Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 15

Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 15
Aiiuvmmww * aiwjhjuvaa Kvikmyndahátíó 1980 eftir ÖLAF M. JÓHANNESSON kosti gerist ekki neitt í þessari mynd. Þarf annars nokkuö að gerast í myndum? Er það ekki bara ameríski afþreyingariðnaðurinn sem hefur stillt inn í höfuð okkar kassettu sem spilar þenn- an söng að sífellt skuli eitthvað spennandi eiga sér stað á tjald- inu? Ég veit ekki, ^jannig vilja börnin hafa það og sálir þeirra hafa vængi guðs vors æðsta dómara. Ég ætlaði áður en ég sá myndina að skreyta dóminn um hana með einhverju passandi ljóði eftir Rimbaud — sem höfundinum Marguerite Duras er gjarnan líkt við . En slíku verður sleppt hér. Hins vegar vil ég rekja hér draum einn er mig dreymdi — tel hann lýsa ólýsan- legu andrúmslofti myndarinnar. í draumnum var ég staddur í dimmu, svartmáluðu herbergi, við stórt matarborð. Ókunnugt fólk sat mér til hliðar og við enda borðsins. Neyttum við mat- ar af blárósóttum postulínsdisk- um. Gegnt mér var spegilhurð. Svartur hundur með brúna, lif- andi rottu í kjaftinum var að reyna að Smeygja sér inn í herbergið. Hann var rett kominn milli stafs og hurðar er maður stendur upp frá borðinu og ýtir honum út. Ég fylgdist með viðureign þeirra, ýlfri hundsins og tísti rottunnar. Er ég hugðist taka til við matinn á ný var á disknum lítil, hvít rotta með mannsandlit. Heyri ég þá mann hvísla við borðsendann: „Það þarf ekki franskan kokk til að framreiða slíkan rétt.“ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 Fransk- ur sér réttur FRANSKUR SÉRRÉTTUR Land: Frakkland 1974. Handrit og stjórn: Marguerite Duras. Kvikmyndun: Bruno Nuytten. Klipping: Solange Leprince. Tónlist: Carlos D'Alessio/ Beethoven. Hljóðupptaka: Michael Vionnet. Sýningarstaður: Regnboginn/ Kvikmyndahátíð 1980. 1950 var aðsóknin að frönsk- um kvikmyndum í sjálfu Frakk- landi 450.000.000. 1977 var hún komin niður í 175 milljónir áhorfenda. Ýmsar skýringar eru gefna á þessari lægð, ein þeirra er athyglisverð fyrir okkur íslendinga. Hún kemur frá René Thévenet, forseta FPA, Samtaka franskra kvikmyndaframleið- enda: „Þau lög sem frönskum kvik- myndagerðarmönnum er gert að fara eftir gera þeim ókleift að sjá hagnað af vinnu sinni ... af hverjum 25 dollurum, sem koma í kassann, fá þeir 5! Ríkið tekur 17% af hverjum aðgöngumiða. Það er verið að ganga af gæsinni, sem verpir gulleggjunum, dauðri." Hvað á Thévenet við með okkur meira nú vegna þess að filma kostar meira en pappír. En þeir munu skila okkur margföld- um hagnaði í landkynningu og beinhörðum peningum — og álíka í sjálfsvirðingu og reisn og þeir Laxness og Snorri. En snúum okkur aftur að franskri kvikmyndagerð. Daniel Toscan du Plantier, framkvæmdastjóri Gaumont- kvikmyndafyrirtækisins, hefur aðra skýringu á minnkandi að- sókn Frakka að eigin myndum: „Allt of oft virðast franskir kvikmyndaframleiðendur vera að gera myndir fyrir menning- arsnobbið. Hinn almenni kvik- myndahússgestur bregst við með því að sækja þær myndir sem hann langar til...“ A þessi gagnrýni við um mynd Marguerite Duras, India Song? Er eingöngu hægt að njóta hennar sem innvígður í klíkur franskra menningarvita? Ég veit ekki í hvers konar klíkur menn þurfa að vera innvígðir til að njóta slíkrar myndar. Sennilega í kliku þeirra sem hafa efni á að liggja á silkipúðum með ópíum- pípu í munni — sem sagt ævintýrafólks sem veit ekki hvað er vekjaraklukka. Að minnsta þessari seinustu setningu. Ein- faldlega, að vexti atvinnu/ listgreinar sé haldið í skefjum á kostnað ríkisins. Blómleg kvik- myndagerð einhvers lands gefur því margfalt í aðra hönd. Það er nefnilega hægt að flytja út andlega orku ekki síður en þá orku sem fæst úr iðrum jarðar. Skammsýnum ráðamönnum hef- ur ekki skilist, að gulleggin eru í svo margri mynd. Ef á að ganga eins hart að íslenskum kvik- myndaiðnaði eins og þeim franska er öll íslenska þjóðin að tapa. Kvikmyndin er listform dagsins í dag og eitt helsta samskiptatæki mannskepnunn- ar. Hér eru forsendur fyrir gullöld þessarar listgreinar sterk bókmenntaleg hefð, myndrænt land, lifandi áhugi hins almenna manns sem aftur getur af sér skapandi einstakl- inga. Viljum við ná sambandi við umheiminn, láta vita af okkur í safni þjóðanna, þá er kvikmynd- in það tæki sem beita skal. Smáþjóð getur aðeins orðið stór í heimi andans. Við höfum átt Laxness og Snorra. Til þess að hefja okkur upp úr sjálfsblekk- ingu verðbólgunnar þurfum við slíka menn. Þeir munu kosta ALLRA SIÐASTI DAGUR og nú lækkum viö ennþá veröiö, hver plata kostar AÐEINS KR. 2.900 í þrjár klukkustundir. Opið kl. 9—12. Rýmingarsalan er í VÖRUMARKAÐNUM Ármúla. v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.