Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
7
„Rússadindill,
seiseijú,
mikil ósköp“
í Helgarpóstinum er
viötal við Jón Múla Árna-
son þul, þar sem hann
segir m.a.:
„Ég myndi sjáltsagt
vera flokkaöur meö
Rússadindlum. Ég veit
bara ekki hvaö þeir eru
margir. Ég var sagður
vera steinbarn í leiðara í
Morgunblaðinu. Halldór
Kiljan var einu sinni að
fjalla um það, að þeir
sem styddu sjónarmið
Sovétríkjanna, gengju
með steinbarn í magan-
um. Ég geng með svona
steinbarn.
Rússadindill, seiseijú,
mikil ósköp.
Ég sannfærist æ betur
um þaö, að utanríkis-
stefna Sovétríkjanna sé
heillavænlegust í þessari
veröld. Ef ekki væri
þeirra stefna, væri allt
logandi í styrjöldum.
TT^ aaþvi iðþ»ir Brxður yriu ihald cmsog laðtrinn “„'V,..-. .V ' *.• :
hj - mss sísí
■ : '“U. Á L'-'-v :V»-' •'•' Ý-'V-’ • ' BmtimiM'qn'-
„Eq qcnq með sidnðarn í maqanun
Hvað viðvíkur Afgaist-
an, þá var það bara
kommúnistastjórn, sem
bað um aðstoð ...
Og allt þetta um Sak-
arov; hann fékk að gapa
alveg fram á síðasta dag,
þegar hann fór að vera
sammála Carter um að
flytja Olympíuleikana og
hætta viö að selja korn.
Svo fékk hann fjögurra
herbergja íbúð. Ég vildi
að mér væri afhent fjög-
urra herbergja íbúð, þó
ekki væri nema vestur í
bæ.“
Lítil eru
geö guma
í sambandi viö stjórn-
armyndun Gunnars
Thoroddsens kemur í
raun fátt á óvart með
hliðsjón af aðdragandan-
um. Sumir segja, að mál-
efnasamningurinn hefði
getað orðið langtum
verri, en þá veröa menn
jafnframt að hafa í huga
orð Ragnars Arnalds um
bandingjann. Það eru
ekki öll kurl komin til
grafar. Fæstir búast viö,
að ekki náist samkomu-
lag milli komma og fram-
sóknar og eftir það er
varla við því að búast, að
Gunnar og félagar hans
láti mikið á sér kræla.
„Meiri vinstri
stjórn en
margan grun-
ar“ '
í Helgarpóstinum er
fjallað um, hvers konar
ríkisstjórn Gunnar Thor-
oddsen hafi nú myndað.
Þar segir m.a.:
„Af mönnum sem til
þekkja er þetta talin
verða meiri vinstri stjórn
en sú sem mynduö var
eftir kosningarnar 1978.
Staöreyndin er nefnilega
sú, að þeir sem eru
lengst til hægri í Alþýðu-
flokknum eru lengra í þá
átt en þeir sem eru lengst
til vinstri í Sjálfstæðis-
flokknum, ef hægt er að
tala í þessum hugtökum.
Gunnar Thoroddsen hef-
ur aldrei verið talinn
verulegur kapítalisti, og
allra sízt verður hann það
í þessari stjórn því hann
veit að hann veröur að
láta Alþýðubandalag og
Framsóknarflokk ráöa að
mestu ferðinni. Þess
vegna verður þetta
kannski meiri vinstri
stjórn en margan grunar,
þótt hún muni ekki blása
í herlúöra varðandi brott-
för varnarliösins og þess
háttar hluti.“
Litil eru
geö guma
Af ýmsu má marka, að
sú niðurstaða Helgar-
póstsins sé rétt, að ríkis-
stjórn Gunnar og félaga
muni veröa „meiri vinstri
stjórn en margan grun-
ar“. Skipting ráðuneyta
segir sína sögu. Fram-
sóknarflokkurnn fær 4
ráðherra af 10, en þeir
Gunnar & co. og komm-
únistar jafnmarga eða
þrjá hvor. Þetta segir þó
ekki alla sögu. Fram-
sóknarflokkurinn fær
fimm ráðuneyti, komm-
únistar fjögur og Gunnar
og félagar hans þrjú.
