Morgunblaðið - 09.02.1980, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
35
Hvíti hesturinn
Saga frá Garðaríki
Eitt sinn réð sá konungur
fyrir Garðaríki, sem Ermen-
rekur hét. Hann hafði á yngri
árum verið hinn mesti herkon-
ungur, legið mörg sumur í
hernaði og unnið þannig lönd
og borgir og gert íbúa þeirra
skattskylda sér. Var því ríki
hans víðlent með mörgum
undirkonung^m og lénsherr-
um.
Þá staðfesti hann ráð sitt,
fékk sér drottningu af dýrum
ættum, settist svo um kyrrt og
stjórnaði ríki sínu af röggsemi
og skörungsskap.
Þau konungshjónin áttu
börn, en ekki er getið nafna
þeirra nema elstu dótturinnar,
sem Sesselja hét og var hún að
verða gjafvaxta, er þessi saga
hefst.
Þar sem Ermenrekur kon-
ungur hafði undir sinni stjórn
marga þjóðfulltrúa skatt-
skylda sér, var það regla hans
að fara á hverju sumri sjálfur
að heimta inn skatta og
skyldueyri hjá þessum undir-
mönnum sínum.
Eitt vor sem oftar hafði
hann farið þessara erinda, og
var búinn að afljúka allri
skattheimtu og sigldur heim á
leið með hinn dýrmæta, gyllta
leir frá skattgreiðendum.
Þá var það einn dag að sló
yfir svo svartri þoku, að
hvergi sást. Myrkur þetta
hélst í margar vikur og hvergi
rofaði til. Konungurinn og
menn hans voru að hrekjast
um sjóinn á skipum sínum án
þess að sjá eða verða varir við
land. Var loks mjög farið að
ganga á matarforða þeirra.
Segir konungurinn þá við
menn sína:
„Þessi þoka getur ekki verið
eðlileg. Það hljóta að vera
gerningar eða sjónhverfingar,
sem við erum beittir. Er því
best að við vörpum akkerum
hér og sjáum svo, hvað við
tekur".
Þessu boði konungs var án
tafar hlýtt. Reyndist þá dýpið
hið sama og var á skipalægi
hans heima. Litlu eftir að búið
var að varpa legufærum, var
konungur staddur uppi á þilf-
ari. Sá hann þá kominn að
skipshliðinni nökkva einn og
úr honum kom upp á skipið
grá ófreskja í mannsmynd,
sem strax ávarpaði konung
með nafni og sagði:
„Þessi þoka er af mínum
völdum, og ég hef mælt svo
um, að hana birti ekki upp
fyrir þínum augum, fyrr en þú
hefur lofað að gefa mér Sess-
elju dóttur þína og látir færa
mér hana út á sléttuna hjá
skóginum, þar sem kofi smala
þinna stendur, áður en þrjár
vikur eru liðnar.“
Konungurinn svarar: „Eg
skal borga þér fé eins og þú
tiltekur og ég hef ráð á, ef þú
getur látið þokuna hverfa, en
dóttur mína á ég ekki með að
gefa án hennar vitundar“.
Bergbúinn mælti þá: „Nei!
Ég tek ekki fjármuni, gull,
silfur eða annað fyrir að láta
þokuna víkja, en aðeins ef þú
lofar að gefa mér elstu dóttur
þína og lætur færa hana á
þann stað, sem ég hef tiltekið,
þá skal þokan hverfa. — En
viljir þú ekki samþykkja þetta,
þá læt ég þokuna vera og tek
dóttur þína án þíns leyfis“.
Konungurinn sá þá, að ekki
mundi annað tjóa en. að lofa
því, sem bergbúinn setti upp,
en sagði samt: „Eru engir þeir
kostir til, sem þú vilt veita
mér að inna af hendi, sem
frelsar dóttur mína frá að
lenda í þínum höndum?"
Hinn svaraði: „Við berg-
búarnir erum alltaf sann-
gjarnir. Skal þér því veitt bæn
þín. Ef þú sjálfur eða maður,
sem þú færð til, getur varið
dóttur þína fyrir mér og mínu
liði í þrjá daga eftir þann dag,
sem ég hef tiltekið að þú
færðir hana á nefndan stað, þá
skal hún frí og frjáls frá mér,
en það getur enginn frelsáð
hana — því máttu trúa“.
Það fór fyrir konungi eins
og manni þeini, sem er að
drukkna, en sér hálmstrá og
grípur um það í þeirri von, að
það haldi sér uppi. Hann
lofaði því bergbúanum að gefa
honum Sesselju og láta færa
hana á hinn tiltekna stað.
Bergbúinn fór niður í
nökkva sinn og reri frá skip-
inu. Hvarf þokan þá allt í einu.
Sáu skipsmenn þá, að skip
þeirra lá á sínu rétta lægi í
höfninni. Urðu þeir því fegnir
mjög að vera lausir við mis-
sýningar og gerningaþokuna.
