Morgunblaðið - 09.02.1980, Page 32

Morgunblaðið - 09.02.1980, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 Jón Viðar Jónsson: Hvergi á byggðu bóli mun vera eytt eins miklum peningum í leikhús og í Þýska sambandslýð- veldinu. Hér norður frá kvartar leikhúsfólk sáran undan nánas- arhætti hins opinbera og í Vestur- heimi verða leikhús að gera svo vel að bera sig, eins og hver önnur framleiðslufyrirtæki, annars er þeim lokað. I Vestur-Þýskalandi hefur leikhúsið ekki farið varhluta af efnahagsundrinu mikla og þar rekst maður jafnvel á leikara sem lýsa undrun sinni á öllum þeim fjármunum sem ausið er í stofn- analeikhúsin. I bæklingi um skipulag og þróun vestur-þýsks leikhúss, sem ég hef undir hönd- um, kemur fram að árið 1976 fengu leikhús Sambandslýðveldis- ins rúmlega 1,2 milljarða marka úr opinberum sjóðum og nægði sú upphæð þá til að greiða um áttatíu prósent rekstrarkostnaðar þeirra. Má til samanburðar geta þess, að opinberir aðilar hérlendis munu ekki greiða leikhúsum nema um fimmtíu til sextíu prósent kostn- aðarins — með þeim afleiðingum að þau neyðast til að sýna léttmeti í mun ríkara mæli en gerist meðal helstu nágrannaþjóða vorra. Vest- ur-þýskt leikhúsfólk þarf hins veg- ar ekki að lúta svo lágt og getur rólega gert hvort tveggja í senn: viðhaldið menningararfinum og þróað leikhúsformið. Enda er trú- lega ætlast til þess að peningarnir tryggi fullkomið jafnvægi á milli framsækni og íhaldssemi, bók- menntalegra afreka fortíðar- innar og þeirra formbyltinga sem framtíðin ber í skauti sér. Sennilega eru fáir jafn innilega sýnd, þó ekki væri nema í tákn- rænu formi greinarkorns, og upp- fyllti um leið þá sjálfsögðu skyldu að skýra frá helstu niðurstöðum mínum eftir heimsóknina. Það er óneitanlega lýjandi að þeytast á milli leikhúsa í þrjár vikur, jafnvel þótt flest sem upp á er boðið sé fyrsta flokks fram- leiðsla. Goethe-stofnunin hafði auk leikhúsferða skipulagt viða- mikla dagskrá fyrirlestra og við- ræðufunda, þar sem þátttakend- um gafst kostur á að hlýða á og hitta að máli fjölmarga listamenn, leikhúsfræðinga, gagnrýnendur og embættismenn sem fara með leikhúsmál. Helsti gallinn á þessu prógrammi var sá að mönnum var ekki ætlaður neinn tími til að slaka á og melta upplýsingaflæðið, sem linnulaust dundi á okkur. Reyndin varð því sú að þegar líða tók á heimsóknina, sem stóð frá 10. maí til mánaðmóta, misstu margir lystina og tóku að skrópa æ oftar. Þar að auki vildu flestir kynnast borginni sjálfri og því fjölskrúðuga menningar- og skemmtanalífi, sem þar dafnar. Margir brugðu sér yfir múrinn til Austur-Berlínar; bæði til að anda að sér því gerólíka andrúmslofti sem þar ríkir og fara í leikhús, sem er ekki síðra en í vesturborg- inni. Reyndar urðum við fljótlega vör þess að slík ferðalög vöktu litla hrifningu gestgjafa okkar á Goethe-stofnuninni — og hentu menn gaman að þessari við- kvæmni þeirra, sem trúlega er óskiljanleg öðrum en þjóðverjum, svo að lítið bar á. Það hefði ekki heldur verið sérlega kurteislegt að sýna ekki þjóðlegum taugabilunum þessara ágætu manna fulla virðingu, hann réttilega á að þarfir þeirra sem sæktu leikhús