Morgunblaðið - 09.02.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
13
kynna íslendingum þennan
víðfræga landa vorn og frægasta
myndsnilling 19. aldarinnar."
Árið 1827 sendir Albert Thor-
valdsen af stað frá Róm áleiðis til
Islands skírnarsáttmála sinn
höggvinn með eigin hendi í ítalskan
marmara. Áletrun hans hljóðar
svo: Opus Hoc Romae Fecit Et
Islandiae Terrae Sibi Gentiliciae
Pietatis Causa Donavit Albertus
Thorvaldsen A. MDCCCXXVII. Það
útleggst á íslenzku:
Grip þennan gjörði í Rómaborg
og gaf íslandi ættjörð sinni í
ræktarskyni. Albert Thorvaldsen
árið 1827.
Þessa gjöf sendir hann ættlandi
sínu íslandi og fæðingarsveit sinni,
og ætlast til að skírnarfonturinn sé
staðsettur í Miklabæjarkirkju í
Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem
föðurafi hans, séra Þorvaldur, hafði
verið prestur. Heimild Jónas Hall-
grímsson.
Svo kvað Jónas Hallgrímsson til
Alberts Thorvaldsens vorið 1839 þá
er endursmíð skírnarfonts Alberts
kom til Reykjavíkur og var settur í
Dómkirkjuna þar:
Reisti smíð þessa
i Róm suður
Albert Thorvaldsen
fyrir árum tólí,
ættjörð sinni
tslandi
Kefandi hana
af itóðum huK.
Ég vil ítrekað ráðleggja greinarh-
öfundi Johannesi Jensen að leggja
leið sína í Heilagsandakirkjuna,
öðru nafni Þrenningarkirkjuna, í
Kaupmannahöfn, og kynna sér vel
og rækilega hvað kirkjunnar menn,
landar hans, hafa klófest. Þegar
greinarhöfundur hefur gert það,
getur hann betur gert sér grein
fyrir hlutunum og hvernig þeir
liggja fyrir okkur fábrotnum al-
múgamönnum og fræðimönnum,
sem vilja hafa það sem sannara
reynist.
Hinn danski greinarhöfundur
mun væntanlega finna þar fagur-
lega gjörðan skírnarfont letraðan
með eigin hendi listamannsins
mikla, myndhöggvarans Alberts
Thorvaldsen, sem eins og áður segir
sendi íslandi, ættjörð sinni, þennan
grip að gjöf árið 1827 til staðfestu á
skírnarnafni sínu, sínu íslenzka
nafni Albert. Þarna er kominn í
leitirnar upprunalegi skírnarfont-
urinn, það ætti ekki að vefjast fyrir
mönnum, sem eru sannkristnir, en
hver er nú saga þessa skírnarfonts
og hvernig í dauðanum stendur á
honum á þessum stað? Það er
raunasaga, sem snýr að Dönum.
Um þetta segir Sigurður Ólason
lögfræðingur í bók sinni Yfir alda
haf, er hann hefur rakið sögu
skírnarfontsins:
„Annars er það í sannleika sagt
undarlegur smekkur hjá forsvars-
mönnum Heilagsandakirkju í
Kaupmannahöfn að lymskast til að
kaupa verk með slíkri áletrun, sem
einhver þeirra hlýtur þó að hafa
skilið, og láta sig síðar hafa það að
skreyta heilagt altari með því. Þótt
þeir hljóti að vita eða fara nærri
um, að sé annarra manna eign.
Þó að kirkjan hafi eignast það í
góðri trú, sem kallað er, — sem
hlýtur þó að vera vafamál, sbr.
áletrunina, þá verður sá eignarrétt-
ur að víkja, sem og eignarréttur
fyrri handhafa, ef á það hefði reynt,
hversu langt sem um er liðið, ef
rétturinn er upphaflega rakinn til
lögleysu, eða misferlis. Engin hefð
kemur til greina í slíku tilfelli.
