Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 Ingibjörg Jónsdótt- ir — Minningarorð Fædd 18. febrúar 1903. Dáin 27. janúar 1980. Mæt kona er horfin af sjónar- sviðinu. Ingibjörg Jónsdóttir fæddist að Bæ í Múlasveit, 18. febrúar 1903 og lést 27. janúar s.l. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Finnur Arnfinnsson, bóndi frá Eyri í Gufudalssveit og kona hans, Elín Guðmundsdóttir, frá Hvammi á Barðaströnd. Þau eign- uðust sjö börn, og var Ingibjörg fimmta barna þeirra. Tveir bræð- ur hennar drukknuðu á unga aldri, og ein systir lést úr berklum. Ingibjörg var tekin í fóstur fimm ára gömul af þeim hjónum, Eyjólfi Ólafssyni, bónda í Sviðn- um, Breiðafirði, og konu hans Kristínu Guðmundsdóttur. Þar ólst hún upp við mikið ástríki og flytur síðan með þeim, átján ára gömul til Flateyjar. Minntist hún fósturforeldra sinna ævinlega með virðingu og vænt- umþykju. Þau áttu fimm börn: Guðmund Bergsteinsson, kaup- mann í Flatey, Ólaf, Björgu (Bonniksen), Sigríði og Frið- björgu. Börn þeirra Eyjólfs og Kristínar voru uppkomin, er Ingi- björg kom til þeirra. Björg fluttist til Kaupmannahafnar, en kom heim og varð innlyksa hér með son sinn, Roger, í fyrra stríði. Var það líklega að tilstuðlan Bjargar, að Ingibjörg fer til Kaupmannahafn- ar árið 1922 og býr hjá Björgu, fóstursystur sinni í fyrstu. Ingi- björg fór á lýðháskóla í Danmörku og vann síðar við verslunarstörf. Hún kemur til Islands aftur 1927 og vann þá áfram við verslunar- störf, fyrst hjá Álafossi, en gerðist síðan gjaldkeri hjá 0. Ellingsen h.f., þar sem hún vann til ársins 1935. I ágúst 1935 giftist Ingibjörg, Bertel Andréssyni stýrimanni, og síðar skipstjóra hjá Eimskip, syni Andrésar Andréssonar og Þuríðar Magnúsdóttur. Þau eignuðust fjóra syni: Ólaf Magnús, stöðvarstjóra (hjá S.A.S. á Keflavíkurflugvelli) kvæntan Helgu Sigurbjarnadóttur og eiga þau tvö börn, Arnfinn, verkfræð- ing (hjá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli), kvæntan Valdísi Kjartansdóttur og eiga þau þrjú börn, Andrés, símvirkjameistara og á hann þrjú börn, Guömund, rafverktaka, kvæntan Emelíu Júlíusdóttur og eiga þau eina dóttur. Ingibjörg var höfðingi í sjón og raun, mikil húsmóðir og móðir, og kom sonum sínum upp af dugnaði. Uppeldi þeirra féll mest í hennar hlut, þar sem eiginmaðurinn var sjómaður og má nærri geta að það var oft erfitt. Þau hjónin keyptu á stríðsárunum býlið Sveinskot á Álftariesi, og voru þar við búskap. Á þessúm tíma var erfitt að vera ein við búskap og með fjóra litla drengi, og sem dæmi um óvissuna sem ríkti á þessum tíma, þá var Bertel mikið í Ameríkusigl- ingum á þessum árum. Var þá siglt í skipalestum svokölluðum, yfirleitt 2 mánaða ferðir. Skeyti voru send frá New York til að tilkynna aðstandendum, að skipið hefði komist til hafnar en eftir það var ekkert vitað, hvenær skipið næði til íslands aftur. Ingibjörg tók virkan þátt í félagslífi á Álftanesi, enda mjög félagslega sinnuð, bæði dugleg og áræðin, og var m.a. formaður Kvenfélags Bessastaðahrepps um árabil og var seinna gerð heiðurs- félagi þess. Ennfremur tók hún á yngri árum virkan þátt í starfi ungmennafélaganna, og skáti var hún í nokkur ár. Hún fékk kölkun í mjaðmir um tvítugsaldur, og ágerðist þetta svo eftir árin á Álftanesi, að veturinn 1950 fór hún til Noregs í mjaðmar- uppskurð. Sagði hún undirritaðri, að það hefði verið afar erfitt að þurfa að vera frá fjölskyldu sinni um átta mánaða skeið. Þegar þetta gerðist var ekki hægt að framkvæma þessar aðgerðir hér. Ingibjörg var afar trygglynd gagnvart’skyldfólki og vinum úr Breiðafjarðareyjum og veit ég að margt þeirra saknar nú vinar í stað, enda var hennar heimili ávallt gestkvæmt af fólki úr Breiðafjarðareyjum og góðum vin- um frá Álftanesi. Sjálf