væru afar misjafnar: sumir vildu ekkert nema léttmeti og söngleiki, aðrir litu ekki við öðru en klassík, enn aðrir færu ekki í leikhús nema það væri byltingarsinnað og framsæk- ið og svo væru þeir sem einfald- lega krefðust góðs leikhúss, smekkmennirnir og fagurkerarn- ir. Sem lýðræðissinnaður embætt- ismaður verð ég að tryggja að leikhúsin fullnægi öllum þessum þörfum, sagði Kirchner, og þeir sem vilja söngleiki eru ekki tölu- lega færri en þeir sem vilja listræn gæði; þetta er áhorfend- ahópur sem við verðum að taka tillit til. Það má skjóta því að innan sviga að nokkrir þátttak- enda í semínarinu slysuðust til að sjá mjög rómaða sýningu í þessu söngleikahúsi og voru á einu máli um að það hefði verið ömurlegasta leikhúsferð heimsóknarinnar. Og hann skaut því einnig að, að þó að auðvitað bæri að hlúa að ungviði og hleypa fram nýjum straumum, væri þrátt fyrir allt talsverð áhætta að eyða miklum peningum í óþekkta krafta; þeir sem þegar væru á spenanum sýndu þó ævinlega að þeim nýtt- ust peningarnir í hagkvæmum rekstri. Hann lét aldrei í það skína að listrænt mat hans sjálfs hefði minnstu áhrif á það hvernig hann dreifði peningunum, þar virtust óskir skattgreiðendanna einráðar. En auðvitað nefndi hann ekki hvernig þær óskir væru skil- greindar og hvers vegna væri ástæða til að eyða meiri peningum i sumar þarfir en aðrar. í eitt skipti sýndi Kirchner þó að mannlegar tilfinningar kæmu lítillega við sögu í skiptingu kök- unnar. Þegar talið barst að Grips-leikhúsinu, barnaleikhúsinu róttæka sem vestur-þjóðverjar LEIKHUS I ALLSN sannfærðir um ágæti menningar sinnar og þjóðverjar, án þess þó að vanmeta það sem aðrar þjóðir hafa komið í verk. Landfræðileg lega þeirra á milli stærri menn- ingarsvæða og samskiptin við þau hafa eflaust átt drjúgan þátt í að móta þá heimsborgaralegu af- stöðu sem jafnan hefur sett svip sinn á þýska hugsun og ég hef einnig þótst verða var við í kynnum af þjóðverjum sjálfum. Það er ekki að ófyrirsynju sem vestur þýska ríkið rekur volduga stofnun, kennda við höfuðskáldið Goethe, með útibú um víða veröld, sem hefur þann tilgang að leyfa öðrum þjóðum að bragða á ávöxt- um þýskrar hámenningar. Ég hef nú um nokkurt skeið staðið í ógoldinni þakkarskuld við þessa merku stofnun, sem hélt mér uppi ásamt tuttugu öðrum útlending- um í þrjár vikur í maímánuði í fyrra til þess að við mættum kynnast vesturþýsku leikhúsi og skýra síðan löndum vorum frá því sem fyrir augu bar. Borgaryfir- völd í Vestur-Berlín hafa nefni- lega þann sið að efna til leiklist- arhátíðar á hverju vori, sem þau nefna „Theatertreffen" — Leik- húsmót — og bjóða þangað tíu bestu leiksýningum leikársins frá öllu Vestur-Þýskalandi. Mér hefur skilist að hátíðahöld af ýmsu tagi ásamt margs konar ráðstefnum séu nánast daglegt brauð í þessari sögufrægu borg og liður í viðleitni manna til að viðhalda hlutverki hennar sem menningarmiðstöðv- ar. Og í fyrravor bauð Goethe- stofnunin sem sagt tuttugu manns frá flestum ríkjum Vestur-Evrópu til Berlínar til þess að skoða það besta sem vestur-þýskt leikhús hefði upp á að bjóða þá stundina og fá um leið sem gleggsta mynd af stöðu