Eignarrétturinn er íslendinga,
samkv. beinni áletrun og ótvíræð-
um vilja gefandans."
Hvers hafa nú þessir kristnu
þjófsnautar í Heilagsandakirkju
notið og hvernig stendur á því að
upprunalegi skírnarfonturinn
hverfur sjónum manna í hvorki
meira né minna en heila öld, í sað
þess að fara eins og leið hans átti að
liggja norður í Miklabæjarkirkju í
Skagafj arðarsýslu ?
Þetta ætti greinarhöfundurinn
Johannes Jensen í Weekendavisen
Berlingske Aften að reyna að upp-
lýsa, frekar en að taka undir
gróusögur, sem enga stoð eiga í
veruleikanum, þá kæmist J.J. að
raun um að íslendingnum Albert
Thorvaldsen var annt um ættjörð
sína og fæðingarstað. List Alberts
er rammíslenzk eins og hann var
sjálfur, menntaður úr lífsins skóla,
lærður og heflaður hjá föður sínum,
myndúrskurðarmanninum og
myndhöggvaranum Gottskálki
Thorvaldsen.
Dönum tókst næstum á síðustu
árum Alberts Thorvaldsens að gera
hann að fuglahræðu, að skugga af
sjálfum sér, með alls kyns prjáli,
sem hann átti ekki kost á að komast
undan, þetta prjál og sýndar-
mennska átti ekki við hans íslensku
skapgerð.
Meistarans mikla, sem Mendel-
sohn sat stundum tímunum saman
yfir á vinnustofu Alberts í Róm og
lék fyrir hann á slaghörpu, meðan
myndhöggvarinn mótaði hinn
mjúka leir milli handa sér. Mynd-
höggvarans mikla, sem mótaði
íslenzku hestana og smaladrenginn,
sem nú prýða Thorvaldsens-safnið í
Kaupmannahöfn.
Manninn, mikilmennið, sem lagði
sig í líma til að koma ætterni sínu
til skila gegn ofríki danskra drjóla,
sem gerðu allt sem í þeirra valdi
stóð til að villa mönnum sýn, eins
og sézt best á framkomu þeirra við
Gottskálk föður listamannsins og
þarf ekki að fara lengra en í
sýningarskrá Thorvaldsens-safns-
ins til að finna fyrir rógi þeirra enn
þann dag í dag, rógi um látinn
mann sem ekki getur borið hönd
f yrir höfuð sér. Tilraunir Dana til
að gera Albert Thorvaldsen al-
danskan hljóta auðvitað að renna
út í sandinn og eru dæmdar til að
mistakast enda vonlausar með öllu.
Albert sem varð að yfirgefa
Danmörku til að forða sér frá sömu
örlögum og biðu föður hans, sem þó
tókst með hörðum höndum og
dugnaði að hjálpa Albert yfir erfið-
asta kaflann, að komast frá Kaup-
mannahöfn til Rómar, til þessa
altaris höggmyndalistarinnar.
Greinarhöfundurinn Johannes
Jensen ætti að reyna að kynna sér
sögu skírnarfontanna eins og ég hef
áður sagt, með því móti ætti hann
að sjá í hnotskurn hvernig Danir
hertóku Albert Thorvaldsen, og
kannski gæti hann bent þjófsnaut-
unum í Heilagsandakirkju í Kaup-
mannahöfn á að sjá sóma sinn í að
skila nú íslendingum upprunalega
skírnarfontinum, svo staðsetja
megi hann í Miklabæjarkirkju, eins
og gefandanum var svo umhugað
um. Þetta gæti J.J. gert í stað þess
að feta þá óheillabraut, sem hann
hefur gert í þessum skrifum sínum
á lægstu jöðrum illra hvata. Þegar
Albert kom aftur til Danmerkur
mættu honum ýmsir erfiðleikar,
meðal annars varð hann að endur-
hæfa sig í dönsku, vegna þess hve
honum var tamari þýskan og ítalsk-
an, enda hafði hann í Róm umgeng-
ist Dani afar lítið.
