Morgunblaðið - 09.02.1980, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1980
33
báti. Kirchner sagði okkur til
dæmis að hann sendi börn sín
iðulega á sýningar Grips-leikhúss-
ins og teldi þau hafa mjög gott af
þeim. Það þurfti enginn að efast
um að minni lýðræðisbragur væri
á heimili mannsins en opinberri
embættisfærslu hans.
Og Kirchner sagðist nú þrátt
fyrir þá gagnrýni, sem fram hefði
komið og vissulega ætti öll rétt á
sér, vera þeirrar skoðunar að
býsna vel hefði tekist að þjóna því
háleita markmiði sem opinber
leikhúspólitík Vestur-Berlínar
stefndi að: að sjá til þess að allir,
sem á annað borð kærðu sig um
leikhús, ættu kost á því leikhúsi
sem þeim félli best. Og hann lét
okkur verða vör þess að yfirvöld
notuðu engan veginn lýðhyllina
sem eina mælikvarðann á rétt-
mæti ákveðins leikhúss. Hann
talaði mikið um Schaubúhne am
Halleschen Ufer, leikhús Peter
Steins, en augu umheimsins hafa
undanfarin ár fremur beinst að
því en öðrum þýskum leikhúsum.
Þar hefur sami leikflokkurinn
starfað í tíu ár undir forystu
Steins og hefur vart nokkurt
Berlínarleikhús orðið jafn frægt
frá því Berliner Ensemble sló í
gegn á sjötta áratugnum. Þetta er
flest fremur ungt fólk sem var við
nám þegar stúdentaóeirðirnar
blossuðu upp árið 1968 og mótað-
ist mjög af viðburðum þess tíma.
Það er róttækt í skoðunum og
sýningar þess og verkefnaval bera
vitni gagnrýnni afstöðu til borg-
aralegs þjóðfélags. Innan flokks-
ins ríkir þannig sterk hugmynda-
leg samstaða og viðræðufundur
okkar með honum seinna sýndi að
þarna láta óbreyttir leikarar sig
mjög varða alla stefnu flokksins
og þróun, en fela hana ekki alfarið
í hendur alvitrar leikhússtjórnar.
Þó væri varasamt að tala um
„lýðræði" innan þessa leikflokks
— þó að sjálfir vildu leikararnir
gera sem mest úr völdum sínum —
því að engum fær dulist að þarna
ríkir upplýst einveldi í bestu
merkingu þess orðs. Peter Stein
hefur vitaskuld notið þess að
starfa með fólki sem trúir á hann
og treystir, á sama hít og Brecht
gerði á sínum tíma, en þó má
fullyrða, að án hans væri leikhúsið
ekki til í dag og hefði líklega
aldrei orðið til. Ég þekki ekki
nákvæmlega tildrög þess að Stein
kom ásamt leikurum sínum til
Berlínar frá Múnchen í lok síðasta
áratugar, e.t.v. hefur andrúmsloft-
ið í borginni verið róttækum
leikflokki hagstæðara en það sem
ríkir sunnar í landinu. Sýning
Schaubúhne á Pétri Gaut gerði
hana samstundis víðfræga og
síðar hafa fjölmargar frábærar
sýningar fylgt í kjölfarið, ekki síst
á klassískum höfundum og nú
síðast á leikritum Botho Strauss.
En þó að leikhúsið næði þessari
frægð, barðist það lengi vel í
bökkum fjárhagslega og það var
ekki fyrr en borgaryfirvöld
ákváðu að hlaupa undir bagga að
afkoma þess var tryggð.
