Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 1
48 síður og Lesbók
33. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kúbanir æf a
árás á Oman
Orlando. Florída. 8. fobrúar. AP.
FORSETAFRAMBJÓÐANDINN
Ronald Reagan segir að kúbansk-
ir hermenn sem Rússar styðja
virðist vera að æía sig fyrir
hugsanlega árás á smáríkið Om-
an sem fylgir vesturveldunum að
málum tii að reyna að tryggja
Rússum fótfestu við Persaflóa.
Reagan heldur því einnig fram að
Jimmy Carter forseti leyni upplýs-
ingum um þetta mál og skoraði á
hann í kosningaferðalagi á Florida
að segja bandarísku þjóðinni allt af
létta.
Krabbi
er mein
i Kina
Hong Kon«. 8. fobrúar. AP.
Á 45 SEKÚNDNA fresti
deyr Kínverji úr
krabbameini að því er
fréttastofan Nýja Kína
skýrði frá í dag, en
sjúkdómurinn er þó
ekki eins mannskæður
og sjúkdómar í öndun-
arfærum fólks þar í
landi að sögn fréttastof-
unnar.
Létust yfir 700.000 Kínverjar
úr krabba á ári frá 1975 til
1978. Flestir létust úr maga-
krabba, eða 160.000 á ári. Úr
vélindakrabba létust 150.000 á
ári og um 100.000 úr lifrar-
krabba, en hlutfallslega færri
létust af völdum lungna-
krabba, legkrabba, hvítblæði
og brjóstkrabba.
Hlutfallslega fleiri karlmenn
létust af völdum krabbameins
en konur. Þá var tíðni dauðs-
falla hærri eftir því sem borgir
voru stærri. Lungnakrabbi var
algengastur í stórborgum, vél-
indakrabbi í meðalstórum og
smærri borgum, og maga-
krabbi var algengastur í dreif-
býli.
„Það er kominn tími til að Jimmy
Carter og ráðunautar hans í utan-
ríkismálum hætti tvíræðu tali sínu
og segi bandarísku þjóðinni
hreinskilnislega hvað Rússar eru
raunverulega að aðhafast ásamt
kúbönskum leppum sínum í Mið-
austurlöndum," sagði Reagan.
í Washington sögðu starfsmenn
bandaríska utanríkisráðuneytisins
að þeir teldu að um 500 Kþbumenn
og milli 500 og 1000 sovézkir ráðu-
nautar væru í Suður-Jemen, en að
þeir vissu ekkert um yfirvofandi
sovézka árás. Suður-Jemen er sov-
ézkt leppríki í suðausturhorni
Arabaskaga og liggur að Oman.
Reagan sagði fréttamönnum að
hann hefði frétt hjá sérfræðingum í
varnarmálum og samkvæmt öðrum
leyniþjónustuheimildum að sovézkir
ráðunautar þjálfuðu Kúbumenn á
Kúbu í meðferð hergagna af sömu
gerð og Rússar hefðu sent til
Suður-Jemen.
Símamynd — AP.
Sjálfboðaliðar hjálpa fólki um borð í björgunarbáta á götum Koblenz í Vestur-Þýzkalandi í
gærmorgun. Árnar Rín og Mósel flæddu yfir bakka sina á fimmtudag vegna mikillar þíðu, og í gær
hækkaði vatn á götum margra borga svo að víða var neyðarástand að skapast. Sjá nánar fréttir á bls.
26.
Utanríkisráðherra írans:
Kynnum að frelsa
gíslana með valdi
Washington. London. Teheran. 8. febrúar. AP.
SADEGH Ghotbzadeh utanríksiráðherra írans gat þess í viðtali við
fréttamann brezku sjónvarpsstöðvarinnar ITN í dag að stjórnvöld í
Teheran myndu grípa til valdbeitingar til að frelsa gíslana úr
bandariska sendiráðinu. ef þess gerðist á annað borð þörf. Hann sagði
hins vegar að ástandið í málum gíslanna væri þess eðlis að þess gerðist
ekki þörf að sinni a.m.k.
í dag þótti hilla undir lausn í
deilu Bandaríkjanna og írans
vegna töku bandaríska sendiráðs-
ins og gísla í Teheran í haust. Kurt
Waldheim framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna (Sþ) sagði að
gíslarnir yrðu að líkindum lausir
úr prísundinni fyrir þingkosningar
í íran 7. marz næstkomandi, ef
Bani Sadr forseti fengi notað það
vald sem honum hefur nýverið
áúnnist. Forsetinn væri hlynntur
lausn málsins með samningum, en
námsmennir'nir sem héldu sendi-
ráðinu vildu ekki slaka á kröfum
sínum um að fyrrum keisari yrði
framseldur til Irans áður en þeir
létu gíslana lausa. Waldheim hefur
verið í stöðugu sambandi við
ráðamenn í Washington og Teher-
an í þeim tilgangi að knýja fram
lausn deilunnar um sendiráðið.
