Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 15 Stefnt verði að eflingu innlends skipasmíðaiðnaðar, bæði að því er varðar nýsmíðar og viðgerðir. Stuðlað verði að byggingu skipa- verkstöðvar í Reykjavík. Unnið verður að því að færa viðhald flugvéla í meira mæli inn í landið en nú er. Sérstök áherzla verður lögð á iðnað í tengslum við sjávarútveg og að auka úrvinnslu úr landbún- aðarafurðum. 2.4. Landbúnaðarmál Stefnan í málefnum landbúnað- arins verði mörkuð með ályktun Alþingis og við það miðað að tryggja afkomu bænda, sporna gegn byggðaröskun og fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir búvörur til neyzlu og iðnaðar. Lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins verði breytt í því skyni að tryggja stefnuna í framkvæmd. Rannsóknar- og leiðbeiningar- starfsemi landbúnaðarins verði í auknum mæli beint að nýjum búgreinum, svo sem fiskeldi, loð- dýrarækt og bættri fóðurfram- leiðslu í því skyni að auðvelda aðlögun framleiðslunnar að mark- aðsaðstæðum. Byggingu nýrra graskögglaverksmiðja verði hrað- að. Átak verði gert til markaðsöfl- unar. Rekstrarlán verði sem næst í samræmi við þróun búvöruverðs. Til að bæta bændum óverðtryggðan útflutning land- búnaðarvara frá síðasta verðlags- ári verði útvegaðar 3000 millj. kr. Leitað verði samkomulags um viðunandi lausn á fyrirsjáanlegum vanda vegna halla á útflutningi búvara á þessu verðlagsári í tengslum við heildarstefnumótun í landbúnaði. Ákvörðun um vinnslu- og dreif- ingarkostnað og smásöluálagn- ingu frá því í des. s.l. verði tekin til endurskoðunar. Bjargráðasjóði verði útvegað lán vegna harðind- anna 1979. Tekjustofnar sjóðsins verði teknir til endurskoðunar í þeim tilgangi, að hann geti gegnt hlutverki sínu. 3. Orkumál Sérstök áherzla verði lögð á aðgerðir í orkumálum, m.a. með það að markmiði að innlendir orkugjafar komi sem fyrst í stað innfluttrar orku, og að unnt verði með viðunandi öryggi að tryggja afhendingu orkunnar til notenda. Markvisst verði unnið að verð- jöfnun á orku, ekki síst á sviði húshitunar. Rík áherzla verði lögð á orku- sparnað og hagkvæma orkunýt- ingu í atvinnurekstri, samgöngum og heimilisnotkun. Sett verða lög um skipulag raforkumála, um meginraforku- vinnslu og raforkuflutning, þar sem m.a. verður ákveðin sam- ræmd heildarstjórn þessara mála og tryggð heildsala raforku til almenningsveitna á sama verði um land allt. Skipulag orkudreif- ingar verði tekið til endurskoðun- ar. Ríkissjóður beri kostnað af fé- lagslegum framkvæmdum Raf- magnsveitna ríkisins og fram- kvæmdum, sem þeim er falið að annast og með hliðsjón af því verði einnig tekið tillit til stöðu Orkubús Vestfjarða. Rannsóknir á sviði orkumála og orkunýtingar verði efldar og mörkuð samræmd orkustefna til langs tíma ásamt framkvæmda- áætlun til næstu 5—10 ára. Ríkis- stjórnin skipi nefnd, sem undirbúi þessa stefnumótun. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að draga úr þörf á raforkuvinnslu með olíu veturinn 1980—81, m.a. með gufuöflun fyrir Kröfluvirkjun og byggingu gufu- virkjunar í Svartsengi. Stefnt verði að hringtengingu aðal- stofnlína á næstu árum og að næsta virkjun vegna landskerfis- ins verði utan eldvirkra svæða. Áherzla skal íögð á að tryggja landsmönnum nauðsynlegt magn af olíuvörum með sem hagstæð- ustum kjörum og með samningum til lengri tíma frá fleiri en einum aðila af öryggisástæðum. Skipulag á olíuinnkaupum