Hans Kirchner hafði því ærna
ástæðu til að vekja athygli á rausn
Berlínarborgar við Schaubúhne,
sem var raunar löngu orðin leik-
menningarlegt stolt borgarinnar
áður en fjármál hennar komust í
heila höfn. Leikhúsinu væri ekkert
of gott, sagði hann, því að það sæi
til þess að Berlínarbúar ættu kost
á því allra besta sem leikhús gæti
boðið upp á. Hann sagði að borgin
hefði því þungar áhyggjur af
þeirri óvissu sem ríkir um þessar
mundir í málum leikhússins, en
Peter Stein hefur talað um að
hann hafi nú starfað nógu lengi á
sama stað og tími sé kominn til að
leita á önnur mið. Aldrei fengum
við óyggjandi skýringu á þessum
áformum Steins, sem mun ekki
hafa verið í borginni um þessar
mundir og við hittum því aldrei
sjálfan. En við komumst að raun
um að bæði listamenn Schau-
búhne og ráðamenn leggja hart að
honum að vera áfram um kyrrt í
Berlín. Borgaryfirvöld hafa þann-
ig brugðist vel við umleitunum
leikhússins um að finna varanlega
lausn á húsnæðismálum þess, en
gamla húsnæðið við Hallesches
Ufer hefur lengi verið ófullnægj-
andi og leikflokkurinn um skeið
starfað á tveimur stöðum í borg-
inni. Nú hefur borgin ákveðið að
byggja yfir leikflokkinn voldugt
leikhús, sem á að standa ofarlega
við Kurfúrstendamm, aðalgötu
Vestur-Berlínar, og þegar er hafin
bygging á. Yfirarkitekt leikhúss-
ins Dr. Ing. Klaus Wever hélt
síðar fyrirlestur fyrir okkur um
bygginguna, sem á að verða hið
mesta tækniundur og eins marg-
breytileg og lipur í meðförum og
nútímatækni leyfir. Verður þar
hægt að setja á svið sýningar fyrir
mikinn fjölda áhorfenda, en einn-
ig intímar sýningar fyrir fáa, auk
þess sem sviðsrýmið sjálft verður
allt hið fullkomnasta. Þannig
hyggjast ráðamenn launa og jafn-
framt halda í þann leikflokk sem
hefur verið ein helsta skrautfjöð-
ur Vestur-Berlínar á þessum ára-
tug.
Sá sem hefur gluggað dálítið í
leikhússögu eins og undirritaður
kemst þó vart hjá því að heyra í
þessum áformum líkt og bergmál
fyrri atburða og spyrja sig hvort
sagan geti verið að endurtaka sig.
í byrjun þessarar aldar var nefni-
lega uppi í þessari sömu borg
leikstjóri að nafni Max Reinhardt.
Hann vann sig upp til æðstu
metorða og valda í leikhúsheimi
Berlínar og átti manna mestan
þátt í að gera hana að háborg
evrópskrar leiklistar á þeim árum.
Reinhardt var óhemju hugmynda-
ríkur leikstjóri og nýtti sér þær
tækniframfarir sem höfðu orðið á
sviði leikhústækni af snilld. Þetta
var á þeim árum þegar stofnana-
leikhúsið hafði ekki verið fundið
upp og ekki þótti sjálfsagt að
halda leikhhúsum uppi á opinberu
fé. Það var því fjárhagsleg nauð-
syn fyrir Reinhardt og aðra í hans
aðstöðu að sem flestir kæmu á
sýningarnar og beinlínis yrði af
þeim gróði. Hjarta hans og
margra samtíðarmanna hans var
einnig snortið af draumnum um
leikhús allrar alþýðu, hið sanna
þjóðarleikhús, eitthvað í líkingu
við forngrískt leikhús, þangað sem
menn sæktu sér annað og meira
en stundarskemmtan. Sýningar
hans urðu því smám saman æ
hrikalegri í sniðum, teknískar
orgíur með þúsundum st-atista, svo
að við sjálft lá að manngrúinn á
sviðinu yrði fjölmennari en
áhorfendur, sem skiptu þó þús-
undum. Flest venjuleg leikhús
voru að sjálfsögðu allt of þröng
fyrir slíkar sýningar og með
miklum herkjum tókst Reinhardt
að koma sér upp leikhúsi við eigin
hæfi.
Þetta var Grosses Schauspielhaus,
sem tók til starfa árið 1919,
einhver stærsta og glæsilegasta
leikhúsbygging sem sögur fara af.
