Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Tek aö mér aö leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboð sendist augl. Mbl. merkt: „Ú — 4822". Brúðarkjólar Leigi brúðarkjóla og skírnar- kjóla. Upplýsingar í síma 34231. Gerum skattframtöl einstaklinga og fyrirtækja. Lögmenn Jón Magnússon hdl., Sigurður Sigur- jónsson hdl., Garðastræti 16, sími 29411. Skattframtöl — Reikningsskil Tek að mér gerö skattframtala fyrir einstaklinga og minni fyrir- tæki. Ólafur Geirsson viðsk.fr. Skúlatúni 6, sími 21673 e. kl. 17.30. Þjónusta Lögg. skjalaþýö. Bodil Sahn, Lækjargötu 10, s. 10245. Dráttarvél meö framdrifi óskast til kaups 60—70 ha. Tilboð sendist Mbl. strax merkt: „Dráttarvel — 4836“ Spkv. I.O.O.F. 1 = 161288'A = Valur skíðadeild Aðalfundur veröur haldinn í Félagsheimili Vals Hlíðarenda, föstudaginn 8. febr. kl. 8. Venju- leg aðalfundarstörf. Aðalstjórn. Laugardaginn 9. febrúar kl. 20.30 verður fjáröflunarsam- koma fyrir kristniboðiö í kristni- boöshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Súsie og Páll segja fréttir frá Kenýa í máli og myndum. Tvísöngur og fleira. Verið velkomin. Kristnboðsfélga kvenna. Frá Guöspekifélaginu VT Sími 17520. Áskriftsrafmi Ganglsra ar 30573. í kvöld kl. 21.00 veröur Guöfinnur Jakobsson, með erindi, um kenningar Ru- dolfs Steiners (Baldur) Föstudaginn 15. febrúar verður Karl Sigurösson, meö erindi. Föstudaginn 22. febrúar verður Einar Aðalsteinsson með erindi. | raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Sjálfstæðis- félag Akureyrar boöar til fundar í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 20.30. Fundarefni: Nýjustu viðburðir á sviði stjórnmálanna og staöa Sjálfstæöisflokksins í Ijósi þess. Alþingismaöurinn Halldór Blöndal ásamt flokksráðsfulltrúum Gunnari Ragnars og Gunnlaugi Fr. Jóhannssyni mæta á fundinum. Allt sjálfstæöisfólk hvatt til að koma á fundinn og taka þátt í umræöum. Stjórnin Akranes Akranes Sjálfstæöiskvennaféiagiö Báran Akranesi heldur aöalfund í Sjálfstæðishúsinu, Heiöar- braut 20, laugardaginn 9. febrúar kl. 3 síödegis. Venjuleg aöalfundarstörf. Ka^'- Stjórnin Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi heldur fund mánudaginn 11. febrúar kl. 20.30. aö Hamraborg 1. 3.h. Dagskrá: 1. Arndís Björnsdóttir ræðir skólamál. 2. Kynning Osta-og Smjörsölunnar. 3. Veitingar 4. Önnur mál. Félagskonur komið og takið meö ykkur gesti. Stjórnin. Hveragerði — Stjálf- stæðisfélagið Ingólfur Aöalfundur verður haldinn í Hótel Hverageröi laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Steinþór Gestsson, alþingismaöur kemur á fundinn og ræðir stjórnmála- viðhorfiö. Stjórnin. Sauðárkrókur — Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í Bæjarmálaráöi Sjálfstæöisflokksins miðviku- daginn 13. febrúar nk. kl. 20.30 í Sæborg. Fundarefni: 1. Frá bæjarstjórn. 2. Steinullarverksmiðjan. Mætið stundvíslega. Stjórnin !fj Útboö Tilboð pskast í götuljósaperur fyrir Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin veröa opnuö á sama staö þriðjudag- inn 18. marz 1980, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi ð — Simi 25800 Minmng: Björn Kristjdns- son stórkaupmaður Fáum mun skyldara en mér að skrifa fáein orð, um vin minn Björn Kristjánsson stórkaupmann frá Sauðárkróki, enginn vanda- laus hefur verið mér alúðlegri né hlýlegri, ég tel mig eiga honum mikið að þakka, er ég fæ aldrei fullþakkað. Björn Halldór hét hann fullu nafni, fæddist á Sauðárkróki 14. nóv. 1897, næstyngstur fimm barna hjónanna frú Bjargar Sig- ríðar Önnu f. 1.7. 1865, d. 31.7. 1928, dóttir Eíríks bónda í Blöndu- dalshólum Halldórssonar og Kristjáns kaupmanns f. 15. júní, 1863 Gíslasonar óðalsbónda að Eyvindarstöðum Ólafssonar Tóm- assonar, en eiginkona Ólafs var Ingiríður dóttir Guðmundar ríka í Stóradal. Eiginkona Gísla Ólafs- sonar var Elísabet Pálmadóttir, systir Jóns Pálmasonar bónda og alþingismanns í Stóradal, er var afi Jóns Pálmasonar bónda og ráðherra á Akri, þeir voru því þremenningar Björn Kristjánsson og Jón á Akri. Heimili kaupmannashjónanna á Sauðárkróki var mikið menning- arheimili, enda húsbændur sér- stakir höfðingjar heim að sækja. Björn var framúrskarandi góð- um hæfileikum búinn, klassískrar menntunar og hafði miklar mætur á öllum