Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1980 Jón Sigurðsson Götuhúsum - Minning í dag verður gerð útför vinar míns, Jóns Kristi-ns Sigurðssonar, eins og hann hét fullu nafni. Jón var fæddur 28, júní 1931 en varð bráðkvaddur á heimili sínu 30. janúar sl. og var þ.ví aðeins 48 ára að aldri er hann lézt, langt um aldur fram. Jafnan ,er sviplegt er menn á góðum aldri falla frá og erfitt er að festa hugann við það, að Jón sé horfinn sjónum okkar fyrir fullt og allt. Kynni okkar Jóns í Götuhúsum eins og hann var oft nefndur hófust fyrir 17 árum, og var starfsorka hans þá orðin það skert, að hann var hættur að stunda störf á hinum almenna vinnumarkaði að mestu, þó hafði hann lítið verkstæði þar sem hann stundaði ýmiss konar viðgerðir. Jón var einn af þeim fáu mönnum sem með samstarfi huga og handa geta gert við flesta hluti, hvort heldur var um saumavél eða bíl að ræða. I því almenna lífsgæðakapp- hlaupi, sem einkennir svo nútíma- manninn, tók hann ekki þátt og kröfur hans til lífsgæða sér til handa voru í slíku lágmarki að undrun sætti, en gæti hann rétt öðrum hjálparhönd var hann ávallt reiðubúinn og laun þau er hann uppskar voru ekki alltaf í samræmi við kauptaxta dagsins, enda munu þeir vera margir, sem áttu honum margt að þakka og + Hjartkær eiginkona mín SÓLVEIG SIGURJÓNSDÓTTIR, Noröurbraut 23 B, Hafnarfiröi, andaðist aö heimili sínu aö morgni 8. febrúar. Hermundur Þórðarson. Minningarathöfn um JÓN DANÍEL GUDMUNDSSON, vélstjóra, fer fram í Neskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Eiginkona, börn, foreldrar og systkini. t Fósturmóöir mín, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDÍNA GUTTORMSDÓTTIR, Brekkugeröi 20, Reykjavík, verður jarösungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Hafsteinn Guðmundsson, Þóra Ragnarsdóttir, Helgi Hafsteinsson, Guömundur Hafsteinsson. + Hjartanlega þökkum viö auðsýnda samúö viö fráfall og útför bróöur okkar, SIGURDAR ÓSKARS GUDMUNDSSONAR, Viðey, Vestmannaeyjum. Systkinin frá Viðey. + Þökkum vinsemd við útför, SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Eskihlíö 6 B. Álfheiöur Kjartansdóttir Magnús Kjartansson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför ÓLAFS K. SIGURÐSSONAR Guö blessi ykkur öll. Jónína Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson, Guömundur Sigurðsson og aðrir vandamenn. + Þökkum auðsýnda samúö við andlát og jarðarför, KRISTÍNAR M. MAGNÚSDÓTTUR, frá Ólafsvík, Lovísa Magnúsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Magnús Magnússon, Ingveldur Magnúsdóttir og aðrir vandamenn. enga vissi ég um, er á annað borð kynntust Jóni, að þeir vildu ekki létta honum lífsbaráttuna og ef- laust hefur fórnfýsi hans og hjálp- semi skilið eftir í huga þeirra er hann þekktu, mynd af alveg sér- stökum vini, er þátt tók í erfiðleik- um annarra af því meiri áhuga sem vandamálin voru stærri. Jón var alla tíð ókvæntur og barnlaus. Jón var yngstur sex systkina er upp komust af ellefu börnum hjónanna Valgerðar Jónsdóttur, sem ættuð var af Eyrarbakka, og manns hennar, Sigurðar Sigurðs- sonar, er ættaður var úr Holtum. Sigurður stundaði um árabil fólksflutninga milli Stokkseyrar og Reykjavíkur í þar til gerðum tjaldvagni með hestum fyrir. En síðar varð hann bóndi í Götuhús- um á Stokkseyri. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og kynntist eins og aðrir erfiðleikum hinna svokölluðu kreppuára og þekkti því vel til. hinnar hörðu lífsbaráttu alþýðu- fólks þeirra ára, en það veganesti, er honum var látið í té af góðri móður, mótaði hann meir en andstreymi erfiðu áranna, enda sýndi hann móður sinni sérstaka nærgætni og umönnun þegar hún var orðin öldruð og minning henn- ar var honum einkar kært um- ræðuefni enda mun samband þeirra hafa verið sérstaklega hugljúft. Við, sem í dag kveðjum góðan vin, teljum að hann hefði mátt vera lengur í samfylgd okkar, en lögmál lífsins er nú þannig, að enginn veit hver næst verður kallaður, en er þá ekki gott að geta kvatt jarðlífið eins og Jón gerði, sáttur við allt og alla og hafa lokið góðri göngu og getið sér þakklætis allra er til þekktu? Systkinum hans og ættingjum sendi ég og fjölskylda mín innileg- ar samúðarkveðjur. Kristján Friðbergsson. Jón var fæddur að Götuhúsum á Stokkseyri, 28. júní 1931. Foreldr- ar hans voru þau Valgerður Jóns- dóttir og Sigurður Sigurðsson, hjón sem þar bjuggu um langa hríð og var Jón yngsta barn þeirra. Hann var alla tíð búsettur á Stokkseyri, ókvæntur og barn- laus. Hann lést 30. janúar s.l. Það hlýtur ávallt að orka tví- mælis að skrifa um látinn mann. Vegna þess að sá sem það gerir kemst ekki hjá þvf að setjast í einskonar dómara sæti og fella dóm um hinn látna mann. Þá vaknar spurningin, hver er þess umkominn? Verður það ekki fyrst og fremst tilfinninga mál hvers og eins, við dánarbeð látins vinar, félaga eða ættmennis, sem kemst til skila með þeim hætti? Flestum mun finnast það við lestur hinna ýmsu greina um látna menn. Hver er þá tilgangurinn? Ég veit það ekki. Ef til vill vil ég heldur ekki vita það. Aftur á móti veit ég vel um þær hræringar innra með manni þegar persónulegir vel- gjörðarmenn, vinir eða ættingjar hníga að foldu. Þá er eins og það bresti strengur í eigin lífi. Maður stendur vanmáttugur og umkomu- lítill frammi fyrir náköldum og nöktum staðreyndum og gælir við það sem var. Minningar stíga fram hver af annarri og knýja á um það að eitthvað sé sagt, eitthvað sé gert í því að láta landsbyggðina vita að nú er góður drengur látinn. — Jón var þannig úr garði gerður, að hann gekk hljóðum skrefum líf sitt á enda. Hann var ekki hraustur að eðlis- fari og skar það honum oft þröngan stakk, svo að fyrir þá sök fékk hann ekki notið sín eins og hæfileikar hans gáfu þó tilefni til. Um það verður ekki deilt hve mikla mannkosti hann hafði af þeim, sem okkur hina vanhagar svo sárlega um, sem rismeiri teljumst á hinu ytra borði. Sjálfur leit Jón á sig sem minnstan af þeim minnstu. Hann leit aldrei á það, að hann átti haga hönd, sem lagði mörgum lið án nokkurra útláta fyrir þá. Hann leit aldrei á það að einmitt hann færði þannig fegurð inn í mannlífið, sem við hin látum svo oft farast fyrir. Grann- ar hans á Stokkseyri munu þó hafa litið á það, og kunnað að meta það, að fórnfýsi hans og hjálpsemi grípum við ekki við hvers manns dyr í dag. Þetta litla samfélag á Stokkseyri gleymdi ekki sínum minnsta bróður, þegar því var afhent lík Jóns til greftr- unar, frá Reykjavík. Það tók á móti honum með viðhöfn og virð- ingu, eins og þar væri héraðshöfð- ingi á ferð. Slíkt er fagurt og eftirminnilegt. Það var þess sómi og hans heiður. Öll biðjum við Jóni velfarnaðar á ókunnum leiðum og væntum þess, að drenglyndi hans og ljúf- mennska verði honum veglegt vegarnesti á torsóttri leið, og