En örlög hennar urðu önnur en
ætlað var. Hljómburðurinn í
áhorfendasalnum, sem var til-
sýndar eins og dropasteinshellir,
reyndist afleitur og hver sýningin
á fætur annarri kolféll. Eftir
aðeins fjögurra ára starf í húsinu
neyddist Reinhardt til að hætta
þar starfi og láta bygginguna
öðrum eftir undir léttari skemmt-
anaiðnað. Að hluta mun hún hafa
verið sprengd í stríðinu, en hefur
verið endurreist og er nú notuð
undir sirkus og kaSarett. Þetta er
forljótt hús með braggalögun og
stendur austan múrs við torg
Bertholt Brechts, til hliðar við
leikhúsið við Schiffbauerdamm,
leikhús Berliner Ensemble. Það er
vonandi að hið nýja leikhús
Schaubúhne am Halleschen Ufer
eigi betri framtíð í vændum en
Grosses Schauspielhaus Rein-
hardts. Dr. Ing. Klaus Wever
fullvissaði okkur í það minnsta
um að allt sem stæði í mannlegu
valdi yrði gert til að tryggja að
hljómburðurinn í þessari stór-
fenglegu byggingu yrði óaðfinnan-
legur.
Ég segi nánar frá þeim sýning-
um Peter Steins sem ég sá á
Schaubúhne am Halleschen Ufer í
síðari grein minni um vestur-
þýskt leikhús. Hér langar mig
aðeins til að gefa lesendum smá-
hugmynd um hvernig samfélagið
og valdhafarnir búa að leikhúsinu
í þessu landi. Þess ber vissulega að
geta, að hverju sambandsríki er í
sjálfsvaid sett, hvernig það gerir
við leikhús sín og ekki munu
stjórnvöld allra ríkja sýna þeim
sömu umhyggju og borgaryfirvöld
Vestur-Berlínar. Engu að síður
þykist ég fullviss um að það ríki
muni vandfundið sem býr leiklist
sinni jafn mikið öryggi og velsæld
og Þýska Sambandslýðveldið.
En hvað kemur þá út úr þessum
fjáraustri, geri ég ráð fyrir að
einhverjir lesenda minna séu nú
farnir að spyrja. Er vestur-þýsku
leikhúsi ekki allir vegir færir, úr
því að fjárskortur neyðir það ekki
til að velja sér verkefni með tilliti
til lýðhylli, eins og íslenskt leik-
hús verður stöðugt að gera. Ég
reyni að svara þessum spurning-
um fyrir mitt leyti í síðari grein,
en vitaskuld verða þau svör hvorki
endanleg né traust eftir svo stutt
og að ýmsu leyti ófullnægjandi
kynni. Ég skal þó fúslega játa nú
þegar, að ég hef með ráðnum hug
gert sem mest úr ytra veldi
vestur-þýsks leikhúss. Það mætti
stundum halda á barlómi þeirra
sem stjórna íslenskum leikhúsum
að peningaleysið eitt komi í veg
fyrir að þau rífi sig upp úr deyfð
og vanahugsun og fremji hin
stórfenglegustu afrek. Ég held því
ekki fram að þessar kröfur eigi
engan rétt á sér. En það eru gömul
sannindi að maðurinn lifir ekki af
einu saman brauði. í heimsókn
minni til Vestur-Berlínar í fyrra-
vor taldi ég mig fá fyrir því
áþreifanlegar sannanir að þau
gilda einnig innan leikhússins.
Frá sjónarhóli manna á borð við
Hans Kirchner er leikhúsið reikn-
ingsdæmi sem verður að ganga
upp. Annars vegar eru þarfir
borgaranna, hins vegar þeirra sem
vilja fá að búa til leikhús — og
kúnstin er síðan að finna jafnvægi
á milli þeirra. Kirchner viður-
kenndi vissulega óbeint fyrir okk-
ur að þetta gæti aldrei tekist til
fullnustu, en með því að búa til
fastmótaða og niðurflokkaða
mynd af leikhúsþörfum almenn-
ings gat hann haldið því fram að
þau leikhús sem borgin styrkti
gegndu öll nauðsynlegu hlutverki í
samfélaginu. Vitaskuld gerði hann
sér grein fyrir því að margir í
hópnum voru ekki sérlega sann-
færðir um ágæti þessa þjóðfélags,
þar sem jafnvel stéttaandæstæð-
urnar eru partur af skipulaginu,
öðru vísi verður hrifning manns-
ins af Grips og Schaubúhne vart
skilin. En þó að hann léti svo mjög
af leikhúsum, sem hafa á stefnu-
skrá sinni að útrýma því þjóðfé-
lagskerfi sem borgar honum kaup-
ið sitt, gat hann ekki neitað því að
miklu stærri fjárhæðum væri var-
ið til leikhúsa sem aldrei geta gert
annað en syngja áhorfendur í
svefn. Hann var þó nógu klókur til
að benda okkur ekki á það, sem við
gátum lesið í upplýsingaplöggun-
um frá Goethe-stofnuninni, að
tölur um aðsókn sýna að óperur,
óperettur og söngleikir njóta mun
almennari vinsælda en aðrar teg-
undir leikhúss. Hann þurfti því
aldrei að játa fyrir þessum rauð-
leita söfnuði að yfirvöld, — þ.e.
