu vígður Geirdal arkitekt hannaði inn- réttingar Listaskálans, Daði Ól- afsson ljóstæknifræðingur teiknaði ljósabúnað og raf- magnsmeistari var Tryggvi Þórhallsson. Stjórn Listasafns alþýðu skipa Hannibal Valdimarsson, Eggert G. Þorsteinsson, Stefán Ög- mundsson, Árni Guðjónsson, Björn Th. Björnsson, og Hrafn- hildur Schram. Forstöðumenn safnsins hafa verið Arnór Hannibalsson, Sigríður Þorgrímsdóttir, Hjörleifur Sig- urðsson og Þorsteinn Jónsson. Fysta sýningin í Listaskála alþýðu var jafnframt opnuð í gær. Þar eru sýnd 58 málverk eftir 36 höfunda. Sýningin verð- ur aðeins opin meðlimum í verkalýðsfélögum. En nokkuð fljótlega verður sýning á verkum Gísla Jónssonar í Listaskála alþýðu og verður sú sýning opin almenningi. LISTASKÁLI alþýðu, Grensásvegi 16, var í gær vígður við hátíðlega athöfn. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina, en heiðursgestur var Ragnar Jónsson forstjóri sem varð 76 ára í gær. Listaskáli alþýðu h.f. var stofnaður 16. desember 1976 af 25 verkalýðsfélögum ASÍ og Listasafni alþýðu en nú eru félögin orðin rúmlega fjörtíu. Hlutafé var upphaflega 40 millj- ónir króna en það verður aukið á næstunni. Nýting salarins verður fyrst og fremst fyrir Listasafn alþýðu en auk þess er gert ráð fyir að verkalýðshreyfingin geti haldið fundi sína og ráðstefnur í þessu húsnæði, sem og haft þar aðra fræðslu- og menningarstarf- semi. Ragnar Jónsson forstjóri færði Alþýðusambandi íslands árið 1961 120 valinkunn listaverk sem stofn í alþýðulistasafn. Listasafn alþýðu hefur síðan aukið við listaverkaeign sína. Ragnar hefur miklu bætt við frumgjöf sína, margir listamenn hafa fært safninu verk og svo hefur Margrét Jónsdóttir fært safninu rúmlega þrjátíu lista- verk. Nú eru á skrá hjá safninu um 300 listaverk. Listasafn alþýðu var fyrst í húsakynnum ASÍ, Laugavegi 18, síðan á þriðju hæð Alþýðubank- ans, Laugavegi 31, en fyrir tæpum tveimur árum fluttist aðstaða safnsins, skrifstofa og listaverkageymslur að Grensás- vegi 16. Stjórn Listaskála alþýðu skipa Árni Guðjónsson, Ólafur Emils- son, Sverrir Garðarsson, Halldór Björnsson, Þórunn Valdimars- dóttir, Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir og Guðmundur H. Garð- arsson. Forstöðumaður skálans er Þorsteinn Jónsson. Njörður FERÐAMÁLARÁÐ hefur birt niðurstöður könnunar er ráðið ann- aðist í samvinnu við Hagvang hf. um álit erlendra ferðamanna er koma til landsins á ýmsum atriðum ferðaþjónustunnar, t.d. hvað sé athyglisverðast að sjá á íslandi. Á blaðamannafundi í gær voru niðurstöður þessar kynntar, en könn- unin er liður í skipulagningu og áætlanagerð Ferðamálaráðs, en þátt í henni tóku 658 ferðamenn. Meðal spurninga er lagðar voru fyrir þá er hvað þeim fyndist um hótel, ferða- skrifstofu, tjaldstæði, veitingahús og næturlíf og fleira þess háttar. I svari við henni kemur fram að flest þessi atriði fá góða einkunn, eða umsagn- irnar ágætt og gott hjá um helmingi ferðamanna er spurðir voru, en næt- urlífið fær lélega einkunn, er sagt vera fátæklegt og er það skoðun nálega 40% þeirra er spurðir voru. Margt fleira kom fram í könnun- inni og þá sagði Lúðvíg Hjálmtýsson ferðamálastjóri að beinar og óbeinar tekjur af erlendum ferðamönnum hefðu á tiðasta ári numið 11 milljörð- um króna og hefðu um 5% lands- manna lífsviðurværi sitt af ferða- þjónustu. Aukning langra erlendra lána á síðast ári var um 24 milljarðar króna ALLS námu innkomin er- króna og afborganir 28 lend löng lán 52 milljörðum milljörðum króna, þannig „Vafasamt að stjórnvöld eigi aðild að eða samþykki viðskipti sem ekki þola dags- ins ljós eða kunna að teljast ólögleg44 • • * Segir Jóhannes Nordal vegna ummæla Onundar Asgeirssonar MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær til Jóhannesar Nordals seðla- bankastjóra og formanns olíu- viðskiptanefndar. og spurði hann álits á ummælum Önund- ar Ásgeirssonar í dagblaðinu Vísi í gær. Þar segir Onundur meðal annars: „Það eru margar nefndir starfandi í landinu í sambandi við olíumál. Þær gera lítið gagn en mikið ógagn, en þó engin eins mikið ógagn og nefnd Jóhannesar Nordals. Það var stórum samningi spillt í desember fyrir atbeina Jóhann- esar Nordals, og hann hefur ekki fengist til að gefa skýr- ingu á því ennþá.