Morgunblaðið - 09.02.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 09.02.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 Ragnar Arnalds f jármálaráðherra: „ÞAÐ er ekkert annað að gera, en láta hendur standa fram úr ermum,“ sagði Ragnar Arnalds um leið og hann settist í fjár- málaráðherrastólinn i gær. „Þetta hafa verið miklir óvissu og stjórnleysistímar síðan krat- arnir sprengdu vinstri stjórn- ina. Það er dæmalaust í tvo áratugi, að engin fjárlög eru fyrir hendi og þar við bætist, að skattalögin eru heldur ekki komin á hreint. Þetta eru auð- vitað stóru verkefni næstu vikna,“ sagði Ragnar, þegar Mbl. spurði hann, hvar hann myndi fyrst bera niður sem fjármálaráðherra. Mbl. spurði fjármálaráðherra, hvort ekki væri nauðsynlegt að Ragnar Arnalds tekur við fjármálaráðuneytinu af Sighvati Björgvinssyni. Ljósm. Mbl. Kristján. Fjárlög og skattalög verða stóru verk- ef ni næstu vikna þingið starfaði þá sleitulaust, en ekki yrði gert þinghlé, eins og talað hefur verið um. Ragnar sagði: „Þingið þarf að afgreiða skattalög, eða viðbætur við skattalögin frá 1978. Þetta er mjög brýnt, þar sem menn telja stutt í það að erfitt verði um álagningu og sumir jafnvel spál því, að ekki verði hægt að leggja á fyrirtæki fyrr en undir árslok. Þá þarf þingið einnig að af- greiða greiðsluheimild fyrir fjármálaráðuneytið, þar sem engin fjárlög eru og gildandi greiðsluheimild rennur út 15. febrúar. Það þarf þá að fram- lengja hana. Það er rétt, að það hefur komið til tals að gera eitthvert hlé á störfum þingsins meðan ríkisstjórnin fengi ráðrúm til að undirbúa veigamikil mál, því það er nú alltaf svo að frumkvæðið að þingmálum kemur að yfir- gnæfandi meirihluta frá ráðu- neytunum. Hins vegar hagar svo til að fyrir dyrum stendur Norð- urlandaráðsþing og það má vel vera að það sé möguleiki að gera hlé á störfum Alþingis meðan Norðurlandaráðsþingið er, því þann tíma verður hvort eð er ekki mikið um störf á Alþingi." — En liggja ekki fyrir Alþingi ýms mál, sem rétt væri að það ynni að meðan ríkisstjórnin und- irbýr fjárlagagerð? „Fyrir utan skattamálin eru engin mál, sem aðkallandi eru. Annað eru bara áróðursmál kratanna, sem enginn tekur mark á.“ — Hvað hyggst þú fyrir varð- andi kjarasamninga við BHM og BSRB? „Ég hef auðvitað mína skoðun á þeim málum. En mér finnst ekki rétt að ég fari nú að segja hug minn um þau. Fyrst vil ég ræða við forystumenn þessara samtaka og kynna mér, hvað gerzt hefur, og átta mig á stöðunni." — Nú voru löng og ströng fundarhöld hjá ykkur Alþýðu- bandalagsmönnum í gærkvöldi og fram á nótt um þetta stjórn- arsamstarf. Hvað vafðist svona fyrir ykkur? „Við viljum að sjálfsögðu ræða svona veigamikil mál mjög ítar- lega áður en við afgreiðum þau. Og ráðuneytaskiptinguna bar til dæmis svo brátt að, að það var aðeins eðlilegt að menn vildu ræða málin.“ — Voru skoðanir skiptar? „Stjórnarmyndunin og mál- efnasamningurinn voru sam- þykkt mótatkvæðalaust í öllum stofnunum flokksins." — Sátu einhverjir þingmenn hjá? „Nei. í þingflokknum var þetta samþykkt með atkvæðum allra þingmanna." — Sóttuð þið fast að fá fjármálaráðuneytið og þú að verða fjármálaráðherra? „Bæði 1971 og 1978 var okkur boðið að taka fjármálaráðuneyt- ið, en í hvorugt skiptið gerðum við það. Það var gagnrýnt innan flokksins í bæði skiptin og nú þótti okkur rétt að taka boðinu. Sjálfur sóttist ég ekki eftir þessu embætti. Ég hefði alveg eins getað hugsað mér önnur ráðherrastörf. Eg var nú síðast í menntamálum og samgöngumál- um og líkaði ágætlega. Einnig hef ég mikinn áhuga á öllum atvinnumálum. En minn flokkur varð að taka afstöðu til þess, sem honum bauðst. Og ég er síður en svo óhress með það að vera kominn í þennan stól.