hann sjálfur — tækju fremur mið
af smekk íhaldssamra og róm-
antískra áhorfenda en kröfum
raunsærra og byltingarsinnaðra
leikhúsmanna, þegar hann bryti
brauðið, — og að leikhúspólitík
hans væri þegar allt kæmi ti! alls
engan veginn eins laus við póli-
tískt mat og hann vildi vera láta.
Við áttum eftir að hitta sér-
fræðinga sem voru talsvert
hreinskilnari við okkur um innra
ástand þessa auðuga leikhúss.
Nokkrum. dögum áður en heim-
sókninni lauk hittum við að máli
Prófessor doktor Henning Risch-
bieter, einn virtasta leikhúsfræð-
ing Vestur-Þýskalands. Próf. Dr.
Rischbieter er hámenntaður
maður, forseti leikhúsfræðideildar
Freie Universitát í Berlín og einn
af aðalritstjórum leikhústímarits-
ins Theater Heute, þar sem hann
hefur skrifað margar merkar
greinar um leikhúsmál. Hann Var
gráhærður, alskeggjaður maður
um sextugt og setti hlutina fram á
skilmerkilegan en nokkuð þurr-
legan hátt. Það sem helst vakti
athygli manns í útliti hans var að
ekkert var eftir af vinstri hand-
legg nema stúfurinn, sem tifaði
líflega innan í skyrtuerminni, ekki
síst þegar ákafi hljóp í umræðurn-
ar.
Ég sé á strjálum minnisblöðum
mínum að fyrirlestraþreyta hefur
verið tekin að hrjá mig, auk þess
sem hiti var mikill þennan dag og
eitrað stórborgarloftið ekki sér-
lega hressandi. Frá einu rtjá ég þó
til að skýra sem ég hefi hripað
niður eftir Próf. Dr. Rischbieter.
Hann sagði okkur frá því, að
þýskir leikhúsfræðingar, sem hafa
mikla unun af því að gera töl-
fræðilegar og flóknar kannanir,
hefðu af því áhyggjur að svo
virtist sem kenning þeirra urn
bein tengsl menntunar og leik-
hússóknar stæðist ekki lengur.
Samkvæmt kenningunni sækja
því fleiri samfélagsþegnar leikhús
sem menntun þeirra verður betri
og almennari og fleiri hafa þær
menningar og uppeldislegu for-
sendur sem þarf til að njóta
leikhúss. Nú hafa miklar framfar-
ir orðið á sviði skólamála á síðustu
áratugum í Vestur-Þýskalandi og
því ætti leikhússókn að færast í
vöxt meðal yngri kynslóðanna í
hlutfalli við menntun þeirra. Að
sögn Próf. Dr. Rischbieters leiddu
rannsóknir þvert á móti í ljós að
meðalaldur áhorfenda færi sí-
hækkandi og af því mætti draga
þá ískyggilegu ályktun að leikhús-
ið næði ekki til þeirra sem ættu að
erfa landið. Hann sagðist ekki
treysta sér til að finna vísinda-
legar skýringar á þessu fyrirbæri
og ég minnist þess ekki að neinn
hafi leitað eftir slíkum skýringum.
Við vorum um þetta leyti búin að
sitja nógu lengi undir vestur-
þýskri leiklist til að geta sjálf lagt
saman tvo og tvo.
Próf. Dr. Rischbieter ræddi við
okkur um mörg vandamál til
viðbótar, sem yrði að leysa til þess
að skipulag og rekstur vestur-
þýsks leikhúss yrði fullkominn og
óaðfinnanlegur. Mælsku hans
virtust jafn lítil takmörk sett og
annarra þjóðverja sem þarna töl-
uðu yfir okkur og maður fór
stórum fróðari af fundi hans.
