Morgunblaðið - 09.02.1980, Page 24

Morgunblaðið - 09.02.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 25 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. „Meiri vinstri stjórn en ... 1978“ Reynt hefur verið að halda því á loft, að fylgjendur sjálfstæðisstefnunnar, þar á meðal Morgunblaðið, sem hefur verið málsvari hennar, hafi ekki haft rök að mæla, þegar þeir hafa lýst því yfir, að þeir gætu ekki stutt stefnu núverandi stjórnar, vegna þess að styrkur hennar væri sóttur í vinstri flokkana, Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkinn, og stefnuskrár þeirra, og Gunnar Thoroddsen og stuðningsmenn hans í Sjálfstæðisflokkn- um hafi orðið verkfæri vinstri aflanna. Þegar málefnasamningurinn er skoðaður, kemur í ljós, að þetta er rétt og það sjá bæði fylgismenn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur Alþýðublaðið bent á, að þetta verði ríkisstjórn aukinnar skatt- heimtu, millifærslna og niðurgreiðslna í hefðbundnum stíl, eins og blaðið kemst að orði. Tíminn er æfur í gær vegna þess að Aíþýðublaðið hafi haldið því fram, að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens sé í raun og veru vinstri stjórn, og mega þó kratar vita manna bezt, hvað er vinstri stjórn og hvað ekki. Aftur á móti er það rétt, að Framsóknarflokkurinn er enginn vinstri flokkur, sam- kvæmt hefðbundinni skilgreiningu í stjórnmálum, heldur aftur- haldssamur hentistefnuflokkur, byggður á þeirri meginforsendu að verja hagsmuni stærsta auðhrings hér á landi. Kommúnistar eru ekki alveg ánægðir með fingraför Framsóknarflokksins á málefna- samningnum, og eru nú þegar farnar að renna á þá tvær grímur. Þannig segir í Þjóðviljanum í gær: „Framsóknarmenn hafa í málefnasamningnum einkum sett svip sinn á peningamál, ríkis- fjármál, vaxtamál, fjárfestingarmál og fleira.“ Þannig er Alþýðublaðið þeirrar skoðunar að verstu einkenni vinstri stjórna séu sá fáni, sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens siglir undir, og Þjóðviljamenn eru þegar orðnir órólegir yfir framsóknarsvipnum á málefnasamningnum. Hvernig er svo hægt að krefjast þess, að sjálfstæðismenn, málsvarar þeirra eða þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, geti fagnað ríkistjórn með því yfirbragði, sem hér hefur verið lýst? Er það móðursýki, þegar til að mynda Morgunblaðið, málsvari sjálfstæðisstefnu og frjálshyggju, gagnrýn- ir Rúbluna, enda þótt flestir aðrir finni vinstra bragðið af stjórninni? Helgarpósturinn, svo að enn sé dæmi nefnt, er í engum vafa um, hvers konar stjórn hefur nú verið mynduð á Islandi — og bragð er að þá barnið finnur: Undir fyrirsögninni „Vinstri stjórn" standa þessi hárréttu orð í Helgarpóstinum: „Af mönnum, sem til þess þekkja, er þetta talin vera meiri vinstri stjórn en sú, sem mynduð var eftir kosningarnar 1978 ...“ Síðan segir m.a. eins og einnig hefur verið bent á annars staðar, að Gunnar Thoroddsen viti, „að hann verður að láta Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokk ráða að mestu ferðinni. Þess vegna verður þetta kannski meiri vinstri stjórn en marga grunar, þótt hún muni ekki blása í herlúðra varðandi brottför varnarliðsins og þess háttar hluti“. En nú er ráðlegt að bíða átekta og taka hvert mál fyrir sig, þegar á stefnu stjórnarinnar reynir. Hvorki ofsakæti né þunglyndi eiga við í stjórnmálum! Hrófatildur á brigðum byggt Tíminn og Þjóðviljinn rífa hár sitt þessa dagana yfir því að Morgunblaðið fagni ekki þeim fleyg, sem kommúnistar og framsóknarmenn hafa komið inn í raðir sjálfstæðisfólks. Það er einkum tvennt