minnist ég ævinlega ferða til Flateyjar með henni, hvað hún var fróð um náttúru og sögu eyjanna, fuglalíf og búhætti, sem voru að mörgu leyti frábrugðnir búskap til lands. Hún unni lestri góðra bóka, gönguferðum, var mikil jafnrétt- iskona og langt á undan sinni samtíð að því leyti. Ingibjörg gat verið dálítið hrjúf, en undir niðri sló heitt hjarta. Eg held, að hreinskilni og náungakærleikúr hafi einkennt þessa sterku konu og umfram allt var hún drengur góður. Heimili hennar og Bertels var lengst af á Njálsgötu 106 hér í borg, árið 1960 fluttu þau í Álfheima 27, en þaðan að Hátúni 10 fyrir nokkrum árurri. Hjóna- band þeirra, hennar og Bertels, var farsælt og einkenndist af gagnkvæmu trausti og virðingu. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir órofa tryggð og ósér- hlífni í garð minn og barna minna. Eiginmanni hennar og sonum, ásamt systrum hennar tveim og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Blessuð se minning hennar. Ásta Benediktsdóttir. Aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar sl. lést á Landakotsspítala Sæunn Ingibjörg Jónsdóttir. Hún var fædd í Bæ í Múlasveit og foreldar hennar vöru hjónin Jón Finnur Arnfinnsson og Elín Guð- mundsdóttir. Hún var fimmta í röð sjö systkina. Af þeim eru nú tvær systur á lífi. Hún fluttist sem barn í Sviðnur á Breiðafirði til Kristín- ar Guðmundsdóttur og Eyjólfs Ólafssonar og ólst þar upp til fullorðins aldurs. Hún bjó í Reykjavík og fór síðan til Kaupmannahafnar og dvaldi þar við nám og störf í nokkur ár. Síðan kom hún til íslands og starfaði við ýmis skrifstofu og verslunarstörf m.a. hjá Álafoss og Ellingsen. Árið 1935 giftist hún Bertel Andréssyni stýrimanni og síðar skipstjóra hjá Eimskip og þau eignuðust fjóra syni. Þeir eru Ólafur Magnús, Arnfinnur, And- rés Eyjólfur og Guðmundur. Þau bjuggu í Reykjavík að undantekn- um stríðsárunum að þau bjuggu í Sveinskoti á Álftanesi. I dag kveðjum við tengdamóður mína, Ingibjörgu, hinstu kveðju. Það er erfitt að trúa því, að hún sé ekki lengur á meðal okkar, svo sterkur persónuleiki sem hún var og átti ríkan þatt í öllu, sem var að gerast í fjölskyldunni bæði í gleði og sorg. Alltaf var hún fyrst til að hjálpa og ráðleggja og ávallt kom hún með einhverja lausn. Eg á henni mikið að þakka og við öll. Amma var hún alveg einstök, átti svo auðvelt með að tala við börn og unglinga, og þreyttist aldrei á að fræða þau um lífið, náttúruna og umhverfið. Alveg undir það síðasta var hún að undirbúa þau, að hún myndi hverfa burtu heðan og gerði hún það á sinn raunsæja og eðlilega hátt eins og henni var lagið. Hún var sjálf alin upp í Mér barst fréttin um andlát Karls, vinar míns, Óskarssonar rétt um það leyti er ég var á förum í frí erlendis. Gafst ekki tími til að skrifa þessar línur áður en ég fór svo nú læt ég verða af því að festa þær á blað um borð í flugvélinni á leið frá Islandi. í rauninni fer ekki illa á því að hugsað sé til Karls um þorð í flugvél, því einmitt þar eyddi hann löngum tíma ævi sinnar, í fæstum tilfellum sem farþegi heldur frammi í stjórnklefa við sitt starf sem flugvélstjóri. Á hann þar langt og farsælt starf að baki á mörgum tegundum flugvéla. Eg kynntist Karli, eða Kalla eins og flestir kölluðu hann, fyrst 1946 er við vorum samtímis í skóla í Bandaríkjunum við nám í flug- virkjun. Síðan lágu leiðir okkar saman í starfi hjá Loftleiðum um Breiðafjarðareyjum og var í eðli sínu mikið náttúrubarn. Hún þráði á vorin að komast í fjöru, finna ilminn af sjó og þangi og fylgdist mikið með fuglinum, koll- unum, kríunum og rölti oft með fram sjónum bæði á Álftanesi og Seltjarnarnesi út í Gróttu. Þafvar hún gjarnan með smáfólkið sér við hönd og nutu þau þar kunnáttu ömmu Ingu. Sviðnur voru henni ákaflega hjartfólgnar, átti