Þegar við vorum á leiðinni út, laut
hollenski leikstjórinn, herbergis-
félagi minn, að mér og sagði: „Do
you think it happened in the
war?“ Hann hafði skemmtilegan
gálgahúmor, sem beindist líkt og
ósjálfrátt að öllu þýsku; fjölskyldu
hans, sem í voru eintómir Gyð-
ingar, var útrýmt í stríðinu og
sjálfur bjargaðist hann kornabarn
undan þýskum morðingjum. Ég
vissi samstundis hvað hann átti
við. Það var engu líkara en við
hefðum báðir minni áhuga á
örlögum vestur-þýsks leikhúss en
því sem hefði komið fyrir vinstri
handlegginn á Próf. Dr. Hennjng
Rischbieter.
ÆGTARÍKI
Skúli Einarsson:
Öfund
áöfund
ofan
Nú er öfund kerling heldur betur
farin að spila í stóriðnrekandanum
Davíð Scheving Thorsteinssyni,
þegar þessi stórgróssér er farinn að
ólátast út í að þjóðfélagsþegnum sé
mismunað. Jú, þeim er sko mis-
munað, því ég geri ráð fyrir að
Davíð fái nógan gjaldeyri til að
spila með á sínum ferðalögum og í
sínu braski. Lítum á, ef ferðamaður
skreppur í viðskiptaerindum og sér
til hressingar þrisvar sinnum til
útlanda í mánuði fær hann þrjár
vínflöskur en sjómaður fær tvær
flöskur eftir mánaðar útivist. Hver
er munurinn? Þar fyrir utan er
þetta gjaldeyrir sem sjómaðurinn
aflar en hinn fer á lúxusflakk og
hver sagði hlunnindi. Skyldi ekki
Davíð fá billegra smjörlíki og
tropicana en eru það ekki hlunn-
indi og kannski fær hann meira,-og
Skúli Einarsson.
svo koma tollverðir og ganga allt
að því berserksgang oft á tíðum í
leit að smygli en afraksturinn
verður oft á tíðum lítill og mikið
starf unnið fyrir gýg.
En mér er spurn. Er ekki skip
orðið heimili manna, í það minnsta
annað heimili, þegar menn dvelja
þar vikum og mánuðum saman og
eru ekki heimili manna friðhelg?
En síðan koma í blöðunum stórar
fyrirsagnir um afrakstur eftir árið
og upp er talið bjór, vín, smjör og
kjöt, ég segi nú svei. Ég hef sagt og
segi breytta tollalöggjöf sjómönn-
um í hag því þeir eiga það fyllilega
skilið og svo að stóriðnrekendur
þurfi ekki til sjós til að fá sinn
bjór. Að vísu ætti að breyta henni
öllum í hag því hún er eins og
götóttur harmonikkubelgur, þá er
von að linni þessum árásum á
sjómenn af hendi tollvarða, eftir
skipunum að ofan, en tropicana á
dag kemur skapinu í lag, Davíð. Því
ekki að búa svo vel að sjómönnum
að þeir þurfi ekki að drýgja tekjur
sínar með að kaupa nauðsynjar.
Tel 3—4 kg. af smjöri og svipað af
kjöti aðeins til heimilisnota en allt
er bannað, svo er talað um hiunn-
indi, já ekkert er of gott fyrir
blessaða sjómenninga okkar eins
og kerlingin sagði og eitt veit ég: Ef
skertur verður hlutur sjómanna
meira en orðið er veit ég að margir
sjómenn ganga í land ef þeir eru þá
ekki þegar byrjaðir að verða sér úti
um yinnu í landi og hvað verður þá
um ísland, Davíð, ef engir sjómenn
verða til að afla gjaldeyris? Styrkið
heldur sjómenn til dáða, alþjóð til
heilla, og búum betur að sjómönn-
um okkar eins og aðrar þjóðir en
ekki þetta eilífa hnútukast.
Skora ég nú á alla sjómenn að
sameinast um að hrinda þessum
ófögnuði af höndum okkar í eitt
skipti fyrir öll, inn í samninga hvað
við eigum og hvað við megum gera
við okkar kaup, því gjaldeyrir er
hluti af okkar kaupi.