Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 5 Fyrsti skákmeist- arinn kom í gær FYRSTI erlendi keppandinn á Reykjavíkurmótinu í skák kom til landsins í gær. Það var bandaríski stórmeistarinn Walt- er Browne. en hann sigraði ein- mitt í síðasta Reykjavíkurmóti. Hann mun á næstunni tefla fjöltefli víðs vegar um landið og er það skýringin á því hvers vegna hann kemur svona snemma. í kvöld mun hann tefla fjöltefli á vegum mótsnefndarinnar í skák- heimilinu við Grensásveg, um helgina teflir hann svo í Vest- mannaeyjum og í næstu viku við ýmsa starfshópa í Reykjavík, bankamenn, lækna, rútubílstjóra og ýmsa fleiri, en um aðra helgi fer hann til ísafjarðar. Myndin var tekin er hann kom á Hótel Holt í gær. Kastljós í beinni útsendingu í kvöld: Formenn stjórnmála- flokkanna og Gunnar Thoroddsen ræðast við 1 þættinum Kastljósi í sjónvarpi í kvöld munu formenn stjórnmála- flokkanna og Gunnar Thorodd- sen koma til beinnar útsendingar í umræðuþætti um síðustu at- burði á þjóðmálavettvangi. Um- ræðunum stýrir Guðjón Einars- son fréttamaður. Þátturinn hefst klukkan 21.10, og þátttakendur verða þeir Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðu- bandalagsins, Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins, Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknar- flokksins. Stjórnandi þáttarins er sem fyrr segir Guðjón Einarsson fréttamaður, og þátturinn er í beinni útsendingu. Verð ákveðið á loðnu til beitu og frystingar Á fundi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins í gær varð samkomulag um eftirfarandi lágmarksverð á loðnu á vetrarloðnuvertíð 1980: Fersk loðna til frystingar,: hvert kg..............kr. 83.00 Fersk loðna til beitu og frystingar sem beita og fersk loðna til skepnu- fóðurs,: hvert kg .............kr. 35.00 Afhendingaskilmálar eru óbreyttir. (Verðlagsráð sjávarútvegsins) Snjór í Hveragerði IlveraKerði 6. febrúar 1980. Hér í Hveragerði rak margur upp stór augu er komið var á fætur í gærmorgun, en þá var hér jafnfallin snjór, milli 20 og 30 sentimetra djúpur. Það sem af er þessu ári hefur ekki sést snjór, en verið frost og sólskin dögum saman. í síðustu snjókomu, um jólaleyt- ið, sást þessi íturvaxna dama við aðalgötu þorpsins og vakti mikla thygli vegfarenda, en ókunnugt er um faðernið! Sigrún. Utsalan sem allir biöu eftir Allra síðustu dagar í dag og á morgun nýjar vörur meö 15% afslætti Aðeins fram aö helgi NÚ ER HVER SÍÐASTUR Látið ekki happ úr hendi sleppa TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Glæsibæ — Laugavegi 66. j—Austurstraeti 22. Laugavegi 20. Sími Iré ikiptiborði 85055. SKODEHD UmKARNABÆR A .sturs*f«»li Sim, frj skiotiboröi ft5055 Í Greifahúsinu, Austurstræti 22, 2. hæö. Sími 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.