Konungurir.n hélt svo til
hallar sinnar og fagnaði fólk
hans honum vel, en hann var
ærið daufur, svo að kona hans,
börn og annað fólk stórfurð-
aði. Sagði konungur þá frá
kostum þeim, sem hann hafði
orðið að ganga að hjá bergris-
anum, að g efa honum elstu
dóttur sína. Hann lofaði að
gifta þeim manni dóttur sína
og gefa honum hálft ríki sitt,
sem frelsaði Sesselju sína frá
návist bergbúans.
En enginn varð við þeim
tilmælum.
Framhald á næstu Barna-
og fjölskyldusíðu.
Teikning: Sigríður Vilhjálmsdóttir, 11 ára, Langholtsskóla.
Námskynningar í skólum
BLAÐINU heíur borist eftirfar-
andi bréf Nemendafélags Flens-
borgarskóla til menntamálaráð-
herra:
Ástæðan fyrir bréfi þessu er sú
að Nemendafélagi Flensborgar-
skóla hefur borist bréf frá
menntamálanefnd Stúdentaráðs
Háskóla íslands (SHÍ), þar sem
nefndin tilkynnir okkur að hún
sjái sér ekki fært að halda sínu
árlegu kynningu á námi því sem
til boða stendur í Háskóla Islands.
Orsökin er sú að þér tölduð ekki
ástæðu til að greiða að fullu
kostnaðinn við kynninguna (3,1
milljón kr.), heldur létuð þér
nægja að bjóða styrk að upphæð
kr. 500 þúsund. Átti menntamála-
nefnd SHI síðan að greiða afgang-
inn. I þessu sambandi viljum við
benda á að áætlaður kostnaður,
3,1 milljón kr., er eingöngu til að
greiða nauðsynlegan ferða-,
pappírs-, síma- og fjölritunar-
kostnað.
Víst er að aðhald og sparnaður
er nauðsynlegur í rikisrekstrinum
en hins vegár teljum við þennan
niðurskurð vera fremur hæpinn
sparnað.
Eins og fyrr segir hefur SHÍ
gengist fyrir námskynningu fyrir
menntamálaráðuneytið í mennta-
og fjölbrautaskólum landsins.
Hafa þessar kynningar verið mjög
vel sóttar og eru allir sem notið
hafa sammála um nauðsyn þeirra.
Hinn óbeini sparnaður sem hlýst
af þessari kynningu ætti að vera
ljós. I staðinn fyrir að nemi sem
hefur nám í HI hafi litla eða enga
hugmynd um það sem bíður hans í
skólanum, gæti hann orðið sér úti
um dýrmæta vitneskju um þær
greinar sem í boði eru í HÍ.
Þannig gæti hann sparað bæði
ríkinu og sjálfum sér mikinn tíma
og stórar fjárhæðir.
skóla, viljum því leyfa okkur að
fara fram á það við yður að þér
endurskoðið afstöðu yðar í þessu
máli hið fyrsta og gerið okkur
kleift að njóta námskynningar
menntamálanefndar SHÍ, þetta ár
sem önnur.
Virðingarfyllst,
f.h. Nemendafélags Flensborgar-
skóla,
Eyjólfur Sigurðsson, ritari.
Við, nemendur í Flenborgar-
Halldór Laxdal eigandi Radióbúðarinnar afhenti flóttamannafjölsk-
yldunum á íslandi þrjú svart-hvít sjónvarpstæki í sl. mánuði.
Fjölskyldurnar hafa nú dreifst um Reykjavík og búa á þremur
stöðum. A myndinni sést Þór Þorbjörnsson verslunarstjóri í
Radiobúðinni afhenda Wong Minh Quang (t.v.) og Pham Le Hang
tækin.
Matseóill
helgarinnar
LAUGARDAGUR
Kvöldveröur. Rækjukokkteill meö ristuöu brauði. Roast beef
„Bernaise" meö rjómasoðnum sveppum,
bökuðum kartöflum og smjöruðum maís.
Rjómaís „Creme de Mente“.
SUNNUDAGUR
Hádegisveröur. Kræklingasúpa meö þeyttum rjóma.
Rauövínsmarineraö lambakjöt á teini, meö
Parísarkartöflum og piparsósu.
Rjómaís meö frönskum kirsuberjum.
Kvöldveröur Esjugratín, blandaöir sjávarréttir í brauökollum.
Körfukjúklingar aö amerískum hætti
(„Southern fried chicken")
Marineraðir ferskir ávextir „Grand Marnier".
Bragöiö hinn vinsæia „salat-bar“
Okeypis sérréttir fyrir börn 10 ára og yngri
Munið barnahornið, — það er vinsæit hjá yngstu gestunum.
Jónas Þórir leikur í kvöld frá klukkan 6—9 og á morgun,
sunnudag frá 12—2 og 6—9.
Þaö er ódýrt aö borða hjá okkur
Verið velkomin
O