og olíudreifingu verði tekið til athugunar, svo og hvernig tryggt verði að nauðsyn- legt magn birgða af olíuvörum sé ætíð til staðar í landinu. Haldið verði áfram rannsóknum vegna hugsanlegra olíulinda á íslenzka landgrunninu undir for- ystu íslenzkra stofnana og stjórn- valda og í því sambandi gætt fyllstu varúðar með tilliti til umhverfissjónarmiða. Sett verði lög um eignar- og umráðarétt jarðhita. Stjórnarráð Gerðar verði breytingar á stjórnarráðinu og öðrum ríkis- stofnunum til einföldunar og hag- ræðingar og virkari stjórnsýslu. Kannað verði hvort stofnun sér- staks efnahagsráðuneytis mundi leiða til betri samhæfingar í stjórnkerfinu. Stjórnarskrá Stjórnarskrárnefndin, sem vinnur að endurskoðun stjórn- arskrárinnar, ljúki sörfum fyrir lok ársins 1980, þannig að Alþingi hafi nægan tíma til þess að ljúka afgreiðslu stjórnarskrár- og kjör- dæmamálsins fyrir lok kjörtíma- bilsins. Fjárhagsmál sveitarfélaga Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að styrkja fjárhag sveitarfélaga til að gera þeim kleift að ráða við þau mörgu verkefni sem þeim ber að sinna. Haldið verði áfram endurskoðun og tillögugerð um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Samgöngumál Gerðar verði samgönguáætlanir fyrir landið allt og einstaka lands- hluta. Staðið verði við fyrirliggj- andi vegáætlun fyrir árin 1980— 1982. Tekjuöflun til vegamála og ráðstöfun tekna ríkisins af umferð verður tekin til endurskoðunar. Sérstakt átak verði gert til að leggja bundið slitlag á aðalvegi og til uppbyggingar á vegum í strjál- býli. Lögð verði áherzla á bætt skipu- lag flutninga innanlands og milli landa. Skipaútgerð ríkisins verði efld. Frumvarp til laga um lagningu sjálfvirks síma verði aftur lagt fyrir Alþingi og áfram unnið að uppbyggingu á dreifikerfi sjón- varps og hljóðvarps. Framkvæmdum við flugvelli og öryggisbúnað þeirra verði hraðað. Byggðamál I byggðamálum verði unnið að brýnum framkyæmdum í undir- stöðuþáttum, svo sem á sviði orkumála, samgangna og fjar- skipta. Únnið verði að því að jafna aðstöðu fólks til að njóta ýmiss konar þjónustu án tillits til bú- setu, m.a. með jöfnun símkostnað- ar og flutningskostnaðar. Utanríkismál o.fl. Ríkisstjórnin leggur áherzlu á að framfylgja sjálfstæðri utan- ríkisstefnu. I því sambandi verði þátttaka íslendinga í starfi Sam- einuðu þjóðanna og Norðurlanda- ráði sérstaklega styrkt. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir samningum við Norðmenn til þess að tryggja fiskveiðiréttindi Islendinga á Jan Mayen svæðinu og fullnægjandi vernd fiskstofn- anna þar. Jafnframt verði hafs- botnsréttindi Islendiriga á svæð- inu tryggð. Öryggismálanefndin hraði störfum sínum og geri reglulegar áfangaskýrslur um störf sín. Áætlanir um flugstöð á Kefla- víkurflugvelli verði endurskoðaðar og ekki ráðist í framkvæmdir við hana nema með samkomulagi ailra aðila að ríkisstjórninni. Undirbúið verði öflugt átak til atvinnuuppbyggingar á Suður- nesjum. Athugað verði, hvort rétt sé að breyta því skipulagi, að utanríkis- ráðuneytið hafi yfirstjórn allra málaflokka á Keflvíkurflugvelli. Dómsmál Unnið verði að umbótum í dómsmálum og stuðlað að hraðari og vandaðri meðferð dómsmála, með því m.a. að einfalda meðferð minni háttar mála. Athugað verði, hvernig þeim efnaminni í þjóðfé- laginu verði tryggð lögfræðiaðstoð til þess að ná rétti sínum. Mennta- og