sem veldur móðursýki þessara blaða. Það fyrra er að Morgunblaðið hefur rakið atburðarás síðustu vikna og daga, eins og hún hefur gengið fyrir sig í raun — í fréttafrásögnum, sem lesendur þess geta treyst. Hið síðara er að blaðið hefur varað við klofningi borgaralegra afla í þjóðfélaginu, sem hafi nú — e.t.v. fremur en nokkru sinni fyrr — þörf fyrir samhug og samstöðu. Sú yfirdrifna gleði, sem drýpur af Tíma og Þjóðvilja, segir sjálfstæðisfólki betur en flest annað, hvað hefur raunverulega verið að gerast í íslenzkum stjórnmálum, og verður því vísbending til samheldni og einhugar. Þeir, sem fagna nú höggi undir beltisstað, skulu minnast þess, að skamma stund verður hönd höggi fegin. Þeir, sem fagna stundarsigri í því hrófatildri, sem var á brigðum byggt, mega og minnast þess, að dag skal að kveldi lofa. Móðursýkisköst Þjóðviljans og Tímans — en þó einkum ofsakæti þessara blaða — segir meiri sögu um það, sem hefur verið að gerast í íslenzkum stjórnmálum en flest annað. Og Morgunblaðið vísar heim til föðurhúsanna brigslyrðum um, að þar sé ámælisvert af blaðinu að hafa hvatt borgaraleg öfl í landinu til að láta ekki vinstri-sinna, svo að ekki sé nú talað um kommúnista — kljúfa raðir sínar. Blaðið bendir jafnframt á þá athyglisverðu staðreynd, að nú er Dagblaðið ekki lengur „frjálst og óháð“ — heldur vagnhestur nýrrar vinstristjórnar! Egill Jónsson alþingismaður frá Seljavöllum um ríkisstjórnarmyndunina: ..Blekldngarnar munu fjúka, en sannleikurinn stendur eftir“ MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við Egil Jónsson alþing- ismann frá Seljavöllum um stöðuna í stjórnmálum landsins og þróunina á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að undanförnu. „Eitt af því sem kom mér nokkuð á óvart eftir að ég hóf störf í þingflokki Sjálfstæöisflokksins, var það hvað skoðanir manna og vanga- veltur voru líkar í flestum málum sem ymprað var á. Ég hef oft verið spurður að því hvernig mér líki við þennan og hinn þingmanninn í sambandi við landbúnað og afstöðu til dreifbýlisins og ég hef orðið að svara því til að ég hafi aldrei orðið var við málefnaágreining þótt um sé að ræða misjafnar skoðanir sem auðvelt er að ná samkomulagi um. Mér hafa einnig fallið vel vinnu- brögðin í þingflokknum og vinnutil- högun að því leyti að jafnan er leitað mikið eftir skoðunum þing- manna, sérstaklega í vandsamari málum eins og t.d. samningum um ríkisstjórn." „Hvernig kemur þróun mála í sambandi við ríkisstjórnarmyndun- ina þér fyrir sjónir?" „Það var búið að vekja athygli mína á að varaformaður Sjálfstæð- isflokksins lagði jafnan lítið til málanna þegar þau mál voru rædd. Ég man reyndar ekki til að hann hafi lagt neitt til málanna í ríkis- stjórnarumræðum nema á síðasta fundi fyrir jól þar sem hann varaði eindregið við öllum samvinnu- áformum um stjórnarmyndun með Alþýðubandalagi. Nú hefur að sjálfsögðu fengist sú skýring á lítillæti varaformanns Sjálfstæðis- flokksins í þessum stjórnarmyndun- arviðræðum flokksins. Það er nú upplýst og sannað að hann átti aðeins það eitt erindi inn á þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokksins það sem af er þessu ári að fylgjast með áformum þingflokksins til þess síðan að geta auðveldað sjálfum sér þann leik að vinna á móti öllum hugsanlegum áformum okkar í stjórnarmyndun. Það er nærri óhugnanlegt til þess að hugsa að maður skuli hafa setið undir sama þaki í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins og maður sem á umræddan hátt hefur farið svo á bak við félaga sína eins og núverandi forsætisráðherra