lærdómi og þekkingu. Lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1920, sigldi sama ár til Danmerkur og lauk prófi í verzlunarfræðum við Niels Brocks Handelsskole í Kaup- mannahöfn 1921. Háskólanám í hagfræði í Hamborg 1921—23. Verzlunarfulltrúi á Sauðárkróki 1923—28. Stórkaupmaður með ís- lenzkar afurðir í Hamborg 1928— 1943, síðan 1945 stórkaupmaður í Reykjavík. Björn kenndi þýzku í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1946, fékk hann brátt það orð á sig, að hann væri afburðakennari og leituðu fleiri til hans í þeim erindum en hann gat veitt viðtöku. Birni var ljúft að leiðbeina og hjálpa öðrum. Það var hollur skóli og haldkvæmur að eiga Björn að vini, æfing á hugsunarþrótti. Björn stórkaupmaður átti mjög gott bókasafn og las öllum stund- um, er hann átti ekki nauðsynja- stöfrum að sinna eða gestum. A skáldskap hafði hann jafnan miklar mætur og kunni mikið utanbókar frá unga aldri. Yndi hafði hann af snjöllu rími og þekkti alla rímnaháttu og greinarmun þeirra. Mests unaðar fengu honum spakvitrustu skáld- in. Björn var kvæntur frú Hermínu Sigurgeirsdóttur Kristjánsson píanókennara, en hún var ekki einungis eiginkona hans í þess orðs bezta og innilegasta skiln- ingi, heldur líka hans hezti og traustasti vinur og félagi. Ég hef aldrei þekkt hjón eins samrýmd og samtaka í öllu og þau. Hún er fríðleikskona og stór- kostlega sköruleg í allri fram- komu. Gestrisni þeirra og reglu- semi var alveg framúrskarandi. Þau hjón eignuðust tvo syni. Þeir eru: Leifur, læknir í Chicago, Bandaríkjunum, Björn flugvirki, starfsmaður flugmálastjórnar. Foreldrar mínir og ég vottum frú Hermínu dýpstu samúð, enn- fremur sonum hans og fjölskyld- um, systur hans og öðrum ná- komnum ættingjum. Björn Kristjánsson hefur hafið ferð sína til Paradísarsviðsins, biðjum við honum blessunar Guðs. Helgi Vigfússon. Vilhjdlmur Jónasson húsgagnasmíðameist- ari — Minningarorð Fæddur 17. febrúar 1906. Dáinn 30. janúar 1980. I dag verður til moldar borinn Vilhjálmur Jónasson húsgagna- smíðameistari. Þegar ég læt hugann reika og hugsa um fyrstu kynni mín af Vilhjálmi sé ég fyrir mér mynd af meðalmanni, fremur þreklega vöxnum, með stóra hlífðarsvuntu. Hann vann á húsgagnaverkstæði við Frakkastíginn, í þá daga. Það var í kringum árið 1940. Ég var unglingur og vann á trygginga- skrifstofu hér í borg. Vilhjálmur átti viðskipti við þessa skrifstofu, og ég var send, um hver mánað- amót, til að innheimta trygg- ingagjöldin hjá honum og fleirum. Hann var einn af þeim, sem ávallt tók vel á móti mér og aldrei var ferðin til hans árangurslaus. Hann kom fram að dyrum, dró svarta, gamla skinnbuddu úr rass- vasanum og greiddi sinn reikning orðalaust. Þetta gat ég reitt mig á. Tæpum 30 árum síðar, hinn 5. ágúst 1967, kvæntist Vilhjálmur frændkonu minni Ragnhildi Jóns- dóttur, og urðu kynni okkar því fjölþættari en að framan getur. f engu breyttu þau kynni áliti mínu um áreiðanleika hans. Vilhjálmur Jónasson var fædd- ur hinn 17. febrúar 1906 að Arnaldsstöðum í Fljótsdal. For- eldrar hans voru hjónin Kristín Guðmundsdóttir og Jónas Eiríks- son. Voru börn þeirra hjóna 8 og eru nú aðeins 3 af þeim á lífi. Minntist Vilhjálmur æskudaga sinna ávallt með ljóma í augum. Árið 1925 fluttist Vilhjálmur til Reykjavíkur og hóf þá nám í húsgagnasmíði og varð meistari í þeirri iðn, í tvíþættum skilningi, því allt lék í höndum hans og hann var framúrskarandi vandvirkur. Þessi iðn varð ævistarf hans, þar til heilsan brast, fyrir rúmum þrem árum. Dvaldist hann, þann tíma, ýmist heima eða á sjúkra- húsum. Þegar svo kallið kom, þ. 30. f.m. bar það braft að. Eiginkona hans reyndist honum frábær stoð í hans erfiðu og löngu veikindum. Vilhjálmur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðný Kristjánsdóttir. Hún lést árið 1962. Þau eignuðust 4 börn, en eitt þeirra lést á fyrsta ári. Vilhjálmur var mikill ágætis- maður, greiðugur og góðsamur, en fastur fyrir ef því var að skipta. Hans bjarti og hreini svipur bar vitni hans innra manni. Nú kannar hann ókunna stigu, og óska ég honum gæfu í þerri ferð. Ég og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginkonu hans og öllum vandamönnum einlægar samúðarkveðjur. Þ.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.