þess. Það hefur dregist úr hömlu að ég þakkaði þá einstöku gestrisni, sem manni var þarna slíkur var höfðingsskapur þeirra og greiðvikni. Umsjá með semín- arinu, eins og þessi samkoma var nefnd opinberlega, var í höndum virðulegs herramanns, sem bar hið tiginmannlega ættarnafn Tetzeli von Rosador og var vakinn og sofinn að við mættum hafa sem mest upp úr heimsókninni. Herr von Tetzeli, eins og við nefndum hann gjarnan, stóð sig að öllu leyti óaðfinnanlega við skipu- lagningu og framkvæmd pró- grammsins, en galt þess því miður að hann átti sem týpa fjarska lítið sameiginlegt með því sérkennilega samsafni leikhúsbóhema, sem þarna voru saman komnir og ekki allir séi'lega þýskir í hugsun og hegðan. Hópurinn var annars mjög ósamstæður og sögðu menn- ingarlegar andstæður og nokkrir málaerfiðleikar töluvert til sín í persónulegum samskiptum innan hans. Hin lífsseiga tjáskiptagjá á milli fræðinga og þeirra sem starfa við sviðið opnaðist einnig á stundum; til dæmis skopuðust sumir að finnska háskólakennar- anum frá Tampere, barnslegum manni á fimmtugsaldri, sem um- gekkst aðra þátttakendur á frem- ur formlegan hátt og setti gjarnan á hátíðlegar tölur um þróun þýsks leikhúss, sem hann hélt á stirð- legri og bókmálskenndri þýsku. Hann hafði uppgötvað að merk- ingarfræðin, semíótíkin, myndi svara öllum spurningum leikhús- fræðinnar til fullnustu og sat flest kvöld einn á herbergi sínu við að skrifa doktorsritgerð um þau efni. Það myndi fylla mörg Morgun- blöð að segja frá öllum þeim leiksýningum og samræðufundum, sem ég fór á þessar þrjár vikur og ósennilegt að margir myndu end- ast til að lesa slíkan langhund til enda. í þessari grein ætla ég að eins að drepa á þau atriði dag- skrárinnar, sem miðuðu að því að gefa okkur almenna hugmynd um ástand vestur-þýskra leikhúsmála og mér hafa orðið minnisstæðust. I annarri grein, sem fljótlega fylgir í kjölfarið, mun ég svo fara fáeinum orðum um þær leiksýn- ingar, sem þarna gaf á að líta, og skýra nánar frá þeim ógöngum sem mér virðist vestur-þýskt leikhús vera komið í. Annan daginn sem við vorum í Berlín var okkur stefnt í móttöku til Hans Kirchners, háttsetts emb- ættismanns með aðsetur í vold- ugri skrifstofubyggingu í hjarta borgarinnar. Á leiðinni upp í lyftunni var ég fræddur á því að Kirchner hefði trúlega meira vald en aðrir dauðlegir menn yfir Berlínarleikhúsunum, því að hon- um væri falið að skipta á milli þeirra kökunni sem yfirvöld borg- arinnar bökuðu þeim. Hann reyndist vera maður um fertugt, frjálslegur í fasi en þó ábyrgðar- fullur, og ákaflega greinargóður um leikhúsmál borgarinnar. Póli- tísk þefvísi mín sagði mér að hann væri einhvers konar hægri krati, þó að vitaskuld gerði hann sér far um að sýnast óhlutdrægnin sjálf. Við vorum nú komin á fund hans til að kynnast þeirri leikhúspóli- tík, sem borgaryfirvöld Vestur- Berlínar reka, þeim sjónarmiðum Vestur- þýskt leikhús Fyrri grein sem þau fara eftir þegar þau ákveða hverjir skuli fá peninga til að búa til leikhús og hverjir ekki. Það kom fljótt í ljós að mikill gestagangur væri á skrifstofu Kirchners, svo mikill að margir yrðu frá að hverfa tómhentir — og að hann tæki sjálfan sárt að þurfa að neita nokkrum leikhúsmanni um peninga. Það kom þjáning í svip hans, þegar þessi mál voru tekin til umræðu og auðheyrt var á sumum spyrjenda að þeir grun- uðu yfirvöld — þ.e. Kirchner — um að hygla fremur þeim, sem þegar hefðu komið undir sig fótum og væru opinberlega viðurkenndir, en veðja á nýja krafta. Kirchner bað menn þá að gá að guði; hér væri að fleirum að hyggja en leikhúsfólki. Og hann benti á að sem embættismaður í Iýðræðisríki yrði hann fyrst og síðast að spyrja sig: hvað vill Fólkið? Minnisblöð mín eru ekki svo ítarleg að ég geti farið náið út í þá leikhúspólitík sem þarna var lýst fyrir okkur, enda heimildin kannski ekki fullkomlega óhlut- dræg, frekar en aðrar heimildir. Það kom reyndar í ljós síðar í viðtölum við forystulið sumra frjálsu leikflokkanna, sem borgar- yfirvöld styrkja meira en aðra flokka sökum listrænna eða fé- lagslegra verðleika, að viðurgern- ingur borgarinnar væri ekki alveg eins góður og halda mátti af orðum embættismannsins. En leikhúsfólk kann ekki síður en bændur að berja sér — og það fór í öllu falli ekkert á milli mála hvert væri höfuðmarkmið þeirrar stefnu sem Kirchner mótaði og framfylgdi. Þegar einhver í hópn- um fór að fetta fingur út í þá ákvörðun yfirvalda ekki alls fyrir löngu að taka upp á arma sína gjaldþrota söngleikahús og verja til þess miklu fé í stað þess að veðja á eitthvað merkilegra, benti láta mikið með og halda að hafi brotið blað í sögu barnaleiklistar, ljómaði andlit hans af gleði og stolti og hann breiddi sig af miklum fjálgleik út um stefnu og starf þessa leikhúss, sem væri svo einstaklega duglegt við að skerpa félagslega meðvitund barnanna og gera þau gagnrýnin á misbresti samfélagsins, strax frá blautu barnsbeini. Það var ekki lítil skemmtan að heyra þennan frjáls- lynda leikhúsfaraó slá um sig með öllum gamalkunnu glamuryrðun- um um „frelsandi leikhús“ — „emanzipatorisches Theater" — af áberandi velþóknan. Við áttum eftir að kynnast þessu leikhúsi allvel síðar í heimsókninni, en stefna þess hefur vakið miklar deilur og íhaldssamir uppalendur munu hafa orðið skelfingu lostnir þegar afkvæmin komu úr leikhús- inu ræðandi um kynferðismál, stéttaátök, innflytjendapróblem, réttindi sín gagnvart foreldrum og kennurum og fleira af því tagi. Kirchner upplýsti okkur nú um, að enda þótt þetta væri afstaða sem lýðræðisleg stjórnvöld hlytu að taka fullt tillit til og þó að Grips-leikhúsinu væri beinlínis bannað að sýna í sumum ríkjum Sambandslýðveldisins á þeirri for- sendu að það útbreiddi kommún- isma, hefðu borgaryfirvöld í þessu múrumlukta vígi frelsisins ekki brugðist Grips þegar mest lá á og tryggt tilveru þess. Ég verð reynd- ar að játa að sýningar þess ollu mér vonbrigðum — þetta reyndist ekki vera neitt annað en ósköp hversdagslegur sósíalrealismi, sem okkur norðurlandafólki þótti lítið nýjabrum að. En þjóðverjarn- ir máttu ekki vatni halda af hrifningu yfir að barnaleikhús gæti verið eitthvað raunsærra en falleg ævintýri — og þar voru hvítflibbamennirnir og galla- buxnaliðið á nákvæmlega sama

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.