Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 Málefnasamningur ríkis- stjómar Gunnars Thoroddsens Meginverkefni ríkisstjórnarinnar er að treysta íslenzkt efnahags- og atvinnulíf, enda er það ein helzta forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Jafnframt leggur ríkisstjórnin áherzlu á að efla menningarstarfsemi, auka félagslega þjónustu og jafna lífskjör. Ríkisstjórn- in mun berjast gegn verðbólgunni með aðhaldsaðgerð- um er varða verðlag, gengi, peningamál, f járfestingu og ríkisfjármál. Hér á eftir verður lýst nokkrum meginþáttum í stefnu ríkisstjórnarinnar: 1. Efnahagsmál 1.1. Almennt Ríkisstjórnin mun vinna mark- visst að hjöðnun verðbólgu, þann- ig að verðbólga á ársgrundvelli verði á árinu 1982 orðin svipuð og í helztu viðskiptalöndum okkar íslendinga. 1.2. Kjaramál Á undanförnum árum hafa staðið yfir mikil átök um launa- mál í íslenzka þjóðfélaginu. Ríkis- stjórnin leggur höfuðáherzlu á að leysa þau mál með samstarfi og samráði. Skal í því sambandi lögð áherzla á eftirgreind meginatriði: 1) Ríkisstjórnin mun leita eftir samkomulagi við aðila vinnu- markaðarins um niðurstöður í kjarasamningum, sem geta samrýmst baráttunni gegn verðbólgu og þeirri stefnu stjórnarinnar að jafna lífskjör og bæta kjör hinna lakast settu í þjóðféiaginu. Ríkisstjórnin mun hins vegar ekki setja lög um almenn laun nema allir aðilar að ríkisstjórninni séu um það sammála, enda sé haft samráð við samtök launafólks. 2) Til að draga úr almennum peningalaunahækkunum er ríkisstjórnin reiðubúin til þess í tengslum við kjarasamninga að beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfunum: a) Á árunum 1980 og 1981 verði tryggðir 5—7 millj- arðar króna, sem renni m.a. til eftirtalinna verkefna: 1. Til byggingar verka- mannabústaða, íbúða á vegum sveitarfélaga og byggingarsamvinnufé- laga. 2. Til byggingar hjúkrun- ar- og dvalarheimila aldraðra. 3. Ti! dagvistunarheimila. b) Athuguð verði í þessu sam- bandi niðurfelling útsvars af lægstu tekjum og sjúkra- tryggingagjalds, sem verði þá sameinað tekjuskatti. c) Frá 1. júní 1980 hækki tekjutrygging aldraðra og öryrkja umfram verðbætur og sömuleiðis frá 1. júní 1981. d) Ný löggjöf um húsnæðis- lánakerfi komi hið fyrsta til framkvæmda. e) Sett verði löggjöf um starfs- umhverfi og aðbúnað á vinnustöðum. f) Komið verði á verðtryggð- um lífeyri fyrir alla lands- menn. 3) Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að hraðað verði end- urskoðun vísitölugrundvallar- ins. 4) Ríkisstjórnin leggur áherzlu á samvinnu við samtök launa- fólks og atvinnuveganna um það átak í atvinnumálum, sem greint er frá í öðrum köflum málefnasamningsins. 5) Ríkisstjórnin er fyrir sitt leyti reiðubúin til þess að stuðla að einföldun launakerfisins í land- inu með því að beita sér fyrir samstarfi helztu samtaka launafólks um stefnumótun il- aunamálum. 6) Endurskoða skal ávöxtun or- lofsfjár. 1.3. Verðlagsmál Til að draga úr verðbólgu verði beitt eftirgreindum ráðstöfunum í verðlagsmálum: 1) Verðhækkunum á þeim vörum og þjónustu, sem verðlagsráð fjallar um verði sett eftir- greind efri mörk ársfjórðungs- lega á árinu 1980: Til maí/júní 8% Til ág./sept. 7% Til nóv./des. 5% Á árinu 1981 verði ákveðin tímasett mörk í samræmi við markmið um hjöðnun verð- bólgu. Um verðhækkanir af erlendum uppruna, sem ekki rúmast inn- an ofangreindra marka að mati verðlagsráðs setur ríkisstjórn- in sérstakar reglur. Reglur þær sem hér um ræðir hafa ekki áhrif á útreikning kaupgjaldsvísitölu. 2) Verðhækkanir á búvöru fylgi sams konar reglum, enda verði niðurgreiðslur ákveðnar sem fast hlutfall af útsöluverði árin 1980 og 1981. 3) Fyrir maí/júní 1980 skulu af- greiddar sérstaklega hækkun- arbeiðnir fyrirtækja og stofn- ana, sem nauðsynlegar kunna að teljast til þess að verðbreyt- ingar slíkra aðila geti síðan fallið innan þess ramma, sem framangreind mörk setja. 