Yfirvöld í Washington tilkynntu
að öllum fyrirhuguðum efnahags-
legum refsiaðgerðum gegn íran
hefði verið frestað um ófyrirséðan
tíma og að reynt yrði frekar að
knýja fram lausn deilunnar um
sendiráðið eftir diplómatískum
leiðum. Segja kunnugir að þessi
ákvörðun bendi til þess að eitthvað
sé að gerast á bak við tjöldin, þótt
formleg ákvörðun um reísiaðgerð-
ir hefði að vísu litlu breytt þar sem
viðskipti landanna hafa hvort eð
er legið að mestu niðri frá töku
sendiráðsins. Blað í Kuwait skýrði
frá því í dag að lausn deilunnar um
sendiráðið væri á næsta leiti.
Bakhtiar fyrrum forsætisráð-
herra írans sagðist í dag vera að
skipuleggja hreyfingu er tæki við
völdum í Iran eftir fall Khomeinis.
Hann sagði að kjör Bani Sadr sem
forseta breytti engu um stjórn
mála og Khomeini væri á hraðri
niðurleið.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
skýrði frá því í dag að Sovétmenn
hefðu upp á síðkastið verið með
mikla liðsflutninga til og frá
héruðum við landamæri Irans.
Ekkert benti þó til þess að Sovét-
menn væru að skipuleggja innrás í
íran, fyrst og fremst virtist um
æfingar að ræða, en vel væri fylgst
með þróun mála.
Ný borgarastyrjöld
vofir yfir Líbanon
Beirút, Tel Aviv, 8. febrúar. AP.
ÁTÖK blossuðu víða í Líban-
on í dag í kjölfar ákvörðunar
Sýrlendinga að draga frið-
argæzlusveitir sínar frá Beir-
út og staðsetja þær í suður-
hluta landsins. Féllu a.m.k.
átta manns í þessum átökum,
og er óttast að ákvörðun
Sýrlendinga eigi eftir að
kynda undir borgarastyrjöld
í landinu.
Ezer Weizman varnarmálaráð-
herra ísraels varaði Sýrlendinga
og Sovétmenn við því að kynda
undir ófriði við landamæri ísraels
í norðri, ljóst ætti að vera hvernig
ísraelar myndu svara fyrir sig.
Sagði Weizman að ef til ófriðar
drægi væri það að undirlagi Sov-
étmanna sem Sýrlendingar gripu
til vopna. Sovétmenn þyrftu að
mar^gra áliti á ófriði Sýrlendinga
og Israela að halda vegna erfið-
leika þeirra í sambandi við Afgan-
istan.
Begin forsætisráðherra hét
kristnum hægrisinnum í Líbanon
fullum stuðningi ef til ófriðar
kæmi milli kristinna manna og
bandalags múhameðstrúarmanna
og Palestínuskæruliða vegna
burtflutnings sýrlenzkra friðar-
gæzlusveita frá Beirút. „ísraelar
munu ekki sitja auðum höndum
verði ráðist á kristna menn í
Líbanon,“ sagði Begin.
Norður-Kórea og Rúmenía:
Neituðu stuðn-
ingi við Karmal
Moskvu, London, 8. febrúar. AP.
FULLTRÚAR Norður-Kóreu og
Rúmeníu á ráðstefnu þing-
manna frá 12 kommúnistaríkj-
um neituðu að eiga aðild að
stuðningsyfirlýsingu við stjórn
Babraks Karmal forseta Afgan-
istans er Sovétmenn settu að
völdum eftir byltinguna 27.
desember. að því er TASS
skýrði frá i dag.
Auk Norður-Kóreu og Rúm-
eníu hefur Júgóslavía mótmælt
innrás Sovétríkjanna í Afganist-
an, en meðal ríkjanna sem und-
irrituðu stuðningsyfirlýsinguna
á ráðstefnunni í Sofía í Búlgaríu
voru Kúba, Víetnam og Suður-
Jemen.
Fregnir frá Kabu! hermdu að
leyniskyttur hefðu fellt a.m.k. 40
sovézka hermenn í borginni Tal-
oqan í norðurhluta Afganistans
síðustu þrjár vikurnar. Einnig
að 1.200 aíganskir hermenn í
norðurhéruðunum hefðu gerst
liðhlaupar.
Pravda, málgagn Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna, sagði í
dag að fregnir um mikinn
straum afganskra flóttamanna
til Pakistans væru tilbúningur.
Sagði blaðið að hér væri í raun
og veru um afganska hirðingja
að ræða, sem jafnan settust að í
Pakistan að vetri til. Hermt var
hins vegar í Pakistan að komið
hefði verið upp búðum fyrir
tugþúsundir flóttamanna frá Af-
ganistan. Talsmaður utanríkis-
ráðuneytisins í Islamabad neit-
aði í dag að nokkuð væri hæft í
orðrómi um að í bígerð væri að
stofna útlagastjórn Afgana í
Pakistan.