“ Jóhannes sagði í gærkvöldi, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að þegar Önundur Ás- geirsson hefði komið heim frá Nígeríu snemma í desember, hefði hann (þ.e. Önundur) talið sig hafa möguleika til að semja um kaup á miklu magni af hráolíu. „Sá böggull fylgdi þó skammrifi," sagði Jóhannes, „að það skilyrði var sett fyrir því að samningar gætu hafist, að greiddir yrðu fyrirfram 500 þús- und dollarar, eða jafngildi 200 milljóna íslenskra króna, inn á reikning ótilgreinds aðila í Sviss. Þetta mál kom ekki til kasta olíuviðskiptanefndar, nema að mjög litlu leyti, enda lágu engin föst tilboð fyrir um olíuviðskipti. Hins vegar var um það að tefla, hvort gjaldeyrisyfirvöld gætu samþykkt 500 þúsund dollara yfirfærslu í þessu skyni. Niður- staðan varð sú, að ekki væri unnt að veita gjaldeyrisleyfi fyrir þessari fjárhæð þar sem hvorki lægi fyrir hver viðtak- andi greiðslunnar væri né fyrir hvaða þjónustu hún væri innt af hendi. Ekki var heldur hægt að staðfesta að samningar myndu takast ef greiðslan ætti sér stað. Ákvörðun um þessa málsmeð- ferð var tekin af viðskiptaráðu- neytinu í samráði við Seðlabank- ann og Landsbankann, er. hann er viðskiptabanki Olíuverslunar íslands. Til að reyna að finna leið til að halda málinu opnu buðust gjaldeyrisyfirvöld til að leyfa yfirfærsluna í formi fyrir- framgreiðslu út á væntanlegan samning um hráolíukaup, enda yrði ábyrgst að greiðslan gengi til baka ef ekkert yrði úr samn- ingum um olíukaupin. Þessu boði var hins vegar hafnað, og bentu þau viðbrögð óneitanlega til þess að hér hafi ekki verið um venjulega við- skiptahætti að ræða. Eg get svo að lokum sagt það, að önnur afskipti en þau sem varða þessa yfirfærslu hef ég ekki haft af tilraunum Önundar tii olíuviðskipta í Nígeríu. Ég hef aldrei gagnrýnt framtak hans í því efni, sem er eflaust góðra gjalda vert. Hins vegar tel ég vafasamt að stjórnvöld eigi aðild að eða samþykki með leyfisveit- ingum nein viðskipti sem ekki þola dagsins ljós eða kunna jafnvel að skoðast ólögleg hér á landi eða erlendis," sagði Jó- hannes að lokum. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í Önund Ásgeirsson í gær vegna þessa máls. að nettóaukning langra lána nam um 24 milljörðum króna á meðalviðskipta- gengi ársins á móti 24,6 milljörðum króna árið 1978 reiknað á sama gengi segir í bráðabirgaðyfirliti Seðla- banka íslands um þróun greiðslujafnaðar og gjald- eyrismála á árinu 1979. Áætlað er, að jöfnuður á öðrum fjármagnshreyfingum, og þá einkum skammtíma hreyfingum, hafi orðið óhagstæður um tæpa 4 milljarða króna, og fjármagns- jöfnuður í heild þá hagstæður um tæpa 20 milljarða króna. Að frádregnum tæplega 3 milljarða halla á viðskiptajöfnuði kemur það heim við 17 milljarða króna hagstæðan jöfnuð á gjaldeyris- viðskiptum bankanna. Frumdrög að greiðslujöfnuði við útlönd árið 1979 benda til þess að viðskiptajöfnuðurinn verði hagstæður um 9,4 milljarða króna á móti 10,7 milljörðum árið áður. Búist er við að þjónustu- jöfnuður verði óhagstæður um 12 milljarða króna á móti einum milljarði króna árið áður, þannig að viðskiptajöfnuður landsmanna verði óhagstæður um 2,6 millj- arða króna á móti því að hann var hagstæður um 9,7 milljarða króna í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.