“ — Fékkstu góða kosningu í hann? „Ég ætla nú ekki að fara að tíunda í Morgunblaðinu, hvernig málin ganga fyrir sig á þing- flokksfundum Alþýðubandalags- ins. En ég held ég megi segja, að ég geti verið ánægður með út- komuna." — Hvað eruð þið alþýðubanda- lagsmenn ánægðastir með í mál- efnasamningnum og hvað finnið þið helzt að efni hans? „Það er margt gott í þessum málefnasamningi. Auðvitað er kaflinn um kjaramálin langmik- ilvægasti kaflinn í okkar augum. Við teljum einnig þýðingarmikið að ekki verður nú anað af stað með þessa flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli upp á tugi milljarða, sem mundi gera okkur enn háðari Bandaríkjamönnum, þar sem ætlunin var að þeir legðu fram hluta kostnaðarins. Og okkur finnst afskaplega þýð- ingarmikið að komið er í veg fyrir, að erlend stóriðja flæði inn yfir landið. Við teljum þennan málefna- samning viðunandi. Auðvitað er hann ófullkominn miðað við okk- ar stefnuskrá og það heldur ófullkominn. Bagalegast er, hvað tillögur okkar í efnahagsmálum setja lítinn svip á hann. Það hefði verið auðveldara og far- sælla að tekið hefði verið meira tillit til þeirra, en raunin er. En þetta er samstarf og við getum ekki frekár en aðrir aðilar þess ætlast til þess að okkar stefna ráði ein ferðinni.“ „Nú gerast ævintýr“ „MÉR líst ákaflega vel á þetta húsnæði,“ sagði Ólaf- ur Jóhannesson í samtali við Mbl. er Benedikt Gröndal hafði afhent hon- um lyklana að utanríkis- ráðuneytinu. Ólafur var síðan spurður að því hvernig á því stæði að hann hefði fengið ráð- herraembætti en ekkert hefði hins vegar heyrst frá honum meðan á stjórnar- myndunarviðræðunum stóð. Hann svaraði því til að enginn vissi sína ævina fyrr en öll væri. — Hafðir þú ef til vill ætlað þér þetta embætti frá upphafi? „Nei, en nú gerast ævin- týr,“ sagði Ólafur Jóhann- esson að lokum. Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra. 23 Verulega komið til móts við kröfur okkar í félagsmálum — segir Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASÍ „ÞAÐ ERU ýmis ágæt atriði í þessum málefnasamningi og ef ég tek sérstaklega kjaramála- kaflann, þá er það jákvætt.'áð þar er tekið undir ýmsar okkar félagsmálalegu kröfur og skýrt gefið i skyn. að fleira komi á eftir. Þannig sýnist mér sem verulega sé komið til móts við okkar kröfur í félagsmálum." sagði Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands, er Mbl. spurði hann í gær um álit hans á málefnasamningi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens. „Hins veg- ar er ef til vill óljósara. hvað varðar sjálft kaupið. Reynslan er nú sú að i svona samningum er sjaldnast um nákvæmt orðalag að ræða en útfærsla kemur í Ijós með framkvæmdinni. Við okkur hafa ekki verið neinar viðræður um þessi mál þannig að mér er ekki mögulegt að leggja mat á það í einstökum atriðum, hvernig verður með útfærsluna á þessu almenna orðalagi. En það eitt að fá ríkisstjórn að eiga við er jákvætt. Bæði til að ræða við um félagslegar aðgerðir og hins vegar efnahagsstefnuna, en hún setur auðvitað vissan ramma um það, hvaða aðstæður verða við gerð kjarasamninga. En það gildir auðvitað um þessa ríkisstjórn sem aðrar að hún verður fyrst og fremst dæmd af verkum sínum.“ Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Ríkisstjórnin leggur allt traust sitt á að VSÍ haf ni kröfum ASÍ „SÁ hluti málefnasamningsins. sem fjallar um kjaramál er mjög opinn og þar er ekki að finna ákveðna stefnumörkun um launa- ákvarðanir," sagði Þorsteinn Pálsson. framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. er Morgunblaðið spurði hann álits á málefnasamningi ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen, „en þegar litið er á samninginn í heild sinni, þá sýnist okkur auðséð, að ríkisstjórnin leggur allt traust sitt á Vinnuveitenda- sambandið, að það hafni alfarið kröfum Alþýðusambandsins." „Þessa ályktun," sagði Þor- steinn, „má m.a. draga af þeim ákvæðum sem þarna eru um verðlagsákvarðanir. Það á að fara inn í ákveðna fyrirfram áætlun um niðurfærslu verðhækkana, sem gera kauphækkanir að sjálf- sögðu útilokaðar. Jafnframt er yfirlýsing um strangt aðhald í gengismálum og áform um að treysta gengi krónunnar. Sú ákvörðun gerir það jafnframt að verkum, að það er útilokað að semja um kauphækkanir. Af þessu hljótum við að ráða, að ríkis- stjórnin treysti því, að við höfnum þessum kröfum, þó að það sé ekki skýrt tekið fram með berum orðum. Þannig kemur mér samn- ingurinn fyrir sjónir.“ „Að öðru leyti,“ sagði fram- kvæmdastjóri VSÍ, „þá sýnist mér að þarna sé um talsverða út- gjaldaaukningu að ræða af opin- berri hálfu. Eigi að mæta því með skattheimtu, þá rýrir það að sjálfsögðu bæði kost atvinnufyr- irtækja og launþega og 'af því hljótum við að hafa vissar áhyggj- ur. Verði þessu hins vegar mætt með seðlaprentun, eins og oft hefur verið gert, þá stangast það á við sett markmið í verðbólgumál- um. Að því er þessa hluti varðar verða menn aðeins að bíða og sjá, hvað verður.“ „Kaflinn um eflingu atvinnu- vega byggist á því að efla, bæta, haga og styðja, auka og efla eins og þar segir og um það er ákaflega lítið að segja á meðan þar er ekki ákveðnari stefnumörkun," sagði Þorsteinn og tók fram, að VSÍ vænti þess að sjálfsögðu að eiga gott samstarf við ríkisstjórnina „og sé þetta rétt mat á launamála- stefnu hennar, þá fer það mjög saman við þær hugmyndir, sem við höfum haft. Það er boðið upp á þríhliða viðræður og er það í samræmi við óskir okkar.“ Reykjavíkurhöfn: Unnið að gerð smábátaaðstöðu UNNIÐ er nú að því hjá Reykja- víkurhöfn að útvega eigendum smábáta aðstöðu að nýju, en hún var þrengd nokkuð þegar fyllt var upp við Ægisgarð til að stækka þar athafnasvæði. Gunn- ar B. Guðmundsson hafnarstjóri kvað setta hafa verið niður eina flotbryggju við Grandagarð þar sem smábátaeigendum væri ætl- uð aðstaða, en verið væri að vinna að framtíðarlausn málsins hjá hafnarnefnd Reykjavíkur. Hafnarstjóri sagði að til þessa verkefnis hefði verið veitt 30 milljónum króna, en fyrir þá upphæð yrði vart annað gert en undirbúa málið og væru ýmsar hugmyndir á teikniborðunum varðandi aðstöðu smábáta í höfn- inni, sem hafnarnefndin ætti eftir að taka afstöðu til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.