Morgunblaðið - 09.02.1980, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
Kambódiuhljómleik-
arnir eru í dag
í DAG klukkan 14 hefjast í
Austurbæjarbíói í Reykjavík
hljómleikar sem haldnir eru til
styrktar bágstöddum í Kambó-
díu. Allir sem fram koma hafa
ííefið vinnu sína svo og starfs-
menn bíósins og það hefur gefið
eftir húsaleiguna.
Þeir tónlistarmenn sem fram
koma eru Snillingarnir, Fræbbbl-
arnir, Kjarabót og ný hljómsveit,
sem sérstaklega er mynduð fyrir
þessa hljómleika og skipa hana
Egill Ólafsson, Tómas Tómasson,
Ásgeir Óskarsson, Karl Sighvats-
son, Björgvin Gíslason og Rúnar
Vilbergsson. Þá koma fram gestir
frá Alþýðuleikhúsinu. Kynnir er
Guðmundur Einarsson fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Áherzla var lögð á það
í upphafi að bjóða upp á dagskrá
sem væri ný, fersk og fjölbreytt,
segir m.a. í frétt um hljómleikana.
Stríðir gegn hugsjón
OL að leikarnir fari
fram í einræðisríki
- segir Þorgeir Pálsson, formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands
í GÆR birtist í Mbl. yfirlýsing
Stúdentaráðs Háskóla íslands,
þar sem ráðið mótmælir fyrir-
huguðum Ólympíuleikum í
Moskvu i sumar. Benti ráðið á. að
óeðlilegt hljóti að teljast að ól-
ympíuleikar fari fram í einræð-
isriki og bendir á reynsluna af
Ólympíuleikunum í Berlín og
heimsmeistarakeppnina í knatt-
spyrnu í Argentínu. Ráðið leggur
til að íslendingar hætti við fyrir-
hugaða þátttöku i ólympíuleik-
unum í Moskvu.
„Þessi tillaga ráðsins var sam-
þykkt fyrir innrásina í Afganistan
og er í raun óháð þeim atburði.
Stúdentaráð hefur gert sérstaka
ályktun um innrásina," sagði
Þorgeir Pálsson, formaður Stúd-
entaráðs, í viðtali við blaðamann
Mbl. „Ólympíuhugsjónin er í anda
friðar og bræðralags og við teljum
það stríða gegn þeirri hugsjón að
Ólympíuleikar fari fram í einræð-
isríki. Því leggjum við til að
Islendingar hætti við fyrirhugaða
þátttöku í Ólympíuleikunum.
Bílasýning í dag og á morgun
BIFREIÐAR & landbúnaðarvél-
ar h.f. halda bílasýningu að
Suðurlandsbraut 14, laugardag-
inn 9. og sunnudaginn 10.
febrúar n.k. frá kl. 2—6 e.h.
Fyrsta Lada-bifreiðin kom til
íslands árið 1972. Síðan hafa þær
haslað sér völl á íslandi og hafa
úndanfarin tvö ár verið mest seldu
bifreiðarnar.
Á bílasýningunni í dag og á
morgun, sunnudag, verða sýndar
nýjustu árgerðirnar af Lada. Á
meðan menn spjalla við sölumenn
er þeim boðið upp á kaffisopa.
Eldvarnir
kynntar í
Hafnarfirði
JC HAFNARFJÖRÐUR gengst
fyrir sölu á reykskynjurum og
slökkvitækjum um næstu helgi, 9.
og 10. febrúar, og munu félagar
ganga í hús bæjarins og bjóða
þessi tæki til sölu. Jafnframt
verður félagið með útsölu að
Reykjavíkurvegi 64 frá kl. 10—17
sömu daga.
Dreift hefur verið veggspjaldi í
alla skóla og dagvistunarstofnanir
i bænum. Bæklingi með upplýsing-
um um eidvarnir verður dreift í öll
hús í bænum.
Gæzluvarð-
hald fram-
lengt
GÆZLUVARÐHALD tveggja
ungra manna, sem setið hafa inni
vegna rannsóknar fíkniefnamáls,
var í gær framlengt um 15 daga.
Þeir voru þá búnir að sitja inni í
15 daga. í sambandi við rannsókn
málsins var lagt hald á rúmlega
eitt kíló af hassi að söluverðmæti
um 10 milljónir króna.
INNLEN-T
Hluti keppenda i maraþondanskeppninni taka nokkur æfingarspor á dansgólfi Klúbbsins.
Ljósm.RAX
Dansað þar til eng-
inn stendur uppi
Maraþondanskeppni Klúbbs-
ins og Útsýnar 1980 hefst í
Veitingahúsinu Klúbbnum á
morgun, sunnudaginn 10.
febrúar. Keppendur munu hef ja
dansinn kl. 5 að sunnudags-
morgni og dansa viðstöðulaust
þar til siðasti keppandinn hefur
gefist upp og mun sá hinn sami
teljast sigurvegari keppninnar.
Klúbburinn mun hins vegar
verða opnaður fyrir almenning
kl. 13 á sunnudag og gefst fólki
þá tækifæri á að sjá hverju
fram vindur í keppninni.
Síðasta Maraþonkeppni stóð í
13 tíma en ekki fékkst vilyrði
yfirvalda til að halda keppninni
áfram eftir dansleik á sunnu-
dagskvöld. Nú hefur leyfið hins
vegar fengist.
