Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 17 jón Þórðarson og Pálmi Jónsson koma af þingflokksfundi stæðismanna í gær. Ljósm. Mbi. ói. k. m. nar Thoroddsen kemur á þingflokksfund sjálfstæðismanna í gær; líkan fund hafði hann þá ekki sótt í tæpa viku. ólafur G. Einarsson taður þingflokksins tekur á móti Gunnari. uó™. mw. ói. k. m. Pálmi Jónsson um stjórnarmyndunina: „Þarf ekki að leiða til klof nings í Sjálfstæðisflokknum“ „Þessi afstaða okkar Friðjóns um stuðning við stjórnarmyndun Gunnars er án tillits til þeirrar aístöðu sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tekur í málinu.“ sagði Pálmi Jónsson alþingismaður í samtali við Mbl. í gærkvöldi að loknum þingflokksfundi sjálfstæðismanna. „Ég mun sækja áfram fund> í þingflokknum. að minnsta kosti þar til annað verður ákveðið þar. Það er ljóst að ég er sjálfstæðismaður og verð það áfram. Það hafa oft komið sprungur manna á milli innan veggja Sjálfstæðisflokks- ins. en ég tel. þótt leiðir kunni að skilja varðandi afstöðu til myndunar ríkisstjórnar og stórt skref sé þar stigið. að þá þurfi það ekki að leiða til klofnings í Sjálfstæðisflokknum. Ég er sannfærður um að unnt er að brúa það bil sem þarna kann að myndast, þótt síðar verði.“ „Verður beðið með ákvörðun um skiptingu ráðuneyta þar til afstaða þingflokksins liggur fyrir?" „Það verður rætt um skiptingu ráðuneyta í dag og þá verður væntanlega unnt að ganga frá þeim málum á morgun. Ég tel að afstaða þingflokksins muni liggja fyrir á morgun.“ „Verður það gert fyrir eða eftir þingflokksfund sjálfstæð- ismanna?“ „Ég vil ekki hengja það saman. Gunnar hefur stefnt að því að stjórnarmyndun verði lokið á föstudag." „Verður þú ráðherra?" „Það er ekki ráðið ennþá hverjir verða ráðherrar." „Hefur þú samþykktir sjálf- stæðismanna í þínu kjördæmi að baki þér í ákvörðun þinni?“ „Ég hef enga samþykkt fengið þaðan og hef ekki mælt með því að slík samþykkt verði gerð.“ „Ef þú ert stuðningsmaður stjórnarinnar, en þingflokkurinn í stjórnarandstöðu, telur þú þá eðlilegt að þú sitjir þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins?" „Það getur valdið vissum erf- iðleikum, en það verður rætt nánar í flokknum." „Hvað finnst þér bitastæðast í málefnasamningnum?" „Þetta er náttúrlega sam- komulag þriggja aðila og ég tel að málefnasamningur sé ekki allt, heldur samstaða og vilji þeirra aðila sem standa að ríkis- stjórninni. Það mætti kveða fastar að orði í þessum málefnasamningi, en þarna eru mikilvæg atriði sem lúta að ýmsum aðhaldsaðgerðum um efnahagsmál. Annars kom ég að þessu á lokastigi, seinnihluta sl. þriðjudags. Ég gerði ýmsar athugasemdir sem margar voru teknar til greina." „Hvað fannst þér um tillöguna sem kom fram á þingflokksfundi í dag um að þingflokkurinn skipaði nú nefnd til þess að fara yfir málefnasamninginn með viðræðuaðilum hans?“ „Ég tel að sú tillaga hafi verið of seint á ferðinni." , „Hvaða áhrif heldur þú að þessi þróun hafi á Sjálfstæðis- flokkinn?" „Það er erfitt að sjá það fyrir og enn er óljóst hver viðbrögð flokksins verða, en gangi þing- flokkurinn til liðs við stjórnina tel ég að mikið gæfuspor verði stigið. Verði það ekki, þá hafa skilið leiðir hvað þetta varðar. Ég tel að við sem styðjum þessa stjórn ættum að geta breikkað flokkinn og náð til fólks sem að öllu óbreyttu myndi ekki laðast að honum. Ég tel að Sjálfstæðis- flokkurinn standi að nokkru á vegamótum. Stefna flokksins fyrir síðustu kosningar var óheppileg, en það er ljóst að stefna þessarar ríkisstjórnar er engin leiftursókn. Annars vona ég að ef leiðir skilja varðandi stuðning við þessa ríkisstjórn að unnt verði að brúa bilið fljót- lega.