hún margar góðar minningar þaðan. Og sagði hún lifandi og skemmtilega frá mönnum og málefnum, lönguliðn- um vinnubrögðum og sérstæðu og oft erfiðu lífi eyjabændanna, sem áttu allt sitt undir sjónum og náttúruöflunum. Ég er alveg viss um, að þetta líf hefur einmitt mótað hana eins og hún var, sterk og kjarkmikil hvað sem á gekk til hins síðasta. Ingibjörg átti við fötlun að striða, gekk m.a. undir mjaðma- uppskurð í Noregi á sínum tíma og var það út af fyrir sig kjarkur að drífa sig þangað á eigin vegum, en ekki voru gerðir þannig uppskurð- ir hér. Það hindraði hana ekkert ef hún ætlaði sér eitthvað. Það verður vandfyllt það skarð sem hún skilur eftir og hennar er sárt saknað. Það er okkur huggun að lokið er þjáningum hennar hér á jörð og biðjum við henni guðs blessunar á nýjum leiðum. Emilía Júlíusdóttir. margra ára bil og nú síðasta ár hjá Flugleiðum. Eins og sjá má af þessu hafa kynni okkar staðið í mörg ár og tel ég mig því þekkja Kalla allvel bæði í starfi og hans einkalífi. Ég veit að ég get sagt það með sanni, að öllum líkaði vel við Kalla svo ekki sé meira sagt. Undir hrjúfu yfirborðinu bjó ótrúlega góður, mildur og hjálp- samur persónuleiki, sem ekki var hægt annað en þykja vænt um og virða. í starfi var hann alla sína ævi sérlega duglegur og kraftmikill og var því öllum mikil stoð að því að hafa hann sér við hlið, ef fram- kvæma þurfti eitthvað mikilvægt. Hið létta og glaðværa skap hans átti hér líka stóran þátt í því að öllum leið vel í návist hans, bæði í starfi og utan þess. Áhugamál utan starfsins átti hann mörg um árin. Man ég þá tíð er ég dáðist að honum sem boxara í hringnum á íslandsmóti í mörg skipti er sú íþrótt var leyfð hér á landi. Síðustu árin áttum við sameig- inlegt áhugamál, sjómennskuna. í ófá skiptin sagði hann mér frá nýjum miðum fyrir lúðu eða ýsu, en þáði lítið í staðinn af því taginu. Það var ríkara í fari Kalla að gefa en þiggja og nutu þar margir af. Vil ég svo að endingu kveðja Kalla með söknuði, því hér fór góður drengur fyrir aldur fram. Blessuð sé minning hans. Baldur Bjarnasen. MYNDAMÓTHF. AOALSTRATI C — HfYKJAVHC PNfNTMYNOAQfAO OfFSfT FIlMUR OQ PlOTUfl SlMI 17112 AUGLÝSINGATIIKNISTOFA SlMI 25810 t Móðir okkar STEINDÓRA KRISTÍN ALBERTSDÓTTIR andaðist á Hrafnistu 6. febrúar. Börnin. t BJÖRN KRISTJÁNSSON, fyrrverandi stórkaupmaður, Reynimel 31, lézt mánudaginn 28. janúar. Jaröaförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd vandamanna, Hermína Sigurgeirsdóttir Kristjánsson. t Litli drengurinn okkar ODDUR INGVAR HELGASON lézt af slysförum 5. febrúar. Á. Inga Haraldsdóttir Helgi Oddsson. t Vinur okkar GUDJÓN ÞÓRARINSSON, Öfjörð Lækjarbug í Mýrasýslu, veröur jarðsunginn frá Akrakirkju, laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Bílferö frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. María Guðmundsdóttir, Sigríður Sveínbjörnsdóttir, Valtýr Guðjónson, Elín Þorkelsdóttir, Guörún Guöjónsdóttir, Gísli Þóröarson, Gyöa Guðjónsdóttir, Franklín Jónsson. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hátúni 10, veröur jarðsungin í dag, föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Öryrkjabandalag íslands. _ ... . , Bertel Andrésson, synir, tengdadætur og barnabörn. t Eiginmaður minn SIGURDUR ODDSSON Kjalardal, Skilmannahreppi verður jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 2. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Helga Jónsdóttir. Eiginmaöur minn t GUNNLAUGURJÓNSSON húsasmíöameistari Hátúni 28, Keflavík er andaöist 29. janúar sl. veröur jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 11.15 f.h. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Guörún Halldórsdóttir. Kveðja: Karl Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.