Þrenn verðlaun verða veitt til
þriggja keppenda en auk þess fá
allir þátttakendurnir viðurkenn-
ingu. Fyrstu verðlaun verða, auk
bikars frá Klúbbnum, ferðavinn-
ingur frá Ferðaskrifstofunni Út-
sýn að upphæð 300.000 krónur.
Þeir sem verða í 2. og 3. sæti fá
einnig bikara ásamt verðlaunum
frá Gilbert Ó. Guðjónssyni úr-
smið en það er vöruúttekt að
upphæð 100.000. Þá mun versl-
unin Stúdíó veita 100.000 króna
vöruúttekt í verðlaun.
Formaður dómnefndar verður
Heiðar Ástvaldsson en meðdóm-
endur verða Örn Guðmundsson,
Bára Magnúsdóttir, Hermann
Ragnars og Sigvaldi Hjálmars-
son.
Sérstök dagskrá mun verða í
Klúbbnum á sunnudaginn vegna
danskeppninnar. Munu þar
skemmta m.a. Katla María,
dansflokkar frá Heiðari Ást-
valdssyni og JBS og hljómsveitin
Exodus. Þá mun þar verða diskó-
tek og tískusýning gestahapp-
drætti o.fl.
Biblíudagurinn á morgun:
Ný prentun Biblíunnar
væntanleg innan árs
HINN ÁRLEGI Bibliudagur er á
morgun, sunnudag og verður
hans minnst í kirkjum landsins
og ársfundur Hins íslenzka bibl-
íufélags verður haldinn í Safnað-
arheimili Árbæjarsóknar að lok-
inni messu er hefst kl. 14. Er
þennan dag tekið á móti gjöfum
til starfsemi félagsins svo og á
samkomum kristilegra félaga.
Nú er á lokastigi ný prentun
Biblíunnar og hefur meginhluti
Gamla testamentisins þegar verið
settur og er að hefjast setning
Nýja testamentisins. Er þess
vænst að nýja Biblían komi á
markað innan árs, en að verkinu
stendur Hið ísl. biblíufélag. Hefur
þýðingarnefnd, er komið var á
laggirnar árið 1964, unnið að
undirbúningi prentunar Nýja
testamentisins ásamt starfshópi
guðfræðistúdenta. Guðspjöllin og
postulasagan verða prentuð í
nýrri þýðingu, auk þess sem all-
verulegar breytingar hafa verið
gerðar á núverandi texta annarra
rita Nýja testamentisins, en sá
texti var settur árið 1912.
Dr. Þórir Kr. Þórðarson hefur
stýrt þeim hópi er bjó Gamla
testamentið til prentunar og voru
gerðar milli 4 og 5 þúsund texta-
breytingar. Helztu breytingar eru
fólgnar í að sett hafa verið ný
greinarskil, köflum skipt eftir efni
og settar millifyrirsagnir, les-
málssíðan er nú prentuð í tveimur
dálkum í stað eins áður og staf-
setning og greinarmerkjasetning
færð til nútímahorfs. Þá er tekið
upp neðanmálstilvitnanakerfi,
BIBLÍUDAGUR1980
sunnudagur lO.febrúar
franskt að uppruna, sem auðveld-
ar lesandanum að rekja orð og
hugmyndir í ýmsum ritum Bibl-
íunnar.
Hið ísl. biblíufélag er aðili að
Sameinuðu biblíufélögunum og
hefur fengið þaðan ráðgjöf og
tækniaðstoð við undirbúning þess-
arar prentunar, en félagið tekur
þátt í alþjóðlegu dreifingarstarfi á
Biblíunni og er m.a. veitt fé til
þýðingar og prentunar Nýja testa-
mentisins fyrir Eþíópa. Gídeonfé-
lagið á Islandi dreifir árlega um
5000 eintökum Nýja testamentis-
ins til skólabarna og ýmissa
starfsgreina, en aðventistar og
hvítasunnuhreyfingin hafa unnið
mikið starf við dreifingu Biblíúnn-
ar. Talið er að nú sé Biblían eða
hlutar hennar til í um 1.550
þýðingum og var íslenzka þýðing-
in hin 23. í röðinni.
Úr fréttatilk.
Browne teflir
fjöltefli í Eyjum
Vestmannaeyjum. 8. febrúar.
BANDARÍSKI stórmeistarinn
Walter Browne teflir í fjöltefli í
Vestmannaeyjum á morgun,
sunnudag. Teflir hann við allt að
40 keppendur í Alþýðuhúsinu og
er ráðgert að fjölteflið hefjist
klukkan 20.
Browne er 33 ára, margfaldur
Bandaríkjameistari og hefur tekið
við hlutverki Fischers sem
sterkasti skákmaður Bandaríkj-
anna. Browne er með um 2600
Elo-skákstig og er stigahæsti
skákmaðurinn, sem teflt hefur í
Vestmannaeyjum, en á síðustu
árum hafa teflt fjöltefli í Eyjum
þeir Timman, Lombardy og
Smejkal og höfðu þeir um 2550
stig. Browne varð sigurvegari á
síðasta Reykjavíkurskákmóti 1978
og verður meðal þátttakenda á
Reykjavíkurskákmótinu, sem
hefst 23. febrúar.
— Fréttaritari.