menningarmál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að auknar verði á kjör- tímabilinu fjárveitingar til menn- ingarmála, sem meðal annars tryggi viðunandi hraða við upp- byggingu menningarstofnana, svo sem Þjóðarbókhlöðunnar. Að öðru leyti leggur ríkisstjórn- . in áherzlu á eftirfarandi megin- þætti í mennta- og menningar- málum: Sett verði sem fyrst lög um framhaldsskóla. Sérstök áherzla verði lögð á að efla verkmenntun. Sett verði rammalöggjöf um fullorðinnafræðslu og stuðlað að auknum rétti starfsfólks til end- urmenntunar. Opinberum fjölmiðlum verði ætlað fræðsluhlutverk, bæði í þágu skóla og fullorðinnafræðslu. Undirbúin verði löggjöf um for- skólastig. Endurskoðuð verði lög um námslán og námsstyrki með hliðsjón af samkomulagi við námsmenn s.l. vor. Félags- og tryggingamál Stefnt verði að því: að fæðingarorlof verði greitt úr almannatryggingum; að endurskoða lög um atvinnu- leysistryggingar með tilliti til rýmri bótaréttar; að auka verulega byggingu íbúð- arhúsnæðis á félagslegum grundvelli og draga úr hús- næðiskostnaði; að ljúka endurskoðun á lögum um almannatryggingar. Umhverfismál og auðlindir Gerðar verði áætlanir og skipu- lag varðandi nýtingu lands, orku- linda og auðlinda hafs og hafs- botns og í því sambandi tekið mið af rannsóknum og stefnu um umhverfisvernd. Við nýtingu lífrænna auðlinda sem endurnýjast, verði svo sem frekast er kostur miðað við að ekki sé gengið á höfuðstól. Sett verði lög um umhverfismál þannig að helztu málaflokkar falli undir eitt ráðuneyti. Ný landgræðsluáætlun verði gerð. Fjárlagaræða: Tæplega 30% heildarút- gjalda launakostnaður „Fjárlagafrumvarpið marklaust plagg“sögðu gagnrýnendur SIGIIVATUR Björgvinsson íjármálaráðherra mælti í gær fyrir fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 1980. Heildartekjur ríkissjóðs samkvæmt frumvarpinu verða 323 milljarðar króna. Sagði ráðherra það aukningu um 84,4 milljarða eða 35%. Heildarútgjöld á rekstrarreikningi eru áætluð tæplega 315 milljarðar króna sem er hækkun um 55% frá fjárlögum ársins 1979. Launakostnaður er áætiaður tæplega 90 milljarðar króna, sem er 66,5% hækkun og 28,5% heildarútgjalda frumvarpsins. Ráðherrann sagði að ríkis- stjórnin hefði samþykkt, að sinni tillögu, að fjárfestingar- og lánsfjáráætlun skuli við það miðuð, að erlendar lántökur fari ekki fram úr 70 milljörðum króna. Drög að þessari áætlun liggur þegar fyrir, sagði ráðherra, en það er hins vegar á valdi komandi ríkisstjórnar, hvort þeirri stefnumörkun, sem í henni felst, verður breytt eða ekki. Nokkrar umræður urðu um fjárlagaræðuna og sagði Ólafur Ragnar Grimsson (Abl), að hún væri marklaust plagg um mark- laust plagg flutt af marklausum ráðherra og í raun auglýsinga- mennska og vanvirða við Al- þingi. Matthias Á. Mathiesen (S), sagði að fjárlagafrumvarpið væri samið í þann mund er ríkisstjórnin hefði sagt af sér. Það væri vottur þess sjónarspils, sem fjármálaráðherra hefði iðk- að í ráðherratíð sinni. Það væri óraunhæft og samið til þess að koma á framfæri hluta slagorða Alþýðuflokksins í kosningabar- áttu hans. I frumvarpinu væri reynt að breiða yfir misræmið milli orða og athafna Alþýðu- flokksráðherra og þingmanna frá 1978 í ríkisstjórn og á Alþingi. Vegna þess óvenjulega ástands, sem nú ríkti á Alþingi, myndu sjálfstæðismenn ekki telja ástæðu til efnislegra um- ræðna um frumvarpið á þessu stigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.