4) Markvisst verði unnið að lækk- un vöruverðs, meðal annars með eftirtöldum aðgerðum: a) Efla samtök neytenda til þess að þau geti gegnt því mikilvæga hlutverki að gera verðlagseftirlit neytend- anna sjálfra virkt. b) Að auka verðlagskynningu af opinberri hálfu. c) Að haga verðlagsákvæðum þannig, að þau hvetji til hagkvæmra innkaupa. d) Að greiða fyrir því að unnt sé að lækka vöruverð með stórum innkaupum. e) Að hin nýju verðlagslög komi til framkvæmda undir eftirliti verðlagsráðs, og sem fái bætta aðstöðu til að gegna hlutverki sínu. 5) Sett verði sérstök lög um af- borgunarkaup. 1.4 Peningamál í peningamálum verði mörkuð stefna er stuðli að hjöðnun verð- bólgu. Verði í því sambandi m.a. lögð áherzla á eftirgreind atriði: 1) Peningamagn í umferð verði í samræmi við markmið í efna- hagsmálum. 2) Verðbótaþáttur vaxta hækki ekki 1. marz og fari síðan lækkandi með hjöðnun verð- bólgu. í stað hárra vaxta verði unnið að útbreiðslu verðtrygg- ingar og lengingu lána. 3) Opnaðir verði í bönkum og sparisjóðum sparireikningar, þar sem sparifé njóti fullrar verðtryggingar samkvæmt nánari reglum og í samræmi við möguleika til útlána. 4) Beitt verði aðhaldi í gengismál- um. Til að treysta gengi gjald- miðilsins verði gert sérstakt átak til framleiðniaukningar í atvinnuvegunum. 1.5 Fjárfestingarmál 1) Heildarfjárfestingu á árunum 1980 og 1981 verði haldið innan þeirra marka, sem ákvarðast af eftirspurn, viðskiptajöfnuði og atvinnuöryggi og nemi fjárfest- ingin því um fjórðungi af þjóðarframleiðslu. 2) Erlendar lántökur verði tak- markaðar eins og kostur er og að því stefnt að greiðslubyrði af erlendum skuldum fari ekki fram úr u.þ.b. 15% af útflutn- ingstekjum þjóðarinnar á næstu. árum. Efri mörk er- lendrar lántöku verði þó ákveð- in nánar með hliðsjón af eðli framkvæda með tilliti til gjald- eyrissparnaðar og öflunar. 3) Áherzla skal lögð á fram- kvæmdir á sviði orkumála. 4) Tryggt verði að fjárfesting ríkisstofnana, m.a. ríkisbanka, verði í samræmi við samþykkta fjárfestingaráætlun og stefn- una í lánamálum. 5) Til þess að tryggja næga at- vinnu og koma í veg fyrir ofþenslu á vinnumarkaði skal félagsmálaráðuneyti og Þjóð- hagsstofnun falið að fylgjast náið að staðaldri með atvinnu- ástandi og horfum í öllum greinum atvinnulífs og opin- berum framkvæmdum um land allt. Komi í ljós, að hætta sé á atvinnuleysi eða ofþenslu í ein- hverri grein, skal ríkisstjórn- inni gert aðvart til þess að unnt verði í tæka tíð að gera nauð- synlegar ráðstafanir með ákvörðunum ríkisstjórnar og samkomulagi við aðra aðila. 1.6 Ríkisfjármál 1) Aðhald í ríkisbúskap verði stóraukið og áherzla lögð á jafnvægi í ríkisfjármálum. 2) Ríkissjóður verði rekinn án greiðsluhalla. Skuld sú, sem stofnað var til við Seðlabank- ann á sl. ári verði greidd upp 1980. Greiðsluafgangi verði haldið á ríkissjóði þar til veru- legur árangur hefur náðst í viðureigninni við verðbólguna. 3) Fjárlaga- og hagsýslustofnun verði gert kleift að sinna í ríkara mæli en hingað til aukinni hagkvæmni og hag- ræðingu í stofnunum og fyrir- tækjum ríkissjóðs og ríkis- framkvæmdum í samráði við starfsfólk þeirra. 4) Gerðar verði strangar greiðslu- áætlanir fyrir ríkissjóð innan hvers árs í því skyni að vinna gegn hallamyndun á fyrri hluta árs. Athugað verði að inn- lánsstofnanir kaupi ríkisvíxla og ríkisskuldabréf til skamms tíma til þess að fjármögnun á árstíðabundnum halla ríkis- sjóðs verði sem mest utan Seðlabankans. 5) Tekin verði upp staðgreiðsla skatta innan tveggja ára. 6) Athugað verði að breyta sölu- skatti í skatt með virðisauka- sniði innan tveggja ára. 7) Skattaeftirlitið verði hert. 8) Heildarendurskoðun og sam- hæfing fari fram á tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. 