Morgunblaðið - 09.02.1980, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
John Singer Sargent:
„The Triumph of Real-
ism“.
Richard Lindner: „A1-
ban Berg’s Lulu“.
Poster Art USA”
Milton Glaser: „Temple University Music Festival“.
í göngum Kjarvalsstaða hefur
verið komið fyrir allmörgum
veggspjöldum, og lífga þau mjög
mikið upp á annars þungt og
grámóskulegt umhverfi. Eg vil
vekja sérstaka athygli á þessu
framtaki, vegna þess að hér er
um að ræða háþróaða listgrein,
sem ekki nema að takmörkuðu
leyti hefur náð að festa rætur
hérlendis. Menn hafa þó í
síauknum mæli orið varir við, að
veggspjöld séu sett upp í glugga
verzlana, í hótelum, veitinga-
stöðum og opinberum stöðum, og
þá oftast í tilefni athafna á sviði
íþrótta, leik- eða myndlistar.
Sjaldnast er þó um sérlega
eigulegá framleiðslu að ræða en
inn á milli birtast þó veggspjöld,
sem bera af og hvarvetna mundu
sóma sér.
Veggspjaldalist á að baki
nærri aldalangan þróunarferil
og hefur frá öndverðu haft
þýðingarmiklu hlutverki að
gegna varðandi útbreiðslu og
áróður fyrir menningarlífi í
stórborgum heimsins. Allir, sem
til útlanda hafa komið, og á
annað borð hafa gist stórborgir,
hafa tekið eftir sívölum turnum
á gangstéttum, sem þaktir eru
hvers konar veggspjöldum. Þá
eru einnig ákveðnir veggir húsa
ætlaðir slíkum spjöldum og vin-
sælt er að líma þau upp á
grindverk ýmiss konar. Vegg-
spjöldin lífga mjög upp á borg-
arbraginn enda standa þau yfir-
leitt stutt við og hin sjónræna
mynd er blasir við vegfarendum
er því síbreytileg og þessi at-
hafnasemi er löngu samgróin
öllu stórborgarlífi, sem fæstir
vildu vera án.
Hérlendis er það töluverð
áhætta sem er falin í því að
ráðast í gerð vandaðs vegg-
spjalds, t.d. í sambandi við
myndlistarsýningar, kostnaður-
inn er mikill og bein sala
takmörkuð, því að ennþá hefur
það ekki komist í hefð að safna
slíkum spjöldum til uppheng-
ingar í heimahúsum eða ein-
faldlega til varðveislu. Þá fylgja
því einatt nokkur leiðindi, því að
það eru engir sérstakir staðir
sem eru ætlaðir slíkum vegg-
spjöldum. Hefði t.d. að ósekju
mátt hugsa fyrir slíku í biðskýl-
inu við Hlemm, og á Lækjartorgi
mætti einnig gjarnan setja upp
sívalning, sem einvörðungu væri
ætlaður fyrir veggspjöld. Þá er
nóg til af ömurlegum veggjum,
sem mundu lifna við ef grænt
ljós væri gefið fyrir álímingu
veggspjalda. Má t.d. nefna það,
að öllu farsælla hefði verið að
leyfa slíka athafnasemi á vegg
hegningarhússins við Skóla-
vörðustíg í stað þeirrar ómyndar
er á hann hefur verið klínt og á
víst að heita veggskreyting(I), en
er í hróplegu ósamræmi við
umhverfið og það svo mjög, að
farsælast væri aö mála yfir hana
sem fyrst og útbúa þess í stað
rými fyrir veggspjöld.
Myndlistarmenn þekkja það,
að þeir lenda iðulega í stappi við
að fá að setja upp veggspjöld sín
og því er það aðkallandi hér, að
komið verði skipulagi á þessi
mál og gæti t.d. einhver auglýs-
ingastofan tekið að sér að dreifa
veggspjöldum á ákveðna staði í
bænum og um leið sjá um að
fyllstu smekkvísi sé gætt.