þökkum honum örlæti hans af sjaldgæfum eiginleikum. Skarphéðinn Össurarson. Sigurður Oddsson Kjalardal — Kveðja Látinn er Sigurður Oddsson bóndi í Kjalardal í Skilmanna- hreppi. Hann fæddist að Klöpp á Akranesi 8. október 1889 og lést í Sjúkrahúsinu á Akranesi hinn 3. þ.m. á nítugasta og fyrsta aldurs- ári. Foreldrar hans voru Oddur Guðmundsson húsmaður og bú- stýra hans Halldóra Guðmunds- dóttir. Er Sigurður óx úr grasi varð mönnum það þegar ljóst að hann myndi verða mikill atorku- maður þegar hann næði fullum þroska sem og síðar varð raunin á. + Við þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURGEIRS BORGFJÖRD ÁSBJÓRNSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarfólki fyrir ómetanlega aðstoö í veikindum hans. Þóra Þórðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, frá Bæ. Jaöarsbraut 39, Akranesi, Sigrún Björnsdóttir, Ragnheiöur Björnsdóttir, Lúövík Björnsson, Fanney Björnsdóttir, Vigdís Björnsdóttir, Sigurbjörg Björnsdóttir, Reynir Björnsson, barnabörn og barnaba nabörn. Skarphéóinn Árnason, Jóhanna Sófusdóttir, Halldór Ólafsson, Áskell Jónsson, Jón Sturluson, Arndís Halldórsdóttir, + Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, SÆMUNDAR SÍMONARSONAR Svanhildur Guömundsdóttir, Guómundur Sæmundsson, Kristín Eyjólfsdóttir, Þorvaröur Sæmundsson, Ásta Lára Leósdóttir, Gunnar Sæmundsson og barnabörn. Sigurður stundaði alla algenga vinnu hvar sem hún bauðst fram um þrítugsaldur. Þegar þar var komið var honum orðið það aug- ljós staðreynd að hugur hans beindist öðrum fremur að bústörf- um í sveit en á öðrum vettvangi samfélagsins. Á árinu 1924 rann upp mesti gæfudagur lífs hans er hann hinn 6. maí gekk að eiga unnustu sína Helgu Jónsdóttur, dóttur hinna mætu heiðurshjóna Jóns Þorláks- sonar á Arkarlæk í Skilmanna- hreppi, og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur. Sama ár hófu ungu hjónin búskap að Kjalardal í sömu sveit og þar hafa þau búið til þessa dags við vaxandi rausn og velgengni. Þau hjón eignuðust sjö börn öll hin gjörvulegustu að gáfum og atgjörvi sem öll eru á lífi. Eins og áður er að vikið reyndist Sigurður hinn mesti manndómsmáður í hvívetna, heil- steyptur og traustvekjandi i öllu dagfari. Það hefur verið mér sem þessi orð skrifa hin mesta gæfa að hafa notið vináttu þessara góðu hjóna um margra áratuga skeið. Eins og frá er greint hér að framan var Sigurður í Kjalardal hinn mesti atorkumaður sem aldrei féll verk úr hendi eins og oft er komist að orði um manndóms- menn og konur. Þar hefur éins og við vinir þeirra þekkjum best kona hans staðið honum dyggust við hlið. Fyrir nærfellt sjö árum missti hann heilsuna og hefur síðan notið aðstoðar barna sinna við að veita heimilinu forstöðu. Þá er vert að geta þess að Sigurður naut í veikindum sínum , ásamt góðri aðhlynningu hinnar ástríku eiginkonu sinnar,ástar og kær- leika barna, sem og barnabarna er voru honum hjálpfús og kær- leiksrík. Ég votta hinum látna heiðurs- manni virðingu mína og þökk fyrir liðnar samverustundir og óska honum velfarnaðar á hinni nýju vegferð. Eftirlifandi konu hans og afkomendum óska ég alls góðs í komandi framtíð. Svo að leiðar- lokum er ég kveð Sigurð vin minn vil ég af alhug óska þess íslenzkri þjóð að henni megi auðnast að eignast í framtíðinni sem flesta jafningja Sigurðar í Kjalardal. Kristján Þórsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.