2. Efling íslenzkra atvinnuvega 2.1. Almennt Ríkisstjórnin leggur áherzlu á alhliða átak til þess að efla undirstöðu íslenzkra atvinnuvega, auka framleiðni þeirra og fram- leiðsluverðmæti, og skapa ný at- vinnutækifæri. Traustir atvinnu- vegir eru forsenda batnandi lífskjara og blómlegs atvinnulífs. í þessu sambandi leggur ríkis- stjórnin áherzlu á eftirfarandi aðgerðir: að auka framleiðni og fram- leiðsluverðmæti í atvinnuveg- um landsmanna, að nýta innlendar auðlindir og hráefni, að auka fjölbreytni í atvinnulífi um land allt og sjá vaxandi Eigendaskipti Eigendaskipti hafa orðið á Hárgreiðslustofunni Gígju, Suðurveri. Sólveig Leifsdóttir, nýbakaður Norðurlandameistari í klippingu og blæstri hefur tekið við stofunni. Guörún Þorvaröardóttir mmmmmm^mmmmm^mtmmmmmmm^mmmmmmmá Ljósmyndir John Chang McCurdy’s Sýning á Kjarvalsstööum 2. — 10. febrúar 1980 OPIÐ DAGLEGA FRÁ 14.00—22.00. fjölda fólks fyrir atvinnu við góðan aðbúnað. Til að ná þessum markmiðum verði að því stefnt: að efla rannsóknir á íslenzkum auðlindum og rannsókna- og þróunarstarfsemi í þágu at- vinnulífsins; að vanda til áætlanagerðar í þágu atvinnuveganna til skemmri eða lengri tíma; að haga fjárveitingum og útlán- um í samræmi við slíka þróun- aráætlun; að stuðla að auknum áhrifum starfsmanna og samtaka þeirra á málefni vinnustaða; að efla sparnað og hagkvæmni í rekstri á sem flestum sviðum og stuðla að stjórnunarlegum umbótum í fyrirtækjum; að bæta verulega aðstöðu til starfsmenntunar og þjálfunar starfsmanna. 2.2 Sjávarútvegur í sjávarútvegsmálum verði lögð höfuðáherzla á eftirfarandi atriði: 1) Fiskveiðar og fiskvinnsla verði samræmd eftir því sem tök eru á, þannig að hagnýting fiski- skipastóls og fiskvinnslufyrir- tækja verði sem bezt. I þeim efnum verði komið á samstarfi þeirra aðila, sem mestra hags- muna hafa að gæta, um löndun afla og dreifingu milli staða með það markmið í huga að tryggja jafnan og stöðugan rekstur og atvinnuöryggi þess fólks, sem við fiskveiðar og fiskvinnslu starfar. 2) Aukna hagkvæmni og hagræð- ingu í öllum greinum sjávar- útvegs. Lögð verði áherzla á að auka nýtingu hráefnis og draga úr kostnaði, jafnt við veiðar og vinnslu. Gerð verði áætlun um framleiðniaukningu í fiskiðn- aði og sérstök áherzla lögð á að fiskverkunarfyrirtæki nái al- mennt því marki í hagkvæmum rekstri, sem nú þekkist bezt. Ráðstafanir verði gerðar til þess að fjármagni verði beint til þessa verkefnis. 3) Aukna hagnýtingu þeirra fisk- stofna sem nú eru lítið nýttir samhliða því að fjölbreytni í fiskverkun og hagnýtingu sjáv- arfangs verði aukin. 4) Fiskveiðistefnan verði ákveðin þannig að hagsmunaaðilum sé ljóst með góðum fyrirvara, hvaða reglur eigi að gilda um nýtingu fiskimiðanna og fram- kvæmd stefnunnar verði end- urskoðuð með það í huga að tryggja sem víðtækust samráð. 2.3 Iðnaður Mörkuð verði langtímastefna um iðnþróun og unnið að bættri aðstöðu til iðnrekstrar með hlið- sjón af samkeppnisaðstöðu í út- flutningi og til að auka hlut íslenzks iðnvarnings á heima- markaði. í samráði við tæknistofnanir og samtök iðnaðarins verði gerð áætlun um framleiðniaukningu í innlendum iðnaði og um einstakar greinar iðnaðar og verkefni í nýiðnaði. Stuðlað verði að bygg- ingu iðngarða. Starfsemi lánasjóða iðnaðarins verði samræmd og sjóðirnir efldir. Sérstaklega verði Iðnrekstrarsjóði gert kleift að styðja undirstöðu- verkefni varðandi iðnþróun. Einn- ig verði afurðarlánakerfið end- urskoðað til að tryggja eðlilegan hlut iðnfyrirtækja í rekstrar- og framleiðslulánum. Mörkuð verði ákveðin stefna um opinber innkaup til að efla inn- lendan iðnað og iðnþróun. Stefnt verði að markvissari stjórn á iðnfyrirtækjum í eigu ríkisins með aukna hagkvæmni og samræm- ingu í huga. Ríkið stuðli að uppbyggingu meiri háttar nýiðn- aðar cr m.a. byggi á innlendri orku og hráefnum, enda verði slíkur nýiðnaður og frekari stór- iðja á vegum landsmanna sjálfra. Undirbúningi meiri háttar framkvæmda verði hagað þannig, að innlendir verktakar hafi sem bezta möguleika til að taka þær að sér á eðlilegum samkeppnis- grundvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.