Danir hafa eins og kunnugt er
lagt undir sig meginhluta ævistarfs
Alberts Thorvaldsens, listaverk
hans, peninga hans og aðra gripi.
Töluverðu af ítölskum listaverkum í
hans eigu, svo sem málverkum eftir
ítalska meistara, var fargað strax
eftir dauða hans og dönskum verk-
um komið fyrir í staðinn!
Þetta er allt gott og blessað, og
Danir mega eiga og framleiða eins
marga Bertela Grönlund og þeim
þóknast og þeir mögulega geta. En
hina íslenzku sál Alberts Thor-
valdsens geta þeir aldrei eignast,
hún er fyrir ofan þeirra getu, enda
var það hún, sem var aðalveganesti
Alberts Thorvaldsens til Rómar.
Albert Thorvaldsen lést í Kaup-
mannahöfn 24. dag marsmánaðar
1844, og var jarðsettur þar hjá
listaverkum sínum. Hann hafði að
mestu lokið við að láta reisa fyrir
eigið fé listasafn yfir verk sín þar i
borg, þetta gerði hann fyrir af-
raksturinn af lífi sínu. Hann hafði
að undanskildum 3 fyrstu árunum í
Róm verið með allra tekjuhæstu
listamönnum síns tíma, hann hafði
haft marga menn í vinnu í áraraðir,
og var ef svo má segja hirðskáld
helstu þjóðhöfðingja í álfunni.
Hann var starfsamur eins og faðir
hans og eyddi ekki tímanum til
einskis, hann aflaði mikils og eyddi
litlu, lifði einföldu lífi og helgaði sig
list sinni og barst ekki mikið á,
hann fylgdi stefnum sem leiddu til
framfara, og bæði safnaði og fékk
að gjöf verðmæta listgripi, sem
hann tók ástfóstri við. Hann var
trúaður maður eins og verk hans
sýna glöggt, hann trúði á batnandi
þjóðfélög, frið, réttlæti og bræðra-
þel.
S.Sigurðsson
Árni Helgason, Stykkishólmi:
Opið bréf til
Sighvats
Björgvinssonar
Stykkishólmi á kyndi 1 mi'sssi 1980.
Kjarkmikli bráðabirgðaráð-
herra. .
Einn óbreyttur þegn íslenska
ríkisins dirfist að rita þér fáein
orð til að tjá þér sem innvirðu-
legast hversu mjög hann undr^ist
kjark þinn og dirfsku.
Tilefni bréfkornsins er mynd
sem birtist í Morgunblaðinu þar
sem þú ert að ljúka við að
undirrita reglugerð um að heim-
ila innflutning — og meira að
segja tollfrjálsan — á nokkrum
hundruðum þúsunda bjórflaskna.
Yfir þér stendur fjölmiðlaglaður
forstjóri og er engu líkara en þið
hafið verið að ganga frá vellukk-
uðum samningi, til dæmis á
rotvarnarefnabættum aldinsafa
fyrir þá lægstlaunuðu til að
lauma með félagsmálapakkanum
alræmda. Þessi mynd sannfærði
mig um að kjarkmeiri ráðherra,
hvað þá bráðabirgðaráðherra,
hefur þjóðin okkar aldrei átt.
Auðvitað kemur það þér ekkert
við hvað Alþingi hefur verið að
segja hvað eftir annað undan-
farna áratugi. Þú þarft að sjálf-
við og þykja sómi að skömmun-
um. En þig varðar auðvitað ekki
um slíkt.
Flokksbræður þínir í Svíþjóð
áttu aðild að banni við fram-
leiðslu og sölu milliöls þar í landi
og banni við bruggefnasölu eins
og þeirri sem Guttormurinn
stundar. Heldurðu að þeir hafi
gert það út í bláinn að óathuguðu
máli? En náttúrlega eru þeir
ekki marktækir þó að þeir væru
reynslunni ríkari en við.