Gunnar talar um, að
hann vonist til, að Sjálf-
stæð'sflokkurinn komi
allur til stuðnings við
ríkisstiórnina. Varla upp
á þau býtti, sem hann
getur nú boðið upp á eða
hvað? Nei, sannleikurinn
er aö sjálfsögðu sá, aö
skipting ráðuneyta og
fjöldi ráðherra endur-
speglar einungis þá
vondu stöðu, sem sjálf-
stæðismennirnir í ríkis-
•ij-rninni eru í. Og and-
ste-ðingarnir, framsókn-
armenn og kommúnistar,
eru staðráðnir í að nota
sér hana til hins ítrasta,
— láta þá ekki sleppa úr
sjálfheldunni.
Líf og land
með listaþing
Landssamtökin LIF og
LAND halda listaþing að
Kjarvalsstöðum helgina
16.—17. febrúar nk. Verð-
ur blandað saman annars
vegar stuttum erindum
(10 mínútur) um helstu
greinar lista frá ýmsum
stjónarhornum og hins
vegar skemmtiatriðum
ýmissa kunnra lista-
manna.
Þingið hefst klukkan 10 árdegis
báða dagana og stendur til um það
bil klukkan fimm eftir hádegi.
Eftir hádegi á sunnudeginum
verða almennar umræður með
pallborðssniði. Þar verður m.a.
rætt um það helsta sem kemur
fram á þinginu, þ.á.m. um stöðu
listar, fjármögnun og listfræðslu.
Ýmsir innlendir listamenn
munu skemmta á þinginu þar á
meðal Manuela Wiesler og Helga
Ingólfsdóttir, Þursaflokkurinn,
nýlistamenn, leikararnir Þórunn
Sigurðardóttir og Arnar Jónsson.
Ronald Símonarson
opnar í dag málverkasýningu í Ásmundarsal,
Skólavörðuholti.
Sýningin verður opin 9.-24. febr. daglega
milli kl. 2—10.
Útgerðarmenn —
skipstjórar athugiö:
Eigum til afgreiðslu strax FASSI-skipakrana, gerö
M6, lyftigeta 15 tonnmetrar.
Hafnarfirði, símar 54315 — 50236.
Útboð — jarðvinna
Tilboð óskast í grunngröft og sprengingu fyrir húsi Landsbanka íslands
viö Álfabakka, Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent í skipulagsdeild
Landsbankans, Laugavegi 7, IV. hæö, gegn skilatryggingu að upphæð
kr. 20.000.-.
Tilboö veröa opnuð á skrifstofu skipulagsdeildar aö Laugavegi 7,
föstudaginn 22. febrúar kl. 11.00.
Landsbanki íslands
Eigendaskipti
Eigendaskipti hafa orðiö a Hargreiðslustofunni
Gígju, Suðurveri. Sólveig Leifsdóttir, nýbakaöur
Noröurlandameistari í klippingu og blæstri hefur
tekið við stofunni.
Guörún Þorvaröardóttir
Rauðskjóttur hestur
tapaöist frá Ragnheiðarstöðum í Flóa merktur
F-173 á vinstri síðu.
Finnandi hringi í síma 91-86101.
Verkamannabústaðir
í Hólahverfi Reykjavík
Fjölbýlishúsið aö Suðurhólum 28, veröur til
sýnis laugardaginn 9. febr. og sunnudaginn
10. febr. milli kl. 13.00 og 21.00.
Stjórn verkamannabústaða.
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Laugardaginn 9. febrúar veröa til viðtals
kl. 2—4 Birgir ísleifur Gunnarsson borg-
arfulltrúi og Elín Pálmadóttir varaborgar-
fulltrúi.
Birgir á sæti í borgarráði, hafnarstjórn,
stjórn Landsvirkjunar, Lífeyrissjóði starfs-
manna Reykjavíkurborgar og skipulags-
nefnd. Elín á sæti í fræðsluráði og
umhverfismálaráði.
10100
fltagmiMafeift