Sýningunni að Kjarvals-
stöðum fylgir ágætur formáli og
þykir mér rétt að birta hann hér
í heild því að hann skilgreinir
skilmerkilega þýðingu og tilgang
veggspjalda.
„Eftir tæplega aldarlangan
þróunarferil hefur veggspjalda-
list náð fullum þroska í gróð-
urhúsi nútíma horgarlífs. Sterk
form veggspjaldsins og líflegir
litir vefast saman í auknum
styrk og grípa athygli önnum
kafins almennings, í samkeppni
við truflanir flókins umhverfis.
Til þess að nema boðskap vegg-
spjaldsins þarf aðeins eitt
augnablik. Og þó — þrátt fyrir
hversu einfalt og beinskeytt
það er — skilur það eftir
hálfdulin áhrif í minningu
hvers áhorfanda, breytir eða
staðfestir viðhorf er móta efna-
hagsleg, menningarleg og
stjórnmálaleg hegðunarferli.
Veggspjaldið þróaðist á
tímum uppreisnar í listum á
síðari hluta nítjándu aldar. Það
hefur einkum verið verkfæri
baráttumannsins — hljóðfæri
breytinga, óánægju og frum-
kvæðis. Það hafði fljótlega mik-
il áhrif á auglýsingar á timum
nýrrar listar í París, en afl þess
sem boðbera og sannfæranda
varð mönnum ekki ljóst íyrr en
í heimsstyrjöldinni íyrri. í
þeirri röð af félagslegum
kreppum sem síðan hafa gengið
yfir hafa listamenn leitað til
veggspjaldsins til að hreyfa við
ímyndunarafli fjöldans, til
stuðnings margvíslegra kross-
ferða á hendur óréttlætis.
Bandarísk veggspjöld frá
fyrri hluta þessa timabils má
flokka í tvo hópa. Auglýsingar
á skemmtunum og neysluvör-
um, sem eiga uppruna sinn i
alþýðulist, og kynningu í útgáf-
um og sýningum, sem byggja á
fordæmi Evrópu. Innflutningur
evrópskra hönnuða lagði til
yfirgnæfandi áhrif þeirra á stíl
bandarískra veggspjalda á ár-
unum milli striða og það var
ekki fyrr en á áratug mótmæl-
anna, þeim sjötta á þessari öld,
að óyggjandi bandarísk áhrif
náðu fótfestu. í þeirri kyrrð og
ró, sem ríkt hefur hin síðustu
ár, hefur nýjum áföngum í
frumleika og fjölbreytni verið
náð.
Með „POSTER ART USA“
leggjum við fram úrval af
nútima bandariskum vegg-
spjöldum, eftir fáeina af helstu
listamönnum landsins.
Meðal þeirra er Milton Glas-
er, sem er einn af áhrifamestu
teiknihönnuðum eftirstríðsár-
anna. Hann hefur oft verið
heiðraður fyrir verk sín, en ef
til vill aldrei þó eins og af
nemendum Royal College of Art
I London, þegar þeir völdu
hann sem mestan teiknihönnuð
veraldar.“
Á sýningunni að Kjarvals-
stöðum eiga svo sem fram kemur
margir kunnustu listamenn
Bandaríkjanna verk og er öll
prentun og frágangur í algjörum
sérflokki, og svo að sjálfsögðu
hin listrænu gæði. Sýningin er
fjölbreytileg og spannar vítt svið
og ætti að vera mikill lærdómur
öllum þeim er vinna að líkum
hlutum svo og listamönnum er
hyggjast auglýsa sýningar sínar
með slíku framtaki. Hinum al-
menna skoðanda ætti sýningin
að vera til yndisauka svo og
öllum þeim er leggja leið sína
inn í þetta menningarsetur.
Það er vissulega óhætt að
hvetja fólk að skoða þessa sýn-
ingu svo og sérsýningar á verk-
um John Chang McCurdy og
M.C. Escher er þar standa nú
yfir en þeirra verður getið í
blaðinu fljótlega.
Ber svo að þakka hámenning-
arlegt framtak.
Bragi Ásgeirsson.