Heilbrigðisráðherra Banda-
ríkjanna er sagður hafa hvatt til
herferðar gegn áfengisneyslu í
fyrra. Og ekki ómerkari aðili en
Heilbrigðisstofnun Sameinuðu
þjóðanna éinnig. Þig munar
sjáanlega ekki um að hrista slíka
smámuni af þér fremur en fjósa-
menn afengisauðvaldsins í borg-
arstjórn Reykjavíkur.
Alþingi hefur, Guði sé lof,
borið gæfu til að koma í veg fyrir
stórslys í mótun áfengismála-
stefnu undanfarna áratugi. En
þig varðar að sjáfsögðu ekkert
um það.
Um daginn var merkileg, þýdd
Árni Helgason
sögðu ekki að taka tillit til þess.
Það væri þá kannski heldur
sjónarmið þeirra í Smjörlíki hf.
sem skiptu þig einhverju máli?
Og þó. Varla trúi ég því að þú
hafir skelfst geip og gaspur eins
venjulegs brotamanns gagnvart
tollalögunum. Annars verður
mér það æ meira undrunarefni
að menn skuli hafa verið að basla
með ölfrumvörp á Alþingi þegar
þeir gátu átt von á svona góðri
fyrirgreiðslu hjá bráðabirgða-
ráðherra.
Ekki man ég betur en hann
Gröndal okkar segði í tvígang ef
ekki oftár á haustdögum að
einungis brýnustu ráðstafanir
yrðu gerðar meðan bráðabirgða-
stjórn sín sæti. Að vísu skil ég
ekki hver nauður rak til að setja
þessa reglugerð né heldur í hvaða
sambandi hún stendur við aldin-
safabyrlarann. Nema leikurinn
hafi verið gerður til að losa hann
við óþægindi. Eða gefa honum
kost á að viðra sig í fjölmiðlum
með hæpnum fullyrðingum. Eða
var hann kannski svo illa hald-
inn af bjórleysi að til neyðar
mætti jafna? En hvað sem um
það er. Söm er dirfska þín,
Sighvatur.
Fyrir mörgum árum, sagði
einn vinur minn, góður krati í
Hafnarfirði, Þorvaldur Árnason
skattstjóri: „Ö1 er alltaf böl, og
ölvun er alltaf bölvun." Þetta var
fyrir daga ykkar sirkuskratanna
og ekki siður að snobba niður á
Sighvatur Björgvinsson
grein í Morgunblaðinu sem hét:
Heilabúið hleypur við ofdrykkju
ef menn drekka „daglega sem
svarar til 3‘/2 lítra af bjór“. Það
er auðvitað þessi 3'/2 lítri sem
vantar til líðs við vín og sterka
drykki svo að hamingja manna
og frelsi verði sem fullkomnust
og réttlætið nái fram að ganga.
Eitt veldur mér heilabrotum.
Hvaða sérþekkingu hefur aldin-
safabyrlarinn á áfengismála-
stefnu? Þú spurðir ekki þá stofn-
un sem Alþingi kom á fót til að
fylgjast sem best með slíkum
málum og vera jafnvel bráða-
birgðaráðherrum til ráðuneytis.
Kom kannski bjórkassamaðurinn
í staðinn?
Og svo ein dæmisaga: Hugsum
okkur að Kristinn forstjóri Finn
bogason hefði keypt kassann
fræga þegar Halldór E. var
ráðherra og málið legið hjá
saksóknara. Hvenær heldurðu að
Halldór hefði þorað að gefa út
reglugerð til að gera afbrot
Kristins löglegt? Og með Kidda
yfir sér meðan hann undirskrif-
aði? Hvernig heldur að þá hefði
sungið í tálknunum á Vilmundi?
Nei, Sighvatur minn. Það er
ekki á ykkur sirkuskratana logið
Og ekki er ónýtt fyrir félag
hassunnenda að eiga slíkan
kjarkmann að ef þeir þyrftu
reglugerð að halda.
Með tilhlýðilegri virðingu,
Arni Helgason.
I