“ „Hvað hyggur þú í fram- boðsmálum hvort sem kosningar verða eftir eitt ár eða fjögur ár?“ „Ég ákveð það ekki sjálfur, það verður fólkið heima í mínu kjördæmi sem ákveður hvort ég fer fram eða ekki. Ég er sjálf- stæðismaður þótt á þessu stigi málsins megi ef til vill segja að ég sé sjálfstæður sjálfstæðis- maður.“ „Telur þú þessa ríkisstjórn sterka stjórn?" „Stjórnin hefur vitaskuld ekki enn mikinn meirihluta, en styrk- leikinn hlýtur að velta á sam- heldni þeirra sem standa að henni. Hitt liggur ljóst fyrir að það er nú mest nauðsyn á að koma stjórn á í landinu og ég tel að ef þessi stjórnarmyndun hefði ekki gengið þá hefði orðið að grípa til utanþingsstjórnar og þá hefði Alþingi brugðist skyldu sinni." „Menn hafa haft á orði að þessi stjórnarmyndun hafi geng- ið fyrir sig í miklum asa og það væri eins og verið væri að mynda ríkisstjórn í fyrsta og síðasta skipti á Islandi. Finnst þér að um óeðlilegan hraða hafi verið að ræða?“ „Ég skal ekkert um það segja. Mér virðist að aðilar hafi lagt sig fram um að leysa málið og ná samkomulagi og að því leyti hefur verið góður andi í þessum viðræðum sem markast ugglaust eitthvað af því hverjir taka þátt í þeim, en það mátti ekki dragast að mynda stjórn, ella hefði dregið til utanþingsstjórnar." „Telur þú að góður vilji Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags til skjótra stjórnarmyndun- arviðræðna hafi byggst á mögu- leikum sem þeir hafi séð til þess að mynda klofning í Sjálfstæðis- flokknum?“ „Ég vil ekkert um það segja, það hefur-ekkert komið fram um slíkt. Ég vil ekki vera með getsakir í garð þeirra aðila sem ég er að ganga til samstarfs við.“ -á.j. Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson: Annað ekki verjandi en að veita fulltingi til myndunar st jórnar á þessum grundvelli AÐ loknum þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gær gáfu þeir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson út eftirfarandi yfirlýsingu: „Öllum er ljóst það ástand sem hér hefur ríkt undanfarna mánuði, að landið hefur nán- ast verið stjórnlaust. ítrekaðar tilraunir for- manna allra stjórnmálaflokk- anna til myndunar ríkis- stjórnar, allt frá síðustu al- þingiskosningum, hafa mis- tekizt. Nú hefur það gerst, undir forystu dr. Gunnars Thor- oddsens varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, að tekizt hef- ur að finna álitlegan grundvöll fyrir meirihlutastjórn. Sjálfstæðisflokknum hefur staðið til boða að taka þátt i þessari stjórnarmyndunartil- raun, eða standa að henni en samstaða um það hefur ekki náðst í þingflokknum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt. Meginatriði málefnasamn- ings milli aðila í væntanlegri ríkisstjórn liggja nú fyrir og við höfum fengið tíma og aðstöðu til að kynna okkur þau, og lagfæra að nokkru. Er það mat okkar beggja að málefnagrundvöllurinn sé við- unandi fyrir okkar flokk, og annað ekki verjandi en að veita fulltingi til myndunar stjórnar á þessum grundvelli. Því munum við nú þegar ganga til liðs við dr. Gunnar Thoroddsen í viðleitni hans til að binda endi á núverandi stjórnleysi í landinu. 7. febrúar 1980 Friðjón Þórðarson alþingismaður Pálmi Jónsson alþingismaður“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.