hefur gert. Ég vona aðeins að ég þurfi ekki að þreifa á því að aðrir félaga minna, sem mér eru afar kærir, hafi um einhverja hríð haft svipuð áform í huga meðan þeir sátu á sömu bekkjum og við. Vera má að það teljist snilli að Gunnar Thoroddsen hafi myndað þessa ríkisstjórn, en hér á áreiðan- lega eftir að sannast máltækið gamalkunna: Illur fengur illa for- gengur. Það fari eins og til var stofnað. Ef einhverjir bera virðingu fyrir Gunnari Thoroddsen vegna starfa hans í stofnun núverandi ríkis- stjórnar, verða þeir einnig að taka með og vega snilli hans til þess að koma í veg fyrir að stofnuð yrði ríkisstjórn án hans forsætis." „En nú eru fleiri flokksfélaga þinna í þessari ríkisstjórn og það hefur verið haft á orði að mjög gott samband hafi verið á milli ykkar Pálma Jónssonar." „Það er alveg rétt og vonandi erum við vinir enn, því við Steinþór Gestsson og Pálmi höfðum undir forystu Pálma, sett okkur það markmið og vorum raunar í við- bragðsstöðu til þess að standa fast fyrir rétti og hlut bænda í stjórn- armyndun sem Sjálfstæðisflokkur- inn væri þátttakandi í. Miðað við málefnasamning ríkis- stjórnarinnar hefur Pálmi hins veg- ar getað gert sér að góðu miklu lakari hlut íslenzkum landbúnaði til handa, heldur en þann sem hann ásamt okkur var að undirbúa og stefndi að, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Þá er vonandi að nýi dómsmála- ráðherrann virði betur landslög og reglur íslenzka lýðveldisins, heldur en þær reglur sem sjálfstæðismenn hafa á landsfundi. Þarna er um miklar andstæður að ræða og það er einnig um mikla breytingu að ræða í afstöðu til fyrstu og síðustu kynna af Gunnari Thoroddsen. Það fyrsta sem ég man eftir Gunnari var á unglingsárum mínum þegar hann í hópi yngstu þingmanna vakti athygli mína og aðdáun skömmu eftir lýðveldistök- una er hann í útvarpi skýrði stjórn- arskrána fyrir þjóðinni. Nú er hann orðinn elzti þingmaðurinn og við báðir komnir á Alþingi Islendinga. Þá eru kynnin þau af þessum manni að með undirferli og svikum við félaga sína rýfur hann einn af sterkustu hornsteinum stjórnar- skrárinnar þar sem er flokkaskip- unin í þessu landi. Það er útaf fyrir sig ákaflega mikil lífsreynsla að kynnast þessum sama manni á Alþingi íslendinga með þeim hætti sem raun hefur orðið á.“ „Hvert telur þú að stefni í starfi Sjálfstæðisflokksins?" „Ég vil biðja sjálfstæðismenn að taka þessu af ró. Blekkingarnar munu fjúka í burtu, en sannleikur- inn stendur eftir. Það er allt of snemmt að meta ennþá störf þess- arar ríkisstjórnar, en menn verða samt að gera sér grein fyrir því strax að hún er tilkomin vegna svika og það eitt nægir til að skýra og lýsa hver afstaða okkar sjálf- stæðismanna á Alþingi verður gagnvart henni." Lárus Jónsson alþingismaður um málefnasamninginn: MORGUNBLAÐIÐ innti Lárus Jónsson alþing- ismann eftir afstöðu hans til þeirra vinnubragða sem voru viðhöfð gagnvart þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins við myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens og skoðun hans á málefnasamningi ríkisstjórnarinn- ar. upp eru tekin að vísu ýmis framfaramál í sumum tilvikum, en þar á að gera allt fyrir alla í einu. Ef þessi áform um stór- auknar fjárfúlgur í útgjöld fyrir ríkissjóð eru borin saman við fróm orð um greiðsluhallalausan ríkisbúskap, hlýtur það að þýða stórfellda útþenslu ríkisbákns- ins og stórfellda aukna skatt- heimtu. Ef sú skattheimta verð- ur aukin með óbeinum hætti, svo sem söluskattshækkun, þá hlýt- ur það að kynda undir verðbólg- una. Það liggur því beinast við að þyngja eigi tekjuskatt veru- lega, jafnvel tvöfalda hann mið- að við forsendur fjárlagafrum- varpsins og eftir því sem unnt er að meta áform um aukningu ríkisútgjalda í fljótu bragði. „Óskapnaður sem kynd- ir undir verðbólgunni“ „Þegar þingmenn Sjálfstæðis- flokksins komu á þingflokksfund í fyrradag höfðu nokkrir haft málefnasamninginn undir hönd- um í 2—3 klukkustundir en aðrir sáu hann í fyrsta skipti þar og samt var ætlast til þess af Gunnari Thoroddsen að samn- ingurinn yrði afgreiddur þar því þingflokknum var gefinn kostur á að segja já eða nei á þessum fundi. Það kom fram hjá þeim sjálf- stæðismönnum sem standa að ríkisstjórninni að ekki yrði um neinar breytingar að ræða á málefnasamningnum og vara- formaður flokksins sagði að það ætti í rauninni aðeins eftir að ritstýra málefnasamningnum og stjórnin yrði mynduð á grund- velli hans hver svo sem afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins væri. Formaður flokksins tilkynnti þá að hann vildi leggja til að skipuð yrði nefnd úr þingflokkn- um til þess að skoða samninginn og kanna hvort unnt yrði að ná fram breytingum og samkomu- lagi á flokksgrundvelli. Var því samstundis hafnað. Fram kom hjá Gunnari Thoroddsen að hann myndi ekki lúta vilja þingflokksins né leggja málefna- grundvöllinn fyrir flokksráð og hlíta úrskurði þess eins og skylt er samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins, enda hafði Gunnar þá lýst því yfir að ríkisstjórnin yrði mynduð áður en flokksráð kæmi saman n.k. sunnudag. Sama afstaða hafði komið fram hjá Pálma og Frið- jóni, að þeir myndu styðja ríkis- stjórnina án tillits til afstöðu þingflokksins." „Hvernig metur þú málefna- samninginn?" „Þar finnst mér sláandi að það er ekki síður athugavert sem ekki stendur þar og m.a. er ekkert um það að hverju skuli stefnt í meginatriðum varðandi lausn kjördæmamálsins. Þar er ekkert tekið fram um afstöðu ríkisstjórnarinnar til varnar- samtaka Atlantshafsbandalags- ins og öryggismála landsins og mun það vera fyrsta ríkisstjórn á Islandi sem ekki 'lýsir yfir afstöðu sinni til þess máls síðan varnarsamningurinn var gerður. Eitt grundvallarstefnumið Sjálfstæðisflokksins er tak- mörkun ríkisumsvifa og lækkun skatta, sérstaklega tekjuskatta. Á skattamál er lítið sem ekkert minnst í málefnasamningnum og hvergi er einu orði vikið að takmörkun ríkisumsvifa og þar með skattheimtu. Á hinn bóginn er í málefna- samningnum óskalisti þar sem Kaflinn um verðlagsmál er tekinn ómengaður úr stefnu Framsóknarflokksins og er úti- lokað að sjá hvernig hann verði framkvæmdur miðað við það að hvergi örlar á ákvæðum um að rjúfa víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Ef fyrirtæki sem þarf 20% hækkun á útseldri þjónustu vegna sannanlegra kostnaðarhækkana, en fær ein- ungis 8% vegna gefinnar for- skriftar þá hlýtur það að þýða uppsagnir fólks og atvinnuleysi. I þessum málefnasamningi finnst einstöku ákvæði sem gengur í augu fólks við fyrstu sýn, en þegar samningurinn er allur lesinn í heild er ljóst að hann er í rauninni óskapnaður sem kyndir undir verðbólgunni jafnvel í enn ríkari mæli en verið hefur ef honum verður fylgt." Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra kemur til Bessastaða í gær. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra kemur til Bessastaða í gær. Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur Hermannsson fyrir utan Bessastaði í gær. Friðjón Þórðarson tekur við dómsmálaráðuneytinu af Vilmundi Gylfasyni. Mbi.otK. m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.